Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.04.1957, Blaðsíða 25
‘ttvers vegna gerðisl ég friðarsinni? Þegar ég var ungur, fyrir hálfri öld síðan, var það móðgun að vera kallaður „friðarsinni.“ Þýzka keisaradæmið hafði verið reist úr rústum á vígvöllunum í Bæheimi og Frakklandi, og vér vorum synir þeirra manna, sem það gerðu, menn, sem stærðu sig af afrekum forfeðranna og brunnu af áhuga á að feta í þeirra frægu fótspor. Eftir að Austurríki gerðist máttlaust og mergsogið, tók Þýzkaland forystuna í einingu Ger- mana, og það var sannarlega ekki sakir auðs og stjómkænsku, heldur sjálfsaga og fórnar, að það skipaði nú svo háan sess. Uppeldi vort var hugsjónalegt og í samræmi við þetta. Það var ekki talin nein smán að vera fátækur né nokkur forréttindi að vera ríkur. Þvert á móti var það lítið homauga, ef menn sóttust eftir auðæfum, en afarheiðarlegt að þjóna landi sínu með því að inna herþjónustu af hendi fyrir ekki neitt. Daglaun hermannsins vom þá fáeinir aurar; sem liðsforingi í sjóhemum fékk ég um 120 kr. í mánaðarlaun. En ég var að vinna fyrir land mitt og hefði fúslega afsalað mér öllum launum, ef það hefði verið leyfilegt. A þeim ámm fyrirlitum vér ekki aðeins alla gróðamenn, heldur alla efn- ishyggjumenn, og vissum að vér, og vér einir vomm hinir sönnu aðals- menn þjóðarinnar, sem unnu Þýzkalandi ókeypis og án nokkurrar vonar um endurgjald. Og á þeim tíma kom oss ekki neitt stríð til hugar: Því var opinberlega yfir lýst, að herinn væri til varnar öryggi og friði, og í þeim tilgangi yrðu menn að fórna lífi sínu, ef nauðsyn krefði. En vér vomm engir „friðarsinnar.“ Vér höfnuðum ekki hugmyndinni um stríð sem úrslitakosti landinu til vemdar. Þegar svo fyrri heimsstyrjöldin brauzt ut 1914, tókum vér henni fagnandi sem prófi helgunar vorrar og hollustu. Stríðið stóð lengur en vér höfðum gert ráð fyrir, vér urðum fyrir von- brigðum, og augu margra vor opnuðust fyrir því, að manndráp eru mesta óþrifaverk þrátt fyrir alla titla og heiðursmerki. Sjálfum fannst mer ég vera meiri og minni áhorfandi alla þessa styrjöld. Eg gerði mér alls ekki grein fyrir því, að ég stæði fyrir drápunum, þegar vér skutum niður óvinaskip. Mér féll það ekki vel í geð, en ég fann ekki til þess, ég bæri neina persónulega ábyrgð á því. Styrjöldin sat í öndveginu, hun ákvað lög og reglur fyrir hegðun vorri í einu og öllu, og það, sem mestu varðaði, hún gaf oss færi á því að þjóna landi og þjóð. Ég hafði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.