Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 5
íyrir starfsbræðurna í Reykjavík er á iþurfti að halda. Hann var lipur og smekkvís spilari, sem hefði vissulega náð langt á tónlistar- hrautinni ef aðstæður hefðu leyft. Á hans uppvaxtarárum voru fáir og þröngir kostir. Einnig háði honum slæmt heilsufar lengst af ævinnar. Nokkur sönglög og sálmalög samdi Lárus og bera þau vott um góða músíkhæfileika og smekkvísa raddsetningu. Utför hans var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 23. apríl sl. FlO sendir frú Karólínu og börnunum samúðarkveðjur um leið og Lárusi heitnum er þökkuð samfylgdin. P. K. P. ATHUGASEMD Þc-ss var saknað á aðalfundi FÍO í sept. sl. að ekki var eagt einu orði frá þátttöku okkar í XI. Kt-mótinu í júní sl. Hins vegar kom frásögn í Organistablaðinu í des. sl. þar sem segir: „Þetta var í fyrsta sinn, sem íslenskur kirkjukór var skráður til þátttöku í slíku móti“. — Þetta er ekki alls kostar rétt. — Á V. Kt-mótinu, sem haldið var í Reykjavík í júlí 1952 sungu þessir kórar: Neskirkjukór: íslensk og færeysk lög, Hallgrímskirkjukór: íslensk og finnsk lög, Hafnarfjarðarkirkjukór: íslensk og norsk lög, Dómkirkjukór: íslensk, dönsk og sænsk lög. Hins vegar fór íslenskur kirkjukór í fyrsa sinn á kl-mót erlendis á liðnu sumri, enda í fyrsta sinn sem tókst að afla fjár til ferðar- innar. Fyrir það mikla framtak ber að þakka söngstjóranum Jóni Stefáns- syni og kór lians sérstaklega. P. K. P. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.