Dagur - 07.04.1986, Side 4

Dagur - 07.04.1986, Side 4
4-DAGUR-7. apríl 1986 á Ijósvakanum. ojonvarpg MÁNUDAGUR 7. apríl 19.00 Aítanstund. Endursýndur þáttur frá 19. mars. 19.20 Aftanstund. Barnaþáttur. Klettagjá, brúðumyndaflokkur frá Wales. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Kjartan Bjargmundsson. Snúlli snigill og Alli álfur, teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvakíu. * Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir, sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir og Amma, breskur brúðu- myndaflokkur sögumaður Sigríður Hagalín. 19.50 Fréttaógrip á tákn- mali. 20.00 Fréttir og vedur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Poppkorn. Tónlistarþáttur fyrir tán- inga. Gísli Snær Erlingsson og Ævar Örn Jósepsson kynna músíkmyndbönd. Stjórn upptöku: Friðrik Þór Friðriksson. 21.05 Landsmót U.M.F.Í. Kvikmynd frá 18. lands- móti Ungmennafélags íslands í Keflavík og Njarð- vík sumarið 1985. Framleiðandi: Lifandi myndir hf. 21.40 Önnur veröld - Síðari hluti. (The Other Kingdom) Kanadísk sjónvarpsmynd frá 1984. Höfundur: Jeannine Locke. Leikstjóri: Vic Sarin. Aðalhlutverk: Leueen Willoughby og Terence Kelly. Amy Matthews hefur fundið ber í öðru brjóstinu. Eftir það hefst þrauta- ganga hennar í veröld hinna sjúku. Þýðandi: Ragna Ragnars. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. Irás 1i MÁNUDAGUR 7. apríl 11.30 Stefnur. Haukur Ágústsson kynnir tónhst. (Frá Akureyri). 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Sam- vera. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 „Middegissagan: . „Skáldalíf í Reykjavík" eftir Jón Óskar. Höfundur les fyrstu bók: „Fundnir sniUingar'' (5). 14.30 íslensk tónlist. 15.15 í hnotskurn - Rauða myllan. Umsjón: Valgarður Stef- ánsson. Lesari með honum: Signý Pálsdóttir. (Frá Akureyri) (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 15.55 Tilkynningar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Drengurinn frá Andesfjöllum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jónsson þýddi. Viðar Eggertsson les (10). Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Stjórnun og rekstur. Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 18.00 Á markaði. Fréttaskýringaþáttur um viðskipti, efnahag og atvinnurekstur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 18.20 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Örn Ólafsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Þorbergur Kristjánsson sóknarprestur talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.35 Leikrit: „Til Damask- us‘‘ eftir August Strindberg. (Endurtekið frá páskadegi) Leikritið er flutt í tvennu lagi og hlé gert á flutn- ingnum uns lestri veður- fregna lýkur kl. 22.20. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Framhald leikritsins „Til Damaskus" eftir August Strindberg. 23.30 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 3. apríl sl. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 8. apríl 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fróttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Katrín og Skvetta" eftir Katarinu Taikon. Einar Bragi les þýðingu sína (8). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfróttir. 10.00 Fróttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. fas 2§ MÁNUDAGUR 7. apríl 10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hiustendurna í umsjá Guðríðar Haraldsdóttur. 10.30 Morgunþáttur. Stjómandi: Ásgeir Tómas- son. 12.00 Hlé. 14.00 Út uin hvippinn og hvappinn með Inger Önnu Aikman, 16.00 Allt og sumt. Stjómandi: Helgi Már Barðason. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Glerárkirkja: Síðasta sperran komin Á fimmtudaginn fyrir helgi var síðasta sperran í þaki Glérar- kirkju sett á sinn stað. Af því tilefni var ákveðið að efna til „reisugildis“ þar sem saman voru komnir hönnuðir hússins, verk- takar og ýmsir velgerðamenn ásamt sóknarnefnd, sóknarpresti og byggingarnefnd Glerárkirkju. Ingi Þór Jóhannsson, formaður byggingarnefndar Glerárkirkju, ávarpaði gesti og í máli hans kom m.a. fram að tæp tvö ár eru liðin frá því að herra Pétur Sigurgeirs- son biskup tók fyrstu skóflu- stunguna fyrir hinni nýju kirkju. Áætlað er að í næsta mánuði verði lokið við að steypa upp turninn og gera húsið fokhelt. Þegar gestir höfðu svipast um í kirkjubyggingunni var þeim boð- ið í kaffi í næsta húsi, Bjargi. Þar tóku Marinó Jónsson, formaður sóknarnefndar, og Pálmi Matt- híasson sóknarprestur til máls og viku þeir báðir nokkuð að aðdraganda þess að hafist var handa um að reisa kirkju á þess- um stað. Báðum bar þeim saman um að staðurinn væri einkar heppilegur og m.a. sagði sr. Pálmi að ef dreginn væri hringur um kirkjuna með eins og hálfs kílómetra radíus væri því sem næst allt Glerárhverfi innan þess hrings og er þá tekin með í reikn- ingin sú byggð sem áætlað er að eigi eftir að rísa í hverfinu. Pálmi lagði sérstaka áherslu á það að í Glerárkirkju ættu ekki einvörðungu að fara fram hefð- bundnar kirkjuathafnir heldur væri gert ráð fyrir að hún hýsti ýmsa aðra starfsemi safnaðar- barna. M.a. mætti hugsa sér að í hliðarsal sjálfs kirkjuskipsins mætti halda giftingar- og skírnar- veislur í kjölfar slíkra athafna. Segja má að kirkjubyggingin hafi risið nokkuð hratt til þessa og má búast við að eitthvað hægi á framkvæmdum þegar húsið verður orðið fokhelt, a.m.k. í bili, en þó standa vonir til þess að taka megi einhvern hluta hússins í notkun síðar á þessu ári. -yk. # Orlofs- bærinn Akureyri Það eru svo sem ekki ný tíðindi að ýmis félaga- samtök á sunnlenskri grund fjárfesti í íbúðum á Akureyri, enda mun það vera talsvert ódýrara en t.d. að byggja timburhús í kjarri útl í sveit. En þessar fjárfestingar hafa hliðar- verkun, sem menn hafa e.t.v. ekki velt svo ýkja mikið fyrir sér. Nú er það svo þegar fólk fer að heiman í frí, þá hefur það venjulega í hyggju að lyfta sér örlítið upp. Sumir lyftast nokkuð hátt. Með öðrum orðum þá heldur sumt fólk veislur með til- heyrandi dansmúsík þeg- ar það er komið í fríið - í ný húsakynni. # Tveir íbúar Sagan segir að í einum stigagangi fjölbýlishúss hér í bæ séu tvær íbúðír i eigu Akureyringa, hinar allar séu í eigu aðila vinnumarkaðarins eða fyrirtækja. Sagan segir ennfremur að íbúarnir séu orðnir svolítið þreyttir á hávaðanum um helgar. Þá sagði heimild Dags að ibúarnir væru ekki orðnir siður þreyttir á að þurfa að gera öll þau verk sem annars er skipt niður á all- margar íbúðir. Þá er ótalið að erfitt getur reynst að hafa upp á eigendum íbúða ef eitthvað þarf að gera í sameign - og þegar hefst upp á þeim er alls- endis óvíst hvort þeir hafa nokkurn áhuga á að mála eða setja teppi á ganga. # Framtíðin? Ekki ætlar Dagur að þessi íbúðareigandi vilji ekkert - eða lítið - gera í sam- eigninni ef þörf krefur, en tæpast kemur hann norð- ur til að ryksuga einu sinni í viku. Og ætli þessi kaup Sunnlendinga - og e.t.v. annarra - á íbúðar- húsnæði hafdi áfram? í sjálfu sér er ekki hægt að amast við því, en eflaust væri mun betra að skipu- leggja góða orlofshúsa- byggð í nágrenni bæjar- ins. Um það hefur verið rætt og eflaust munu íbú- ar í þeim húsum, þar sem einna helst ber á nágrönn- um um helgar, vera sam- mála því að drffa upp byggð af því tagi sem allra fyrst.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.