Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Page 70

Eimreiðin - 01.05.1912, Page 70
146 rétta orðið yfir hið hlýja hugarþel, sem hundurinn lætur í ljós gagnvart mannninum. Hann er auðmjúkt dygðahjú, sem af allri sálu sinni reynir að sýna oss auðsveipni, og ekkert getur fælt hann frá oss og rægt, né breytt trú hans á oss og vinartraust. Hann hefir á aðdáunarverðan hátt leyst þá örðugu og ægilegu gátu, sem mannleg vizka yrði að leysa úr, ef guðir kæmu og settust að meðal vor á hnetti vorum. Með þögulli viðurkenningu og lotningarfullri undirgefni hefir hundurinn einu sinni fyrir alt viðurkent yfirburði mannsins, og án þess að tvínóna við það, hefir hann án nokkurrar undirhyggju og endurgjaldsvonar gefið sig með húð og hári manninum'á vald, og ekki haldið eftir af eðlisfari sínu, náttúruhvötum og lyndiseinkunn nema litlu einu, sem óhjákvæmilegt var til þess, að geta haldið áfram lífinu eins og náttúran hefir fyrirskrifað allri hundþjóð. Með óbifanlegri vissu, og ósérplægni, sem varla á sinn líka, og svo blátt áfram, að allir hljóta að dást að, sjáum vér hundinn ganga í berhögg við og beita fullum fjandskap gegn öllum öðrum hund- um, ef þess gerist þörf okkar vegna, og skyndilega kann hann að afneita öllum sínum ættingjum og nánustu vinum, já móður sinni tíkinni, og jafnvel hvolpunum sínum, ef hann finnur brýna ástæðu til. Pað er engin vafi á, að meðal skynsemigæddra vera, með á- kveðnum réttindum og skyldum, vissri köllun og takmarki, má telja hundinn einstakan í sinni röð, og að vissu leyti mjög öfunds- verðan, Hann er eina lifandi veran, sem þekkir og hefir fundið þann guð, sem er hafinn yfir allar efasemdir, þar sem hann er á- þreifanlegur, sýnilegur, ákveðinn og ómótmælanlegur. Og hann veit, hvert hann á að leita upp fyrir sig, og hann veit, hverjum hann á að gefa sig á vald og leita miskunnar hjá. Hann þarf ekki að vera að leita að neinni alfullkominni veru, óendanlega æðri sjálfum sér, í myrkri geimsins, og hann þarf ekki að vera að skrökva að sjálfum sér hvað eftir annað, eða vera með eilífa loftkastala og drauma. Hún er þarna fyrir augum hans, þessi æðri vera, og hann baðar sig í þeirri birtu, sem af henni leggur. Hann þekkir sínar æðri skyldur, þar sem vér vöðum í villu og reyk um vorar. Hann hefir siðgæðisregiur að lifa eftir, sem eru æðri öllu því, sem hann finnur innra hjá sjálfum sér, og þeim get- ur hann fylgt gegnum þykt og þunt, án nokkurs ótta eða efa-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.