Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1974 Dramateu: Vanja frændi Vanja (Ulf Jnhansson) og Astrov (Bengt Virdenstam). Höfundur: A.P. Tsjekhov □ Þýðing: A. Baecklund og H. Grevenius □ Leikmvnd: Michael Syiwan Q Leikstjórin: Gunnel Lindblom Á undanförnum árum hefur verið að fara fram endurskoðun á verki Tsjekhovs, mönnum hefur fundizt ýmislegt benda til þess, að andrúmið, sem tengzt hefur verkum hans, sér- staklega fyrir tilstuðlan Stanislavskíjs, væri ekki hið rétta. Ýmislegt, sem menn vissu, en hafði verið látið liggja í þagnargildi, var nú dregið fram og verkið skoðað i ljósi þess. Hér var aðallega um að ræða umsagnir Tsjekhovs sjálfs í dagbókum og bréfum, við- brögð hans við þeirri með- höndlun, sem verk hans fengu frá hendi Stanislavskíjs. Fyrir okkur, sem ekki kunnum rússnesku og getum ekki kann- að frumgögnin, varð lílil bók eftir einn virtasta leikhúsgagn- rýnenda Þjóðverja, Siegfried Melchinger, þýðingarmikill þáttur i þessum ferli. Ég ætla enn á vegi leikverka Tsjekhovs, kom til, þegar menn rugluðu saman „lágværu" sannleikans og „lágværu" blæsins. Alls stað- ar þar sem ætlazt er til, að undirstrikaðir séu einhverjir sérstakir þættir blæsisns þjóna þeir verkbyggingarlegu (dramatúrgísku) hlutverki, t.d. sem andstæða eða, eins og svo oft, til að undirstrika háðið. Hann hafði sterka andúð á öll- um grátstaf, viðkvæmni og til- finningasemi. Gorki skrifaði honum einu sinni: „Þér eruð kaldari í garð manneskjunnar en andskotinn." Leikrit hans eru fölsuð ef þau eru hjúpuð slæðu úr harmrænu, þunglyndi og sjúklegum þrám. Andrúm verka hans verður til í þögn, þegar hjal mannanna þagnar og það, sem út snýr, verður gagn- sætt og opnar sýn á sannleik- ann, sem er að baki. Andrúm Tsjekhovs er ekki andrúm impressíónismans, sem slævir áhorfandann með sveimandi óljósum tilfinningum og hindr- ar hann í að hugsa. Það er sam- þjöppun sannleika handan allra orða, sem leika verður með við hlið orðanna, að baki orðanna og þá skiptir ekkí máli, þó að það sé ekkert annað en hreyfingarlaus, þögul einbeit- ing ímyndunaraflsins að því, sem sýna skal. Leikverkum Tsjekhovs má líkja við vísindalega tilraun. Niðurstaðan er annaðhvort nákvæmlega rétt eða hún stenzt ekki. Það var erfiðara að læra list hins lágværa sannleika én hann áleit sjálfur. Við erum rétt að byrja á því." Nú, fregnir af þessari endur- Lelkllst eftir ÞORVARÐ HELGASON skoðun hafa auðvitað fyrir löngu borizt til Stokkhólms — og vonandi fer eitthvað að heyr- ast af henni hér — þar hafa nokkrir leikarar tekið sig sam- an og ákveðið að lita nýjum augum á Vanja frænda, þennan lágtstillta og oft grátlega háðska harmleik um manneskj- ur flæktar i net áunninna af- stæðna og hæpins verðmæta- mats, sem eru þeim órjúfanleg- ir hlekkir. — Af hverju segir Jelena ekki skilið við karl- fauskinn Serebrjakov og tekur t.d. saman við Astrov? Af hverju ekki? Jú, það gæti gerzt, en gerist ekki, en það er ekki nóg með það, sumt getur ekki gerzt eins og t.d. það, að Astrov fari að elska Sonju. Já, svo grimmt er lífið, margt, sem gæti gerzt, gerist ekki og annað, sem einhver þráir af heitu hjarta, getur aldrei gerzt. Örlög mannanna eru dapurleg, hlá- leg, ömurleg og liklega eiga þeir oft sjálfir sök á þvi, hvern- ig fór fyrir þeim. Hefði ekki getað farið öðru vísi fyrir Vanja ef, ef, ef? Sumir eru sæl- ir i óyfirstíganiegum barna- skap sínum eins og Maria, sem heyrir hvorki né skynjar raunveruiega hvað er að gerast í kringum hana. En Tsjekhov hefur einmitt sérstaklega gaman af að sýna, hvernig fólk hlustar ekki hvort á annað, talar fram- hjá og heyrir i rauninni aðeins hvað það segir sjálft. Það og ótalmarga aðra hlálega þætti manneskjunnar eins og ofmat, belging, hugleysi, klaufsku og seigdrepandi breyskleika dund- ar hann sér við að draga fram í verkum sínum án þess að biása það út. Hinir sænsku gestir okkar fóru sömu leið, hægt, lágt, en af valdi tæknilegs léttleika og þéttu innri dýptar léku þeir fyrir okkur hina háðslegu af- hjúpun manneskjunnar og einnig berun hins óumbreytan- lega í mannlegu lífi: fólk verð- ur ekki néytt til ástar, sízt af samúð. Leikarar Dramaten léku einbeitt og ákveðið hver sína rödd og höfðu mátt tii að halda hugblænum jafn sterkum fyrir þvi. Leikarar Dramaten voru algjörlega siakir og vegna þess hreyfðu þeir sig algjörlega eðlilega. Holi lexia. Þannig mætti fleira tína til, en mál er að linni. Eg þarf ekki að tala um leik- arana hvern fyrir sig, þeir léku allir jafn vel. Og að síðustu: maður vonar að þessi sýning hafi einhver áhrif, ekki eingöngu í afstöð- unni til Tsjekhovs heldur einn- ig almennt sem tæknileg við- að leyfa mer að pyða stutta til- vitnun í þá bók: „Versti mioun, an goorar og rettrar tækni verður túlkandi list misskilningurinn, sem var og er Í% LISTAH ATÍÐ aldrei góð. 1974 menning þessa fólks, sem speglast í því að leggja slík djásn i kuml. Þaó er menning að eiga og um- Islenzk myndlist í 1100 ár Þriðja listahátíð í Reykjavík er hafin, og þar er margt á boðstól- um: myndlist, hljómlist, leiklist, svo að eitthvað sé nefnt. Lista- menn frá erlendum þjóðum sækja okkur heim og miðia okkur af sniili sinni. Heimsfrægir lista- menn eru umtaisefni almennings, og hver viðburðurinn rekur annan með slíkum hraóa, að fólk hefur ekkí undan að melta þær andlegu krásir, sem á borð eru bornar. En af öilu þessu ber sú sýning, sem komið hefur verið saman að Kjarvalsstöðum af íslenskri myndlist frá öndverðu til þessa dags. Þar er á ferð viða- mesta og merkilegasta sýning myndlistar, sem efnt hefur verið til hériendis. Mikil tíðindi og góð. Tímabær atburður, sem margan hafói dreymt um, og fáa órað fyrir, að rættist í bráð. Þeir, sem tækifæri hafa til að kynnast við þau listaverk, sem mynda þessa sýningu, eru forréttindafólk, sem ætti aó vera hamingjusamt yfir því að sjá, svo að ekki verður um deílt, að Islendingar hafa átt skapandi og stórkostlega myndlist allt frá fyrstu byggð í þessu landi. Það hefur ekki verið gefinn nægi- legur gaumur að myndlist til forna á Islandi hingað til, og nú er tækifæri til aó sanna fyrir sjálf- um sér, að myndlist hefur verið einn af merkilegustu þáttum þjóðlifs okkar, ekkert síður en bókmenntirnar, sem hafðar hafa verið í hávegum um víða veröld. Það gæti jaínvel farið svo, að sú skoðun yrði til, vegna þessarar sýningar, að myndlist hefði ekki staðið með minni blóma en hið skrifaða orð, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Þetta er auðvitað hlut- ur, sem ekki er hægt að slá fram sem viðurkenndri staðreynd á þessu stigi málsins, en hugmynd- inni hlýtur að skjóta upp. Og ef svo skyldi fara, sem ég leyfi mér að spá, þá mun menning þjóðar- ínnar fá breiðarí og ríkari svip, sem vió ættum að fagna af hjartans einlægni. Sá tími er lið- inn, er gamlir munir voru aðeins taldir forngripir og þjóðlífsmynd- ir, en ekki listaverk. List er svo nátengd hverju þjóðlífí, að segja má, að hún sé sú spegilmynd, sem best gefur til kynna hug og þrá mannsins á hverjum tíma. Þeir, sem þurfa að berjast við tilveruna upp á líf og dauða, gera það hverju sinni á listrænan hátt, oftast án þess að gera sér nokkra grein fyrir því, hvort heldur listin situr í fyrírrúmí eða sjálf lífsbar- áttan. Hinn frumstæði veiðimað- ur skreytir vopn sin, svo að þau færi honum meiri og betri feng. Menn dýrka guð sinn með fegurð í framkomu og gera honum minnisvarða í myndmáli og byggingum. Þannig verður list til og er þar af leiðandi eilifur spegill síns tima. Þetta er eitt aðalatriðið, sem sannast við að sjá sýninguna á Kjarvalsstöðum og verður að hafa hugfast, þegar þessi sýning er skoðuð. Einn þeirra, sem að þessari sýningu stóðu, Björn Th. Björnsson, lét svo ummælt í út- varpi fyrir nokkrum dögum, að ef til vill væri það í fyrsta sinn í veraldarsögunni, að þjóð hefði tekist að koma saman sýningu á list sinni frá fyrstu byggð i landi sínu til líðandi stundar. Ef þetta er rétt, þá gefur það auga leið, hvers kyns afrek hér hefur verið unnið i þágu íslensku þjóðar- innar, og mér liggur við að segja heimsmenningarinnar. Þvi er það raunverulega skylda hvers einasta Islendings, sem nokkurt tækífæri hefur til, að sjá og kynn- ast því, sem til sýnis er á Kjarvals- stöðum. Og þótt íslendingar hefðu ekkert gert annað en að efna tii þessarar sýningar i tilefni 1100 hundruð ára byggðar i landi sínu, hefði veglega verið haldið hátiðlegt það afrek íslensku þjóð- arinnar i'rá upphafi, að lifa menningariífi í 1100 ár á eylandi í miðjum Atlantsálum. Við megum gjarna hafa það hugfast, þegar við minnumst á þessa frábæru sýningu, að hún hefði ekki verið möguleg á Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON nokkurn hátt, ef Reykjavík hefði ekki verið það lánsöm að eignast hið glæsilega sýningarhús Kjar- valsstaði. Það er auðna menningar okkar í dag, að ráðist var í þær framkvæmdir, og ein- mitt þessi sýning sannar áþreifan- lega þá miklu nauðsyn sem var að koma slíku i framkvæmd. Og þrátt fyrir eilíft jag og pex um list ir og ailskonar aðfinnsiur héðan og þaðan, verður því heldur ekki mótmælt, að skilningi og mennt- un á sviói lista hefur heldur miðað í rétta átt í íslensku þjóðlifi á síðustu áratugum. En við skul- um heldur ekki líta yfir þá stað- reynd, að enn er hvergi nægilega aðgert i þessum efnum og ástandið yfirleitt mætti vera mun betra. Því minnist ég á þetta hér, að ég er ekki viss um að allir hafi þann þroska á sjónlistarsviðinu, að þeir geti gert nægilega grein fyrir þvi, hve fádæma merkiieg þessi sýning á Kjarvalsstöðum er og hvernig hún raunverulega breytir í einum svip menningar- iegu andliti þjóðarinnar. Dýrgripir þeir, sem tekist hefur að safna saman á þessa sýningu, koma margir langan veg að, og flestir þeirra hafa ekki verió til sýnis hérlendis áður. Aðrir eru úr íslenskum söfnum, sem valið hef- ur verið úr til að gefa yfirlit, sem ér nátengt mikilli og viðurburðar- ríkri sögu þjóðar okkar, sögu, sem hefst með fádæma reisn, en verð- ur síðan að lúta í lægra haldi fyrir óstýrilátri náttúru landsins, erlendri kúgun, drepsóttum, fátækt og andlegri niðurlægingu. Saga sem rís úr önþveiti á ný og gerir það kraftaverk sem er sú tilvera, sem islendingar lifa í dag. Ein smæsta þjóð veraldar í sam- félagi mannmergðar heimsins, með lifandi og sérstæða menningu, sem á sér ellefu aldir af endalausri baráttu fyrir tilveru sinni og sköpunarelju, að baki sér. Sýningin á Kjarvalsstöðum er spegilmynd af þessum staðreynd- um, sem er tímabært, að ís- lendingar geri sér ljósar. Það eitt, að mikið af okkar merkilegustu listmunum er í erlendri eigu víós vegar um nágrennið, segir ekki litla sögu í sjálfu sér og fellur að því, sem ég hef nefnt hér að ofan. Persónulega hefur mig lengi grunað, aó íslensk myndlist ætti sér dýpri rætur en látið hefurj verið í veðri vaka. Sumir hafa haldið því fram, að myndlist sé kornung listgrein með þjóð okkar og hafi jafnvel ekki hafist fyrr en um siðustu aldamót. Þessi sýning afsannar algerlega þessa kenningu og sýnir ef til vill enn betur en nokkru sinni fyrr, að hún hefur átt djúpar rætur í þjóó- lífi okkar frá fyrstu byggð í landinu. Þarna er kvenskart, sem kom úr kumli i Núpasveit fyrir nokkrum árum, og eins og Dr. Kristján Eldjárn segir í skýrslu um fundinn „Ekkert er því til fyrirstöðu að kona þessi (eigandi gripanna) hafi komið út hingað í hópi landnámsmanna". Ef þetta er rétt, þá er ekki víst, að hér sé handbragð Islendings á ferð, og verður ekki sannað, hvort um erlenda smíð eða innlenda sé að ræða. En það skiptir ekki máli í þessu tilfelli, því að þessir hlutir voru i eigu fólks, sem bjó eða settist að i landinu, og það er sanka að sér rusli. Hvað er svo listaverk og hvað er rusl? Þetta er sú eilífa spurning, sem ekki hefur verið svarað endanlega enn. Samt má fullyrða, að vel gerður hlutur, sem staðið hefur af sér umrót aldanna, hafi rétt á að teljast til óumdeilanlegra listaverka. Þann- ig er elsti hlutur þessarar sýning- ar, og svo mætti lengi telja. Ég ætla mér ekki þá dul að gera öllum þeim listaverkum skil, sem á þessari sýningu eru. Enda hef ég hvergi þá þekkingu né lista- þroska, sem þurfa þyrfti til þess. Hér er svo margþætt og veiga- mikil sýning á ferð, aó maður verður að játa vanmátt sinn i návist guðdómsins, ef svo mætti að orði komast. Því er þetta skrif fyrst og fremst gert i þeim til- gangi að vekja athygli á merkustu sýningu, sem haldin hefur verið á íslenskri grund og um leið til að þakka þeim, er að henni hafa unnið, og ekki síður þeim, er hana hafa stutt með velvild og framlög- um. Þeim, er hafa gert það mögu- legt að leiða landsmönnum og gestum okkar það fyrir sjónir, að fólk í þessu landi er mun merki- legra fyrirbæri í heimssögunni en það hefur haft nokkra hugmynd um áður. „íslensk myndlist í 1100 ár“ er svo viðtæk og margslungin sýning að henni verða engin skil gerð i einni blaðagrein. Því mun ég reyna að rita eitthvað meira og þá í þrengri merkingu urr þessa sýningu síðar. Þessi sýn ing stendur til ágústloka og er það vel. Jafnvel hefð hún mátt standa enn lengur, SV' að sem flestir gætu notið hennat og það er ég fullviss um, a enginn er það stæltur i andanun að honum nægi að sjá þess sýningu einu sinni. Það þarf a margskoða og yfirvega þess hluti, til að fá, þótt ekki sé nero nasasjón af gildi þeirra og miki leik. Sýning þessi er frámunale§ vel sett fyrir sjónir almenning og smáatriði í mörgum list verkanna hafa verið ljósmyndt og stækkuð, til að fólk geti beti gert sér grein fyrir teikning Framhald ð bls. II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.