Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 1
LÁNSK J AR A VÍSIT ALA fyrir mars hækkar um 2,29% frá mánuðinum á undan, samkvæmt útreikningum Seðlabank- ans og verður 1428. Þetta er 31,3% árs- hækkun ef miðað er við síðasta mánuð, 30,1 % ef miðað er við síðustu þrjá mánuði, en 32,6% ef miðað er við síðasta ár. LANDSVIRKJUN ákvað á stjórn- arfundi í gæraðfrestagangsetningu Blöndu- virkjunar til ársins 1991. I því felst að ekki veróur um að ræða aðrar framkvæmdir á virkjanasvæði Blöndu en við jarðgöng og neðanjarðarstöðvarhús virkjunarinnar. Þessi nýjatímasetning felur í sérallt aðtveggja ára seinkun á virkjuninni og því hefur komið til fækkun í starfsliði byggingardeildar Lands- virkjunar. BÚNAÐARÞING 1986 kemur sam- an til fundar á mánudag í Súlnasal, Bænda- höllinni kl. 10.00. Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélagsins setur þingið og Jón Helga- son landbúnaðarráðherra flytur ávarp. Þetta er síðasta þingið á þessu kjörtímabili og fara Búnaðarþingskosningar fram hjá búnaðar- samböndunum á komandi sumri. PÁLL ÁRNASON, n ára gamall skákmaður, vann Danann Bent Larsen í fjöl- tefli á vegum TR í vikunni. Larsen tefldi við45 manns og vann 37 skákir, tapaði 4 og gerði 4 jafntefli. Þeirsem unnu auk Páls voru Erling- ur Hallsson, Hjalti Bjarnason og Páll Bergsson. SOVESKU skákmeistararnir, sem taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu, þeirTal, Gell- er og Salov, munu tefla fjöltefli í Borgartúni 18 á mánudagskvöldið kl. 19.00 á vegum MÍR. Skráning fer fram í húsakynnum MÍR Vatnsstíg 18. SJALLINN á Akureyri er nú í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri vegna gruns um misferli í rekstri fyrirtækisins. Grun- ur leikur á að svikið hafi verið undan sölu- skatti, smyglað áfengi selt og ýmislegt fleira. Samkvæmt upplýsingum Dags á Akureyri hefur rekstur hússins gengið mjög erfiðlega undanfarið og eru skuldir þess taldar um 80- 90 milljónir króna. KÓKA KÓLA fyrirtækið gaf út tilkynn- ingu í gær þar sem sagt var að það hygðist kauþa Dr. Pepper, sem er fjórða stærsta svaladrykkjarfyrirtækið í Bandaríkjunum. Kaupin munu færa Kók 46% af heildarmark- aði óáfengradrykkja í Bandaríkjunum og eru reiðarslag fyrir helsta keppinautinn Pepsi Kóla. TILBOÐ í raðsmíðaskipin svokölluðu verða opnuð í dag kl. 14.00 á skrifstofu Fé- lags dráttarbrauta og skipasmiðja í Reykja- vík. Að sögn Þórleifs Jónssonar hafa borist allmörg tilboð og vissi hann til þess að nokkur tilboð myndu koma inn í dag. Raðsmíðaskipin eru fjögur skip sem öll voru á sínum tíma smíðuð eftir sömu teikn- ingunni, en ekki hefur tekist að selja þar sem þau hafa ekki fengið kvóta. Tvö skipanna voru smíðuð á Akureyri eitt á Akranesi og eitt hjá Stálvík í Garðabæ. Nú hefur hins vegar fengist heimild fyrir þessi skip í'reglugerðfyrirkvótaog munu þau fá 200 tonna þorskkvóta og leyfi til rækju- veiða. Mikill fjármagnskostnaður hefur safnast upp vegna þeirrar tafar sem orðið hefur á sölu skipanna, en í lánsfjárlögum er heimild- arákvæði fyrir fjármálaráðherra að koma til móts við þá hækkun fjármagnskostnaðar sem stafar af töfinni. -BG KRUMMI Voru menn eitthvað að tala um dauflegt nætur- lif í Reykjavík? Sjáiði bara Garðastrætið... Einhvers staðar stendur skrifað að það einkenni íslendinga öðru fremur hversu illa skóaðir þeir eru. Þetta á þó ekki við um íslenska landsliðið í handbolta sem fer utan á morgun og verður verðugir fulltrúar okkar á heimsmeistara- mótinu í Sviss. Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri hefur gefið hverjum og einum tvenn pör af skóm, eitt par af gljáfægðum spariskóm til að dansa í eftir alla sigrana og eitt par af kuldaskóm til að halda fótum kappanna vel heitum. í bónus fengu þeir allir ælingabol vel merktan tegundar- heiti skófatnaðarins. Piltarnir urðu vitanlega allir glaðir og eins og sjá má á myndinni hoppuðu þeir Þorgils Óttar og Kristján Arason af kæti. Tíminn vill nota tækifærið og óska strákunum góðs gengis í Sviss. (Tímamynd: Árni Bjarna.) Samningar í burðarliðnum Vonast til aö ganga á fund ríkisstjórnarinnar í dag Samninganefndir ASÍ, VSÍ og VMS komu saman til fundar síðdegis í gær og síðan aftur til framhaldsfundar í gærkvöldi. Samningshljóð var í þeim mönnum sem Tíminn talaði við í gærkvöldi og töldu þeir að ekki bæri mjög mikið á milli. „Ég tel að þetta sé komið það langt að enginn geti í rauninni axlað þá ábyrgð að hindra að hlutirnir gangi sanian, með þeim afleiðingum sem það hefði í för með sér fyrir þjóðar- búið í heild,“ sagði Þorsteinn Ólafsson formaður VMS í sam- tali við Tímann. Þorsteinn bætti því við að gagnstætt því sem komið hefði fram í sumum fjölmiðlum í gær hefði ekki staðið á Lífeyrissjóði sam- vinnumanna um að taka þátt í að fjármagna ákveðna þætti sem tengdust þessari samn- ingaleið og sú afstaða hefði komið skýrt fram í viðræðum að undanförnu. Á fundinum sem hófst í gær- kvöld og búist var við að stæði fram á nótt var einkum rætt um kaupmátt og kaupniáttartrygg- ingu en þar lá helsti ágreining- urinn, þó hann hafi farið minnkandi. Það benti því ýmislegt til að unnt yrði að fara á fund ríkis- stjórnarinnar með ákveðnar tillögur í dag, en síðan veltur það á viðbrögðum hennar hvort unnt verður að fara þessa niðurfærsluleið, sem trúlega mun kosta ríkissjóð 1-1 Vi milljarð í tekjutapi. Samninganefnd ríkisins og 50 manna nefnd BSRB komu einnig santan til fundar í gær- kvöld og þegar síðast fréttist voru uppi getgátur um að full- trúar ríkisins myndu Ieggja fram nýtt tilboð. Ekki fékkst það þó staöfest, en samnings- aðilar sátu enn á lokuðum fundi á tóll'ta tímanum í gær- kvöldi. _BG Drengurskaut á hús í Árbæ Hlaðinn 22ja kalibera riffill var tekinn af 11 ára gömlurn dreng við Birt- ingakvísl í Reykjavík í gær, eftir að tilkynnt hafði verið uni að skotið hefði verið í gegnurn glugga á húsi í gréhndinni. Árbæjarlögreglan fékk tilkynningu um að kúlu hefði verið skotið í gegnunt rúðu í gær og sennilega úr loftriffli. Lögreglan fann innan skamms hóp drengja og einn þeirra var með riffil sem hann hafði komist yfir á heimili sínu. Riffillinn var gerður upptækur og drengirnir yfirheyrðir en þeim var sleppt að því loknu. GSH SIS hugar að fjölmiðlun Stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga ákvað á fundi í gær að fela Fræðslu- og kaupfélagadcild Sambandsins að gera drög að stofn- un sérstaks fjölmiðlunarfyrirtækis samvinnuhreyfingarinnar og leggja þau drög síðan fyrir næsta stjórn- arfund. Valur Arnþórsson stjórn- arformaður sagði í samtali við Tím- ann í gærkvöldi að þetta væri gert í framhaldi af samþykkt ályktunar á síðasta aðalfundi þar sem því er beint til stjórnarinnar að leita leiða til að styrkja stöðu samvinnuhreyf- ingarinnar í fjölmiðlun. „Menn hafa verið að velta fyrir sér leiðum til þess að verða við þessum tillögum sem samþykktar voru á aðalfundi og því var Fræðslu- og kaupfélagsdeild falið að undirbúa hugsanlega stofnun sérstaks fjölmiðlunarfyrirtækis samvinnuhreyfingarinnar sem ann- ist þessi mál fyrir hennar hönd. Hvaða tegund fjölmiðlunar það yrði, verður síðan að skoðast á fag- legum grundvelli sagði Valur enn fremur. Valur sagði að á síðasta aðal- fundi hefði einnig verið samþykkt tillaga þess efnis að leitað yrði eftir viðræðum við stéttasamtökin í landinu, þ.e. samtök launafólks og bænda, um samstarf í fjölmiðlunar- málum, og í samræmi við það hefði stjórnarfundurinn í gær ákveðið að fara þess á leit að þær viðræður yrðu teknar upp að nýju. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.