Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.05.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 21. maí 2001 MÁNUDAGUR HVERNIGFER? Leikur KR og ÍA? GÍSLI GÍSLASON, BÆJARSTJÓRI AKRA- NESS: „Þessi leikur liggur nokk- uð Ijóst fyrir. Skagamenn sigra með tveimur mörk- um gegn einu. Þetta verður skemmtilegur leikur, enda léttleikandi lið. Hjörtur Hjartarson og Ellert Björnsson skora fyrir Skagann en Wloussa Dagnogo fyrir KR-inga." BUBBI MORTHENS, TÓNLISTARMAÐUR: „2-0 fyrir KR. Leikurinn verður kláraður í fyrri hálfleik. Moussa skorar fyrsta markið en Gummi Ben. fylgir honum eftir á 42. mínútu. Ég kem úr stórveldi og tala sem sllkt. Ég er í stuði núna og spái því að Skagamenn fái rautt spjald." 1 MOLAR ~[ Kristján Helgason varð íslands- meistari í snóker á laugardaginn. Hann mætti Jóhannesi R. Jóhann- essyni í Snókerstof- unni í Lágmúla. Jó- hannes átti ekki mörg svör við spila- mennsku Kristjáns, sem sigraði með níu römmum á móti ein- um. Þetta er í fjórða sinn sem Kristján verður íslands- meistari en hann hefur ekki tekið þátt á mótinu undanfarin þrjú ár. Seinna í sumar heldur Kristján aftur utan þar sem hann tekur þátt í atvinnumótum. Jóhannes fer ásamt nafna sínum B. Jóhannessyni til x í vikunni til að taka þátt á Evrópumóti í snóker. Fyrsta deild karla í knattspyrnu hófst á föstudag. Þór Akureyri sigraði Leiftur með þremur mörkum gegn engu á Akureyri. Þór, sem er ný- liði í deildinni, er spáð þriðja sæti í deildinni í sumar. Þá gerðu Stjarnan og Tindastóll jafntefli á Sauðárkrók, 1-1 og Þróttur R. og Víkingur gerðu markalaust jafntefli á Valbjarnar- velli. í gær mættust ÍR og KS á ÍR- vellinum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. í kvöld lýkur fyrstu umferð þegar Dalvíkingar taka á móti KA. Sigurvon úr Siglingafélagi Reykja- víkur, Brokey og Sæstjarnan úr Siglingafélaginu Ými í Kópavogi sigr- uðu á opnunarmóti kjölbáta sem fram fór á laugardaginn. Keppt var eftir stórskipaleið frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar. Áhöfn Sigurvonar sigraði í hraðskreiðari flokki, eftir harða kepp- ni við áhöfn Besta, sem kom í mark^ tveimur mínútum á eftir Sigurvon. í þriðja sæti var áhöfn Þernu úr Sigl- ingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði. I hægskreiðari flokki sigraði áhöfn Sæ- stjörnu og önnur varð Urta úr Reykjavík. Mjög lítill vindur var á leiðinni og tók keppnin rúmar sex klukkustundir. Skúturnar Svala og Borgin frá Reykjavík hættu báðar keppni. Siglingaklúbburinn Þytur hélt mótið. Sundmaðurinn Örn Arnarson stóðst inntökuprófið í University of Southern California, sem hann tók á dögunum. Einn þekktasti sundþjálfari Bandaríkjanna, Mark Schubert, er að- alsundþjálfari skólans og sóttist mjög eftir því að fá Örn í keppnislið skól- ans. ðrn hefur nám þar síðsumars ,og segir hann stefnuna tekna á auglýsinga- fræði. Vegna þessa breytinga á högum Arnar verður ekkert úr því að hann keppi á Friðarleikunum í Ástralíu um mánaðarmót ágústs og september. Mbl.is greindi frá. Los Angeles Lakers sigruðu San Antonio Spurs með 104 stigum gegn 90 í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturstrandarinnar á laugardaginn. Kobe Bryant og Shaquille O'Neal voru atkvæðamestir í lið- inu, Bryant með 45 stig og O'Neal með 28 auk 11 frákasta. Þá sigraði Toronto Philadelphia með lOlstigi gegn 89. Þar með var staðan 3-3 í einvígi þeirra en lið- in mættust í hreinum úrslitaleik und- anúrslita austurstrandarinnar í nótt. Bayem vann þýsku deildina: Fjórða árið í röð knattspyrna. Bayern Munchen tryg- gði sér þýska meistaratitilinn, fjórða árið í röð, með því að gera 1-1 jafn- tefli við Hamburger SV, í Hamborg s.l. laugardag. Baráttan í ár stóð á milli Schalke og Bayern Munchen, en siðarnefnda liðinu nægði jafntefli í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Leikurinn í Hamborg var frekar daufur lengst framan af þar sem Bæjarar ætluðu að spila upp á markalaust jafntefli. Á meðan var markaveisla í heimavelli Schalke þar sem heimamenn skoruðu fimm mörk gegn þremur mörkum Unter- haching. Það stefndi því allt í 17. meistaratitill Bayern Munchen í tíð- inda litlum leik, þar til Sergej Bar- barez skoraði fyrir Hamborg með glæsilegum skalla á 90. mínútu. Mik- il örvænting greip um sig meðal leik- manna Bayern Munchen enda skammt til leiksloka. Eftir herfileg mistök í vörn Hamborgar, sem end- aði með því að markvörður liðsins tók boltann höndum eftir sendingu frá samherja, fékk Bayern óbeina aukaspyrnu. Allir leikmenn liðsins þyrptust inní vítateig andstæðing- anna en það var síðan Svíinn Patrick Anderson sem tryggði liðinu titilinn, með föstu skoti í gegnum varnar- vegg heimamanna og beinustu leið í markið. ■ FYRIRLIÐINN FAGNAR FYRSTUR Stefan Effenberg fagnar hér sigri meistaratitli Bayem Wlunchen í þýsku deildinni. Liðið mætir Valencia á miðvikudaginn komandi í Meistarakeppni Evröpu. 2. umferð Símadeildarinnar: Óvænt úrslit í öllum leikjum knattspyrna. Önnur umferð Síma- deildar karla hófst í gærkvöldi með þremur leikjum og er óhætt að segja að mörg óvænt úrslit hafi litið dags- ins ljós. í Kópavogi tók Breiðablik á móti Fram og setti veðrið talsvert strik í reikninginn. Liðin reyndu hvað þau gátu að hemja boltann án árangurs. Mikill barningur ein- kenndi leikinn þar sem barist var um hvern einasta bolta. Á 17. mín. kom Þorsteinn Sveinlaugur Sveins- son Blikum í 1-0, eftir hornspyrnu. Hvorugt liðanna náði að skapa sér umtalsverð færi en Kristján Brooks átti þó gott skot út alveg út við stöng sem Fjalar varði glæsilega. Varnir beggja liða spiluðu nokkuð vel en lokatölur urðu 1-0, Blikum í vil og eru þeir með fullt hús stiga. ÍBK og Fylkir áttust við í Kefla- vík og var um hörku rimmu að ræða. Bæði lið ætluðu sér sigur en heima- menn, sem var ekki spáð góðu gengi í sumar, voru ívið betri aðilinn. Haukur Ingi Guðnason virðist vera kominn á skotskóna á ný því hann skoraði í gær strax á 12. mínútu eft- ir langa sendingu upp völlinn, stakk varnarmenn Fylkis af og skoraði framhjá Kjartani í markinu. Haukur hefur þá skorað tvö mörk í tveimur leikjum. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki á 67. mín. eftir skot frá fyrrnefndum Hauki, þar sem Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, hélt ekki boltanum. Sævar Þór Gíslason minnkaði muninn þremur mínútum síðar en þar við sat. Haukur fékk tvö dauðafæri en náði ekki að nýta sér það. Keflvík- ingar skoruðu að vísu eitt mark til en það var dæmt af þar sem brotið var á Kjartani markverði. Lokatölur 2-1. Á Hlíðarenda tók Valur á móti Grindavík og höfðu betur 1-0. Leik- urinn var rólegur framan af og gerð- ist fátt markvert fyrr en Matthías Guðmundsson skoraði á 60. mínútu eftir hornspyrnu. Völsurum var ekki spáð góðu gengi í sumar en þeir hafa aldeilis látið finna fyrir sér í fyrstu leikjunum og eru efstir í Símadeild- inni ásamt Blikum og Keflvíkingum. ROK OG RIGNING Leikur Breiðabliks og Fram fór fram i hávaðaroki í gær. Blikar höfðu betur og sitja nú á toppi deildarinnar. Leik ÍBV og FH var frestað vegna veðurs en áætlað er að leikur- inn fari fram í kvöld. ■ Þýski handboltinn: Alfreð og Ólafur meistarar hanpknattleikur. Alfreð Gíslason og lærisveinar í Magdeburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn í hand- knattleik nú um helgina með stór- sigri á Flensburg 30-23 á heimavelli. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur en Flensburg nægði jafntefli í leikn- um til að tryggja sér titilinn. Gest- irnir byrjuðu betur og höfðu yfir- höndina framan af en þegar líða fór á leik sigu heimamenn fram úr. Eft- ir að hafa leitt með einu marki í hálfleik sýndi liðið loks hversu megnugt það er. Það var ekki síst stórleikur Ólafs Stefánssonar, í síð- ari hálfleik, sem tryggði Mag- deburg titilinn en hann skoraði 9 mörk, átti fjöldan allan af stoðsend- ingum og var í lokinn valinn maður leiksins. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá Magdeburg en Alfreð hefur skil- að tveimur titlum í hús, bæði þeim þýska og úr Evrópukeppninni. ■ ‘'Reha GmbH SIGURVÍMA Alfreð Gíslason fagnar þýska meistaratitilinum. Hann hefur landað tveimur titlum á árinu. MOLAR AS Roma er á toppi ítölsku A-deild- arinnar í knattspyrnu þegar að- eins þrjár umferðir eru eftir. Liðið sigraði Bari með fjórum mörkum gegn engu á útivelli í gær. Vincent Candela, Gabriel Batistuta og Cafu gerðu mörk Roma en Gionatha Spinesi skoraði fyrir Bari. Þetta þýðir að Roma er með með fimm stiga for- skot á Lazio, sem er í öðru sæti. Lazio sigraði Udinese með þremur mörkum gegn einu en alls voru sjö leikir spil- aðir í deildinni í gær. Atalanta og Reggina gerðu jafn- tefli, 1-1, Juventus vann Bologna með fjórum mörkum gegn engu, Napoli vann Verona með tveimur mörkum gegn engu, Perugia og Brescia gerðu jafntefli, 2-2 og Vicenca og Lecce gerðu markalaust jafntefli. Guðjón Þórðarson er strax byrjað- ur að undirbúa næsta leiktímabil. Lið hans, Stoke Citý, olli miklum von- brigðum þegar það tapaði fyrir Walsall í umspili ensku annarar deil- darinnar í síðustu viku. Að sjálfsögðu j er stefnan á næsta ári sett enn á ný á 1. deild. Varnar- maðurinn Ben Petty skrifaði undir árs- I samning við liðið jj fyrir helgi og Ro- bert Heath, sem var mikið meiddur í vetur, hefur verið boðinn sex mánaða samningur. AP PHOTO/HERIBERT PROEPPER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.