Vísir - 20.09.1975, Síða 1

Vísir - 20.09.1975, Síða 1
65. árg. — Laugardagur 20. september 1975 — 214. tbl. JÖFNUN KOSNINGA- RÉTTAR MILLI ÞÉTT- BÝLIS OG DREIFBÝLIS - SJÁ LEIÐARA BLS. 6 ALÞINGI KVATT SAMAN 10. OKT. % Alþingi hefur verið kvatt saman til fundar föstudaginn 10. október. Þingsetning verður að lokinni guðsþjónustu i Dómkirkj- unni, er hefst klukkan 13:30. — Flokksvaldið vildi ekki sjálfstœða bókaútgáfu - Sjá í DEIGLUNNI bls. 7 Krossgáta bls. 8 POPP bls. 12 Litmyndasögur í opnu ÍÞRÓTTIR í OPNU Hafa viljað verk- fallsrétt i 33 ár — nú setur BSRB þessa kröfu á oddinn, og vill fá réttinn á þessu ári „Við teljum lögin frá 1915 sem banna opinberum starfsmönnum verkföll úrelt og ranglát. Það hef- ur veriðá stefnuskrá BSRB i 33 ár að fá verkfallsrétt, og nú er þessi krafa sett á oddinn,” sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna rikis og bæja, i viðtali við Vísi i gær. BSRB hefur ákveðið að efna til 53funda fyrir félagsmenn sina til að kanna hug þeirra til kröfunnar um verkfallsrétt þegar á þessu ári. Fundirnir verða haldnir um allt land milli 3. og 11. október. Vfsir spurði Kristján hver við- brögð rikisvaldsins væru við þessari kröfu. . „Nefnd var skipuð til að ræða við fjármálaráðherra og talaði hiin við hann 26. ágúst. Ráðherra hefur verið erlendis siðan þannig að við höfum ekkert heyrt aftur frá honum,” sagði Kristján. „Kjör opinberra starfsmanna hafa verið mismunandi gegnum árin. Við höfum mjög oft dregizt aftur úr. Fram til 1962 fengu opin- berir starfsmenn laun samkvæmt launalögum. Þá höfðu kjör þeirra dregizt svo langt aftur úr að fólk var hætt að leita eftir störfum hjá þvi opinbera. En 1962 fengum við samningsrétt. Siðan þá hefur ástandið verið þannig, að annað slagið sigum við aftur úr, miðað við kjör annarra lauþega. Nú hefur þróunin verið sú, að við höf- um dregizt langt afturúr,” sagði Kristján ennfremur. Á fundunum sem BSRB efnir til,greiða félagar atkvæðium hug sinn til verkfallsmálsins. Forysta BSRB, þ.e. bandalagsstjórn, 50 manna samninganefnd og fleiri, munu siðan vega og meta útkomu þessarar skoðanakönnunar. Vilji BSRB er sá að verkfallsrétturinn fáist þegar á þessu ári. —ÓH „Ekki meira gos, takk,” virðist vera boðskapur Tröiikerlingarinnar þar sem hún réttir fram lúkuna i átt að Eldfelli i Vestmannaeyjum. Tröllkerlingin er verk Ásmundar Sveinssonar sem fiskvinnslustöðvarnar I Eyjum gáfu bænum I sumar. Hvort hugsunin bak við uppsetningu listaverksins hafi verið sú að kerlingin bægði frá allri óár- an, vitum við ekki, en óneitaniega hljóta náttúruöflin að hugsa sig tvisvar um áður en þau senda nokkuð á svona vigalega kerlingu. Ljósm. VIsis: Jim. „Nei takk, ekki meira gos!" Könnun hjú fyrirtœki: Allt að 8,4% fjarvistir Könnun, sem gerð var innan eins af stærstu fyrirtækjum landsins, leiddi I ljós, að fjar- vistir starfsmanna þess eru að meðaltali allt að 8,4%. Könnunin tók til fjarvista af öllum orsökum, svo sem veik- inda, slysa, skróps og annars. Fjarvistahlutfall þetta jafn- gildir þvi, að af vinnandi stétt- um landsins séu um 16.000 manns frá vinnu daglega og að vegna fjarvista tapist um fjórar milljónir vinnudaga á ári. Fjarvistahlutfall þetta er meir en tvöfalt hærra en meðal- fjarvistir reiknast hérlendis. Benda má á, að ef hlutfall þetta gilti um ráðherra, myndi að jafnaði rúmlega hálfur ráð- herra vera veikur á dag. —-HV

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.