Dagur - 07.04.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. apríl 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÓLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari________________________________
Vöknum af
Þyrnirósarsvefninum!
Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið sendu
nýlega frá sér viðamikla greinargerð um neyslu-
venjur sjúklinga SÁÁ á ólöglegum fíkniefnum. Þar
kemur fram að neysla ólöglegra fíkniefna hefur vax-
ið hröðum skrefum hér á landi á undanförnum árum
og svo virðist sem mjög auðvelt sé að nálgast þessi
efni í þjóðfélaginu. Dagleg neysla er mikil og tölur
sýna að 77 einstaklingar sem voru í meðferð á Vogi
á síðasta ári hafa neytt kannabisefna daglega í 5 ár
eða lengur. Líklegt má telja að milli 300-400 manns,
sem neyta slíkra efna daglega, hafi enn ekki leitað
sér meðferðar. Áætluð ársneysla íslendinga á kann-
abisefnum er ekki undir 300 kílógrömmum. Þá kem-
ur fram að neysla kannabisefna virðist ávallt vera
undanfari amfetamínneyslu.
Það er morgunljóst að fíkniefnaneysla færist
sífellt í aukana hér á landi og við stöndum frammi
fyrir ógnvænlegu vandamáli. Við höfum sofið á
verðinum — það hefur komið skýrt fram í blaðavið-
tölum við fíkniefnaneytendur að undanförnu. Mjög
auðvelt virðist að smygla þessum efnum til lands-
ins og því er haldið fram að lögregluyfirvöld komist
á snoðir um einstaka fíkniefnasendingar nánast fyr-
ir tilviljun. Löggæsla hefur ekki verið efld svo sem
tilefni er til og refsilöggjöfin í fíkniefnamálum er að
flestra áliti allt of væg. Þessu þarf að breyta og það
strax.
Óttar Guðmundsson yfirlæknir SÁÁ bendir á að
fróðlegt sé að gefa kostnaðarhlið fíkniefna-
neyslunnar gaum. Hann segir m.a.:
„Kostnaður við daglega neyslu einstaklings á
kannabisefnum nemur um 60-70 þúsund krónum á
mánuði. Það gefur auga leið að neytendur kanna-
bisefna geta fæstir fjármagnað slíka neyslu á lög-
legan hátt. Þegar kemur út í þyngri efni eins og
amfetamín eða kókaín verður neyslan enn dýrari,
fíknin sterkari og glæpirnir tíðari og alvarlegri.
Þessi nýju og þyngri efni þýða alveg ný vandamál
í íslensku þjóðfélagi. Fíkniefnasjúklingar geta ekki
fjármagnað daglega neyslu nema með glæpum.
Venjulegur brennivínsróni getur hins vegar haldið
uppi daglegri neyslu innan ramma laganna, með
betli eða skorpuvinnu. Breytingar á vímuefnaneysl-
unni breyta þjóðfélagsaðstæðum um leið. Kaup-
mannahöfn og Amsterdam eru t.d. orðnar borgir
þar sem alvarlegir glæpir eru orðnir mjög tíðir. Ef
þessi þróun heldur áfram hérlendis, þá get ég ekki
séð annað en að Reykjavík verði borg þar sem
venjulegt fólk getur ekki verið á ferli eftir klukkan
ellefu á kvöldin án þess að eiga á hættu að verða
rænt eða verða fyrir líkamsárásum."
Þessi orð yfirlæknisins verða vonandi til þess að
við vöknum af Þyrnirósarsvefninum. Ekki þarf ann-
að en að líta á forsíður dagblaðanna til að sjá að
„neysluglæpum" fíkniefnaneytenda, s.s. líkams-
árásum og ránum, hefur fjölgað gífurlega á síðustu
misserum.
Er ekki kominn tími til að sporna við fótum og
grípa til markvissra aðgerða? BB.
_w'ðfa/ dagsins. _____________
„Þetta félag er
láglaunafélag
- segir Jóna Steinbergsdóttir formaður
Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri
Mynd: KGA.
„Þetta er láglaunafélag. Það er
staðreynd. Það eru alltof
marglr félagsmenn með 17-21
þúsund króna mánaðarlaun.
Jafnvel þó að þeir hafi starfað í
allt að 7 ár. Nei, maður getur
ekki skilið hvernig hægt er að
lifa á þessum launum. En því
miður, það verða margir að
gera.“
Það er Jóna Steinbergsdóttir
formaður Félags verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri og ná-
grenni sem mætt er í viðtal og
mælir þessi orð. Félagið varð 55
ára þann 2. nóvember síðastlið-
inn og félagar eru á milli 1100 og
1200. Jóna hefur verið formaður
félagsins frá árinu 1981, setið í
stjórn þess frá 1979 og hún hefur
átt sæti í fulltrúaráði frá 1960.
Stærstu vinnuveitendurnir eru
Kaupfélag Eyfirðinga, Hagkaup
og Höldur s.f.
„Jú, meirihluti okkar félags-
manna eru konur, enda eru laun-
in eftir því. Eins og ég sagði
áðan, þá er þetta félag láglauna-
félag. En frá mínum bæjardyrum
séð, þá fannst mér samt rétt að
samþykkja nýgerða kjarasamn-
inga og reyna nýjar leiðir. Það
hefur sýnt sig að það þýðir ekkert
að fara gömlu leiðirnar, þær eru
úr sér gengnar. Það er lítill til-
gangur í því að semja um kaup-
hækkanir sem teknar eru af fólk-
inu strax aftur.
Ég er þó ekki algjörlega sam-
mála þessum kjarasamningum.
Það hefði átt að fara aðrar leiðir í
því að lækka framfærsluvísitöl-
una, en að lækka tolla á bílum.i
Þá finnst mér bæjaryfirvöld hér
hafa komið aftan að launafólki
með því að lækka hitaveituna
aðeins um 3% þar sem samning-
arnir voru samþykktir í trausti
þess að lækkunin yrði 7%.
Við bindum miklar vonir við
að eitthvað komi út úr endur-
skoðun á launakerfinu sem fram
á að fara nú á samningstímabil-
inu, en sú endurskoðun miðast
að því að fá samræmi í launakerf-
ið með tilliti til þess launaskriðs
sem orðið hefur, sérstaklega á
Reykjavíkursvæðinu. Það má
segja að þetta sé punktur sem
við mænum á og vonum að eitt-
hvað komi út úr. Þeir sem vinna á
hinum nöktu töxtum, eins og við
köllum, og eiga ekki möguleika á
neinum bónus hafa farið verst út
úr þessu,"
- Nú er þetta um 1200 manna
félag, eru félagar virkir?
„Eg hefði óskað eftir meiri
fundarsókn, en yfirleitt mæta
ekki nema um 50 manns á fundi.
Ástæðan? Ja, ef ég vissi skýring-
una á þessari félagsdeyfð . . . Eg
held bara að hugsunin hjá fólkinu
sé sú, að þegar búið er að kjósa
formann og stjórn, þá eigi þessir
aðilar að vinna að málunum.
Þetta er náttúrlega ekki nógu
gott, við þurfum að vita vilja
félagsmanna og til þess þurfa þeir
að mæta á fundi. Það er slæmt ef
stjórn og formaður taka allar
ákvarðanir, fólk verður að standa
á bak við okkur ef félagið á að
vera öflugt. Jú, það getur vel ver-
ið að fólk hugsi sem svo að það
breyti engu þótt það komi á fundi.
En vissulega getur fólk haft áhrif,
ef það er virkt í starfi og mætir á
fundi. Það yrði mikill styrkur fyr-
ir formanninn."
- Starfssvið formanns Félags
verslunar og skrifstofufólks?
„Þetta er afskaplega fjölbreytt
starf og eitt og annað sem sinna
þarf. Það byggist dálítið mikið
upp á fundarsetum. Nú, daglega
berast ýmiskonar kvartanir inn á
borð til mín um eitt og annað
sem aflaga fer. Ég reyni að sinna
þeim málum, en oft á tíðum
finnst mér sem þessi mál séu
óþarflega lengi að veltast í gegn-
um kerfið hjá vinnuveitendum.
Það koma einnig upp ýmis mál í
sambandi við kaup, kjör og rétt-
indi félagsmanna, þannig að það
er allt mögulegt sem formaðurinn
þarf að huga að.“
- Skemmtilegt starf?
„Ég hef mikinn áhuga á þessu
starfi, annars væri ég ekki í því,
en ég vil ekki segja að það sé allt-
af skemmtilegt. Þetta er ekki
þakklátasta starf sem hægt er að
hugsa sér. Þessi launabarátta er
því miður stundum ansi erfið og
annað slagið fyllist maður von-
leysi. En auðvitað koma alltaf
skemmtilegar stundir og það er
góður andi í félaginu."
- Þá spyr ég um svo að segja
allt aðra hluti. Hvað gerði Jóna
áður en hún settist í formanns-
stólinn?
„Ég var verslunarstjóri hjá
Matvörudeild KEA Hafnarstræti
91. Ég hef starfað hjá KEA alla
mína tíð. Byrjaði 13 ára gömul í
Brauðgerð KEA og vann þar í
rúm þrjú ár. Á þeim tíma ætlaði
ég í hárgreiðslunám, þegar ég
hefði aldur til og gekk því í Iðn-
skólann á kvöldin, en var svikin
um samning þannig að ekkert
varð úr þeim draumi. Úr Brauð-
gerðinni var ég lánuð í Matvöru-
deildina. Af einhverjum ástæð-
um gleymdist að skila mér þannig
að ég var áfram í Matvörudeild-
inni og þar var ég frá árinu 1949-
1983.“
- Næstum því gullúr! En án
gamans þú ferð úr Matvörudeild-
inni og inn á skrifstofu félagsins.
„Já, ég var búin að vera for-
maður í tvö ár, og það var komið
í ljós að það var ekki hægt að
vinna þetta starf í aukavinnu á
kvöldin. Þannig að ég var beðin
um að koma inn á skrifstofuna í
eitt ár til að byrja með. En það
koma alltaf upp mál sem fylgja
þurfti eftir. En samt sem áður
þótti mér afgreiðslustarfið
skemmtilegt, það er lifandi og á
margan hátt afskaplega þakk-
látt.“
Félag verslunar- og skrifstofu-
fólks er til húsa á þriðju hæð
Alþýðuhússins, flutti þangað úr
Brekkugötu 4 fyrir um það bil
ári.
„Það er geysilegur munur að
vera komin hingað. Og ég tel það
jákvætt að öll verkalýðsfélögin
séu undir sama þaki og starfi
saman. Það hefur sýnt sig á þess-
um'stutta tíma sem félögin hafa
verið hér saman að samstarfið
hefur aukist og vonast ég til að
það verði enn meira í framtíð-
inni. Nú hafa félögin tekið hönd-
um saman ásamt verðlagsstofnun
og neytendasamtökunum hér,
um verðkannanir á félagssvæð-
inu, fyrsta verðkönnunin var í síð-
ustu viku. Við stefnum að því að
gera þessar verðkannanir viku-
lega. Markmiðið er að halda
vöruverðinu niðri og benda fólk-
inu á hvar hagstæðast er að
versla.“ -mþþ