Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 12
BADMINTON Badminton Kraftur í fullorðnum Badmintoníþróttin hefur um langan tíma verið mikið stunduð í Borgarnesi. Margir íslands- meistarar hafa komið þaðan og iðkendur verið hátt í eitt hund- rað þegar best lét. Deildin átti á tímabili sex krakka á landsmæli- kvarða, en spilar nú i annarri deild. Geir Sævar Geirsson, formaður badmintondeildar Umf. Skallagríms, sagði að um 70 manns hefðu spilað í vetur og ástæðan fyrir fækkuninni sé sú að körfuboltinn og frjálsar íþróttir vinni á. „Það yngsta er 6 ára og sá elsti 70 ára. Við höfðum Indverja hjá okkur í fjóra vetur, en núna er stelpa frá Litháen að þjálfa. Ahuginn er mikill og sérstak- lega fínnst mér vera kraftur í fullorðna fólkinu. Þessi íþrótt hentar fullorðnum mjög vel, menn fínna alltaf jafningja í badminton. Núna eru t.d. að koma inn 35 ára og eldri karlar, sem vaxnir eru upp úr fótboltanum og þeir sýna mikil tilþrif. Fólk æfir tvisvar til þrisvar í viku með keppnum. Badmintonið gengur vel, en þó gekk betur áður en samkeppnin við hinar greinamar hófst. Margir krakkanna eru þó sem betur fer í fleiri en einni íþróttagrein, það eru t.d. margir bæði í badminton og frjálsum. Nú er að koma til okkar gott fólk og við höfum góðan þjálfara þannig að útlitið er bjart framundan,” segir Sævar. Hvernig er hœgt að halcla í þá krakka sem eru að fara í skóla og hœtta er á að detti út? „Við höfum leitað til félaga, bæði á Akureyri og í Reykjavík og krakkar sem fara þangað í skóla hafa fengið að æfa með félögum á þessum stöðum án þess að þurfa að ganga í þau og geta þess- vegna keppt áfram fyrir sitt gamla félag. En samt sem áður hafa mörg hætt alveg hver svo sem ástæðan er.” 11 ára og stundar fjórar greinar Emil Sigurðsson er 11 ára gamall og Hœnan er á leiðinni! hefur spilað badminton í þrjú ár. Hann segist líka stunda knattspyrnu, frjálsar og körfubolta, en badminton sé í lang- samlega mestu uppáhaldi. Hvað mœtirðu á margar œfingar í viku? „Eg æfi badminton þrisvar í viku, kröfubolta þrisvar, og knattspymu og frjálsar einu sinni,” segir Emil. Hvað gerirðu ífrítímanum? „Þá fer ég á diskótek.” Og þorirðu að hjóða stelpunum upp? „Já, já stundum,” svarar hann þessari kjánalegu spurningu. Og bætir því við að hann dansi bara einhvern veginn í takt við tónlistina. Emil er einn af þeim sterkustu í bad- mintonliði Umf. Skallagríms. Hann varð í fyrsta sæti í einliðaleik á meistaramóti Víkings í flokki I0 ára og yngri. Og hef- ur tvisvar orðið Ijúflingameistari í ein- liðaleik og einu sinni í tvíliðaleik í sama flokki. Auk þess hefur hann unnið til annarra verðlauna. „Eg stefni á að verða Islandsmeistari einhvern daginn. Mér finnst einliðaleik- ur skemmtilegri vegna þess að þá fæ ég meira svigrúm til þess að hlaupa á vell- Emil Sigurðsson inum og verð að treysta á sjálfan mig,” segir Emil. Hann bætir því við að hann ætli samt sem áður að æfa áfram frjáls- ar, körfubolta og knattspyrnu. 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.