Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 60
þegar við vórum að leika okkur með honum. Og skal ég koma með dálítið dæmi því til sönnunar: í>að var einu sinni, þegar við Magnús vórum á tólfta árinu, að við, og þrír drengir aðrir á okkar reki, vórum að leika okkur skamt frá húsi Brynjólfs (föður Magnúsar). Par var afar-stór tré- stofn fyrir vestan húsið, og höfðum við það að leik, að við þótt- umst vera Trójumenn, en létum stofninn vera einhverja af hetj- unum í liði Grikkja. Stóðum við nokkra faðma frá stofninum og skutum hver á eftir öðrum ör af boga í áttina til hans og reynd- um að hæfa kvist, sem á honum var. Sá, sem hitti í markið, þóttist hafa að velli lagt þann kappa í liði Grikkja, sem til var nefndur í það og það skiftið. Og þegar þeir Akkilles, og Ajax Telamonsson, og Díómedes, og Idomeneifur og ýmsir aðrir kapp- ar vóru fallnir, þá sagði einhver okkar drengjanna, að nú skyldi stofninn vera Nestor frá Pýlos, og væri gaman að vita, hver okk- ar yrði svo frægur að fella hann. »Nei, ekki vil ég að stofninn sé Nestor,« sagði Magnús, »því hann var gamall maður, og þar að auki spekingur að viti.« »þá skal það vera Menelás,« sagði einhver drengjanna. >Nei, ekki vil ég það heldur«, sagði Magnús, »því Menelás var sá eini af öllum Grikkjum, sem varð fyrir veru- legum rangindum af hendi Trójumanna«. sTá skal það vera Odys- seifur«, sögðunl við. »Já, það vil ég«, sagði Magnús, »því Odys- seifur var kappi mikill og slunginn bragðarefur«. Og svo héldum við áfram að leika okkur; og sá, sem næst hæfði kvistinn í stofninum, hafði sigrað hinn mikla kappa Odysseif. — Pannig féllu að lokum allar hinar helztu grísku hetjur, sem um er getið í Ilíons-kviðu, allar, nema þeir Nestor og Menelás, af því Magnús vildi að þeim væri þyrmt, sökum þess, að annar þeirra var æru- verður öldungur og spekingur að viti, en hinn hafði orðið fyrir stórkostlegum rangindum og mestu skapraun. Einu sinni spurði ég Magnús, hvað hann langaði mest til að verða, þegar hann yrði fullorðinn. Hann þagði litla stund, og sagði svo brosandi: »Ég held að ég vildi helzt af öllu verða dómari.« — Hann var að vísu aðeins tólf eða þrettán ára gam- all, þegar hann sagði þetta, og hefir, án efa, sagt það meðfram í spaugi. En samt er það áreiðanlegt, að hugur hans hneigðist mjög snemma að öllu því, sem að lögum og stjórn og réttarfari laut. — Pegar ég kom til hans í Dakóta, vorið 1903, þá minti ég hann á þessi orð. Hann var þá löngu orðinn lögmaður, orðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.