Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. janúar 1975. Stefán Bjarman Fœddur 10. janúar 1894 — Dáinn 28. 12. 1974 Það var á annan jóladag að ég leit inn til Stefáns Bjarman og Þóru á Ásveginum. Þá var allt með venjulegum hætti. Húsbóndinn kom til dyra og bauð mig velkominn af þeirri glaðlegu alúð, sem alltaf var til staðar við hverja gestkomu, og þau hjónin áttu hana sameigin- lega. Og Stefán var hress i bragði, að vanda, og lét gamminn geysa i viðræðum um nýjasta framlag til bókmenntanna, menn og viðburði liðinna daga, austan hafs og vest- an. Það var ekkert hægt að merkja að maður sæti gagnvart há- öldruðum manni og sárlega heilsubiluðum.manni sem naum- ast hafði komið út fyrir hússins dyr árum saman og varla haft samband viðaðra en dálitinn hóp nánustu vina og kunningja. Enn var ekki hægt annað en dást að rólegu og karlmannlegu yfir- bragði hans, rikulegri og fals- lausri hlýju, öruggu stálminni, glöggskyggni, alhliða þekkingu og frjálslegu viðsýni gagnvart mönnum og málefnum. Enn gat maður notið þeirr- ar þægilegu rósemdar, sem fylgdi návist hans, og enn gekk ég af hans fundi auðugri, bjartsýnni og hamingjusamari en þegar ég kom. Og á heimleiðinni var ég ein- mitt, enn einu sinni, að harma það að þessi maður skyldi nokkra stund þurfa að sinna öðru en sín- um kærustu hugðarefnum, bók- menntum, fræðum og tónlist. Þremur dögum siðar bar mig aftur að garði þeirra hjóna. Þá var sköpum skipt. Þá var það andlátsfregn hans, sem mætti mér i forstofunni. Sú fregn þurfti að visu ekki að koma á óvart. Þrátt fyrir það fannst mér hún ótrúleg og óraunveruleg og tilver- an fékk á sig dapurlegan og ann- arlegan biæ. Ég fann innra með mér sára tómleikakennd vegna þess sem ég hafði misst, og hvað mundi þá um þá sem nær stóðu. Mér urðu þó þegar ljósar þær raunabætur, að svo aldraður maður skyldi komast hjá þung- bærri og langvarandi sjúkra- hússvist, en fá að andast án þess að hafa glatað sinu andlega at- gervi og geta til hinstu stundar notið ástar og umhyggju sinnar frábæru eiginkonu, sem kunni fullkomlega að meta gáfur hans, hæfileika og mannkosti. Það hefur löngum verið sagt, að maður komi i manns stað. Þetta kunna að vera sannindi. En þrátt fyrir það finn ég núna engan þann, sem gæti komið i stað Stefáns Bjarman og verið vinum hans og kunningjum það sem hann var þeim. Mér er kunnugt um að i þeim hópi voru margir af þekktustu og mikilhæfustu listamönnum þjóð- arinnar.Ogég er alvegvissum að enginn þeirra var slikt ofur- menni, að ekki hefði hann rnargt og mikilvægt að sækja til Stefáns Bjarman, svo einstæður persónu- leiki var hann og slik var auðlegð hans af listrænum verðmætum, umburðarlyndum skilningi, alúð og hjartahlýju. Rikulegt þakklæti og djúpur söknuður fylgir slikum mönnum útyfir gröf og dauöa. Einar Kristjánsson t átthagana andinn leitar... sagði Grimur Thomsen i „ávarpi til fósturjarðarinnar úr framandi landi”, — ekki efa ég að hend- ingar þess kvæðis hafi oft liðið um hug Stefáns Bjarmans á ameriku- árum hans, 1925-30. Það vildi svo til að ljóðmæli Grims höfðu eitt rita komist i léttar ferðatöskur Stefáns. Og fleiri amerikufarar höfðu stælt skapið á hnúskóttri kaldhömrun gamla Grims, einn bóndinn sem Stefán var samtiða að veiða fisk upp um vök aö vetrarlagi noröur i Vatna- byggðum hitaði sér á hendingum Grims og þurfti ekki bókar við. Eins og Stephan G. hafði hann kjarna íslenskra mennta tiltækan i minni sér: forsælu þar finnur hjartað... Stefán Bjarman var fjölfróður i heimi andans; efni skáldverka, hendingar og aðrar tilvitnanir léku honum á tungu; hann var sannmenntaður i mannlegri reynslu, af sinni eigin og annarra, frásagnir gamallar konu á afskekktum bæ gátu veriö honum uppspretta sanninda og fegurðar á við hinn dýrasta óð eða ljúfasta lag. Stefán átti rætur I islenskum menntum eins og þær gerast bestar á hinni fyrri öld og þessari. Ég býst við að hann hafi heilum huga tekið undir með Grimi: Sá er bestur sálargróður sem að vex I skauti móður, en rótarslitinn visnar visir... * Stefán Bjarman fæddist á Nautabúi i Skagafirði fram, næsta bæ við Mælifell, 6 árum fyrir aldamót, yngsta barn hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Arna Eirikssonar er þar bjuggu, en þau fluttu skömmu eftir að Reykjum sem er annexia frá Mælifelli og ólst Stefán þar upp i allstórri fjölskyldu til fermingaraldurs. Þá brugðu foreldrar hans búi og fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu æ siöan. Þvi er Mælifell haft til viðmiðunar um dvalarstaöi Stefáns i Skagafirði að móðir hans var þaöan komin, dóttir Jóns Sveinssonar er þar var prestur, áður á Hvanneyri. Séra Jón var aftur sonur Sveins Pálssonar náttúrufræ.ðings er lengst var læknir i Vik i Mýrdal (f. 1762, d. 1840). Um hann segir Þorvaldur Thoroddsen: „Enginn islendingur i þá daga gjörði jafn- mikið til að fræða islenska alþýðu um náttúrufræði og læknisfræöi... munu fáir eða engir islendingar fyrir og um aldamótin hafa ritað betra og skemmtilegra mál en hann”. Sveinn Pálsson var skag- firðingur i allar ættir, fæddur á Steinsstöðum næsta bæ við Reyki, uppvaxtarstaö afkomanda sins Stefáns Bjarmans. Foreldrar Sveins voru Guðrún Jónsdóttir yfirs'etukona Eggertssonar lög- réttumanns frá ökrum og Páll Sveinsson gullsmiður Pálssonar prests I Goðdölum. En I Goð- dölum voru 3 prestar hver fram af öðrum, feðgar eftir aldamótin 1700 og þar fram eftir, skiptust nöfnin Sveinn og Páll á. Kona Sveins Pálssonar læknis var Þórunn Bjarnadóttir Pálssonar landlæknis i Nesi en hún var dótturdóttir Skúla fógeta Magnússonar og alin upp hjá honum. Skúli var þvi langa-langa- langa-langafi Stefáns Bjarmans. Eirikur föðurfaðir Stefáns var Eiriksson bóndi á Skatastööum i Austurdal, titlaöur skáld i æfi- skrám Páls Eggerts enda mun hann hafa ort eitthvað af rimna- flokkum, kvæðaskap af þvi tagi er islendingar höfðu lengst ornað sér við á kaldri tið. Kona Eirlks á Skatastöðum hét Hólmfriður Guðmundsdóttir og var hún komin af svokölluöu goö- dalakyni, þaö er aö segja þeim þrem prestum sem áður voru nefndir. Nú hefur verið getiö 3ja höfuð- ætta Stefáns og nefnd til sögunnar móöurfaðir, fööurfaðir og föður- móðir. Vor þær ættir allar skag- firskar og að einhverju leyti blandaðar innbyrðis. 4ða ættin var hins vegar þingeysk: Móður- móðir Stefáns, kona séra Jóns á Mælifelli, var Hólmfriður Jóns- dóttir (nafna hinnar ömmunnar) komin noröan úr Mývatnssveit, dóttir séra Jóns Þorsteinssonar I Reykjahlið. Hann var ættfaðir reykjahliðarættar sem er þekktari en svo að hún þurfi hér kynningar við, svo mjög sem það fólk hefur kynnt sig að ágæti sfnu i héraðs- og landssögu. * Arni Eiriksson faðir Stefáns var alinn upp hjá móðurbróður sinum Sveini Guðmundssyni sem var hreppsstjóri I Sölvanesi og konu hans Guörúnu Jónsdóttur en hjá þeim voru efni betri en á Skatastöðum. Var Arna komið til mennta meö þá tiðkanlegum hætti: prestur beðinn um að undirbúa hann fyrir latinuskóla, en 2svar varð Arni að hverfa heim aftur eftir skamma dvöl vegna skyndilegs fráfalls læri- fööur. Varð þvi ekki af langskóla- nami en i staöinn var pilturinn sendur til tónlistarnáms f Reykja- vlk sem þá var nýlunda. Nam Arni hjá Jónasi Helgasyni i 2 vetur söng, orgelspil og öll þau fræði. Þá voru umskiptin frá gömlu þjóðlegu tónlistinni yfir til hinnar dansk-þýsku hefðar að riöa yfir og mótaðist Arni af hin- um nýja anda og flutti með sér norður i hinar söngsælu byggðir Skagafjarðar. Barn var Stefán umlukinn þeim fersku tónum. * Ugglaust hefði Stefán getað oröið góður búhöldur i Skagafirði, hrókur alls fagnaðar er guða- veigar lifga sálaryl, hvort sem tekiö er lagiö, fáki beitt eða samræður þreyttar. Svo var hann fjárglöggur á unga aldri að hann þekkti dilk af fjalli ef hann hafði séð lambið nýboriö. Þá er ekki að efa að opinber störf hefðu hlaðist á Stefán ekki siður en á föður hans, en Árni var oddviti hrepps- nefndar, sýslunefndarmaður og frömuður að pöntunarfélagi þvi sem varð upphafið að Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá stundaði Arni ke'nnslu, aöallega músikkennslu sem hann haföi lært til, og organisti var hann á öllum kirkjustöðum nærlendis. Allar þessar rætur voru að Stefáni: bókmenntir, tónmenntir, hlýja i garð manna og málleys- ingja, hneigð til kennslu og til- sagnar sem ekki kom sist fram i einkaviðræðum. Og svo var maöurinn höfðinglegur, að ásýnd, vexti og yfirbragði öllu, að sér- hverjum varð þegar ljóst að þar var forystumaður á ferö. Það hiýtur þvi að hafa kostað Stefán talsverða fyrirhöfn að ég ekki segi hörku að visa á bug þeim opinbera trúnaöi sem menn hafa viljað við hann binda. Þykist ég þó vita að það hefur Stefán gert meö þvi að beita ljúfmennsku sinni og spaugsemi sem afvopnar ágengni en gerir persónulegt samband að traustara. * Ekki veit ég hver voru tildrög aö búferlaflutningi reykjafólksins tii Akureyrar, etv. hefur þar komið til heilsubrestur heimilis- fööur, etv. hefur vakað fyrir þeim hjónum að búa sonunum þá framtiö sem Sveinn i Sölvanesi hafði aö stefnt með Árna en tilviljun snúið af leið. Nema nokkuö er það að Árni Eiriksson hefur fljótlega störf við útibú Islandsbanka á Akureyri og vann þar til dauðadags, lengstaf gjald- keri. Sonurinn Stefán gerðist raunar einnig skrifstofumaður þegar hann var kominn yfir miðjan aldur og vann einn margra „Hverjum klukkan glymur” Minning Stefáns Bjarmans Hefur nú glumið að hinsta boði honum helju klukkan. Hafði og áður að hringingu þeirri aðdragandinn umið. Titt var hans yndi tónlistin hreina hljómar ljómuðu huga, hóf sig i hæðir á hreimabylgjum söngvin og ómþyrst sál. Hjarta sló sjúkt i hvelfdum barmi aldraðs atgerfismanns, en heili bjó frjór i höfði svipmiklu og hraustu, uns hneig i dauða. Itur og skýr var hans endursögn af einni tungu á aðra. Ferðist nú reifur um fjarskann ókunna þýðandinn hári og þekki. Ljúf er mörgum frá liðnum árum minning kennarans mæta; mannúð timans og menntaþrá blés hann i brjóst þeim ungu. Þegi hann ekki, en þýði sem fyrr, mæltur á megin tungur, nemi þar enn sitt Norðurland með skinandi Skagafirði! Var hann að hverju verki hollur sannfæring sinni trúr, mannheillir vann sér og mikil kynni, rikur að fjölþátta reynslu • Hverfast veraldir himindjúpa, blossa og brenna til ösku, endurskapast með eldum nýjum. Eilifðin varir ein. 6.1.1975 D. Á. Danielsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.