Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
TÍMINN
Sunnudagur 14. júll 1974.
Fríða Sigurðsson:
KEFLAVIK 1774—1974
ÞESS hefir verið minnzt með
gleði og glæsibrag, að 1949 fékk
Keflavik kaupstaðarréttindi. A
þessu hátíðarári 1100-ára-byggð-
ar á íslandi má nú kannski einnig
hnýsast i hina gráu fortið fyrir
1949. Ég get reyndar ekkert sagt
um staðinn, eins og hann var fyrir
1100 árum, þvi að þar veit ég ekk-
ert um, og ég ætla mér ekki að
tala um kotbændur þá, sem
nefndir eru i gömlum skrám, þvi
að þeir hafa ekki haft nokkur
áhrif á þróun staðarins, hafa ekk-
ert sameiginlegt með staðnum
nema nafnið tómt.
Það er vitað mál, að byggðin i
Keflavik hefur ekki risið upp úr
þessu einmanalega kotbýli,
heldur i kringum danska kaup-
manninn Holgeir Jacobæus, eftir
aöhann settist að i Keflavik. Okk-
ur þarf ekki að vera illa við þá
staðreynd, að frumbyggi og
stofnandi Keflavikurkaupstaðar-
ins hefur verið útlendingur. Einn-
ig víkingarnir voru útlendingar,
þegar þeir „námu" landið fyrir
1100 árum, a.m.k. hlýtur þáver-
andi ibúum landsins, pápunum,
að hafa fundizt það, og margur
góður núlifandi íslendingur getur
taliö Holgeir Jacobæus forföður
sinn. Ég hef lengi verið að leita að
upphafi Keflavikurbyggðarinnar,
og hef i Faxagrein i desember '69
borið fram rök fyrir þvi, að
Jacobæus hlýtur að hafa setzt að i
Keflavik ekki seinna en 1772. 1
annarri Faxagrein i mai '70 hef
ég sannað þessa búsetu og bent á,
að kaupmaðurinn hlýtur að hafa
setzt að i Keflavik á einhverju ár-
anna milli 1763 og '72 og að þar
yrði að leita að fæðingarári
Keflavikur. Nú ætla ég að segja,
hvernig umhorfs var i Keflavik
fyrir nákvæmlega 200 árum, árið
1774. A það að vera tveggja-alda-
minningargrein á þvi ári, þegar
allt landið minnist 1100-ára-
byggðar. En f árinu 1774 hefur
ýmislegt gerzt i Keflavik, sem
forvitnilegt er að vita, og auk þess
er ég svo vel sett, að geta lýst
staðnum hið nákvæmasta einmitt
á þvi ári. Og i þessu sambandi
mun einnig koma i ljós fæðingar-
ár Keflavikur.
Arið 1774 stóðu i Keflavik 6 hús,
og ætla ég nú að segja frá þvi,
hvað þau voru stór, i hvaða
ástandi þau voru, hvernig þau
voru innréttuð, hvaða tilgangi
þau þjónuðu og hvað fasteigna-
mat þeirra var hátt — eða lágt.
Þegar Jacobæus fluttist til
Keflavikur á 7. tug 18. aldar, kom
hann ekki að húslausri strönd.
Hann fann 3 hús fyrir. Þvi að Is-
landskaupmenn hafa alltaf átt
einhverja kofa i höfnum þeim,
sem þeir sigldu til, og höfðu þess-
ar búöir lengi framan af verið
mjög lélegar, þvi kaupmennirnir
lögðu ekki fé sitt i húsabyggingar,
meðan þeir gátu átt von á þvi að
verða reknir i burtu. En eftir að
einokunarverzlunin komst á, voru
kaupmennirnir öruggari og fóru
þá að byggja til framtiðar. Á 18.
öldinni munu þeir yfirleitt hafa
átt 2-3 hús I höfnum sínum, a.m.k.
kramhús og pakkhús.
Húsin 3, sem Jacobæus fann
fyrir i Kefíavik-og sem enn stóðu
árið 1774, voru krambilðin, pakk-
húsið og Gamla húsið, sem svo
var kallað. Krambúðin var mjög
gömul. Hún var þegar á fyrri
helmingi 18. aldar orðin hrörleg,
og árið 1748, á tímum Hörmang-
ara, hafði hún verið byggð upp.
Síðan hafði ekkert verið gert við
hana I aldarfjórðung, en stóð enn.
Pakkhúsið I Keflavlk var I góðu
standi, enda hafði það verið byggt
upp 1762 og endurbætt fyrir að-
eins tveimur árum. Um þriðja
húsið, sem almennt var nefnt
Gamla htisið, vitum við svo sem
ekkert. Kannske það hafi verið
notað sem athafna- og geymslu-
I „ »Y?     />       —   CvP7 // //
T7T7T

inH-W>t^H-*'  -L>
"¦ef

'CfÁsi*A ¦

7/5-


ae^CPiJ:
u^f H^hry^d^iícJiJ-i
**•$&'l" * '*£  fl>i&~)'p- \*>j&V^f>yi-i<~>>y< /VlM/
^hW^^t^^W^ &#&
^¦rT-''^""    i   ii          ¦'—    ' "  ,i   ¦ <i i h i n»npij>.1111»
ák
M
C&VM

4i>uju~<WCfft*

ýt-tsC&s^
Hér getur að líta Ijósrit af þingskjalinu frá 6. 8. 1774,
sem frá segir í grein Fríðu Sigurðsson
skúr, kannske verkstæði, kannske
kaupmaðurinn hafi haldið til i
þessu húsi til að byrja með,
meðan verið var að reisa Ibúðar-
hUs handa honum.
Jacobæus lét byggja Ibúðarhús
handa sér og f jölskyldu sinni, og
hefur hann þá sennilega verið
viðstaddur, mun sjálfur hafa
staðið fyrir byggingunni, ábyggi-
lega komið með byggingarefnið
með sér frá Danmörku. Einnig sú
staðreynd að kona hans ól honum
son á næsta ári, Chrístin Adolph.
sem 1789 er sagður 22 ára, stað-
festir dvöl þeirra hjóna I Keflavlk
árið 1766. En varla hafa þau kom-
ið fyrr en 1766. þvi sjálfsagt þykir,
að kaupmaðurinn hafi byrjað á
þvi að byggja yfir sig og slna um
leið og hann kom til staðarins, og
Lítil jörð óskast
til kaups á Suðvestur- eða Vesturlandi.
Tilboð um verð og skilmála leggist inn á
afgreiðslu Timans, merkt Litil jörð 1820.
auk þess þykir óliklegt, að hann
skuli hafa látið konu sina lúra
lengi i pakkhúsinu eða i gamla
húsinu.
Hlýtur Jacobæus þvi að vera
kominn til Keflayikur árið 1766,
og má þvl lita á þetta ár 1766 sem
fæðingarár Keflavíkur.
Hefðu Keflvíkingar þvi mátt
halda Keflavikurhátið 1966 — eins
og ísfirðingar gerðu.
Þessi 4 hús, krambúðin, pakk-
húsið, gamla húsið og ibúðarhús-
ið, gátu þó ekki nægt kaupmann-
inum, sem var athafnasamur
maður. Hann þurfti sem fyrst að
fá sér beyki, en á þeim timum
varð það að vera danskur maður,
og slikur maður þurfti einnig á
húsnæði að halda. Lét
kaupmaðurinn þvi reisa 5. húsið á
staðnum árið 1770. Hús þetta
nefndu Islendingar beykishús, af
þvi að beykirinn átti að búa þar,
en Danir nefndu það yfirleitt „Is-
lenzka húsið", af þvi að það var
byggt sem islenzkur torfbær.
Beykir I Keflavik var árið 1772
Niels Lassen Hoeg, hefur ef til vill
komið til Keflavikur sama árið og
hús hans var byggt. Einnig Hoeg
var kvæntur maður, 33ja ára 1770.
Kona hans hét Karen og var 4 ár-
um eldri en hann. Þessi hjón hafa
átt börn. Þau misstu eina dóttur i
byrjun ársins 1773. Onnur dóttir
þeirra varð seinna „kokkepige"
og „stuepige" i Keflavlk, og var
hún 3 ára gömul árið 1770.
Handa þessu danska fólki var
„Islenzka húsið" ekki nógu gott.
Gæti hugsazt að lekið hafi úr þak-
inu, þvl 1772 var húsið endurbætt,
þótt ekki væri nema tveggja ára
gamalt, og sett nýtt þak úr borð-
um á þann hluta þess, sem fólkið
bjó I. Þvl ekki höfðu þau allt húsið
til umráða. Beykishúsið var
reyndar 7 stafgólfa hús, en 3 staf-
gólf voru notuð sem eldhús og 2
sem pakkhús, svo að ibúðarrými
beykisfjölskyldunnar náði aðeins
yfir tvö stafgólf. Voru það tvö lítil
herbergi, um það bil 1,80 m á
lengd. Það voru þessi herbergi,
sem höfðu fengið nýtt þak 1772.
Þriggja stafgólfa eldhúsið var svo
stórt, að þar hlýtur að hafa farið
fram meiri háttar eldunarstarf-
semi, og hefur beykisfrúin, hún
Karen Hoeg, ef til vill verið elda-
buska staðarins. En beykisverk-
stæði er hvergi nefnt á nafn.
Varð  kaupmaðurinn  þvi  að
leggja út I eina húsbyggingu enn,
og gerði hann það 1774. Þetta hús
var auðvitað nefnd „Nýja húsið".
Átti þetta nýja hús að vera undir
kokkhús, beykisverkstæði og
pakkhús.
Stóðu þvi fyrir nú 200 árum
þessi 6 hús i Keflavík: Krambúð-
in, pakkhúsið og gamla htisið frá
þvi I gamla daga og kaupmanns-
húsið,           .  beykishúsið
og nýja húsið, sem Jacobæus
byggði. En á þessu ári 1774, þegar
hann byggði nýja húsið, lét kaup-
maðurinn jafntimis gera eins
konar klössun á allri byggðinni.
Lét hann þá rifa niður gamla hús-
ið, en timbrið I þvi var svo gott, að
nota átti það i viðgerðir og var
jafnvel notað i nýbygginguna.
Hvað voru þessi hús stór? Húsin i
Keflavik voru engir smákofar.
Krambúðin var 15 stafgólfa hús.
Nýja húsið var með 12 stafgólf og
pakkhúsið með 11. Kaupmanns-
húsið og beykishúsið voru hvort
um sig 7 stafgólfa hús. Voru húsin
milli 9 og 19 metra á lengd.
Breidd þeirra var frá 6,23 m til
7,95 og hæð frá 4,20 til 7,05 metra.
Hin óvenjulega mikla hæð -hús-
anna skýrist að visu hjá kaup-
mannshúsinu og hjá krambúðinni
með því, að kaupmannshusið var
með loft og krambúðin bæði með
loft og kjallara. Hún er einnig
skiljanleg hjá pakkhúsinu, þar
sem yar gert ráð fyrir að vörun-
um yrði staflað hátt. En jafnvel
Islenzka húsið, sem var hvorki
með loft né kjallara, var 4,20 m á
hæð.
Gluggar voru munaður á þeim
tímum. Kaupmannshúsið var
ekki nema með 4 glugga, en 3 her-
bergi þar og eldhúsið hljóta að
hafa verið gluggalaus. Beykis-
húsið og pakkhúsið voru jafnvel
með aðeins tvo glugga hvort, hins
vegar voru 6 gluggar á krambúð-
inni, enda var þar mestrar birtu
þörf og mesta útsýnis. Hurðir
voru 9 á kaupmannshúsinu, 6 á
krambúðinni, 4 á beykishúsinu og
3 á pakkhúsinu, allar með lásum
og hengslum, svo að auðséð er, að
ekki voru húsin haldin ólæst.
Ætla ég nú að lýsa húsunum,
hverju fyrir sig.
Krambúðin var elzta og stærsta
htisið á staðnum. Htin var 18,75 m
á lengd, 7,95 á breidd og 7,05 á
hæð. I öðrum endanum var
þriggja stafgólfa herbergi, það
stærsta á staðnum, og var það
auðvitað handa kaupmanninum. 1
hinum endanum var 7 stafgólfa
kjallari, og var hann auðvitað
undir vörurnar. Krambúðin sjálf
var fyrir miðju, og frá .henni lá
stigi upp á loftið. Yfir herberginu
og yfir krambtiðinni var fast loft.
Pakkhúsiðhafði fengið nýtt þak
á suðurhllðina sama árið og þak
hafði verið sett yfir herbergin tvö
I íslenzka htisinu. Var rigningar-
hlfðin þvi nú með tvöfalt þak.
Pakkhúsið var 12,08 m á lengd,
7,40 m á breidd og 6,75 m á hæð.
Það var með 11 stafgólf, en aðeins
7 þeirra voru notuð sem pakkhtis,
4 voru tekin undir tvö herbergi,
hvort     _J tveggja stafgólfa,
annað handa undirkaupmanni, og
var það panelþiljað, hitt fyrir
vinnumennina, og var það ekki
panelþiljað. En fast loft var yfir
báðum herbergjunum.
Kaupmannshtisið var aðeins 8
ára gamalt, byggt tir timbri „á
norska visu" og var 9 metra á
lengd, 7,20 á breidd og 6,23 á hæð.
7 herbergi voru i þvi og litið
eldhtis. Tveir útgangar voru á
htisinu, og úr forstofunni lá stigi
upp á loftið. Skilrtimin voru öll
mtiruð og allthúsið panelþiljað að
innan. Mtiraður reykháfur gekk i
gegnum allt htisið. Þrjti föst rúm
voru i htisinu og 2 kakal-ofnar.
Beykishúsið og islenzka húsið
hafði torfveggi og torfþak. 1 þvi
var einnig múraður reykháfur, en
aðeins einn kakal- eða flisaofn.
Þetta var 7 stafgólfa hús eins og
kaupmannshúsið, en öðruvisi i
laginu. Það var 12,80 metra langt,
6,23 m breitt og 4,20 m hátt. Húsið
hafði verið byggt árið 1770,
endurbyggt 1772 og 1774 þarfnað-
ist það aftur meiri háttar viðgerð-
ar. Skil ég það á þarin hátt, að
þegar ekki þurfti lengur að nota 2
stafgólf sem pakkhús og 3 sem
kokkhtis, af þvi að nýja htisið tók
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40