Dagur


Dagur - 07.04.1986, Qupperneq 11

Dagur - 07.04.1986, Qupperneq 11
7. apríl 1986 - DAGUR - 11 FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Framsóknarfélögin á Akureyri Ingvar Gíslason alþingismaður sextugur Ingvar Gíslason er fæddur að Norðfirði 26. mars 1926. Foreldr- ar hans eru Gísli Kristjónsson, útgerðarmaður, þar og síðar á Akureyri, og Fanney Ingvars- dóttir, Pálmasonar alþingis- manns. Stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1947. Stundaði nám í íslenskum fræð- um við Háskóla íslands 1947 til 1948, sagnfræði við háskólann í Leeds 1948 til 1949. Hann hóf nám í lögfræði við Háskóla íslands 1956 og varð héraðs- dómslögmaður 1962. Hann vann við blaðamennsku og ýmis störf í Reykjavík og víðar 1949 til 1956. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1956 til október 1957, en þá tók hann við skrifstofustjórastöðu Framsóknarflokksins á Akureyri og gegndi því starfi til 1963. Jafn- framt því starfi stundaði hann ýmis lögfræðistörf og einnig stundakennslu við Gagnfræða- skólann á Akureyri. Hann var dómarafulltrúi á Akureyri flest sumur 1963 til 1969, menntamálaráðherra í ráðuneyti Gunnars Thoroddsen frá 8. febrúar 1980 til 26. maí 1983. Hann var í stjórn atvinnu- bótasjóðs 1963 til 1971, kosinn í áfengismálanefnd 1964 og var framkvæmdastjóri hennar 1965 til 1966, átti sæti í rannsóknarráði 1971 til 1980, þar af í stjórn ráðs- ins 1971 til 1979, var í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972 til 1980, kosinn í byggða- nefnd 1973, átti sæti í húsfriöun- arnefnd 1974 til 1983, og í Kröflunefnd frá skipun hennar 1974 þar til hún var lögð niður, fulltrúi á ráðgjafaþing Evrópur- áðsins 1971 til 1980 og síðan 1983 og oft varaforseti þess formaður þingflokks Framsóknarflokksins í desember 1979 og þar til að hann varð menntamálaráðherra 1980, alþingismaður Norður- landskjördæmis eystra síðan í mars 1961, forseti neðri deildar Alþingis 1978 til 1979 og síðan 1983. Kona hans er Ólöf Auður Erlingsdóttir, Pálssonar yfir- lögregluþjóns í Reykjavík og konu hans Sigríðar Sigurðardótt- ur. Auður og Ingvar eiga fimm börn sem öll eru uppkomin. Hér hefur verið stiklað á stóru, en þessi upptalning gefur til kynna að nokkru leyti hvernig lífshlaup Ingvars Gíslasonar hef- ur verið fram til þessa dags. Peg- ar ég lít um öxl til þess tíma er leiðir okkar Ingvars lágu fyrst saman, þá er það í minningunni ekki langur tími síðan það var. mjög vel úr hendi. Það leyndi sér ekki að Ingvar var með fast- mótaðar og heilbrigðar skoðanir á flestum málum og mjög vel fær að koma þeim á framfæri. Hugur hans var þá farinn að beinast að pólitískum afskiptum. Við Pálmi Pétursson, æfinga- kennari við Kennaraháskóla íslands, ræddum um það okkar á milli að í Ingvari Gíslasyni væri foringjaefni og væntum við mikils af honum. Lífshlaup hans sýnir að það mat var rétt. Okkur var þó vel ljóst að einn hlekkur í skapgerð hans var þess eðlis að nokkur hætta væri á því að hann yrði fyrir erfiðleikum í pólitísku starfi ef hinn harði skóli lífsins brynjaði hann ekki fyrir slíkum áhrifum. Okkur virtist hann vera tilfinninganæmari og viðkvæmari en gengur og gerist, sem fylgir oft mönnum sem hafa heilbrigð við- horf gagnvart misrétti og rangs- leitni, sem birtist í ótal myndum allt í kringum okkur. Ég held að þessi 33 ára skoðun okkar á lyndiseinkunn hans og innri gerð hafi reynst rétt. Um hitt er erfitt að segja hvernig þessi djúpa til- finning og viðkvæmni hefur verk- að á samskipti hans við annað fólk, að hvaða leyti það hefur breytt lífi hans og starfi. Eins og að framan segir er hann nú búinn að vera í 25 ár alþingismaður, 3 ár ráðherra og hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum í þágu lands og þjóðar. Hvað segir þetta okkur? Við Ingvar Gíslason erum nú búnir að vera samstarfsmenn á Alþingi í 19 ár og þessi tími hefur í engu breytt því áliti sem ég fékk á honum fyrir 33 árum. Á þessum tíma höfum við reynt að koma málum fram fyrir okkar kjör- dæmi í sameiningu og það eftir bestu getu. Aðrir dæma um hvernig til hefur tekist. Ég vil þakka Ingvari fyrir samstarfið á liðnum árum og ég vil segja það að lokum að í vitund minni er Ingvar Gíslason góður drengur og gegn. Við Fjóla sendum hon- um og fjölskyldu hans innilegar hamingjuóskir í tilefni af sextugs- afmælinu. Stefán Valgeirsson Sigfús Karlsson bankastarfsmaður er 7. á lista framsóknar- manna til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Hann verður til viðtals á skrifstofunni Eiðsvallagötu í dag, mánudaginn 7. apríl frá kl. 17-18. Heitt verður á könnurmi. Hittumst hress. Svo hratt líða árin. Pað var sumarið 1953, eða fyrir 33 árum, að við vorum báðir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli. Pá var sá vinnustaður mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem varnarliðið og erlendir verktakar á þeirra vegum voru ekki tillitssamir við landann að okkur fannst. Vildu þeir ekki taka tillit til laga okkar né reglna og höguðu sér í hví- vetna líkt og sagt hefur verið að nýlenduherrarnir gerðu á fyrri tíð. Undir slíkum ójafnaði fannst okkur nokkrum Islendingum illt að búa og ræddum það okkar á milli, hvernig skyldi við bregðast. Einn af þeim var Ingvar Gísla- son. Við ræddum oft saman um þær uppákomur, sem tíðar voru á milli hinna erlendu manna og landa okkar og inn í þær umræð- ur blönduðust fleiri mál, sem þá voru ofarlega á baugi, bæði innanlands og á erlendum vett- vangi. í slíku spjalli, sem leiddi stundum til allharðra skoðana- skipta kom fram afstaða manna til þeirra mála sem um var rætt hverju sinni. í slíkum skoðana- skiptum þegar af einlægni er mælt, kynnast menn vel, ef til vill betur en í margra ára samstarfi. Mér fannst yfirleitt mikið til koma skoðana og rökstuðnings Ingvars til flestra mála og var honum að jafnaði sammála. Hann var í hópi þeirra sem gripu til pennans til að koma skoðun- um okkar á framfæri og fórst það SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 1986 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd Kosningar 31.maí 14. júní 1. Kjörskrá skal lögð fram 1. apríl 14. apríl 2. Sveitarstjórnarmaður, sem ekki vill endurkjör, tilkynni það yfirkjörstjórn eigi síðar en 4. maí 18. maí 3. Kjörskrá liggurframmi til 28. apríl 11. maí 4. Framboðsfrestur rennur út 7. maí 22. maí 5. Yfirkjörstjórn úrskurðar, merkirog auglýsirframboðslista 6. Yfirkjörstjórn læturgera kjörseðla 17. maí 31. maí 7. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst eigi síðar en 16. maí 30. maí 8. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út 19. maí 2. júní 9. Afrit af kæru sendist þeim, sem kærður er út af kjörskrá fyrir 20. maí 4. júní 10. Sveitarstjórn boöar kæruaðila á fund eigi síðar en 23. maí 7. júní 11. Sveitarstjórn úrskurðar kjörskrárkærur eigi síðar en 23. maí 7. júní 12. Sveitarstjórn undirritar kjörskrá eigi síðar en 23. maí 7. júní 13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárúrskurð strax strax 14. Dómari tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárdóm 28. maí 11. júní 15. Yfirkjörstjórn auglýsir kjörfund og atkvæðatalningu fyrir 31. maí 14. júní 16. Kjördagur 17. Talning atkvæða hefst 18. Kjörstjórn innsiglar notaða kjörseðla eftir talningu 19. Kosningarnar má kæra skriflega fyrir sveitarstjórn innan 14 daga frá þvi lýst er úrslitum kosninga FélagsmálaráAuneytid, 26. mars 1986 <--------------------------------> Stangveiðimenn Tilboð óskast í Sæmundará Skagafírði um laxveiðitímann sumarið 1986. Tilboðum skal skilað til Porsteins Ásgrímssonar sími 95-6182 fyrir 25. apríl n.k. og veitir hann nánari upplýsingar. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ......... ................. 4 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Þrastalundur v/Skógarlund, Akureyri, þinglesinni eign Péturs Valdimarssonar, ferfram eft- ir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudag- inn 11. apríl 1986, kl. 17.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 156. tbl. 1985 og 1 og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 áfasteigninni Rimasiða 19, Akureyri, þing- lesinni eign Sigurðar Ákasonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl., Gunnars Sólnes hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudag- inn 11. apríl 1986, kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.