Morgunblaðið - 01.05.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MAt 1976
15
Terttu Jurvakainen hjá verkum sinum.
Ljósmynri Mbl. Friðþjófur
„Kemst ekki hjá að
mála íslenzku fjöllin"
Terttu Jurvakainen. sér-
stæður jjestur frá Finnlandi
í Kjarvalsstöðum sýnir um þess-
ar mundir finnsk listakona, sem
tók sig til á eigin spýtur, leigði
stóran sendiferðabíl I Finnlandi,
fyllti hann með málverkum eftir
sig, sendi farminn f bílnum til
íslands með skipi og nú eru 79
verk eftir hana til sýnis þar. Sér-
stætt framtak erlends listamanns,
sem þarf sjálfur að borga allan
kostnað af flutningi og uppsetn-
ingu sýningarinnar, kostnaði sem
nemur um það bil einni milljón
íslenzkra króna. „Ég veit að þetta
er fjárhagslegur leikur sem ég
lagði út f," sagði Terttu, „en ég sé
ekki eftir því að hafa komið
hingað til þessa fallega lands."
Terttu Jurvakainen er fædd f
bænum Muhos f norður Finnlandi
u.þ.b. 600 km norðan Helsinki.
„Fyrir tæpum tveimur árum fór
skógur og vatn að spretta fram úr
myndum mfnum," sagði hún í
stuttu spjalli, „þá flutti ég á
fagran stað í skógi nálægt Muhos
og abstraktformið, sem ég hafði
áður sinnt mest vék fyrir sjón-
rænum formum, fólki, trjám,
Björg sýnir grafík
í lit og svart-hvítu
BJÖRG Þorsteinsdóttir listmálari
sýnir nú 35 verk í sýningarsal
Byggingarþjónustu arkitekta við
Grensásveg (Málarahúsinu). Öll
verk hennar á þessari sýningu eru
málmgrafík bæði I svarthvitu og
lit, myndir sem eru unnar meS
sýru i málm, svokallaðri ætingu og
siðan er verkið þrykkt með mikilli
pressu.
listasprang
Eftír
Arna Johnsen
fuglum. Fyrr lagði ég talsvert
stund á grafik. en mér likuðu lit-
irnir betur, mun betur, og því kom
ég til þeirra, snerist að þeim". Og
það má lika sjá i myndum Terttu,
þvi þar rikja sterkir og áberandi
litir, i öllum regnbogans útgáfum.
Terttu hefur sýnt viða i Finn-
landi, víða i Svíþjóð og einnig í
Þýzkalandi, Noregi og viðar.
Siðast sýndi hún i Helsinki i
desember. „Finnar eru mjög
hrifnir af málverkum," sagði hún,
„en ég held að þeir viti ekki hve
fagurt land ísland er og gott. Ég
ætla að taka margar myndir hér
„Fyrirmyndirnar sæki ég i
einföldustu hluti," sagði Björg i
spjalli við okkur," ég vinn t.d.
með hanzka eða einhverja flik á
likan hátt og sumir nota epli I
uppstillingu. Þannig reyni ég að
sameina lifandi form og abstrakt.
Siðustu verk min byggjast mikið á
hringformum, sem ég klýf siðan
með einhverju lifandi formi."
Þetta er þriðja einkasýning
Bjargar, en hún hefur tekið þátt i
tugum samsýninga erlendis oft á
alþjóðlegum grafiksýningum og
einnig hefur hún sýnt málverk sin
og teikningar jöfnum höndum. Á
þessu ári sýnir hún t.d. verk eftir
sig á Rieka moderne safninu i
Júgóslavfu, i Noregi, Vestur og
Austur-Þýzkalandi, Póllandi og
Ítalfu.
Björg er með litla vinnustofu i
Reykjavik, en kvaðst vera að leita
sér að rúmgóðri og bjartri vinnu-
stofu.
„Þetta hefur æxlazt þannig,"
sagði Björg, „að ég hef unnið við
grafik á vetrum að undanförnu, en
málað á sumrin. Þetta er starf
mitt, að mála, vinn fullan vinnu-
dag og reyni eins og hægt er til
þess að geta siðar sett upp sýn-
ingu. Þetta er eins og hver önnur
vinna nema það að ekki er um föst
Björg Þorsteinsdóttir við verk sin.
laun að ræða og yfirleitt er þetta
ólaunað."
„Áhugi fólks?"
„Jú, fólk veit miklu meira um
grafik nú en fyrir nokkrum árum
jafnvel og áhuginn er vaxandi.
Flestir geta eignazt graffkmyndir
vegna þess að þær eru ekki svo
dýrar og fólk finnst mér mjög já-
kvætt gagnvart þessu. Hópur
ungs fólks er líka farinn að sér-
hæfa sig á hinum ýmsu sviðum
grafiklistar, en um 25 félagar eru i
Grafikfélaginu og flestir þeirra eru
starfandi. Þaðfer þvi saman mikill
áhugi hjá listafólki og almenningi
og það er spennandi."
Sýning Bjargar verður opin til
n.k. mánudagskvölds og hún er
opin daglega frá kl. 14-—22.
Vandamál barna
einstæðra f oreldra
— rædd á fundi FEF á þriðjudag
og sýna í Finnlandi og ég veit að
ég á eftir að mála islenzku fjöllin
og hlíðamar þegar ég kem heim,
því ég elska þau og mun ekki
komast frá þeim. Ég á ekki til orð
til að lýsa hrifningu minni á
þessum fjöllum og kemst því ekki
hjá þvfaðmála þau.
„Ég kom til íslands," svaraði
Terttu, „vegna þess að íslending-
ur búsettur í Finnlandi skoðaði hjá
mér myndir með konu sinni, sagði
mér frá íslandi og Kjarvalsstöðum
og taldi það góða hugmynd að ég
kæmi f heimsókn hingað með
myndir mfnar. Ég hugsaði og
hugsaði f marga mánuði og
kannaði síðan möguleikana á sýn-
ingaraðstöðu hér. Allt gekk og hér
er ég og sé ekki eftir því að hafa
komið þótt leikurinn geti orðið
dýr, því sá kostnaður sem ég verð
sjálf að leggja fram er um 1 millj.
ísl. króna."
Sýning hennar er opin á venju-
legum sýningartíma í Kjarvals-
stöðum fram til 9. maf, sérstæður
gestur með sérstæða sýningu sem
hefur vakið mikla athygli sýn-
ingargesta.
Félag einstæðra foreldra heldur fé-
lagsfund á Hallveigarstöðum þriðju
dagskvöldið 4. maf og hefst hann kl.
21. Þar mun Sigurjón Björnsson,
sálfræðingur, fjalla um vandamál
bama einstæðra foreldra frá uppeld
islegu sjónarmiði séð og svara fyrir-
spurnum gesta Iðulega heyrast þær
raddir að böm einstæðra foreldra
eigi að mörgu leyti erfiðara uppdrátt-
ar en böm kjarnafjölskyldunnar, og
skilyrði þeirra séu miklum mun verri.
Þá er almenn skoðun að börn ein-
stæðra foreldra eigi oft við hegðun-
ar- og agavandamál að glfma og ekki
sfzt séu erfiðleikar þeirra geðræns
eðlis. Er ekki að efa að mörgum
einstæðum foreldrum mun þykja
fengur í að hlýða á Sigurjón Björns-
son og leggja fyrir hann spurningar
um málið. Hópurinn sem um ræðii
— þ.e. böm einstæðra foreldra inn-
an 17 ára aldurs — er um þrettán
þúsund talsins og þvf má Ijóst vera
að mikið er f húfi fyrir þjóðfélagið, ef
misbrestur er á því að af þess hálfu
sé ekki búið að þessum einstakling-
um eins og gagnvart kjarnafjöl-
skyldubömum.
Þá verða flutt skemmtiatriði og
kaffi selt við vægu verði. Félagar eru
hvattir til að fjölmenna og nýir félag-
ar eru velkomnir.(Fréttatilkynning)
Veizlukaffi 1. maí
Eins og undanfarin ár verður
veizlukaffi í Iðnó í dag, 1. maí. Á
boðstólum verða m.a. pönnukök-
ur, rjómatertur, flatkökur, smurt
brauð og margs konar aðrar teg-
undir af tertum og smákökum. —
Húsið verður opnað kl. 2.30.
M
Þetta eldhús er til sýnis hjá okkur frá 9-18.
wm
Við bjóðum upp á eldhúsinnréttingar af gerðum
sem uppfylla óskir vandlátustu húsbyggjenda. jsyf
___ Gerum verðtilboð meðan beðið er — Igfjp
y^Teiknum og ráðleggjum þeim, sem þess óska. |fp,
_____- • innréttingar
hafa 15 ára reynslu í framleiðslu
eldhúsinnréttinga—þær eru pi
framleiddar af fagmönnum. jg|
Einnig höfum við til sýnis — innihurðir — fataskápa — baðskápa j^‘>
I
Gjörið svo vel og lítið inn í sýningarsal ^ y,nsam|e9a I
1 a • sondið upplysingar um ,
okkar að Skeifunni 7, ^ j p. eidhús — fataskápa 1
SÍmÍ 31113 ■" Tilboð meðfylgjandí teikninga I
83913. ^ ^ I
•— Nafn......................... |
' Heimilisfang ........................... ^