Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KAMMERSYEIT Reykjavíkur. Meistarar tuttugustu aldar Menningarmálanefnd Reykjavíkur 30 milljónir til að styrkja menningar starfsemi Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Jónsdóttir, formaður Menningarmálanefndar Reykja- víkur, á blaðamannafundinum í gær, þar sem fyrirkomulag á styrkveitingum nefndarinnar fyrir árið 1996 var kynnt. Á TÓNLEIKUM í Listasafni íslands næstkomandi mánudagskvöld, 12. febrúar, kl. 20.30 teflir Kammer- sveitin saman nokkrum af meistur- um 20. aldarinnar. „Verk þessara meistara heyrast ekki oft hér á landi og munu sum verkin ekki hafa heyrst hér fyrr. Þessi tónskáld hafa öll nú þegar markað sín spor í tón- listarsöguna og teljast nokkur þess- ara verka tímamótaverk. Með þess- um heimsfægu nöfnum setjum við okkar meistara þessa tíma, Jón Leifs,“ segir í kynningu. Á efnisskránni eru eftirtalin verk. A. Webern: Konsert op. 24 (1934), E. Varése: Octandre (1923), Jón Leifs: Kvintett op. 50 (1960), L. Berio: Serenata I (1957) og G. Crumb: Madrigalar I-IV (1965- 1969). Einleikari í verki Berios er Martian Nardeau flautuleikari, Marta G. Hall- dórsdóttir syngur einsöng í Madrigöl- um Crumbs og stjómandi á tónleik- unum er Bemharður Wilkinson. í NÝSAMÞYKKTRI fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að Menningarmálanefnd Reykjavíkur fái 30 milljóna króna fjárveitingu til að styrkja menningar- starfsemi í borginni. Er þetta sama upphæð og nefndin hafði úr að moða á liðnu ári. Nýlega auglýsti Menningarmála- nefnd eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi, það er styrki til listamanna, hópa og stofnana vegna liststarfsemi eða einstakra verkefna. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi og ber umsækj- endum að gera grein fyrir tilefni umsóknar og fjármögnun til viðbótar umsóttum styrk. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg 1995 var í fyrsta sinn gert ráð fyrir að styrkbeiönir sem flokkaðar yrðu eftir málaflokk- um væru afgreiddar beint frá þeirri nefnd sem fjallaði um viðkomandi málaflokk. Þannig voru allar styrk- umsóknir sem snertu menningarmál sendar beint til Menningarmála- nefndar sem fjallaði um þær og sendi tillögur sínar um úthlutun til borgar- ráðs til samþykktar. Áður hafði ýmist verið leitað eftir umsögn nefndarinn- ar um styrkbeiðnir eða þær verið afgreiddar beint frá borgarráði eða hvort tveggja. Styrkir voru veittir þrisvar á síð- astliðnu ári að undangengnum aug- lýsingum. Alls bárust 203 umsóknir frá 162 aðilum en veittir voru 90 styrkir til 82 aðila. Guðrún Jónsdóttir formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur sagði á blaðamannafundi í gær að litið hefði verið á árið 1995 sem hálfgert tilraunaár í þessu tilliti og fyrirkomulagið hefði þótt gefast vel. „Það er vissulega alltaf hægt að færa til en við teljum okkur hafa fundið fyrirkomulag sem geti gengið til frambúðar." Auglýst tvisvar I ár verður fyrirkomulag með sama sniði og í fyrra nema ákveðið var að auglýsa eftir styrkumsóknum tvisvar, í febrúar annars vegar og september eða október hins vegar. „Það gafst ekki nógu vel að auglýsa í þrígang," sagði Guðrún og bætti við að í ár yrði gengið meira eftir því að kanna hvernig styrkir hefðu komið að gagni. Formaðurinn sagði að engar fastar reglur væru um úthlutun til hinna ýmsu listgreina. „Styrkjum er úthlut- að þar sem þörfín er fyrir hendi.“ Á liðnu ári var hæstri upphæð, liðlega 12 milljónum króna, varið til tónlist- armála. Rösklega 6 milljónir runnu til leiklistar og annað eins til mynd- listar. Þá komu tæpar 5 milljónir í hlut bókmennta og annarra greina. Samkvæmt reglum borgarinnar um afgreiðslu styrkumsókna má út- hluta allt að 2/3-3/4 af fjárveitingu nefndarinnar strax í kjölfar sam- þykktar fjárhagsáætlunar borgar- innar en þriðjungur til fjórðungur heildarframlags skal notaður til að mæta úthlutun styrkja að hausti. Ennfremur mun Menningarmála- nefnd Reykjavíkur halda uppteknum hætti og auglýsa styrk til starf- rækslu strengjakvartetts hjá Reykja- víkurborg í aprílmánuði og starfslaun listamanna eigi síðar en 15. maí. Þá verður borgarlistamaður valinn og kynntur 17. júní. VERK Oliviers Debré. Olivier Debré gefur Lista- safni Reykjavíkur gjöf Söngleikurinn Grettir Tilhleyp- ingar SÝNING á lokaverkefnum nýút- skrifaðra arkitekta verður opnuð laugardaginn 10. febrúar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á 2. hæð í vesturenda byggingarinn- ar. Arkitektarnir sem sýna eru: Arnór Skúlason, Ásdís Ingþórs- dóttir, Ásmundur Hrafn Sturlu- son, Gunnar Stefánsson, Gunn- laugur Ó. Johnson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Hrefna Björg Þor- steinsdóttir og Jóhann Stefánsson. Sýningin er opin frá 11.-25. febrúar alla daga frá kl. 14-18 og lýkur 25. febrúar. Sýningin er öll- um opin og er aðgangur ókeypis. SÝNING Oliviers Debré á Kjar- valsstöðum sem opnuð var 13. janúar síðastliðinn hefur fengið góðar viðtökur og fjöldi gesta hefur sótt sýninguna heim. Sýn- ingin kemur frá Jeu de Paume listasafninu í París og er styrkt af AFAA (Stofnun fyrir franska myndlist erlendis). Olivier Debré fæddist í París árið 1920, þar sem hann hefur verið búsettur siðan og unnið að list sinni. Olivier Debré kom sjálfur til landsins i tilefni af sýningunni og dvaldi hér í nokkra daga. „Hann hreifst af fegurð iandsins og notaði meðal annars tímann til þess að mála úti í náttúrunni. Gjöf hans til Listasafns Reykja- víkur samanstendur af einu mál- verki og tveimur litógrafíum. Málverkið er eitt þeirra verka sem hann vann hér á meðan dvöl hans stóð. Koma hans hingað til lands og þessi höfðinglega gjöf er mikill heiður fyrir Listasafn Reykjavíkur og góð viðbót við hið alþjóðlega samhengi safns- ins,“ segir í kynningu. LEIKLISTARKLÚBBUR NFFA frumsýnir söngleikinn Gretti eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi laugardaginn 10. febr- úar næstkomandi. Söngleikurinn Grettir var fyrst frumsýndur af Leikfélagi Reykja- víkur í Austurbæjarbiói árið 1980 og naut vinsælda. Síðan þá hafa þó nokkur áhugafélög „glímt“ við Gretti. „Söngleikurinn fjallar um Gretti Ásmundsson sem er u.þ.b. 16 ára unglingur í vafasömum félagsskap og býr í Breiðholti. Grettir lendir vegna ýmissa at- burða upp á kant við skólann og lögin og lendir í fangelsi. Þar er hann „uppgötvaður" og verður stórstjarna. En eins og með nafna hans í Grettissögu hinni fornu, þá verður ekki sagt um hann að gæfan elti hann,“ segir í kynn- ingu. Leikstjóri er Jakob Þór Einars- son og aðalleikarar eru Einar Karl Birgisson, Snæbjörn Sigurð- arson, Hulda Björg Sigurðardótt- ir, Rúnar Magni Jónsson, Val- gerður Jónsdóttir og Kristín. Stef- ánsdóttir. Söngstjóri er Flosi Ein- arsson. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. LEIKLISTARKLÚBBUR NFFA frumsýnir söngleikinn Gretti í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.