Tíminn - 21.02.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. febrúar 1986
KVIKMYNDIR
Tíminn 9
Norrænar- og mánudagsmyndir
Kvikmyndaklúbburinn Norður-
ljós og Háskólabíó/Regnboginn
hafa séð kvikmyndaáhugamönnum
fyrir „öðru vísi kvikmyndum" á
milli kvikmyndahátíða Listahátíð-
ar.
Næsta mynd Norðurljóss er
sænska myndin Keisarinn. Myndin
var gerð 1979 af Jösta Hagelbáck
eftir sögu Birgittu Trotzing „Sjuk-
domen” og lýsir lífinu í litlu þorpi á
Skáni á kreppuárunum eftir 1930.
Aðalpersóna myndarinnar, Elje,
er skotspónn þorpsbúa, sem finnst
hann vera furðufugl. Elje og faðir
hans búa einir saman, móðirin er
löngu úr sögunni, þegar myndin
hefst, en hún er þó enn bráðlifandi
í hugarheimi Elje. Móðirin hafði
verið pólsk og ekki fallið inn í
þorpssamfélagið á sínum tíma,
fremur en sonur hennar nú. Mynd-
in lýsir því, hvernig Elje sveiflast
milli ömurlegs veruleikans og hug-
arheims síns, þar sem móðirin er
aðalpersónan. Hann ætlar sér að
finna móður sína og sýna þorpsbú-
um.....
Aðalhlutverk eru í höndum
Anders Áberg, Bo Lindström,
Rune Ek. Katarina Strandmark
o.fl.
Næsta sýning kvikmyndaklúbbs-
ins verður laugardaginn 1. mars kl.
17.00 og verður þá sýnd myndin
EINS DAUÐI....... sænsk mynd
gerð af Stellan Olsson árið 1980.
KEISARINN verður sem fyrr
segir sýnd í Norræna húsinu laugar-
daginn 22. febrúar kl. 14.30,
hálfþrjú.
Háskólabíó heldur áfram að
kalla mánudagsmyndirnar mánu-
dagsmyndir þar til valið verður úr
400 tillögum sem hafa borist um
nýtt nafn á fyrirbrigðið.
Þegar franska myndin Bolero
hefur runnið sitt skeið tekur við ný
mynd eftir sama leikstjóra, Claude
Leloch og heitir hún „Viva la Vive“
og mun kallast „Maður og kona
hverfa" á íslensku.
Hér er um að ræða spennandi og
dularfulla mynd, sem fjallar um
dularfullt hvarf manns og konu.
Mynd númer 2 verður svo Italska
myndin „Passione D'Amore" eftir
leikstjórann Ettore Scola. Þessi
mynd mun heita á íslensku „Ástar-
eldur". Fjallar mynd þessi um ung-
Úr sænsku myndinni Keisarinn eftir Jösta Hagelbáck sem kvikmyndaklúbb-
urinn Norðurljós sýnir á laugardaginn.
an liðsforingja sem verður ástfang-
inn af tveimur konum.
Mynd núrner 3 er mynd eftir
meistarann Jean- Luc Godard.
Godard vann eftirsóttustu verð-
launin - Gullna ljónið - fyrir þessa
mynd í Feneyjum 1983 auk sér-
stakra verðlauna fyrir besta hljóð
og myndtöku. Heitir þessi mynd
„Prenourn Carnten" eða „Fornafn
Carmen". Segja má að mynd þessi
sé tímamót hjá Godard, þar sem
hann hafði ekki framleitt neina
mynd í allmörg ár. Af öðrum
myndum verða þessar sýndar:
„Max Haveláár", Hollensk- Indo-
nesisk eftir Fons Rademarker,
„Alsino og Kondórinn", frá Nicar-
agua, Kúbu Mexico og Costa Rica
eftir Miguel Littin, „Og skipið sigl-
ir (E la nave va)“, ítölsk - Frönsk
eftir Fredrico Fellini, „Bakvið lok-
aðar dyr (Oltra la porta)“, ítölsk
eftir Liliana Cavani.
Hver mynd er áætlað að sýna í 7-
10 daga eftir aðsókn. 14. mars n.k.
hefst þýsk kvikmyndavika í sam-
vinnu við Germaniu verða sýndar
nýbylgjukvikmyndir síðustu ára.
MYNDLIST
Kínversk myndlist
Sýning á hefðbundinni kínverskri
myndlist var opnuð á Kjarvalsstöð-
um um síðustu helgi. Á sýning-
unni eru um 80 myndir eftir 11 nú-
lifandi listamenn, en hún kemur
hingað frá Shaanxi-fylki og eru flest-
ir listamennirnir, sem sumir hverjir
eru í hópi þekktustu listamanna Kín-
verja í dag, tengdir Myndlistarstofn-
un Shaanxi f Xian, höfuðborg fylkis-
ins og hinni fornu höfuðborg Kína-
veldis. Myndirnar, sem lýsa fólki og
landslagi, blómum og fuglum eru í
hefðbundnum stíl og þar beitt æva-
fornri tækni. Menn hafa ástæðu til að
ætla, að málaralistin sé jafngömul
kínverskri menningu, og þegar fyrir
um 6000 árum voru menn þar í landi
farnir að skreyta keröld og önnur
búsáhöld manna- og dýramyndum.
Nýlega hafa og fundist dæmi um
myndir málaðar á silki á 5.-3. öld f.
Kínverska sýningin á Kjarvalsstöðum stendur fram á sunnudagskvöld 23. febr.
Krist.
Á þriðju til sjöttu öld eftir Krist
þróaðist málaralistin mikið. Manna-
myndir, sem eru elsta form hinnar
fornu kínversku myndlistar, tóku nú
skýrum breytingum og fengu skarp-
ari og tjáningarfyllri svip, en jafn-
framt fór að bera á landslagsmynd-
um.
Á sama tíma fóru menn að þróa
með sér listagagnrýni. Litlu síðar
komust svo blóma- og fuglamyndir í
tísku.
Þessi hefð hefur verið óslitin síðan
og hafa Kínverjar átt marga meistara
á þessu sviði. Flestir hafa málað á
silki eða Xuan-pappír, en önnur
grein þessarar listar voru veggmynd-
ir, einkum í höllum og hofum og
sóttu efni í rit taoista og budda-
trúarmanna.
Nákvæm eftirlíking náttúrunnar
og fyrirbrigða hennar var aldrei
lokatakmark þessara listamanna.
Það er andi og kraftur þess sem lýst
er, sem skiptir máli, innri einkenni
hlutanna ekki síður en auðlegð
þess sem augað sér.
Hér er um háþróaða listgrein að
ræða og margvíslegri tækni þurfa
málararnir að ná valdi á, áður en þeir
geta komi „mynd á skáldskapinn og
skáldskap í myndina", eins og skáld-
ið og málarinn Su Dongpo á Song-
tímabilinu komst að orði. Oft renna
líka skáldskapur, myndlist og
skrautritun saman í einu og sama
verki.
Síðan Kínverska alþýðulýðveldið
var stofnað, hefur verið lögð mikil
rækt við þessa gömlu listgrein, bæði
að halda henni við og leita nýrra
leiða. I myndlistarstofnuninni í Kína
er hún kennd eigi síður en nýrri að-
ferðir til myndsköpunar og hefur á
síðustu árum náð nýju blómaskeiði,
og er sú sýning sem hingað er komin
til marks um það.
Sýningin er á ferð um Norðurlönd
og var síðast í Ráðhúsinu í Kaup-
mannahöfn. Sýningunni lýkur núna
um helgina. Steinþór Sigurðsson
myndlistarmaður hefur séð um upp-
setningu hennar hér.
BÓKMENNTIR
is Beautiful“
„Small
Hallberg Hallmundsson:
Spjaldvísur - stutt Ijóð,
Fjölvaútgáfan, 1985.
LesendurTímanseiga trúlega fulla
heimtingu á því að ég biðji þá af-
sökunar á þessari ensku fyrirsögn hér
að ofan. Ég viðurkenni enda að þeir
eiga sanngjarna kröfu á því að fá
blaðið sitt skrifað á því ástkæra og yl-
hýra. En sannleikurinn er sá að þetta
enska orðtak leitaði mjög sterkt á
huga minn meðan ég var að lesa
þessa bók Hallbergs Hallmundsson-
ar, og ég er á því að það gæti vel stað-
ið sem eins konar mottó yfir henni.
Þetta eru tæpar hundrað síður af
ljóðum, eitt á hverri og öll örstutt.
Útskýringu á nafni bókarinnargefur
höfundur á síðustu síðu, í ljóði sem
heitir Til skýringar:
Flest voru framanskráð vers
ífyrstu mynd sinni
hripuð niður á skrárspjöld
í skrifstofu minni.
Þar afnafn þessa kvers.
Það eru að vísu ekki allir svo
heppnir að geta samið bækur í vinnu-
tímanum, en skáldið gefur einnig
eins konar stefnuyfirlýsingu í upp-
hafsljóðinu, Um inntak þcssarar
bókar:
Éghef
eins ogflestir sem yrkja Ijóð
á íslandi
ekkert markvert að segja.
Og margoft hefur skáldgyðjan
komið
í hlustir mér hvíslandi:
- Hœtlu
sœmra er að þegja.
Ég hvœsi að henni úrillur
(við hortittina sýslandi):
- Hver bað þig orð til hneigja?
Þessi tvö ljóð gefa að mínu viti
nokkuð góða hugmynd um innihald
þessarar bókar. Þarna er á ferðinni
míníatúrismi, aðdáun á hinu fín-
gerða og smáa, þetta eru örstuttar
smámyndir og það ljóðform er rækt-
að bókina í gegn. Efnið er raunar
þeirrar ættar að til skamms tíma
hefðu íslensk skáld valið því lausa-
vísnaformið og sent bók af þessu tagi
út sem vísnasafn. Hallberg Hall-
mundsson er hins vegar meira nú-
tímaskáld en svo að hann beiti slík-
um aðferðum. í stað þess að yrkja
vísur að hefðbundnum sið og binda
þær í rím og stuðla þá notar hann
frjálsara form. Bragarhættir hans
eru ýmissa ætta, en þeir eiga það
sameiginlegt að tilheyra nútímalegu
og frjálsu formi þar sem hrynjandin
gegnir stærra hlutverki en rímviðj-
arnar.
Yrkisefnin þarna eru ótalmörg og
eiga sér fátt sameiginlegt annað en
að vera flest sótt í daglega lífið.
Þarna eru Ijóð um staði, fólk,
hughrif, skopljóð, jafnvel erfiljóð.
Þó er áberandi að létt og fimleg gam-
ansemi kemur víða fram. Orðaleikj-
um er nokkuð beitt, til dæmis í ljóði
sem nefnist Ein vísa í leit að mein-
ingu:
Hann kom til dyra klœddur engu
ogsjá
kona sú er hafði að dyrum barið
kvað slíka háttu alveg af ogfrá
og óðar tók af mannkertinu skarið.
Þá er nokkuð frumleg ástarjátning
í Ijóðinu f hálfkæringi:
Ó að ég mœtti aftur finna
unaðshlýju brjósta þinna
sœtum rúnum gamans ginna
og gera þig móður barna minna.
Líka er þarna nokkuð hnyttið ljóð
sem heitir Gambrarinn og þyrfti
raunar ekki að hnika nema litlu til
svo að það væri orðið að dæmigerðri
íslenskri lausavísu eftir fornum
forskriftum:
Það er sama hvað hann segir:
hann segir aldrei neitt.
En þá sjaldan liann þegir
er því athygli veitt.
Enn eitt dæmi um hnitmiðun efn-
isins er ljóð sem heitir Gegnum
hljóðmúrinn: höggmynd og er ort
um alkunna mynd Ásmundar
Sveinssonar.
Storknaður hraði
steinrunninn eins og nátttröll
kveðið korríró.
Hér er barinn saman í þrjár línur
kjarni sem önnur skáld á öðrum tím-
um hefðu trúlega ort um langt kvæði.
Með öðrum orðum þá er nýjungin
í þessart bók að mínu mati sú hvað
hún er nútímaleg að formi. Hér er
tekist á við margvísleg yrkisefni sem
öll eru þeirrar ættar sem íslendingar
hafa um margar aldir dundað við að
binda í lausavísur.
Hallberg Hallmundsson skiparsér
ekki í hóp stórskálda með þessari
bók sinni. Hér eru engin átök og eng-
ar stórsviptingar sem skapa afburða-
verk. Þetta er létt og lipur gaman-
semi með margs konar boðskap í
formi skyndiathugasemda. En lausa-
vísnahefðin hefur vafalaust átt sér
einhverjar skýringar á sínum tíma og
svarað einhverri þörf hjá þjóðinni.
Kannski er þessi þörf enn fyrir
hendi. Og þá má vel vera að eitthvað
sé í nútímaþjóðfélaginu hjá okkur
sem krefjist þess að þessari þörf sé
enn svarað og í lausbundnara formi
en áður.
Eysteinn Sigurðsson