Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 29. AGÚST 1982
Thorvaldsen
kemnr heim tíl Mands
„Á sjálfslíkneski Bertels
Thorvaldsens sem Kaupmanna-
hafnarborg gaf íslandi 1874 og
nú er í Hljómskálagarðinum í
Reykjavík standa þessi orð:
Mestur listasmiður Norður-
landa. Vera má að einhver rýni
nokkuð lengi í þessa áletrun
áður en hann trúir sínum eigin
augum. Samt er þessi fullyrð-
ing ekki ósannari en margar
aðrar af svipuðu tagi. Á hádegi
frægðar sinnar var Thorvald-
sen af mörgum talinn mestur
norrænn listamaður allra alda,
og til voru þeir í samtíð hans
sem hugðu að jafnoki hans væri
ekki til í gjörvöllum heimi."
„Þetta er fyrsta sýningin sem
safniö undirbýr," sagöi frú Dyveke
Helsted f upphafi samtalsins. „Við
sendum muni á sýningu í Köln
1977 en þetta er okkar fyrsta eig-
inlega sýning á verkum Thorvald-
sens. Safniö sendir 75 verk til is-
lands.  Þetta  eru  verk  unnin  í
marmara, gifs og tró auk teikn-
inga. Tvö verk eru frá Islandi. Ann-
aö er marmaramynd af Ganymed-
es sem er í eigu Listasafns islands.
Þá veröur andlitsmynd úr gifsi af
Jóni Eiríkssyni konferensráöi einn-
ig á sýningunni en hún er elsta
brjóstmyndin  sem  Thorvaldsen
geröi um ævina Sú mynd er í eigu
Þjóöminjasafns   Islands.   Sýn-
ingarsvæðinu  á  Kjarvalsstööum
veröur skipt í fimm herbergi. Þau
verða i hinum einkennandi gula,
græna og rauöa lit safnsins hér í
Kaupmannahöfn, sem opnaö var
17. september 1848. Þaö hefur aö
geyma  860  höggmyndir  eftir
Thorvaldsen. Ætli annaö eins sé
ekki  dreift  um  heimsbyggöina.
Thorvaldsen sá húsiö risa en hann
hvílir hér í garöi safnsins innan um
verk sín. Húsio er teiknao af M.G.
Bindesböll Fyrsta herbergiö hefur
aö geyma  yngri  verk  Thorvald-
sesns en  næstu  þrjú fjalla um
Rómarár hans, en til Rómar fór
Thorvaldsen   1796.   Meginhluta
ævinnar var Thorvaldsen í Róm en
þaö var ekki fyrr en  1838 sem
hann fluttist aftur til Hafnar. Og í
síöasta  herberginu  er  sagt  frá
seinustu árum Thorvaldsens og lífí
hans sem gamals manns í Dan-
mörku. Jafnframt því aö sýna verk
hans höfum viö einnig myndlr til
sýnis og annaö er lýsir ævi lista-
mannsins  og  starfi.  Við  höfum
flautu hans til sýnis, en Thorvald-
sen var mjög tónhneigöur og spil-
aöi á flautu. Gullverölaunapeníng-
urinn sem Thorvaldsen fékk fyrir
lokaverk sitt í Fagurlistaskólanum
hér í Kaupmannahöfn er þarna
líka. Reynt er aö gefa mynd af
samtíma Thorvaldsens, hvernig líf-
iö var í Kaupmannahöfn þess tíma
og einnig vinnuaöferöum hans og
verkfærum. Thorvaldsen var mikill
safnari og á árunum í Róm safnaöi
hann  miklu  af  egypskri,  róm-
verskri, grískri og etrúrskri mynd-
list. Val hans mótaðlst af því aö
hann var listamaöur, en ekki
fræöimaöur. Á sýningunni á islandi
veröa sýnishorn þessara muna og
sá Torben Melander, safnvörður,
um val þeirra. Þá munum viö einn-
ig gera grein fyrir safninu sjálfu á
sýningunni. Þaö er annars undar-
legt, hve mikla ást Thorvaldsen
lagöi á málaralist. Á sýningunni í
Reykjavík veröur m.a. mynd eftir
C.W. Eckersberg af heimkomu
Thorvaldsens til Hafnar. Barónsfrú
Stampe, sem var góövinkona
Thorvaldsens, skrifar um hann, aö
listamaöurinn hafi haft svo mikla
ást á málaralist, aö hún hafi jafnvel
veriö meiri en ást hans á högg-
myndalist. En allir þessir munir,
bæöi málverk og forngripir, eru nú
á efri hæö safnsins hér í Höfn.
MöTg eru frámunalega vel gerö og
míklir dýrgripir en önnur lista-
verkanna eru lakari."
Bjarne Jornæs, er sat hjá okkur,
tekur fram teikningar af Kjar-
valsstööum og sýnir hvernig skipu-
lagi veröur háttaö. „Þetta er ekki
alveg fastmótað, en í stórum drátt-
um veröur sýningin á íslandi í fímm
hlutum, þar sem höggmyndum
Thorvaldsens er blandað saman
viö persónulega muni hans. Og viö
gerum grein fyrir bakgrunni og
uppruna listamannsins."
Ég spyr frú Helsted, hver tengsl
Thorvaldsen hafi haft viö ísland.
„Jú, Thorvaldsen leit ætfö á sig
sem hálfan islending. Og þaö ger-
um viö einnig hér á safni hans. í
huga Thorvaldsens var hann sjálf-
ur islendingur í karllegg, en Dani,
eöa Jóti, í kvenlegg. Faöir hans var
Gottskálk Þorvaldsson, tréskurö-
armaöur, og móðir Karen Dagnes
frá Nörre Nissum á Jótlandi. Þetta
var ekki auöugt fólk og gekk föour
Thorvaldsens erfiðlega aö sjá fjöl-
skyldu sinni farboröa með tré-
skurði En um uppruna sinn var
Thorvaldsen aldrei í vafa. Og er
skírnarfonturinn í Dómkirkjunni til
marks um þaö. Á honum stendur
aö Albert Thorvaldsen gefi ættjörö
sinni fontinn. En hins vegar fór
Thorvaldsen aldrei til islands.
Hann var meginhluta ævinnar í
Róm og goðafræði Grikkja og
Rómverja,   ásamt   hugarheimi
Þannig farast dr. Kristjáni Eld-
járn orð i riti því er Thorvald-
senssafn í Kaupmannahöfn gef-
ur út í tilefni af sýningunni
„Bertel Thorvaldsen" á Kjarv-
alsstöðum í haust. í tilefni af
sýningunni hitti ég frú Dyveke
Helsted, safnstjóra Thorvald-
senssafns, að máli. Frú Helsted
og safnverðirnir Bjarne Jornæs
og Eva Hensche hafa undirbúið
sýninguna á Kjarvalsstöðum
ásamt húsateiknaranum Soren
Sass og öðrum starfsmönnum
safnsins. Verndarar sýningar-
innar eru hennar hátign Ingi-
ríður drottning og dr. Kristján
Eldjárn, fyrrv. forseti íslands.
Milvark af Thorvaldsan málað af
C.W. Eckarabarg ério 1814.
þeirra, átti hug hans allan. Hann
var undir áhrifum fornrómverskrar
listar og leitaöist við að gera
myndir í sama anda og i fornöld,
hreinar og eilífar eins og fullyrt var
aö þær heföu veriö. í heimsókn til
Kaupmannahafnar 1819—'20 var
honum haldin veisla af stúdentum,
enda Thorvaldsen þá oröinn fræg-
ur maöur. Þar voru bæöi listamenn
og háskólaborgarar, en Adam
Oehlenschláger hélt aöalræöuna.
Þar sagöi Oehlenschláger m.a., aö
Thorvaldsen ætti aö gera verk upp
úr norrænni goöafræöi og huga aö
fornmenningu forfeöra sinna.
Oehlenschlager baröist fyrir
endurvakningu norrænu fornsagn-
anna og þótti Thorvaldsen ekki
leggja sinn skerf til þeirra mála. En
Thorvaldsen breytti ekki stíl sínum
eða fékk sér aörar fyrirmyndir.
Hans viöfangsefni voru goöafræöi
hinna fornu menningarríkja við
Miöjaröarhaf, Grikkja og Róm-
verja, aö bibliunni ógleymdri. „Það
var kalt, svo aö þessar hetjur hafa
þurft aö klæöast vel, og hiö nakta
er fegurst, þaö er klæönaöur
Guös," sagöi Thorvaldsen meira á
grini en alvöru viö barónsfrú
Stampe. En þaö er nú sem segja
má að Thorvalsen komi í fyrsta
sinn í heimsókn til ættjarðar sinn-
ar. Hann kemur þó ekki í eigin
persónu. Thorvaldsen kemur heim
til islands í gervi höggmynda
sinna. Þaö er okkur hér á
Thorvaldsenssafni mikil ánægja og
gleöi aö kynna islendingum verk
Bertels Thorvaldsens og standa að
sýningu á ættjörö hans, eins og
hann sjálfur nefndi ísland. Og að-
stoö einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana hér í Danmörku og á ís-
landi hefur veriö mikil og á eftir aö
veröa meiri. Kostnaðí er skipt millí
landanna en mikil aöstoö og hjálp-
semi hefur auöveldað starfiö. Og
það minnir mig á íslenska vini
Thorvaldsens. Gunnlaugur Briem
hét ungur og efnilegur högg-
myndasmiöur er Thorvaldsen
komst í kynni viö. Gunnlaugur hélt
sig þó ekki við höggmyndalistina.
Hann nam dönsk lög og varö
sýslumaður á Grund við Eyjafjörð.
Til er bréf hér í safninu frá Gunn-
laugi frá 1820, en hann hefur skrif-
aö Thorvaldsen, er Thorvaldsen
var í Kaupmannahöfn. Og þaö var
Kristjana Jóhanna, eitt barna
Gunnlaugs, sem baröi aö dyrum
hjá Thorvaldsen í Róm 1826. Og
þaö var líka islendingur hér í Höfn,
sem Magnús Þorvaldsson hét og
var brúarvöröur víö Knippelsbrú,
sem heimsótti Thorvaldsen á
vinnustofu hans."
Albert Thorvaldsen fór ekki í
manngreinarálit. „Thorvaldsen var
ósnobbaður," segir C.F. Wilkens
herbergisþjónn Thorvaldsens í
endurminningum sínum um lista-
manninn. Hann var stuttoröur en
gagnoröur. Hann eyddi jafnmiklum
tíma í þaö aö tala viö óþekktan
listamann og tala við tigiö fólk.
Hann vann mikiö, og fram á sið-
asta dag ævi sinnar var hann meö
hugann viö höggmyndalistina. 24.
mars 1844 lést Thorvaldsen í Kon-
unglega leikhúsinu. Fyrr þann
sama dag haföi hann unnið aö
frummyndinni að Verndaranda
höggmyndalistarinnar og brjóst-
mynd af Marteinl Luther. „Rauði
þráöurinn í lifi Thorvaldsens var þó
hvorki vinátta né ást, heldur
höggmyndalistin," segir Dyveke
Helsted í ritinu um sýninguna á is-
landi í haust. Thorvaldsen kemur
okkur fyrir sjónir sem mikilúöleg
islendingasagnahetja. „Þegar ég
komst í kynni við islendingasög-
urnar skildi ég, hvers vegna Thor-
valdsen talaði jafn skýrt og skorin-
ort. Ég held þaö hafi veriö arfur frá
íslenskum forfeörum hans, því þeir
vorulíka fáoröir og varkárir í orð-
um, en hittu þó naglann á höfuðiö.
Eins og Thorvaldsen tjáöu þeir sig
þó frekar í athöfnum en í oröum,"
sagöi danska skáldiö Carsten
Haug eitt sinn.
Thorvaldsen var bláeygur eins
og Gunnar Hámundarson, en
dökkur á hár eins og Egill Skalla-
Grímsson. Sjálfur sagði lístamað-
urinn um æsku sína: „Foreldrar
mínir voru fátækir og höföu ekki
efni á aö láta mig fara í skóla.
Sjálfum fannst mér líka best aö
flækjast um og fara eftir eigin geö-
þótta og ég var kominn á tólfta ár,
þegar faöir minn fór loksins aö láta
mig hjálpa sér viö tréskurö, sem
var atvinna hans. Ég hafði alltaf
gaman af aö teikna og þegar einn
af vinum fööur mins sá á því sem
ég hafði krotaö á huröir og veggi
aö ég haföi hæfileika, sagöi hann
viö hann: „Hvers vegna látiö þér
drenginn ekki fara í listaháskól-
ann?", en faðir minn svaraöi aö-
eins: „Hann er nú svoddan
hrekkjalómur, hvaö skyldi svo sem
veröa úr honum meöal piltanna
þar." Þar sem ég óskaöi einskis
frekar en aö fara í listaskóla þrá-
baö ég þennan vin föður míns um
aö vinna hann á sitt band sem
honum tókst aö lokum."
Af þessu má sjá aö Thorvaldsen
hefur veriö fremur illur viöureignar
eins og Egill Skalla-Grfmsson. En
hann var hagur eins og Völundur.
„Hann (Völundur) var hagastur
maöur, svo að menn viti, i fornum
sögum," segir Ólafur Briem í
Skálholtsútgáfu eddukvæöa. Og
má telja fullvíst aö Thorvaldsen sé
sómi aö þessum forföður sínum,
enda þótt hann hafi ekki veriö
heillaður af fornnorrænum hugar-
heimi. Það er ekki furöa aö vinnu-
stofa Thorvaldsen á herragarði
barónsfrúarinnar Stampe á Nysö
hafi boriö heitið „Smiðja Völund-
ar".
Danska nóbelskáldið Jóhannes
V. Jensen segir í ritgerð sinni af
„Thorvaldsens Portrætbuster":
„Sú vandfýsni og þjálfun sem list
Thorvaldsens styðst viö er ekki
einungis af persónulegum toga,
einangrað fyrirbrigði, heldur haföi
faöir hans einnig æft auga sitt á
skrauti og formum í tré, þó aö þaö
hafi einungis veriö í látlausu hand-
verki; og hafi maöur ætterni föður-
ins í huga er Ijóst aö hæfileikinn
liggur í blóðinu langt attur i aldir,
kominn frá íslenskum tréskuröar-
mönnum; sé fariö enn lengra aftur
í aldir þá unnu eitt sinn allir Norö-
urlandabúar og bændur í tré."
(Thorvaldsens genius, 1926.)
í grein sinni um tengsl Thor-
valdsens viö island segir dr. Krist-
ján Eldjárn í sýningarritinu: „Bertel
Thorvaldsen var fæddur í Dan-
mörku af danskrí móöur, ólst þar
upp og kom aldrei til islands. Hann
átti íslenskan fööur, fór sjálfur
aldrei dult meö þ ennan uppruna
sinn heldur þvert á móti, haföi
bersýnilega gaman af aö halda
honum á loft og vita aöra gera
þaö, kallaöi island ættarland sitt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44