Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BRAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 Konný átti bestu myndina Forsíðumyndin að þessu sinni er sigurmynd marsmánaðar í ljósmyndakeppni Frétta og Byggðasafnsins. Þema þess mánaðar var hraunið og það er Laufey Konný Guðjónsdóttir sem tók þessa fallegu mynd. Alls bárust 66 myndir í keppn- ina og Jóhanna Yr Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafnsins, sem situr í dómnefnd, sagði valið í raun ekki hafa verið erfitt að þessu sinni. Þessi mynd hefði staðið upp úr, að mati dóm- nefndar. Jóhanna sagði einnig að konur hefðu átt stóran hluta af þeim myndum sem þótt hefðu bestar að þessu sinni. „Konurnar eru að koma sterkar inn,“ sagði Jóhanna. Þema aprflmánaðar er höfnin og Jóhanna sagði að nú þegar væru komnar inn 20 myndir og því útlit fyrir góða þátttöku. 37. árg. I 14. tbl. I Vestmannaeyjum 8. apríl 2010 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar: Ferja milli Eyja og Skotlands -Ef Katla gýs og allt fer á versta veg þá takmarkast flug til landsins. Þá væri gott að hafa annan möguleika í stöðinni Sigurður Ingi Jóhannsson, þing- maður Framsóknarflokksins í Suð- urkjördæmi, hefur lagt fram þings- ályktunartillögu þess efnis að sam- gönguráðherra kanni hagkvæmni ferjusiglinga á milli Vestmannaeyja og Bretlandseyja. Meðflutnings- menn að tillögunni eru fjórir þing- menn Framsóknarflokksins. „Hugmyndin gengur út á að hefja siglingar á stærri ferjum sem geta flutt fólk, bfla og vörur á milli Skotlands og Vestmannaeyja. Síðan er möguleiki á umskipun í Vest- mannaeyjum og ferjun upp í Land- eyjahöfn. Þannig opnaðist mögu- leiki á að fólk keyri frá meginlandi Evrópu með viðkomu í Vestmanna- eyjum,“ sagði Sigurður en hann reiknar með að siglingatíminn verði um 30 klukkustundir, jafnvel 20 yfir sumartímann, allt eftir því úr hvaða höfn er haldið. „Tillagan snýst um að ráðuneytið láti gera hagkvæmis- úttekt og kanni hvort lög og reglugerðir standi í vegi fyrir þessu,“ sagði Sigurður og var í framhaldinu spurður hvort gera þurfi miklar breytingar á hafnar- aðstöðu í Vestmanneyjum verði hugmyndin að veruleika. „Það þarf væntanlega að stækka hafnarsvæðið. Menn eru ekki að leggja í beinan kostnað heldur skapa fleiri möguleika þ.e.a.s ef útreikn- ingar sýna _að hugmyndin reynist hagkvæm. Ég á von á að ferjusigl- ingafyrirtæki sýni þessu áhuga og þá yrði að bjóða þær út og fara eftir samkeppnisreglum. Fólksflutningar yrðu meiri og vöruflutningar auð- veldari, vögnum keyrt beint um borð og síðan gætu þeir tekið vörur til baka. Við sjáum Vestmannaeyjar sem millilið á þessum flutningum því siglingin er mun styttri en þegar skip sigla fyrir Reykjanes," sagði Sigurður Ingi og tók fram að nýlega hefðu komið upp ný og óvænt rök með tillögunni. „Rökin eru þau að ef Katla gýs og allt fer á versta veg þá takmarkast flug til landsins. Þá væri gott að hafa annan möguleika í stöðunni," sagði Sigurður Ingi en þá væri hægt að flytja fólk og vörur til og frá landinu sjóleiðina. Elliði leiðir áfram lista sjálfstæðis- manna Framboðslisti sjálfstæðismanna tii bæjarstjómarkosninga þann 29. maí nk. var samþykktur á fundi fulltrúaráðs flokksins í gærkvöldi. Er hann þannig skipaður: I. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, 2. Páley Borgþórsdóttir, lögmaður og formaður bæjarráðs, 3. Páll Marvin Jónsson, líffræðingur og bæjarfulltrúi, 4. Gunnlaugur Grettisson, viðskiptafræðingur og forseti bæjarstjórnar, 5. Helga Björk Ólafsdóttir, leik- og grunnskólakennari, 6. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, 7. Trausti Hjaltason, stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri, 8. Arnar Sigurmundsson, framkvæmda- stjóri, 9. Hildur Zoega Stefáns- dóttir, fiskverkakona, 10. Þor- björn Víglundsson, stýrimaður, II. Drífa Kristjánsdóttir, trygg- ingaráðgjafi, 12. Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri, 13. Gígja Óskarsdóttir, framhalds- skólanemi og 14. Leifur Arsæls- son, fyrrv. útgerðarmaður. Kennir skák á Grænlandi Eyjamaðurinn Sverrir Unnarsson hefur undanfarna daga dvalið á austurströnd Grænlands og kennt skák. Er hann í þorpinu Ittoqqort- oormiit við Scoresbysund. Þar hefur hann við annann mann kennt börnum í þorpsinu skák en mikill áhugi er á skákíþróttinni meðal barna á svæðinu. Það var Taflfélagið Hrókurinn sem hratt verkefninu af stað árið 2003 og árlega hefur fólk farið á vegum félagsins til þorpa á aust- urströnd Grænlands til að kenna skák. Vetur konungur hefur hvergi nærri kvatt nágranna okkar í vestri og fá íslendingamir að kynnast fimbulkulda, hundasleðum og öðru sem tilheyrir grænlensku samfélagi. | Friðarhöfn | Sími481 3500 | VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ne táhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <S£> ÞJÓNUSTUAÐILI )l í EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.