Alþýðublaðið - 29.08.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 29.08.1967, Side 7
DÁTAIt eins og hljómsveitin var skipuð áður en hún hætti. — Klæðnaður þcirra er frá Herrahúsinu. ENN EIN HLJÓM- SVEIT HÆTT OG NÚ ERU ÞAÐ MIKIÐ er að geFast í hinum ís- lenzka „popheimi" um þessar mundir. Hver hljómplatan rekur aðra, vinsælar hljómsveitir detta upp fyrir, aðrar eru vaktar upp frá dauðum og nýjar ihljpmsveit- ir koma fram. Nýlega var sagt frá því hér í þættinum, að Toxic væru hætt- ir að koma fram, en þess jafn- framt getið, að nokkrir úr hljóm sveitinni hefðu í bígerð að stofna nýja hljómsveit. Það hef- ur nú gerzt og um leið orðið til þess, að tvær hljómsveitir til við bótar hafa lagt frá sér hljóðfær- in og hætt að koma fram, en það eru Dátar og Mods. Það eru mikil tíðindi, þegar vinsæl ihljómsveit eins og Dátar hætta. Einmitt um þær mun'dir- sem vinsældir þeirra eru hvað mestar. Ekki alls fyrir löngu kom út ný plata með þeim félög- um, sem þykir í alla staði sér- staklega vel unnin, enda fékk hún glæsilegar móttökur hjá unga fólkinu og þátturinn hefur fregnað, að hún hefði verið kom in langleiðina að slá öll sölumet hjá S. G.-hljómpIötum. Öll lögin voru eftir aðalsöngvara Dáta, Rúnar Gunnarsson og þóttu flest þeirra sérstaklega eftirtektar- verð. Þátturinn kom að máli við þá Rúnar-Gunnarsson og Jón Pétur og fyrsta spurningin, sem borin var fram, var: — Hvers vegna eru Dátar hættir? Rúnar varð fyrir svörum: — Það er einfaldlega vegna þess, að við erum búnir að missa orgelleikarann, Karl Sighvats- son. Þá var lákveðið að hætta þessu um tíma á meðan viö er- um að átta okkur á hlutunum. — Hins vegar höfum við fuU- an hug á að koma fram aftur, segir Jón Pétur og strýkur hugs- andi um vel ræktað yfirvara- skeggið. En það er ekki hlaupið að því að fylla það skarð, sem íhefur myndazt í hljómsveitinni. Svo að það getur dregizt. Á með- an tökum við lífinu með ró. — Hvenær var hljómsveitin stofnuð? — Það var 18. júní 1965, svar ar Gunnar. Þá voru í hljómsveit- inni fyrir utan mig og Jón Pét- ur, Stefán Jóhannsson og Hilm- ar Kristinsson. — Ári síðar kom fyrsta plat- an okkar út, heldur Jón Pétur áfram og nokkru seinna fórum við í okkar fyrsta ferðalag um landið, þvert og endilangt. En svo skeður það snemma á þessu ári, að Hilmar hættir. Þá hætt- um við í u. þ. b. þrjár vikur og hugsuðum, hvað gera skyldi. En það leið ekki á löngu þar til við höfðum fengið nýjan mann — Magnús Magnússon. — Skömmu seinna er síðari platan tekin upp, segir Rúnar og um svipað leyti og Karl kem- ur í hljómsveitina, kemur plat- an á markaðinn. En þ'á voru Dátar í fyrsta sinn með orgel- leikara og ailt var eins gott og það gat verið, þangað til Karl ákveður að fara úr hljómsveit- inni. — En í guðanna bænum taktu það fram, skýtur Jón Pétur inn í, að þó að við séum skiljanlega ekki í sólskinsskapi yfir þessu, þá sé langt frá því að við séum búnir að missa móðinn. Það er sorglegt, að topp „beat“-hljómsveit eins og Dátar skuli þurfa að draga sig út úr sviðsljósinu, einmitt á þeim tíma, er þeim vegnar hvað bezt og það er vonandi að nafnið Dátar eigi ekki eftir að falla í gleymsku fyrir fullt og allt. Við megum ekki við því að missa eins góða hljómsveit og Dátar Kópavogur Alþýðtfblaðið vantar börn til blaðburðar í Austurbæ. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa- vogi í síma 40753. í AlþýöublaðiÖ Þorvaldur á nýrri hljómplötu ÚT er komin ný hljómplata með hinum vinsæla, norðlenzka söngvara, Þorvaldi Halldórssyni. — Þetta er mjög athyglisverð plata, m. a. eru tvö laganna eft- ir Þorvald og það er auðvitað Hljómsveit Ingimars Eydal, sem aðstoðar. Lögin heita „Höldum heim“, gamall sjóaraslagari. Textinn er eftir Ómar Ragnarsson. Þá er „Skást er sinni kellu að kúra hjá“, texti eftir Kristján fbá Djúpalæk. Næstu tvö lög eru eft ir Þorvald Halldórsson, bæði mjög athyglisverð: „Ég er 18 ára“ og ,,i nótt‘. Það er ekkert vafamál, að þessi hljómplata á eftir að gera mikla lukku. Póló og Bjarki senda frá sér sína fyrstu hljómplötu ENN ein hljómplatan er komin á markaðinn. — Hér er um að ræða fjögurra laga plötu með Póló og Bjarka frá Akureyri og er þetta þeirra fyrsta plata. Þátturinn hringdi norður um síðustu helgi og náði tali af for- svarsmanni hljómsveitarinnar, Pálma Stefánssyni, og gaf hann okkur upp eftirfarandi: — Lögin heita „Lási skó“, textinn er eftir Valgeir Sigurðs- son. Þá er „Vonin, sem brást“ eða „Realease me“ eins og það heitir á frummálinu, og hér á Valgeir einnig heiðurinn af text- anum. „Glókollur" er íslenzk framleiðsla að öllu leyti: Lag og texti eftir Birgi Marinósson. Að lokum er „Stígðu dans“, Valgeir Sigurðsson samdi textann. Hljóðritunin fór fram hjá Rík- isútvarpinu og erum við mjög ánægðir með útkomuna, svo og pressunina, en ihana annaðist His master voice í London. Plat- an er gefin út af Parlaphone merkinu, en Tónabúðin, Akur- eyri stendur allan straum af kostnaðinum. Þátturinn vonar, að þessi plata þeirra norðanmanna eigi eftir að ganga vel. ÁRS ÁBYRGÐ tækin henta sveitum landsins. Með einu handtak.i má kippa verkinu innan úr tækinu og senda |iað á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auóveldara í viðhaldi. Radionette-verzlunin Aðalstræti 18 sími 169 95 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 MUNID H.A. B. •eru. 29. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.