Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 37
UMHVERFISVERND Umhverfisvernd til frambúðar Hefur þú hugleitt hvað það er sem spillir náttúru og umhverfi íslands? Hefur þú hugleitt hvað það er sem þú getur gert til þess að stemma stigu við mengun? Við íslendingar erum stoltir af því að eiga hreina og óspillta náttúru, við önd- um að okkur hreinu lofti, getum drukkið hreint vatn og borðað ómengðan ís- lenskan mat. Því miður eru margir sem hafa ekki gert sér grein fyrir því að nátt- úra landsins getur ekki haldist óspillt án þess að nokkuð sé að gert. Það erum við sem verðum að breyta hugsunarhætti okkar hvað varðar óþarfa neyslu og inn- kaup á vörum og notkun á bílnum. Við verðum að athuga hverju við hendum í ruslafötuna. Ákveðin efni mega ekki ganga í samband við lífkeðjuna því það hefur hættuleg áhrif á umhverfið, heilsu okkar og afkomenda okkar. Þetta er í raun einfalt í framkvæmd og ef allir taka höndum saman leiðir það til þess að við getum stemmt stigu við þeirri hættulegu þróun að landið verði mengun að bráð. Innkaup Þegar þú verslar næst skaltu hugleiða hvort þær vörur sem þú velur geti á ein- hvern hátt haft skaðleg áhrif á umhverf- ið. Veldu frekar vörur sem ekki eru einnota, t.d. flöskur í stað dósa, keyptu ekki pappadiska eða glös og veldu vörur sem eru í margnota umbúðum. Kvartaðu við kaupmanninn ef þér finnst vörunum pakkað inn í óþarflega miklar plastum- búðir sem skaða umhverfið. Veldu end- urunnar pappírsvörur, óbleiktar og klór- fríar, þegar þú kaupir t.d. kaffipoka, klósettpappír, eldhúsrúllur, bleiur, skrif- pappír, umslög, stílabækur, ljósritunar- og tölvupappír og eggjabakka. Bentu öðrum á að gera slíkt hið sama. Lestu á umbúðir þvottaefna og veldu þau sem innihalda sem minnst af hættulegum efnum; bleikiefnum, ilmefnum, fosföt- um og mýkingarefnum sem takmörkuð þörf er fyrir. Notaðu sem minnst af þvottaefnum, hvort heldur sem er í þvottavélina, uppþvottinn eða ræstingar- vatnið. Skilagjaldsvörur Umbúðir utan af öli, gosdrykkjum og áfengi má ekki henda í ruslatunnuna. Þessar umbúðir er hægt að selja til end- urvinnslu eða endurnýtingar. Leitaðu upplýsinga í þínu sveitarfélagi um það hvert þú getur komið þessum umbúðum svo þær lendi ekki í tunnunni. Bíllinn Sparaðu bílinn, útblástur bflsins mengar andrúmsloftið. Hafðu bílinn ekki í gangi ef þú þarft að bíða fyrir utan verslanir eða skreppa út til þess að ræða við fólk. í Þýskalandi er bannað að hafa bíla í gangi meðan beðið er eftir rauðu ljósi. Það er líka miklu heilsusam- legra að ganga sé þess nokkur kostur. Að henda í ruslið Til eru fjölmörg efni sem ekki má henda í ruslafötuna, því þá eiga þau greiða leið að fæðukeðjunni. Rafhlöður innihalda ýmis hættuleg efni sem geta valdið tjóni á heilsu manna og umhverfi. Ef þú þarf að losna við rafhlöður getur þú farið með þær á næstu bensínstöð, en í einstökum verslunum eru líka söfnun- arbox sem taka við þeim. Skilaðu göml- um lyfjum í næsta apótek frekar en að henda þeim. Garðaúrgangur Vissir þú að úrgangurinn úr garðin- um þínum er fyrirtaks áburður? Allan lífrænan úrgang úr garðinum getur þú nýtt til þess að búa til góða gróðurmold. Það sem þú þarft að gera er að útbúa sérstakan kassa fyrir garðúrganginn í einu horni garðsins. Þangað setur þú þann úrgang sem safnast saman við garðhreinsunina. Og það sem meira, er þú getur sett kaffikorginn, grænmetisaf- ganga, telauf, eggjaskum, ávaxtaleifar og fleiri lífræn efni í safnhauginn. Ef þú gerir þetta þá minnkar ruslið hjá þér og þú getur sparað þér að kaupa áburð sem er alls ekki eins góður. Umhverfisvernd í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ Tímaritið Skinfaxi og Fréttabréf UMFÍ eru prentuð á umhverfisvænan pappír, sem uppfyllir strangar kröfur sænskra umhverfisverndunarsamtaka um að takmarka notkun klórefna í papp- írsmassanum. Við kaupum endurunninn, klórfrían og óbleiktan pappfr til notkun- ar á skrifstofunni og endurunninn hrein- lætispappír til notkunar á salemum og í eldhúsi. Söfnum notuðum pappír, dós- um og flöskum og fömm með í endur- vinnslu. Ef fatnaður er skilinn eftir í gistingunni förum við með hann til Rauða kross íslands ef eigandi hans fínnst ekki. í einu horni garðsins er kassi fyrir garðúrganginn og hann kem- ur sér vel á vorin þegar borið er á. Tökum öll höndum saman og stuðlum að verndun umhverfís- ins, það tekst ekki nema allir hjálpist að. Birgi Þórðarsyni hjá Hollustuvemd ríkisins eru fœrðar þakkir fyrir aðstoðina. Krœkiberin hrein holl ogfögur, verða þau það áfram? Ljósm. B.Þ. Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.