Dagur - 07.04.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 07.04.1986, Blaðsíða 5
7. apríl 1986 - DAGUR - 5 Leiörétting Slæm mistök uröu við umbrot á viötalinu við Þormóð Jóns- son á Húsavík í helgarblaðinu. í fyrri htuta viðtalsins segir Þormóður m.a. frá hernámsár- unum. En því miður fór hluti af þeirri frásögn „á flakk“ og hafnaði í síðari hluta viðtals- ins. Þetta var bagalegt, þar sem mistökin urðu til þess að slíta samhengið í viðtalinu. Ekki er rúm til að birta viðtalið í heild sinni, en hér á eftir endurbirtum við umræddan kafla, eins og hann átti að vera. I viðtalinu var einnig farið rangt með föðurnafn móður Þormóðs. Hún hét Guðrún Guðnadóttir. Þormóð biðjum við velvirð- ingar á mistökunum. Það var að sjálfsögðu hernað- arleyndarmál hversu margir breskir hermenn voru á Búð- areyri við Reyðarfjörð, en þess var ,etið, að þeir væru um 3.000. slenskir íbúar voru um 300. Ég var starfsmaður Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði, hafði lág laun og sótti aldrei í Bretagullið, né heldur Kana- gullið. íslendingar komu sér upp veitingaskálum og kvikmyndahúsum til að græða á hermönnunum. Og hermennirnir voru alls staðar. Þeir versluðu í búðunum, héldu dansleiki og buðu til kvæntum mönnum, að hafa með sér eiginkonur og uppvaxn- ar dætur. f>eir voru víða inni í stofum íslendinga, hermennirnir, og einnig í svefnherbergjum. Flest heimili á Reyðarfirði héldu samt reisn sinni, komu sér upp ákveðnum landamærum, sem her- menn máttu ekki fara yfir. Ég er ekki frá því, að fámenn hersetin byggðar- lög á íslandi hafi varist „ástandinu" betur en þau fjölmennari. Hugsan- legt er, að veitt hafi aðhald að allir þekktu alla. Konur á Reyðarfirði þvoðu þvotta af hermönnunum og þeim var gefið kaffi við eldhúsborð, „þessum greyjum“. - Var ekki eríitt að vera ungur íslenskur karlmaður á þessum tímum, og mikil samkeppni við her- mennina um hylli stúlknanna? Jú, það gat verið erfitt að vera ungur íslenskur maður, ef ástin var tekin mjög alvarlega. Og stundum gat líka verið erfitt að greina á milli þess að vera stoltur, ungur íslending- ur og vera afbrýðisamur. Að jafnaði var ekki mjög erfitt að vera ungur íslendingur. Það gat orðið miklu erf- iðara að vera kvæntur íslenskur maður. Ástin er grimm, mjög sterk' einkaréttartilfinning og andvíg allri víðtækri samvinnu og félagshyggju. Ungir íslendingar stóðu oft í stríði við hermenn vegna stúlknanna. Fræg orrusta var háð á Siglufirði og í flest- um hersetnum byggðarlögum var beitt skæruhernaði og stríðni við hermenn. - Hvernig var hermönnunum strítt? Um þá stríðni urðu til margar sög- ur víða um land, en fáar þeirra stað- festar. Ein sagan segir frá Ljósa- Stínu, sem hafði rautt Ijós í gluggan- um sínum, þegar hún var upptekin og grænt, þegar hún var ekki upptek- in. Þar kom, að öðru fólki í húsinu þótti ónæði að þessu einkafyrirtæki hennar og varð hún þá að flytja það út á víðavang. Hermönnum var greiddur máli á fimmtudögum. Þá fengu þeir frí, drukku vín og skemmtu sér. Nú var það á einum slíkum degi, að einn okkar snjöllu, ungu manna, kom að máli við bresk- an hermann og sagði honum að Ljósa-Stína biði hans við rófugarð- inn hans Bjössa gamla í Selkoti. Til annars Breta fór okkar maður og sagði honum hvar Ljósa-Stína biði hans við rófugarðinn hans Bjössa í Selkoti. Til þriðja Bretans fór ungi maðurinn að segja hvar Ljósa-Stína biði við rófugarðinn hans Bjössa í Selkoti. Að því loknu fór hann til herlögreglunnar og sagði henni, að þrír Bretar væru að stela rófum í garðinum hans Bjössa gamla í Sel- koti. Þegar til kvaddir þrír Bretar hitt- ust á tilgreindum stað, þá var þar engin Ljósa-Stína og þeim varð ljóst, að þessi ungi maður íslands hafði verið að gabba þá. Þeir urðu reiðir og ákváðu að hefna sín á einhverjum íslendingi. Þess vegna var það, að þegar herlögreglan kom á vettvang voru þrír Bretar að stela rófum í garðinum hans Bjössa gamla í Sel- koti. Svona hrekkur var ekki mein- laus, því að bæði íslensk og bresk yfirvöld lögðu áherslu á að reyna að koma í veg fyrir, að í odda skærist milli íslendinga og breskra her- manna. Hermenn, sem urðu uppvísir að stuldi frá íslendingum gátu hlotið þunga refsingu. Vald á streitu Þessa dagana kemur á markaðinn slökunarsnælda ásamt ítarlegum bæklingi, ætluð þeim sem sjálfir vilja læra slökun sem aðferð gegn streitu. Þessi slökunaraðferð hefur verið reynd erlendis um langt árabil með góðum árangri. Sál- fræðistöðin sf. gefur hana út og Sauöárkrókur: Listi óháöra Framboðslisti óháðra, K- listinn, fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Sauðárkróki 1986 hefur nú verið ákveðinn. Listinn er þannig: 1. Hörður Ingimarsson, kaupmaður. 2. Sverrir Valgarðsson, húsasmíðameistari. 3. Hulda Jónsdóttir, húsmóðir. 4. Steinunn E. Friðþjófsdóttir, húsmóðir. 5. Jón Jósafatsson, verkstjóri. 6. Kári Valgarðsson, húsasmíðameistari. 7. Brynjar Pálsson, kaupmaður. 8. Björgvin Guðmundsson, rafvirki. 9. Dagur Jónsson, rafvirki. 10. Ingimar Antonsson, vélvirkjameistari. hefur einkaleyfi fyrir þessum æfingum hér á landi. Vöðvaslökun er þrautreynd aðferð til að vinna bug á óróleika og streitu. Streita getur m.a. valdið svefnleysi og gert fólki erf- itt fyrir að einbeita sér í starfi - sem utan. Allir vita að það er erfitt, ef ekki ógerlegt, að vinna gegn streitu með því að „taka sig á“. En það er fyllilega hægt að ná valdi á þeim hluta taugakerfisins sem lýtur stjórn viljans. Það er hægt að læra að dansa, hjóla og synda. Á sama hátt þarf að læra að slaka markvisst á öxlum, magavöðvum o.s.frv. Sé slakað á þeim vöðvum sem viljinn stjórnar, fylgja þau við- brögð á eftir sem viljinn ræður ekki yfir. Hjartsláttur og sviti minnkar, höfuðverkur lagast eða hverfur o.s.frv. Sú ró sem kemur yfir hugann við slökun vinnur gegn kvíða. Ef líkaminn er afslappaður er nær ómögulegt að vera andlega órólegur. Slökun er mikilvæg til að standast álag í nútíma samfélagi, og þá hæfni geta nú allir tileinkað sér á auðveldan hátt - t.d. heima eða í vinnu. Slökunarsnældan verður seld í hljómplötuverslunum um allt land. ^myndlist Ungir menn á uppleið - Um sýningu Haraldar Inga, Jóns Laxdal og Kristjáns Péturs. í því sýningaflóði sem helltist yfir Akureyri um páskana fór ekki svo, að hið svonefnda „nýja málverk" ætti þar ekki fulltrúa. Fulltrúar „nýja málverksins“ eru þeir Haraldur Ingi Haraldsson og Kristján Pétur Sigurðsson, en þeir sýna ásamt Jóni Laxdal Hall- dórssyni í Bjargi, endurhæfingar- stöð Sjálfsbjargar á Akureyri. Það er hressilegur svipur á sýn- ingu þeirra þremenninganna, expressioniskar myndir þeirra Haraldar Inga og Kristjáns Pét- urs grípa augað og nostursamlegar. klippimyndir Jóns Laxdal vekja forvitni sýningargesta í frásögn- um sínum. Margir þeirra ungu málara sem aðhyllst hafa hið svonefnda nýja málverk hafa leitað fanga í hvers konar táknum, t.a.m. drekum, slöngum og ófreskjum. Utvarps- hlustendur og lesendur Dags vita að Haraldur Ingi er mikill áhuga- maður um galdra og hvers konar táknmál í eldri sögum og munnmælum og gott ef hann er ekki á leið að verða sérfræðingur á þeim sviðum. Eins og fyrr segir sverja myndir hans sig í ætt við nýja málverkið og fyrrnefndur áhugi hans á göldrum og gömlum sögnum kemur ljóst fram í mynd- um hans. Myndir Haraldar eru unnar gróft og væntanlega hiklaust, en ekki fæ ég skilið ástæðuna fyrir slæmum frágangi þeirra, t.a.m. illa strekktum dúknum og óvönd- uðum römmunum. Nú má vel vera að þessi flausturslegi frá- gangur eigi að þjóna einhverjum sérstökum tilgangi varðandi myndgerðina, en ef svo er, þá get ég ekki komið auga á þann tilgang. Reyndar er það gamal- kunnug aðferð í myndlist að mála rammann umhverfis myndina „í stíl“ við hana sjálfa, eins og Har- aldur Ingi gerir í sumum mynd- anna, láta formin í myndinni halda áfram út á rammann. Næg- ir til dæmis að nefna myndir Sverris Haraldssonar, frá fyrri hluta ferils hans, en hann lét óhlutbundin formin halda áfram út á rammann og þar með var ramminn ekki aðeins umgerð lengur, heldur hluti af mynd- heildinni. Ragnar Lár skrifar Kannski er þetta tilgangurinn hjá Haraldi Inga, en dæmið geng- ur sjaldnast upp-svo trúverðugt sé. Haraldur Ingi sýnir einnig nokkra „skúlptúra“ búna til úr tré og leir. Þetta eru litlar vegg- myndir, málaðar í sterkum litum. Sama er að segja um þær og mál- verkin, vinnubrögðin eru gróf og allt að því klossuð, en það er í þeim ákveðinn kraftur, (sem og í málverkunum). Eins og fyrr segir byggir Haraldur Ingi myndir sín- ar upp á hvers konar táknum, og það þarf að lesa þær með opnum huga og kannski minni fordóm- um en undirritaður gerir. Og vissulega er vert að hafa það í huga, að Haraldur Ingi er ungur vel menntaður listamaður á leið- inni. Ég man ekki til þess að hafa séð myndir eftir Kristján Pétur Sigurðsson fyrr en á umræddri sýningu. Það leynir sér ekki að hér er á ferðinni aflmikill lista- maður sem greinilega kann ýmis- legt fyrir sér. Hins vegar eru myndir hans nokkuð sundurleit- ar, enda unnar með ýmsum aðferðum. Bestu myndir hans að mínum dómi eru no. 65 og 66 og bera báðar nafnið Veraldarvafst- ur. Þær eru kröftulega málaðar, expressioniskar í lit og formi og greinilega „unnar“. Þeir Kristján Pétur og Harald- ur Ingi eru sem fyrr segir báðir hallir undir „nýja málverkið", en þeir eiga það einnig sameiginlegt að vera á leiðinni, þ.e.a.s. leit- andi, og er það vel. Myndirnar hans Jóns Laxdal eru ekki stórar í sniðum og láta ekki mikið yfir sér. En séu þær grannt skoðaðar kemur í ljós að þær eru bæði vandaðar og úthugsaðar. Myndröðina úr „Gagni og gamni“ er bráð- skemmtilegt að skoða, eða væri réttara að tala um lestur? Eins og lesendur vita er Jón Laxdal Ijóð- skáld gott og kemur það glöggt fram í myndgerð hans. En þó ég hafi haft gagn og gaman af að lesa G og G - mynd- röðina hans Jóns, þá finnst mér honum takast best upp í klippi- myndunum, t.a.m. í myndinni Ort, sem er no. 26 á sýningunni. Að lokum vil ég þakka fyrir „unga og hressa" sýningu. r-högnL Pað er skrýtin skepna, mann skepnan. Þegar dökkt fólk púðr- ar sig með hveiti til að sýnast Ijóst, hópast Ijóst fólk á norður- slóðum f sólina til þess að verða dökkt. Sólbrúnn og sætur, heitir það hérna en á suðlægari breiddargráðum er það fölur og fallegur, sem gildir. Og svo var það hérna um daginn að hann brast á með „rafeindavirkjaverkfalli". Undir- ritaður, sem af ölium nema sjálfum sér er talinn meiriháttar þaulsetumaður fyrir framan sjónvarp, fékk loks hundleið á eilífri snjókomu á skjánum og reis upp með látum og rauk á dyr, þeirra erinda að fá leigt myndbandstæki. Það kom þó fljótlega í Ijós að slíkt og þvílíkt gersemi var ófáanlegt, norðan Holtavörðuheiðar, þótt gull væri í boði. Þaö ieit því fremur skuggalega út með páskafríið. En með því að sól skein óvenju glatt f heiði á föstudaginn ianga, segir konan mfn upp úr eins manns hljóði, rétt sisvona: Ja, allavega brúnn: Eigum við ekki að fara upp ( Fjall í þessu dýrlega veðri og ná okkur f svolítinn „lit“? Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæöum. Nú var gönguskíðum og öðr- um útbúnaði hrúgað inn í bfl og haldið af stað. Strax og komið var upp fyrir Glerá, var ósiitin bílaröð upp eftir öllu Fjalli. Veg- urinn var eitt forarsvað og mað- ur var tilneyddur að halda sig í röðinni og aka á fimmtíu og þriggja kílómetra hraða, ef maður vildi komast hjá þvl að keyra á næsta bíl á undan, eða láta næsta bíl á eftir, keyra á sig. Þykkt druiluský grúfði yfir veginum og settist á fram- rúðuna. Þurrkan var sett f gang og samstundis hvarf umheimur- inn gjörsamlega. Ertu ekki með „piss" maður, spurði konan. Frekar tvö en eitt, var svarað, - svona í gríni. Notaöu þá bíl- pissið maður, sagði konan. En bll-pissið hafði ekki undan. Ég skrúfaði því hliðarrúðuna niður og rak hausinn út. Ég sá strax skár, en fann ekki betur en það væri byrjað að rigna lítilsháttar. En áfram var haldið, nærri beint í loft upp og stefnt á sólina. Svona gekk dágóða stund, en þá sá ég útundan mér, að kom- ið var á leiðarenda. Endalaus bílaröðin náði eina þrjá kfló- metra niður fyrir Skíðastaði. Ég staðnæmdist og fór út. Fjalla- loftiö var yndislegt. Út með skföin. Konan var komin út líka. En þá var það, að hún rak upp öskrið. Það bergmálaði góða stund milli Vaðlaheiðar og Hlíö- arfjalls og svo sagði hún: Hvað er að sjá þig í framan maður, - þú ert svartur. Komdu þér inn í bil í hvelli og láttu engan sjá þig svona útlítandi. Ég hlýddi að sjálfsögðu og leit f spegilinn. Oneitanlega brá mér talsvert. Ég var með þykkt aurlag fram- an i mér. Ég var meira en hálf- tíma að ná forinni í burtu þegar heim var komið. En ég haföi orðinn brúnn á mettíma. Brúnn og sætur, sagði ég. Nei, bara brúnn, sagði konan mín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.