Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 71
147 semda. Hann hefir höndlað fullkominn sannleika. Hann hefir virki- legt og ákveðið takmark að keppa að. Ég man altaf eftir veslings seppa mínum skömmu áður en hann veiktist. Hann sat þá svo ánægður á gólfinu við fætur mér, ofurlítið niðurlútur, um leið og hann horfði til mín framundan sér, eins og spyrjandi og væntandi svars, athugull og þolinmóður, eins og guðhræddur maður, sem finnur til návistar guðs síns. Hann fann til þess unaðar, sem er samfara sælufullum sálarfriði, sem vér mennirnir verðum ef til vill aldrei aðnjótandi; því hér vaknaði og glæddist þessi tilfinningarsæla við bros og hylli þeirrar veru, sem var svo langtum æðri honum sjálfum. — Parna sat hann svo alvarlegur og rólegur, og drakk með löngunarþorsta hýrubros augna minna. Hann svaraði með því, að gefa líku líkt, og sendi mér augnaráð sitt blítt og bljúgt og reyndi að láta mér í té allan sinn kærleika með augum sínum — þessum guðdóm- legu og sárffnu líffærum, sem geta breytt ljósinu, er vér dáumst að, í innilegan ástarloga. Ég gat ekki annað en öfundað hundinn af þessari miklu og traustu trúarvissu, og ég þóttist sannfærður um, að sá hundur, sem eignast góðan húsbónda, er miklu sælli en húsbóndinn sjálfur, sem enn þá ráfar í kolsvarta myrkri í leit sannleikans. Ritsjá. JÓN TRAUSTI: BORGIR. Gamansaga úr Grundarfirði, 2. útg. endurskoðuð. Rvík 1911. Aðalefnið í þessari sögu er tilraun Grundfirðinga, eða þó öllu heldur eyrarbúa á Gráfeldseyri í Grundarfirði, til að stofna fríkirkju, af því að þeim hefir ekki tekist að vinna bug á mótstöðu sóknar- prestsins gegn því, að flytja kirkjuna, sem stendur inni í fjarðarbotni, út á eyrina. Hafa þeir fengið aðstoðarprest og tilvonandi tengdason séra Torfa (svo heitir sóknarpresturinn) í lið með sér, en á stofnfund- inum mætir séra Torfi, og fellur þá aðstoðarprestinum allur ketill í eld,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.