Dagur - 07.04.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 07.04.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. apríl 1986 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Granaskjól 4, hluti, Akureyri, talin eign Þóris J. Ásmundssonar, fer fram eftir kröfu bæjar- gjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Hafnarstræti 85, hluti, Akur- eyri, þinglesinni eign Hafnarstrætis 83., 85. og 88 h.f., ferfram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstu- daginn 11. apríl 1986, kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Höfðahlíð 8, Akureyri, þing- lesinni eign Sigurðar Vatnsdal, fer fram eftir kröfu bæjargjald- kerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Kjalarsíða 10A, Akureyri, þinglesinni eign Valdimars Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Lyngholt 1, efri hæð, Akur- eyri, þinglesinni eign Sigurbjörns Sveinssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og Brunabótafélags islands, Akureyri, á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 áfasteigninni Melasíða 10D, Akureyri, talin eign Sigurðar Baldurssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldker- ans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Múlasíða 3H, Akureyri, talin eign Jóhanns S. Brynjarssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjald- kerans á Akureyri og Brunabótafélags íslands, Akureyri, á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156.tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Núpasíða 10A, Akureyri, þinglesinni eign Ómars Garðarssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Surtlugata 3, (fjárhús), Akur- eyri, talin eign Ólafs Jakobssonar, fer fram eftir kröfu bæjar- gjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 11. apríl 1986, kl. 17.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. „Uppeldis- og um- önnunarstörf verðurað meta að verðleikum“ -sagði Stefán Valgeirsson í ræðu á Alþingi þar sem hann fjallaði um tillögu þá er gerir ráð fyrir að heimilisstörf verði metin til starfsaldurshækkana hjá ríkinu Fyrir skömmu lögðu þingmenn Kvennalistans, þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Hall- dórsdóttir fram tillögu á Alþingi um að heimilisstörf yrðu metin til starfsaldurshækkana hjá ríkinu. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að sjá til þess að í kjarasamningum ríkisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verði starfsreynsla við ólaunuð heimilisstörf, hafi þau verið aðalstarf starfsmanna (hálfsdagsstarf eða meira), fram- vegis metin á sama hátt og starfs- reynsla hjá opinberum aðilum við ákvörðun um aldurshækkanir starfsmanna. Jafnframt verði tryggt að þeir starfsmenn, sem nú falla undir kjarasamning ríkisins og BSRB, njóti þessa réttar sé hann þeim ekki þegar tryggður." Allsherjarnefnd Alþingis fékk þessa tillögu til meðferðar og meirihluti nefndarinnar vísaði til- lögunni frá með eftirfarandi rök- stuðningi: „Nefndin hefur fjallað um til- löguna og athugað þær umsagnir sem henni bárust. Fram hefur komið í umsögnum að víða eru heimilisstörf metin til starfs- reynslu í kjarasamningum. Þar sem tillaga þessi fjallar um efni sem ber að semja um í kjara- samningum en ekki ákveða með fyrirmælum frá Alþingi telur Sameinað þing ekki ástæðu til ályktunar í þessu máli og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Stefán Valgeirsson þingmaður Framsóknarflokksins fjallaði um þetta mál í ræðu á Sameinuðu þingi og sagði þá m.a.: „Ég hef sjaldan orðið eins undr- andi og þegar ég heyrði og sá rökstuðninginn fyrir þessari til- lögu og þá ekki síður á tillögunni sjálfri. Éf ég hefði verið í þeirri nefnd sem fékk tillöguna til umfjöllunar hefði ég einmitt not- að þau rök sem meirihluti hæ'st- virtrar Allsherjarnefndar notaði til frávísunar - fyrir því að vilja samþykkja tillöguna. Þó hefði ég lagt til að henni yrði nokkuð breytt eins og ég og nokkrir hæst- virtir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi. Einmitt sú staðreynd að sumir hafa fengið þetta metið sem starfsreynslu en aðrir ekki, gefur ástæðu til þess að Alþingi sam- þykki yfirlýsingu um að það telji rétt að uppeldis- og umönnunar- störf á heimilum séu metin til starfsreynslu á svipaðan hátt og starfsreynsla hjá opinberum aðil- um. Það er full ástæða til þess að þingið lýsi því yfir að það vilji ekki að þarna sé gerður greinar- munur á einstaklingum eða starfshópum. Hvers vegna á einn starfshópur að fá heimilisstörf metin og fá laun greidd sam- kvæmt því en aðrir ekki? Mín skoðun er sú að alls staðar þar sem er að finna mismunun í þjóðfélaginu sé það í eðli sínu mál sem Alþingi á að fjalla um og taka afstöðu til. Ég veit ekki hvað Alþingi ætti að fjalla um ef það ætti ekki að fjalía um slík mál. Og ég verð að segja það að ég tel uppeldisstarfið það mikil- vægt að það nái raunar ekki neinni átt að störf kvenna, sem eru að ala upp nýja þjóðfélags- þegna, séu svo vanmetin að hæst- virt Alþingi vísi tillögu um að rétta þeirra mál frá með rök- studdri dagskrá, mál þeirra sem ættu að fá viðurkenningu einmitt fyrir að vinna slík störf. Það er upplýst að sum fyrirtæki meta heimilisstörf til starfsreynslu en önnur ekki. Líta hæstvirtir alþingismenn virkilega svo á að það sé Alþingi óviðkomandi hvernig með slíkt sé farið? Ég er gamall verkstjóri og hef reynslu af því að ekki fara alltaf saman starfsaldur og verkkunn- átta og því síður afköst. Segjum að tvær konur hefji störf samtím- is í sama fyrirtæki, eftir nokkur ár hafi önnur þeirra farið til þess að eiga börn og sinna þeim í ein- hvern árafjölda en hin starfað áfram í fyrirtækinu. Þá er það síður en svo gefið að sú sem kyrr var standi sig betur í starfi en hin þegar hún kemur til baka að upp- eldisstarfinu loknu. Er þá eitt- hvert réttlæti í því að hún fái minni laun fyrir það eitt að hún fór um tíma til að sinna þessu mikilvæga starfi - ég vil segja einu mikilvægasta starfi þjóðfé- lagsins? Og þó að kona hafi ekk- ert unnið utan heimilis, hafi ekki unnið það sem kallað er launað starf, en séð um uppeldi barna eða unnið ólaunuð umönnunar- störf, á hún ekki að gjalda þess í launum ef hún fer út á vinnu- markaðinn heldur ætti hún frekar að njóta þess því svo eru þessi störf mikilvæg fyrir þjóðfélagið. Enda gæti slík kona haft eins mikla starfsreynslu og starfs- kunnáttu til að vinna ýmis störf og jafngömul kona sem hefur alltaf unnið úti á vinnumarkaðin- um. Slík dæmi sjáum við fyrir okkur hvar sem er í þjóðfélaginu. Uppeldis- og umönnunarstörf á að meta og verður að meta að verðleikum. Einnig þarf að tryggja þeim konum sem vinna á heimilum lífeyri þegar aldur fær- ist yfir þær ekkert síður en þeim konum sem vinna úti á vinnu- markaðinum. Mér finnst að það sé skylda Alþingis að fjalla um þau mál og sýna í verki að það meti að verðleikum slík störf. Hitt er annað mál að ég hef borið fram breytingatillögu við þessa tillögu þeirra hæstvirtra Kvenna- listakvenna. í fyrsta lagi segir í tillögu þeirra að fela eigi fjár- málaráðherra að gera þessa könnun. Þessi mál heyra undir fleiri ráðherra og í eðli sínu er sjálfsagt að það sé ríkisstjórnin sem annist hana. Það segir líka í þessari tillögu að hafi heimilis- störfin verið aðalstörf - en reynslan er sú að það eru talin aðalstörf þó að kona vinni ekki úti nema hálfan dag, þó að hún vinni hinn tímann og um helgar heima, þá er það ekki aðalstarf - sem sagt að sú kona sem færi út á vinnumarkaðinn jafnvel keypti sér vinnu, þá væru heimilisstörfin ekki aðaistarf eins og þetta er metið. Það finnst mér fráleitt. Fleira mætti segja um þessa til- lögu og af því að hæstvirt alls- herjarnefnd afgreiddi það mál eins og hún gerði þá fannst mér ekki annar kostur heldur en að leggja fram tillögu sem ég taldi og tel að nái því sem ég vil ná út úr slíku. Að vísu hefði kannski mátt kveða ákveðnar að orði. En ég ætla að segja aðeins örfá orð um þessa tillögu en hún er flutt ásamt mér af Þórarni Sigurjóns- syni, Haraldi Ólafssyni og Guð- mundi Bjarnasyni, hæstvirtum þingmönnum. Tillagan er svona: „Alþingi ályktar að meta skuli til starfsreynslu heimilis- og umönnunarstörf sem unnin eru launalaust á heimilum landsins. Því felur Alþingi ríkisstjórn að láta athuga með hvaða hætti megi meta starfsreynslu við ólaunuð heimilisstörf vegna barnauppeld- is eða umönnunar á hliðstæðan hátt og starfsreynslu hjá opinber- um aðilum við ákvörðun starfs- aldurshækkana starfsmanna. Jafnframt verði tryggt að þeir starfsmenn, sem vinna hjá hinu opinbera, njóti þessa réttar sé hann þeim ekki þegar tryggður." Stefán lauk máli sínu með þessum orðum: „Það sem ég hef heyrt agnúast út í þessa tillögu er að ekki sé fleira talið upp, en hvað fylgir heimilisstörfum? Hvað fylgir heimilisstörfum fyrir konu sem annast barnauppeldi eða umönn- un annað hvort gamalmenna eða sjúklinga? Er það ekki öll heimil- isstörf? Felst það ekki í tillög- unni? Eða halda menn að eitt- hvað af þeim störfum verði ekki unnið af slíkum konum? Ég vil halda því fram að þessi tillaga okkar fjórmenninga nái yfir það sem við viljum a.m.k. stefna að. Svo er það undir hæstvirtum þingmönnum komið hvort hún fær náð fyrir þeirra augum og læt ég þar með máli mínu lokið.“ BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.