Dagur - 07.04.1986, Side 9

Dagur - 07.04.1986, Side 9
7. apríl 1986 - DAGUR - 9 Þegar slasaðir fundust var fyrst reynt að veita þeim einhverja skyndihjálp. Það þurfti svo að bera þá niður þennan bratta stiga frá borði. Stórslys í Slippnum - Lokaatriði 4 daga námskeiðis í stjórnun og skipuiagningu björgunar úr stórsiysum Á laugardagsmorguninn var sett á svið stórt vinnuslys í Slippstöðinni á Akureyri. Það átti að hafa orðið sprenging og 20 slasaðir menn lágu ýmist um borð í skipi, sem er í smíðum í stóru skemmunni, eða á skemmugólfinu. Slys þetta var sett á svið til þess að þjálfa menn í stjórnun og skipulagningu björgunarstarfa þar sem stórslys hafa orðið og var það lokaatriði 4 daga námskeiðs sem í tóku þátt u.þ.b. 20 menn úr lögreglu, slökkviliði, Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunar- sveitinni. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru starfsmenn Almannavarna ríkisins og ýmsir sérfræðingar til viðbótar. „Ég held að við höfum lært mjög mikið og námskeiðið í heild var mjög gott,“ sagði Gísli Lor- enzon, formaður Flugbjörgunar- sveitarinnar á Akureyri og vara- Það gat verið dálítið snúið að koma slösuðum upp úr skipinu í börum þar sem víða er þröngt og erfitt að athafna sig. slökkviliðsstjóri, í samtali við Dag. „Auðvitað sáum við ýmis- legt sem mátt hefði fara betur en það var ekki við öðru að búast. Við komum saman að lokinni æfingunni og ræddum um hana, hvað hefði verið vel gert og hvað hefði mátt fara betur.“ Reynt var að hafa allar aðstæð- ur sem líkastar því að um raun- verulegt slys hefði verið að ræða. Þeir sem léku þá slösuðu voru með gervisár af margvíslegu tagi og björgunarmenn komu með sjúkragögn, börur og teppi og veittu sjúklingunum fyrstu hjálp en síðan voru þeir fluttir burt með sjúkrabílum. Dimmt var um borð í skipinu og þurftu björgun- armenn að leita um allt með ljós- um til að finna þá slösuðu. Allt tók þetta nokkurn tíma en ekki var lögð sérstök áhersla á að flýta björgun þar sem fyrst og fremst var verið að æfa skipulagningu aðgerða og stjórnun á slysstað.- yk. Búið um einn slasuöra á börum. Mynd: KGA. Gísli Ólafsson og Guöjón Petersen ræða saman um framgang björgunaræfingarinnar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.