Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 16
UNGLINGALANDSMÓT U M F í Tjaldbúðalíf á unglingalands- móti UMFÍ á Dalvík Landsmót UMFI fyrir unglinga verður haldið á sambandssvæði Ungmennasambands Eyjafjarðar 10.-12. júlí næstkomandi. Hug- mynd þessi er upprunnin meðal Eyfirðinga og vilja menn með til- komu þessa sérstaka móts fyrir unglinga reyna að stemma stigu við flótta unglinga úr íþróttum. Aðalmótssvæði unglingalandsmóts- ins verður á Dalvík. en keppni fer einnig fram á Arskógsströnd, í Hrísey, á Þela- mörk og í Svarfaðardal. Rétt til keppni hafa þeir ungmennafé- lagar sem eru yngri en 16 ára eða ná þeim aldri á árinu. Keppt verður í einum til þremur aldursflokkum í hverri grein. Keppnisgreinar verða átta talsins; knatt- spyma, frjálsar íþróttir, sund, golf, hestaíþróttir, glíma, skák og borðtennis. Þau félög sem æskja þátttöku verða að vera búin að senda mótshaldara áætlaða keppendaskrá fyrir l. júní og staðfesta skráningu fyrir l. júlí. Fjöldi þátttakenda í keppnisgreinum verður ótakmarkaður og lágmörk engin. Þó er mótshöldurum heimilt að tak- marka þátttöku í einstökum greinum eft- ir að forskráningu lýkur ef aðstæður krefjast þess. Búast má við miklum fjölda keppenda eða á bilinu 1500 til 2000 manns. Keppn- isfyrirkomulag verður þannig að ekki verður um heildarstigakeppni rnilli sam- banda að ræða. 1 einstaklingskeppni, þ.e. borðtennis, glímu, frjálsum íþróttum, golfi, hestaíþróttum og sundi fær það samband eða félag grip til eignar sem flesta verðlaunapeninga fær í viðkom- andi keppnisgrein. Þá fá þrjú fyrstu í hverri grein og hverjum flokki verðlaun. í liða- eða sveitakeppni, þ.e., golfi, knatt- spyrnu og skák fær sigurliðið eða sveitin í hverjum llokki grip til eignar og auk þess fá liðsmenn efstu liða eða sveita verðlaun. Allir sem taka þátt í mótinu fá sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna. Aðgangur að öllum keppnisstöðum verður ókeypis, en búist er við að allt að 3000 gestir komi á mótið. Lögð verður áhersla á fjölbreytta skemmti- og afþrey- ingardagskrá, gönguferðir, hestaferðir og siglingu. Þá verður grillað og lifað heil- brigðu og skemmtilegu tjaldbúðalífi. Unglingalandsmót UMFÍ er mót sem er komið til þess að vera. Með því er einstökum aðildarfélögum eða sam- böndum gefið tækifæri til þess að halda stórt mót sem sniðið er eftir aðstæðum hverju sinni. Verið velkomin á unglingalandsmót UMFI á Dalvík í sumar, Skinfaxi mætir að sjálfsögðu á staðinn, sjáumst! PENNAVINIR Frá Finnlandi Ylva Nyholm Södra Strandgatan 11B 10600 EKENÁS FINLAND Nina Perander Östra Strandgatan 1 10600 EKENÁS FINLAND lca Wulff Odalsgatan 3 10650 EKENÁS FINLAND Henrika Vikman Bássaváven 14A6 10600 EKENÁS FINLAND Sara Nordlund Bryggerigatan 15 10600 EKENÁS FINLAND Allar þessar stúlkur eru fæddar árið 1976 og vilja skrifast á við ís- lenska jafnaldra sína. Þær skrifa á sænsku, ensku og finnsku. Frá Þýskalandi Christiane Oldach Wendelsteinsweg 12 D-8201 Nussdorf / inn Germany Christiane vill eignast pennavini á aldrinum 17-19 ára. Hún segist hafa mikinn áhuga á íslandi og vilja skrifast á við stráka eða stelpur sem ekki eru löt við að skrifa bréf. Áhugamál hennar eru skrift (hún skrifar mjög vel), málun, lestur og einnig finnst henni gaman að hlusta á tónlist. Christiane skrifar hvort heldur sem er á ensku eða þýsku og biður um að sér verði skrifað strax. HRÍSEYJARFERJAN SÆVAR Sumaráætlun Gildir frá 1. mai til 31. ágúst Frá Hrisey 07.00 09.00 11.00 13.00 15.00 17.00 19.00 21.00 23.00 Frá Árskógssandi 07.30 09.30 11.30 13.30 15.30 17.30 19.30 21.30 23.30 Einnig bjóöum viö upp á aukaferöir á öörum tímum. Nánari upplýsingar um borö í Sævari. Sími: 985-22211 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.