Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Okkur var ýtt inn í stórt, hvítt herbergi.
Ósjálfrátt píröi ég augun vegna skerandi
birtunnar. Svo sá ég borö og fjóra
óeinkennisklædda menn á bak viö það.
Þeir voru aö blaöa í skjölum. Hinum
föngunum haföi veriö þjappaö saman innst
í herberginu, svo aö viö uröum aö ganga
þvert yfir gólfiö til að komast til þeirra. Eg
þekkti suma, en hinir hlulu aö vera
útlendíngar. Þeir tveir næstu fyrir framan
mig voru Ijóshæröir og kringluleitir. Þeir
voru keimlfkir: Frakkar býst ég við. Sá
minni var alltaf aö hysja upp um sig
buxumar, taugaóstyrkur.
Þetta tók næstum þrjá tíma. Ég var sljór
og hausinn tómur. En herbergiö var vel
upphitaö og mér fannst þaö frekar nota-
legt: í heilan sólarhring samfleytt höföum
viö skolfiö af kulda. Veröimir leiddu
fangana hvern af öörum aö boröinu.
Mennirnir fjórir spurðu þá um nafn og
stöðu. Þeir voru yfirleitt ekki mjög nær-
göngulir. Aö vísu spuröu þeir ööru hverju:
„Hafiö þér tekiö þátt í skemmdarverkum á
hergögnum?" eða „hvar voruö þér aö
morgni hins níunda og hvaö voruö þér aö
gera?" En þeir hlustuðu ekki á svörin, eöa
aö minnsta kosti var ekki svo aö sjá: Þeir
þögnuöu augnablik og horföu beint fram
fyrir sig. Síöan fóru þeir aö skrifa. Þeir
spuröu Tom, hvort þaö væri satt aö hann
starfaöi í Alþjóöasambandinu: Tom gat
ekki annaö en játaö vegna skjala sem
höföu fundist í jakkanum hans. Juan
spuröu þeir einskis, en þegar hann haföi
sagt til nafns skrifuöu þeír lengi.
—  Þaö er José, bróðir minn, sem er
stjórnleysingi, sagði Juan. Þiö vitið vel, að
hann er hér ekki lengur. Ég er ekki í neinum
flokki, ég hef aldrei skipt mér af stjórnmál-
um.
Þeir svöruöu engu. Juan endurtók:
—  Ég hef ekkert gert. Ég vil ekki þurfa
aö gjalda fyrir þaö sem aörir hafa gert.
Varir hans skulfu. Vöröur þaggaöi niöur
f honum og leiddi hann burt. Þaö var komiö
aö mér.
— Þér heitiö Pablo Ibbieta?
Ég svaraöi játandi.
Maöurinn leit á skjðlin sín og sagöi:
—  Hvar er Ramon Gris?
—  Ég veit það ekki.
—  Þér földuö hann í húsi yðar frá 6. til
19.
—  Nei.
Þeir skrifuöu nokkra stund og létu mig
fara. Á ganginum biöu Tom og Juan milli
tveggja varða. Viö gengum af staö. Tom
spurði annan vöröinn:
—  Hvaðsvo?
—  Hvaö? sagði vörðurinn.
—  Er þetta yfirheyrsla eöa dómur?
—  Þetta var dómurinn, sagöi vöröurlnn.
—  Nú? Hvaö ætla þeir aö gera viö
okkur?
Vöröurinn svaraði þurrlega:
—  Ykkur veröur tilkynntur dómurinn í
klefum ykkar.
Satt aö segja var þaö sem var kallaö
klefinn okkar ein af kjallarakompum spítal-
ans. Þar var hryllilega kalt vegna dragsúgs-
ins. Viö höföum nötraö alla nóttina og um
daginn haföi þaö varla veriö miklu skárra.
Síöustu fimm dagana haföi ég veriö í
svartholi erkibiskupssetursins, eins konar
dýflissu, sem hlaut aö vera frá því á
Miööldum. Þaö voru margir fangar en lítið
pláss og því var þeim komiö fyrir út um allt.
Ég saknaði ekki svartholsins. Ég haföi ekki
þjáöst af kulda þar, en ég haföi verið einn.
Tll lengdar tekur þaö á taugarnar. í
kjallaranum hafði ég félagsskap. Juan
sagöi varla orö. Hann var hræddur og svo
var hann of ungur til aö geta lagt orö í belg.
En Tom var ræðinn og hann kunni vel
spænsku.
í klefanum var bekkur og fjórar hálm-
þessu fljótt af? Kjaftæöi. Þeir leyfa þeim aö
æpa. Stundum í klukkutíma. Marokkómaö-
urinn sagöi, aö í fyrsta skiptið hefði hann
næstum ælt.
— Ég býst ekki viö aö þeir geri þetta
hérna, sagöl ég. Minnsta kostl vantar þá
örugglega ekki skotfæri.
Sólin kom inn í gegnum fjögur loftgöt og
hringlaga op, sem haföi veriö gert vinstra
megin á loftið og snéri beint upp. í gegnum
þetta op, sem hægt var aö loka með hlera,
höfðu veriö flutt kol niöur íkjallarann. Beint
fyrir neðan gatiö var stór hrúga af
kolamylsnu. Kolunum haföi veriö ætlaö aö
hita spítalann, en þegar stríöiö brauzt út
voru sjúklingarnir fluttir burtog kolin lágu
þarna ónotuö. Það rigndi jafnvel stundum
þarna niöur, því það haföi gleymzt aö setja
hlerann fyrir.
		^j|to"ir   - > -  ifc		
	Æ		^S^Éfc	
	iw   ¦***	}     "n^  V^	S&?Ðn v- Jp	
>0í^^mr	mm	r*r<^'í^^i	wB   ' '	
	p^ ffi/^m	«SaHgfee-. l/æA	3ÉíL    **~	
dýnur. Viö settumst og biöum þögulir. Eftir
stundarkorn sagöi Tom:
—  Við erum glataöir.
—  Ég býst viö því, sagði ég, en ég
hugsa aö þeir geri ekkert viö þann litla.
— Þeir hafa ekkert aö saka hann um,
sagöi Tom. Hann er bróöir óvinar, þaö er
allt og sumt.
Ég horfði á Juan. Hann virtist ekki
fylgjast með. Tom hélt áfram:
—  Veiztu hvaö þeir gera í Zaragossa?
Þeir leggja þá á götuna og keyra svo yfir á
vörubílum. Þaö var liöhlaupi frá Marokkó
sem sagöi mér frá því. Þaö er til aö spara
skotfærin.
—  Þaö sparar ekki bensíniö, sagöi ég.
Ég var pirraöur út ÍTom. Hann hefði ekki
átt aö segja þetta.
—  Liðsforingjar spígspora á strætum
og stjórna þessu, hélt hánn áfram. Meö
hendur í vðsum og lafandi sígarettu í
munnvikinu. Dettur þér í hug aö þeir Ijúki
Tom fór aö skjálfa.
— Fjandinn hafi þaö, ég skelf, sagöi
hann, þaö byrjar þá aftur.
Hann stóo upp og fór aö gera leikfimi.
Viö hverja hreyfíngu opnaöist skyrtan hans
svo sjá mátti hvíta loöna bringuna. Hann
lagöist á bakiö, lyfti upp mjöömunum og
hjólaöf: ég sá aö stór rassinn hristist. Tom
var hraustlegur, en hann var of feitur. Ég
hugsaði, aö brátt myndu riffilkúlur eða
byssustingsoddar ryöja sér braut inn í
þetta mjúka hörund eins og þaö væri
smjörstykki. Þetta hefði haft ööruvísi áhrif
á mig ef hann heföi veriö horaður.
Mér var ekki beinlínis kalt, en ég var
orðinn tilfinningalaus í heröunum og hand-
leggjunum. Ööru hverju fannst mér eins og
mig vantaöi eitthvaö og ég fór aö leita eftir
jakkanum mínum, en þá mundi ég allt í
einu, aö þeir höföu ekki látiö mig fá hann
aftur. Þaö var heldur bagalegt. Þeir hðföu
tekiö yfirhafnir okkar handa hermönnum
Saga eftir Jean-Paul Sartre
sínum, og ekki skiliö eftir annaö en
skyrturnar — og svo þessar léreftsbuxur
sem sjúklingarnir á spftalanum voru vanir
aö nota um hásumariö. Skyndilega stóö
Tom á fætur og settist viö hliöina á mér,
másandi.
—  Er þér oröiö hlýtt aftur?
—  Nei, það veit guö. En ég er spreng-
móður.
Um áttaleytiö um kvöldiö kom foringi inn
ásamt tveimur falangistum. Hann hélt á
bréfi f hendinni. Hann spuröi vöröinn:
—  Hvað heita þessir þrír þarna?
—  Steinbock, Ibbieta og Mirbal, sagöi
vörðurinn.
—  Foringinn setti á sig gleraugun og leit
á listann:
— Steinbock ... Steinbock ... Hér er
hann. Þú ert dæmdur til dauöa. Þú veröur
skotinn í fyrramáliö.
Hann las aftur.
—  Hinir tveir líka, sagöi hann.
—  Þaö getur ekki verið, sagöi Juan.
Ekki ég.
Foringinn leit undrandi á hann:
—  Hvaö heitiröu?
— Juan Mirbal.
—  Nú, nafn þitt er þarna, sagöi foring-
inn, þú hefur veriö dæmdur.
—  Ég hef ekkert gert, sagöi Juan.
Foringlnn yppti öxlum og sneri sér að
Tom og mér.
—  Eruö þiö Baskar?
—  Þaö er enginn okkar Baski.
Hann var æstur á svipinn.
—  Mér var sagt, að það væru þrír
Baskar. Ég ætla ekki aö sóa tíma mfnum í
aö eltast viö þá.
Þiö viljiö náttúrlega ekki prest?
Viö svöruðum ekki. Hann sagöi:
—  Þaö kemur belgískur læknir til ykkar
á eftir. Honum er faliö aö dvelja hjá ykkur í
nótt. Hann kvaddi meö hermannakveöju
ogfór.
—  Hvað á ég að segja, sagöi Tom.
Þetta er laglegt maður.
— Já, sagöi ég, en þaö er verst fyrir
þann litla.
Ég sagöi þetta tii aö vera sanngjarn, en
ég kunni ekki viö þann litla. Andlitiö á
honum var of fíngert og hann var hræddur.
Skelfingin haföi afskræmt alla andlits-
drætti. Þremur dögum áöur haföi hann
veriö teprulegur strákur, þaö var skoplegt.
En nú haföi hann látiö mikiö á sjá, og ég
hugsaöi með mér, aö hann yrði aldrei
ungur aftur, jafnvel þótt hann yröi látinn
laus. Þaö heföi veriö gott aö geta sýnt
honum svolitla meöaumkun, en mig hrylltl
við tilhugsunlnni. Þaö var frekar að hann
vekti hjá mér viöbjóö.
Hann hafði ekki sagt orö, en hann var
oröinn náfölur. Andlitiö og hendurnar voru
grá. Hann settist aftur og staröi á gólfiö
galopnum augum. Tom var góöhjartaöur.
Hann ætlaöi aö taka f höndina á honum, en
sá litli sleit sig lausan og gretta færöist yfir
andlitiö.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16