Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. júli 1974.
Á LEIÐINNI
Hvltserkur er furðulegt steinskrlmsli vift austurströnd Vatnsness og
vinsæl fyrirmynd ljósmyndara.
Vatnsnes skagar norð-
ur i Húnaflóa milli
Húnafjarðar og Mið-
fjarðar. Allgóður hring-
vegur er um nesið og
Vesturhóp. Fylgir hann
byggðinni og ströndinni
um nesið vestan- og
norðanvert og liggur
meðfram Sigriðarstaða-
vatni og Vesturhóps-
vatni að austan. Endar
þessa vegar tengjast
Norðurlandsvegi með
aðeins um 5 km bili.
Enginn ætti þess vegna
að villast af leið sinni
um hringveginn mikla
þó að hann legði þessa
lykkju á leið sina.
Fjallaklasi þekur gjörvallt nes-
ið og heitir einu nafni Vatnsnes-
fjall.Hæsti tindurinn er Þrælsfell
(906m.)
Ef farið er réttsælis umhverfis
nesiö, eru vegamót á Norður-
landsvegi skammt frá bænum
Ósi, en þaöan eru um 5 km aö
Hvammstanga. Ibúar þar voru
390 við slðasta manntal. Þetta er
sveitaþorp með túnum og búfén-
aði, en jafnframt er Hvamms-
tangí verslunarstaður i héraðinu.
Þar er allgóð höfn. Þorpið er
byggt i landi Hvamms-bæjanna:
Syðstahvamms, Helguhvamms
og Kirkjuhvamms sem áður var
kirkjustaður. Sérstakt hreppsfé-
lag varð Hvammstangi 1938, en
höfn var þar löggilt 1895.
Litlu norðan eru Kárastaðir. t
fjallsbrúninni fyrir ofan bæinn er
reisuleg klettaborg, og heitir hún
Káraborg(476m.). Sunnan undan
henni er fjallvegur um svonefnd-
an Langahryggaustur yfir fjallið
niður í Heydal og að Breiðaból-
stað I Vesturhópi. Af Langahrygg
Þannig er umhorfs inni I Borgarvirki. Saga Borgarvirkis er enn óráoin gáta. Feroamenn, sem leggja
leiö sina um Vesturhóp, ættu ekki að láta sér nægja aö horfa til virkisins af þjóðveginum. Ferðin upp I
sjálft virkið er rikulega launuð með óvenjuiegu umhverfi og ágætu útsýni. (Ljósm. Mjöll Snæsdóttir)
Hringferð um
Ihtnsnes
og Vesturhóp
eru aðeins um 4 km. norður á
Þrælsfell. Það er allgreitt upp-
göngu og viðsýni þaðan gott.
Þegar haldið er áfram norður-
eftir ströndinni, er ekið i bröttum
hliðum Þorvaldsfjalls (436 m.)
sem teygir kryppuna allt I sjó
fram. Á mjóum brimstalli I fjalls
hllðinni stendur bærinn Anastaðir
sem varð frægur fyrir rikulegan
hvalreka harðindavorið 1882. Þar
rak 32 hvali 29. mal. Þetta var
kærkomið búsilag og bjargaði
mörgum frá hungri, þvl að hafis-
inn lá fyrir Norðurlandi allt til
hausts, og kom því ekkert sumar
það árið. Litlu norðar er bærinn
Skarð, en þar er heit uppspretta I
flæðarmálinu. Um 3 km. norðar
er komið að sérkennilegri hamra-
brik, og I kvi undir hamrinum er
snotur f járrétt úr grjóti og timbri.
Þarna rennur Hamarsá til
sjávar, en hún ikemur niður
Hliðardalsem skerst suður I f jall-
lendið austan Þorvaldsfjalls.
Ströndin norðurundan er frem-
ur strjálbýl, en hér er komið á
sögufrægar slóðir frá öldinni sem
leið. Um 10 km. fyrir norðan
Hamarsá er bærinn Illugastaoir.
Þar bjó Natan Ketilsson siðustu
fjögur æviárin, og þar var hann
myrtur 13. mars 1828 aðeins 33
ára gamall. Guðmundur bróðir
Natans flutti aö Illugastöðum
'eftir morðiö, og afkomendur hans
búa þar enn. A ströndinni fyrir
norðan Illugastaði eru margir
sérkennilegir klettar og stapar.
Prestssetrið Tjörner um 6 km.
norðar. Þar hefur séra Róbert
Jack setið siðan 1955. Hann er
skoskrar ættar og kom hingað
sem knattspyrnuþjálfari fyrir
mörgum árum, en gerðist slðar
kennimaður. A siðustu öld var um
skeið (1837-1845) klerkur að Tjörn
séra Ogmundur Sigurðsson, höf-
undur ljóðakversins ögmundar-
getu. Bærinn stendur á sléttlendi,
en þaðan gengur klofinn dalur
suður I hálendið. Heitir vestri
hlutinn Þorgrimsstaðadaluren sá
eystri Katadaiur, og er þar sám-
nefndur bær. Frá Katadal var
Friðrik   Sigurðsson   sem   myrti
Natan Ketilsson I félagi við
Agnesi Magnúsdóttur. Úr botni
Katadals má ganga upp svokall-
aða Kattarrófu og er þá stuttur
fjallvegur yfir I Vesturhóp að
bænum Þverá.
Skammt fyrir norðan Tjörn er
ekið fram hjá eyðibýlinu Flat-
nefsstöðum.Þaðan var skáldkon-
an Ólöf frá Hlöðum ættuð, og um
uppvöxt hennar þarna er einn
eftirminnilegasti hluti endur-
minninga hennar.
Þá er fariö að nálgast nyrsta
tanga Vatnsness sem heitir Nes-
tá.En skömmu áður er komið að
skeifulaga vik þar sem bær klúkir
i grösugu túni undir klettavegg.
Þetta er Hindisvík, fallegur og
friðsæll staður með fjölskrúðugu
dýralifi. Hér bjó lengi kynlegur
kvistur úr klerkastétt og merkur
hagyrðingur, séra Sigurður Nor-
land. Hann þjónaöi Tjarnar-
prestakalli I 40 ár, allt til ársins
1955. í Hindisvik býr nú Ingibjörg
Ulöndal, sem var ráðskona séra
Siguröar, en ættmenn hins látna
klerks eiga jörðina.
Skammt norðan Hindisvíkur
sveigir vegurinn aftur til suðurs
og útsýni opnast austur yfir
Hunafjörð. A þessum slóðum stóð
bærinn Krossanes, hlunnindajörð
á gamla vísu en er nú i eyði. A
hluta jarðarinnar byggði einstæð
kona, Guðbjörg Jónasdóttir, ný-
býli árið 1940 og nefndi það Sel-
land. Þar býr þessi heiðurskona
enn, en hún er nú á níræðísaldri.
Skammt fyrir sunnan Krossa-
nes fellur Þórsá til sjávar.
Byggðin frá ánni og inn með
firöinum kallast Slöa. Þarna
eru viða háir sjávarbakkar og
mikið um sker og dranga. Fræg-
ast sllkra fyrirbæra er Hvltserk-
ur, tilkomumikið steinskrimsli
um 15 metra hátt. Kletturinn sést
ekki af veginum, en best er að
ganga niður á móts við hann milli
Súluvalla og Osa. Bærinn Osar
stendur þar sem ós Sigriðar-
staðavatns rennur til sjávar. Af
¦-.'.~
Illugastaðir á Vatnsnesi. Þar var Natan Ketilsson myrtur árið 1828.
Ættmenn Natans búa enn á Illugastöðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16