Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 41 Rósa Petra Jens- dóttír - Minning Fædd 11. maí 1929 Dáin 21. nóvember 1993 Rósa frænka mín er dáin. Hún lést á Landspítalanum eftir löng og erfið veikindi og hefur nú feng- ið hvíld. Ég vissi að hún var kjörkuð kona, það er raunar eitt af því fyrsta sem kemur í hugann þegar ég nú hugsa um hana, en að hún ætti allan þann kjark og viljastyrk, sem í ljós kom í veikindum hennar, grunaði mig ekki. Síðustu vikurnar dvaldist hún í Borgarnesi hjá dætrum sínum og þeirra fjölskyldum og naut hún þess að geta verið hjá sínu fólki fram á síðasta dag er hún var flutt á Landspítalann. Rósa fæddist á Sauðárkróki 11. maí 1929 og var eina barn foreldra sinna sem voru Sigríður A. Njáls- dóttir og Jens P. Eriksen kaupmað- ur. Sigríður var dóttir hjónanna Jónínu Sigurðardóttur frá Otradal, V-Barð., og Njáls Sighvatssonar frá Höfða í Dýrafirði, er bjuggu lengst á Ósi í Mosdal í Arnarfirði. Jens var sonur hjónanna Ingibjarg- ar Ólafsdóttur ættaðri úr A-Hún. og Péturs Eriksen skósmiðs á Sauðárkróki. Rósa ólst upp á Sauð- árkróki og þar man ég fyrst eftir henni, heima í Suðurgötunni hjá foreldrum sínum og Ingibjörgu ömmu sinni sem hjá þeim bjó. Mæður okkar voru systur og því mikill samgangur milli heimila. Mér þótti mikið til þessarar eldri frænku minnar koma enda var hún mér alltaf sem eldri systir, góð og tröll- trygg alla tíð. Mér fannst ég líka eiga töluvert í henni af því hún bar nafn Rósu Danielsdóttur ömmu minnar og Péturs Sighvats afa míns, sem var afabróðir hennar. í hugann koma minningar frá bernskuárum, okkar, t.d. þegar ég var leidd inn í það allra helgasta að mér fannst, en það var herberg- ið hennar Rósu með öllu fína dótinu hennar og leyft að leika mér með^ herlegheitin. Við höfðum tækifæri til að rifja upp ýmislegt frá æskuárunum í febrúar sl. er hún kom norður til að vera við jarðarför föður míns. Hún var þá orðin mikið veik, en lét það ekki aftra sér. Mér fannst þá, að hún væri líka að kveðja bernsku- stöðvarnar. Hún var hjá mér nokkra daga eftir jarðarförina og var það okkur dýrmætur tími og naut hún þess að hitta vini sína og ganga um gamlar slóðir. Hún átti þó eftir að fara norður aftur og var það til að hitta fermingar- systkini sín og minnast 50 ára fermingarheits en hún átti mikinn þátt í að úr þessu móti yrði og var afar þakklát fyrir að ná því marki. Rósa tók gagnfræðapróf á Akur- eyri og var síðan einn vetur á Húsmæðraskólanum á Löngumýri. Hún byijaði snemma að vinna á Símstöðinni á Sauðárkróki. Árið 1950 giftist hún Karli Salómonssyni, syni hjónanna Sigurbjargar Helgu Sigurvinsdótt- ur og Salómons Hafliðasonar, sem bæði voru Húnvetningar, en bjuggu á ísafirði og þar var Karl alinn upp. Sigurbjörg er enn á lífi 91 árs gömul og býr hjá nöfnu sinni og sonardóttur. Fyrstu árin bjuggu Rósa og Kalli í Reykjavík, en fluttust síðar í Kópavog. Þau urðu fyrir þeirri sorg að fyrsta barnið þeirra, sem var drengur, dó nýfætt. Þau eign- uðust síðar þrjár dætur sem eru: Ingibjörg Sigríður, gift Sigfúsi Guðmundssyni, Sigurbjörg Katrín, gift Valdimar Runólfssyni, og yngst er Svanhildur, gift Þórði H. Jónssyni. Ingibjörg og Svanhildur búa í Borgarnesi en Sigurbjörg í Reykjavík. Barnabörn þeirra Karls eru nú orðin 12. Karl lést 26. desember 1970 langt fyrir aldur fram. Rósa vann úti þegar hægt var frá heimilinu, bæði á Landssímanum í Reykjavík, sem talsímavörður og varðstjóri, og nokkur ár var hún verslunar- stjóri í Ás-verslununum. Sigríður móðir hennar var komin í nágrenni við hana á þessum fyrstu búskap-. arárum og var hún fjölskyldunni styrk stoð meðan hún hafði heilsu til, en þær mæðgur skildu ekki eftir það og stutt er á milli þeirra, en Sigríður dó árið 1989. Sú breyt- ing varð á högum Rósu að 1973 fluttist hún norður í Hrútafjörð og giftist Jósep Rósinkarssyni, bónda á Fjarðarhorni. Hann var ekkju- maður með fimm börn og tók Rósa þar við stóru heimili sem hún stýrði af miklum dugnaði í um 15 ár en þá skildu þau. Rósa fluttist þá suð- ur aftur og fékk vinnu á langlínum- iðstöðinni í Reykjavík og vann þar meðan heilsan leyfði. Þrátt fyrir heilsuleysi síðustu árin voru henni þetta þó að mörgu leyti góð ár. Hún hafði góðan hóp í kringum sig, sem voru í fyrsta lagi dæturn- ar, fósturbörnin og þeirra fjölskyld- ur sem voru henni afar mikils virði svo að ekki sé nú minnst á barna- börnin en það yngsta fæddist fyrir þremur mánuðum og var skírt Valgerður Rósa. Það má segja að hún og eldri systir hennar Rann- veig, sem er tæplega tveggja ára, og báðar dætur Sigurbjargar hafi komið eins og kallaðar á réttum tíma til að létta ömmu sinni lífið, einmitt þegar hún þurfti þess mest með, því að það gerðu þær svo sannarlega. Ég fyrir mitt leyti naut þess að hafa hana nálægt mér þessi árin. Hún var greind, minnug og skemmtileg og hafði skoðanir á hlutunum. Tíminn leið hratt í ná- vist hennar og ég kom alltaf ríkari af hennar fundi. Það var erfitt að sjá hvernig veikindin fóru með hana, en það var líka lærdómsríkt að sjá, með hve miklu æðruleysi hún tók þeim. Samstarfsfólk hennar og yfir- menn langlínudeildar Landssímans sýndu henni mikla vináttu og tryggð og síðast en ekki síst minn- umst við með þakklæti lækna og hjúkrunarfólks á krabbameinsdeild kvenna á Landspítalanum, svo og starfsfólks Heilsugæslunnar í Borgamesi. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég börnunum og þeirra fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guðný Þórðardóttir. Haustið 1949 settumst við 40 ungar meyjar á skólabekk í Hús- mæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði. Við vorum eins ólíkar og við vorum margar. Sumar okkar höfðu aldrei farið áður að heiman og voru kvíðnar og hræddar við að falla ekki inn í hópinn. En þeg- ar við fórum að kynnast fundum við fljótt að við gátum lært hver af annarri og stutt hver aðra. Að búa á heimavist er líkt og að búa á heimili, allir verða hluti af stór- fjölskyldunni, samheldni varð mikil og vináttubönd voru treyst. Núna, rúmum 40 árum síðar, hefur mikið vatn runnið til sjávar. við erum dreifðar um landið, ein býr erlendis og sex eru farnar yfir móðuna miklu og nú síðast hún Rósa okkar. Hún háði hetjulega baráttu við krabbamein en varð að lúta í lægra haldi. Hún var fædd á Sauðárkróki, einkabarn foreldra sinna, Sigríðar Njálsdóttur og Jens Eriksen verslunarmanns. Þau eru bæði látin. Rósa var smávaxin og fíngerð en hörkudugleg. Brosið hennar Rósu var svo bjart og hláturinn svo dillandi að það gat komið hvaða fýlupoka sem var til að gleyma ólundinni. Rósa var góður skipu- leggjari og ákafamaður til verka. Þegar við héldum upp á 40 ára útskriftarafmælið var Rósa óþreyt- andi að ná skólasystrum okkar saman og telja þær á að hittast. Við komum svo allar saman í Örk- inni eina helgi í september 1990. Rifjuðum upp gamlar minningar og endurnýjuðum kynnin. Rósa var heimskona, hún kunni alltaf að koma fram á réttan hátt og átti gott að koma fyrir sig orði. Rósa var einbeitt, hreinskiptin, til- finninganæm, hlédræg og hafði skel um sig til varnar viðkvæmn- inni. Rósa hóf störf hjá Landssíma íslands ung að árum og vann þar mestallan starfsaldur sinn. Rósa giftist Karli Salómonssyni loftskeytamanni og eignuðust þau þijár dætur, eitt barn misstu þau. Það var erfiður tími fyrir Rósu. Maður hennar lést langt um aldur fram 27. september 1970. Rósa starfaði á símanum og hélt heimili fyrir dætur sínar. Dag einn hitti ég Rósu niður í bæ. Við skruppum inn á kaffihús og rifjuðum upp gamla daga. Rósa sagði mér að hún væri orðin sveita- kona norður í landi. Það hafði mér nú síst dottið í hug. En hún stóð sig vel í því hlutverki sem öðrum. Því ævintýri lauk með miklum sárs- auka. Rósa fluttist í bæinn, tók aftur að vinna á símanum, ræktaði vináttuna og gladdist yfir barna- börnunum. Ég vil fyrir hönd okkar skóla- systranna frá Löngumýri þakka Rósu áratuga vináttu og hlýhug. Dætrum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við samúð. Guðlaug P. Hraunfjörð. Þá er hún elskulega amma okkar fallin frá. Síðustu mánuðir í lífi ömmu voru henni mjög erfiðir, en hún var sterk og sýndi alltaf glað- lyndi sitt. Það var alltaf gott að koma til ömmu og hún tók ávallt á móti okkur með hlýjan faðminn. Við vitum að henni líður miklu betur þar sem hún er núna, en við munum alltaf sakna hennar og hún mun ætíð eiga sinn stað í hjarta okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd barnabarna, Rósa Hlín og Helga. Hún Rósa hefur nú kvatt og haldið í sína hinstu för eftir hetju- lega baráttu við banvænan sjúk- dóm. Okkur á Landssímanum er ljúft að minnast góðrar konu. Trú- festi hennar var einstök. Það er komið að kveðjustund og við sem vorum svo heppnar að vinna með Rósu og kynnast verkum hennar stöndum í þakkarskuld. Erindi úr ljóði Einars Benedikts- sonar, „Aldamót", segir meira en mörg orð: Það liðna, það sem var og vann, er vorum tíma yfir; Því aldur deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir, - Já, blessum öll hin hljóðu heit, sem heill vors lands voru’ unnin, hvern kraft, sem studdi stað og sveit og steina lagði’ í grunninn. Dætrum hennar og fólkinu henn- ar kæra sendum við samúðar- kveðju. Starfssystur. Vinkona mín Rósa Petra Jens- P dóttir frá Sauðárkróki síðast til heimilis að Ránargötu 37, Reykja- vík, andaðist á Landspítalanum 21. nóvember sl. Ég vil með þessum línum þakka henni tryggð og vin- áttu gegnum árin. Okkar kynni hófust vorið 1945 þegar við kom- um til Akureyrar, hún frá Sauðár- króki, ég frá Ólafsfirði, til að taka próf upp í annan bekk Gagnfræða- skóla Akureyrar. Þaðan lukum við svo gagnfræðaprófi 1947 ásamt stórum hópi ungmenna. Þá vorum við Rósa ákveðnar í því að fara saman á Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði árið eftir. En það verður ekki allt fyrirséð og ýmislegt kom í veg fyrir að af því yrði. Þó vorum við saman að Löngumýri hálfan veturinn 1949 - 1950. Dvöl mín í Skagafirðinum varð einkar ánægjuleg og þar skipti ekki minnstu máli að foreldr- ar Rósu, Sigríður Njálsdóttir og Jens maður hennar, sem þá bjuggu á Sauðárkróki tóku mér sem ann- arri dóttur sinni og þar dvaldi ég ætíð ef tækifæri gafst frá skóla- náminu. Það er aldrei fullþökkuð sú vinsemd og hlýja sem mér var sýnd á heimili þeirra. Það var þessi vinsemd og hlýja sem Rósa tók í arf frá þeim svo og trygglyndi og heiðarleika. Árin liðu, við fluttum báðar til Reykjavíkur, giftumst og eignuð- umst börn. Man ég margar ánægjustundir sem við hjónin átt- um með þeim fyrri manni hennar Karli Salómonssyni og henni. Þá var oft stutt leiðin á milli vina. Karl andaðist 1970, harmdauði öllum þeim sem þekktu hann. Þeg- ar ég fluttist svo aftur norður fækkaði samfundum en aldrei slitnaði vináttubandið milli okkar. Alltaf mundi hún eftir afmælinu mínu meira að segja núna í haust þegar hún var orðin fársjúk. Rósa giftist aftur, seinni maður hennar var Jósep Rósinkarsson bóndi á Fjarðarhorni í Strandasýslu og bjó hún þar í allmörg ár. Þá var húr í þjóðbraut á leiðinni suður og þa: fengum við vinir hennar að njót; gestrisni hennar og viðmótshlýju Rósa var hreinskilin og sagði þac sem henni bjó í brjósti, en engir var betri vinur í raun en hún og ætíð bar hún umhyggju fyrir þeim sem minna rnáttu sín. Og hún var mikil og sterk þegar mest á reyndi og það reyndi oft mikið á Rósu. En þrátt fyrir sorgir og vonbrigði var alltaf stutt í brosið hennar. Það var 1987 að hún kom síðast og gisti hjá mér. Þá vöktum við og rifjuðum upp gamlar endurminn- ingar frá Löngumýrarárunum þeg- ar við sátum og saumuðum heilu næturnar fyrir prófin. Og nú að leiðarlokum finnst mér að þetta hafi liðið alltof fljótt að ég hafi ekki sagt nógu oft hversu mikils virði vinátta hennar var mér. Ég bið öllum ástvinum hennar blessunar og sendi þeim samúðar- kveðjur. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjömuaugu skína er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks (Davíð Stefánsson) Gerður. ^ QljggAt/C/, ^Bei 65 -S- Blöndunaptæki rá FMM • MORA Svíþjóð Hitastýrð blöndunar- tæki f/bað og sturtu. Sturtu- búnaður kr. 3.250 Hitastýrð blöndunartæki f/sturtu. Sturtubúnaður kr. 3.250 STÁLVASKAR Einfaldur stálvaskur m/borði, 80x44 cm Þ'‘ _ ; 4.550 Stálvaskur - eitt og hálft hólf Kr. 8.890 Kr. 3.250 Stálvaskur - eitt hólf Stálvaskur - eitt hólf og Kr. borð , 80x44 cm QQ0 Stálvaskur - eitt og hálft hólf, 64x45 cm Öll verð eru stgr.verð m/VSK. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Opið laugardaga 10-16. FAXAFEN9 SÍMI 91-677332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.