Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 30

Eimreiðin - 01.05.1912, Síða 30
störfum, einmitt þegar hún var orðin svo nákunnug íslenzku þjóð- erni og íslenzkri tungu. Sjúkdómurinn var ofvöxtur í höfuðbeini bak við annað augað, svo beinið þrýsti á heilann og augað; sjúk- leiki þessi leiddi hana loks til bana eftir 12—14 ára lasleika og þjáningar, var ekki magnaður í fyrstu, en gerði henni að lokum öll störf ómöguleg, svo lífið var orðið henni þung byrði hin seinni ár. Frk. Lehmann-Filhés hafði altaf langað tii að koma til Islands, en gat ekki komið því við á fyrri árum. Eftir að móðir hennar dó, lagði hún þó upp í Islandsferð, þó hún væri sjálf orðin sjúk og lítt fær til langferða; henni tókst þó að lokum að líta landið, sem hún elskaði svo mjög. í*au systkinin komu snöggva ferð til íslands á þýzku skemtiskipi, í ágústmánuði 1907, komu á land í Reykjavík og á Akureyri og sigldu kringum landið. Engin kona hefir gert jafnmikið til að fræða útlendinga um þjóðhætti á Is- landi, þjóðtrú og bókmentir, og er oss Islendingum því skylt að halda minningu hennar í heiðri. Til hins síðasta bar hún hinn sama hlýja hug til Islands, og lýsti það sér meðal annars í því, að hún gaf hinu íslenzka Bókmentafélagi í Kaupmannahöfn 5000 krónur eftir sinn dag. Vonandi verður fé þetta lagt í sérstakan sjóð til minningar um fröken M. Lehmann-Filhés, og vöxtunum varið til að hlynna að þeim fræðum, sem hún unni mest. Forvai.dur thoroddsen. Úr bréfum Jóns Sigurðssonar. Pegar Eimreiðin í fyrra flutti greinar sínar um Jón Sigurðs- son og skoðanir hans á ýmsum landsmálum, þá vóru bréf hans ekki út komin. En einmitt um sömu mundir gaf Bókmentafélagið út »Minningarrit aldarafmælis Jóns Sigurðssonar«, þar sem prent- uð eru 331 bréf frá honum til ýmsra manna. I bréfum þessum ber, eins og nærri má geta, margt á góma, og jafnaðarlegast vikið meira eða minna að stjórnmálum., Er þar allmargt, sem vert

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.