Dagur - 07.04.1986, Blaðsíða 1
| m jr m m ■
Kari bestur
Kári Elíson varð meistari
meistarana á Meistaramóti
íslands í kraftlyftingum sem
haldið var í íþróttahöllinni á
Akureyri á laugardag. Mótið
var það öflugasta sem haidið
hefur verið fyrr og síðar og
tókst í alla staði mjög vel.
Guðrún H. Kristjánsdóttir
skíðakona var urn helgina
útnefnd íþróttamaður Akureyr-
ar 1985 á aðalfundi ÍBA.
Liverpool og Everton munu
leika til úrslita í ensku bikar-
keppninni en iiðin sigruðu bæði
sína leiki í undanúrslitunum á
laugardag.
Nánar um fþróttir helgarinn-
ar á bls. 6 og 7.
69. árgangur
Akureyri, mánudagur 7. apríl 1986
64. tölublað
Hverjir fá raðsmíðaskipin?:
Akvörðunar að vænta
í þessari viku
Ekki tókst að ganga frá sölu
raðsmíðaskipanna svonefndu á
fundi sem haldinn var á föstu-
daginn með þeim aðilum sem
sjá um söluna, en að sögn
Gunnars Ragnars, forstjóra
Slippstöðvarinnar, er búist við
að gengið verði frá því í þessari
viku hverjir fá skipin.
Raðsmíðaskipin eru fjögur og
eru tvö þeirra í smíðum hjá
Slippstöðinni á Akureyri en hin
eru smíðuð hjá Skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og
í Stálvík í Hafnarfirði.
Dalvík:
Atta árekstrar
frá áramótum
Á Dalvík hafa orðið 8 árekstr-
ar í umferðinni frá áramótum
sem er heldur mikið, að mati
lögreglunnar þar.
í þessum árekstrum hafa þrír
til fjórir bílar skemmst mikið og
þar af hafa einn eða tveir verið
dæmdir ónýtir af tryggingarfélög-
um.
„Það virðist vera að menn séu
heldur kærulausir og breyti ekki
aksturslagi sínu þó veður breytist
og akstursskilyrði versni,“ sagði
dalvískur lögreglumaður í sam-
tali við Dag. -yk.
Að undanförnu hefur nefnd,
skipuð fulltrúum frá skipasmíða-
stöðvunum, fjármálaráðuneyt-
inu, sjávarútvegsráðuneytinu,
iðnaðarráðuneytinu og ríkis-
ábyrgðarsjóði, unnið að því að
fara yfir tilboðin sem bárust og
ræða við hæstbjóðendur. Meðal
þeirra sem hæst buðu í skip
Slippstöðvarinnar eru Sæblik hf.
á Blönduósi, K. Jónsson og fleiri
á Akureyri og Útgerðarfél.ag
Kópaskers.
Mjög mörg tilboð bárust þegar
skipin voru boðin út og buðu
sumir í fleiri en eitt skip. Því hef-
ur það verið erfitt að vinna úr til-
boðunum og bera þau saman en
eins og áður segir er vonast til að
botn fáist. fmálið-í þessari viku.-
yk.
Kraftajötunn gekk berserksgang:
Braut rúður
og hurðir!
Nokkur ölvun var á Akureyri
um helgina, að sögn lögreglu
og þurfti að hýsa nokkra menn
í fangageymslum vegna slags-
* íwBMmM v Éf11' JiÍiéii Jkii i 'i
gardaginn var stórsiysaæfing á vegum almannavarna ■ Slippstöðinni á Akureyri. Nánar er sagt frá æfíngunni í máii og myndum á bis. 9.
Mynd: KGA.
Verkalýðsfélög og neytendasamtök:
Meira eftirlit með verðlagi
Verkalýðsfélögin á Akureyri
og Neytendasamtökin á Akur-
eyri hafa ákveðið að ráða
starfsmann í hálft starf til að
fylgjast með þróun verðlags á
Akureyri og hafa umsjón með
verðkönnunum. Markmiðið er
að auka á verðskyn almcnn-
ings. Ráðið verður í starfið til
áramóta.
„Nú liggur fyrir tillaga frá
verkalýðsfélögunum og neyt-
endasamtökunum um ráðning-
una, til að fylgja eftir því ákvæði
í kjarasamningunum, sem fjall-
aði um aukið verðlagseftirlit,"
sagði Hákon Hákonarson, for-
maður Félags málmiðnaðar-
manna. „Ég tel augljóst að af
ráðningunni verði innan tíðar og
að starfsmaðurinn komi til með
að hafa aðsetur á skrifstofu neyt-
endasamtakanna.
Það er nýtt að menn treysti sér
til þess að vekja athygli á þróun
vöruverðs. Þetta er merkilegt því
það bendir til þess að ríkisstjórn-
in og aðilar vinnumarkaðarins
hafi gert alvöru kjarasamning
sem byggir upp á stöðugu og
lækkandi verðlagi. Miðað við
þessar aðstæður er afar nauðsyn-
legt að verðskyn hins almenna
borgara sé virkt. Slíkt var ekki
liægt þegar menn bjuggu við 40
til 120% verðbólgu." Sjá bls. 3
mála. Fílefldur maður missti
stjórn á skapi sínu og kröftum
sínum í ölæði inni á Hótel
Varðborg aðfaranótt sunnu-
dagsins og braut þar og braml-
aði hurðir og glugga.
Gestir í tveimur herbergjum
hótelsins hrukku upp úr fasta-
svefni við það að hurðir að her-
bergjum þeirra voru mölbrotnar.
Sá sem það gerði gekk svo út og
braut rúðu í hótelinu. Síðan hélt
hann áfram suður götuna og þeg-
ar hann kom að Búnaðarbankan-
um reif hann upp gangstéttar-
hellu og grýtti henni inn um einn
gluggann og þar fór önnur rúða.
Þegar hér var komið sögu skarst
lögreglan í leikinn, handtók
manninn og flutti hann í fanga-
geymslu þar sem hann fékk að
sofa úr sér æðið og vímuna.
Að sögn lögreglunnar má
búast við að skemmdir þær sem
maðurinn olli í æðiskastinu jafn-
gildi allt að 100 þúsund krónum.
Það getur verið dýrt fyrir sterka
menn að kunna ekki að hemja
skap sitt. -yk.
Þrjú lömb
í mars
Ragnari Guðmundssyni bónda
á Skíðastöðum í Skefilsstaða-
hreppi í Skagafirði brá þeg-
ar hann kom í fjárhús sín
að morgni 25. mars því ein af
kindum hans hafði borið þá
um nóttina.
„Jú, ég varð ansi hissa því ég
átti ekki von á neinu svona lög-
uðu fyrr en um mánaðamótin
apríl-maí,“ sagði Ragnar er Dag-
ur spjallaði við hann. „Hún hafði
borið mórauðri gimbur og morg-
uninn eftir var önnur borin og þá
bættust við svört gimbur og hvít-
ur hrútur.“
Ragnar sagðist hafa búið á
Skíðastöðum síðan 1980 og
svona atvik hefðu ekki komið
upp hjá sér áður.