Dagur


Dagur - 07.04.1986, Qupperneq 12

Dagur - 07.04.1986, Qupperneq 12
Afmæli Bautinn á Akureyri átti 15 ára afmæli í gær, og af því tilefni var öllum sem vildu, boðið í ókeypis afmæliskaffi og stórar rjómatertur Mynd: KGA. Nokkuð illa horfír með birgða- þróun í nautgripakjöti í land- inu, og hafa birgðir þess vaxið meira en sem samsvarar hálfs árs sölu. Nautgripaafurðir eru ekki undir framleiðslustjórn líkt og sauðfjárafurðir, og er því erfitt um vik að gera við- hlítandi ráðstafanir að því er þær varðar. Hins vegar liggur mikið við að framleiðslan sé hamin, því að útflutningshorf- ur eru ekki fýsilegar. Þórarinn Halldórsson, slátur- hússtjóri KEA. sagði að naut- gripaslátrun hefði verið í meira lagi að undanförnu hjá Sláturhúsi KEA. „Við eigum nokkrar birgð- ir af ungnautakjöti, én minna af kýrkjöti enda fer mikið af því til vinnslu hjá Kjötiðnaðarstöð- inni.“ En hvernig á að hemja framleiðslu á nautakjöti? Pórar- inn sagði að sér virtist að það yrði að setja kvóta á þessa búgrein eins og reynt er að gera hvað varðar framleiðslu á kindakjöti. Sérkjarasamningur Einingar: Búið að undirrita Tekist hefur samkomulag milli Akureyrarbæjar og verkalýðs- félagsins Einingar um sér- kjarasamning, og var hann undirritaður á föstudag. Samn- ingurinn er í öllum aðalatrið- um eins og aðalkjarasamning- urinn, en auk þess eru nokkrar leiðréttingar. Samningurinn gildir til 28. febrúar á næsta ári. Örn Gústafsson, formaður Kjarasamninganefndar Akureyr- arbæjar, nefndi sem dæmi að breyting var gerð á kjörum þeirra sem annast heimilishjálp. Pá fengu félagar Einingar 3% hækk- un eins og STAK, gegn lengri samningstíma en aðalkjarasamn- ingurinn hljóðar upp á. Hann gildir til áramóta. Orlofsprósenta af yfirvinnu var færð til samræmis við það sem gildir um félaga í STAK. „Einnig var rætt um hvernig haga bæri verði á mat til þeirra sem vinna á leikskólum og barna- heimilum. Ákveðið var að sam- ræma það því sem gengur og ger- ist á sambærilegum stofnunum annars staðar. Þetta verk verður framkvæmt í undirnefnd,“ sagði Örn. Að lokum má geta þess að á árinu fá félagar í Einingu greitt kaup 15. hvers mánaðar í stað Strengjasteypan hf.: Vinnur fyrir þess að fá greitt eftir á. Fram- kvæmd þessa verks var sömuleið- is sett í nefnd, en nú er unnið að heildarbreytingu á launakerfi bæjarins og því ekki mögulegt að koma þessari breytingu á nú þegar. „Menn freistast til að hefja naut- griparækt þegar minnkar hjá þeim á öðrum sviðum.“ „Við höfum greitt 80% af grundvallarverði fyrir ungnauta- kjöt og fullt grundvallarverð fyrir kýrkjöt. Ekki hefur verið rætt um að gera á þessu breytingar, en vafalaust verða greiðsluhættir endurskoðaðir þegar fram líða stundir. Pess má og geta að við greiddum fullt grundvallarverð fyrir ungnautakjöt þar til í fyrra að verðið var lækkað í 80%,“ sagði Þórarinn og minnti á það um leið að í raun væri ekki ein- kennilegt þótt birgðir hlæðust upp. Nú er í gangi tilboð á svína- kjöti, í haust var útsala á lamba- kjöti og kjúklingar voru lækkaðir í verði. Framsóknarmenn á Siglufirði: Skarphéðinn og Ásgrímur efstir Á miövikudag var gengið frá uppstillingu framboðslista framsóknarmanna til bæjar- stjórnarkosninga á Siglufírði. Áður hafði farið fram prófkjör og voru niðurstöður þess hafð- ar til hliðsjónar við uppstilling- una. Núverandi bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Siglu- fírði, Bogi Sigurbjörnsson og Sverrir Sveinsson, gáfu ekki kost á sér í prófkjörinu. En hér kemur listinn: 1. SkarphéðinnGuðmundssonkennari. 2. Ásgrímur Sigurbjörnsson umboðsmaður. 3. Freyr Sigurðsson framkvæmdastjóri. 4. Guðrún Hjörleifsdóttir húsmóðir. 5. Ásdís Magnúsdóttir skrifstofumaður. 6. Steinar Ingi Eiríksson húsasmiður. 7. Aðalbjörg Þórðardóttir verslunarmaður. 8. Sveinbjörn Ottesen framreiðslunemi. 9. Sveinn Þorsteinsson húsasmiður. 10. Karólína Sigurjónsdóttir verkakona. 11. Sveinn Björnsson verkstjóri. 12. Kolbrún Daníelsdóttir deildarstjóri. 13. Bjarney Þórðardóttir húsmóðir. 14. Sverrir Jónsson húsasmiður. 15. Guðrún Ólöf Pálsdóttir skrifstofumaður. 16. Halldóra S. Jónsdóttir húsmóðir. 17. Sverrir Sveinsson veitustjóri. Í8. Bogi Sigurbjörnsson skattstjóri. -yk. Lögregla: Innbrot og eldur i mat Um kvöidmatarleytið á laugar- daginn var tilkynnt að eldur væri laus á efri hæð í húsi við Hrafnagilsstræti. Þegar að var komið kom í Ijós að hitnað hafði heldur mikið í mat á eldavél en eldur var lítill, aðal- lega reykur. Skemmdir urðu mjög óverulegar. .Aðfaranótt laugardagsins var brotin rúða í skóverslun M. H. Lyngdal í Hafnarstræti. Rúðan var brotin með því að kasta í hana flösku. Sömu nótt var brotist inn í Öndvegi, Hafnarstræti 82. Þar var sparkað gat á hurð og síðan opnað og farið inn en að sögn lögreglu varð ekki séð að neinu hefði verið stolið. -yk. Nautakjöt: Birgðir sem nema hálfs árs sölu Reykjavíkurborg „Við verðum að sækja á Reykjavíkurmarkaðinn fyrst lítið er að gera hér á Akur- eyri,“ sagði Hólmsteinn Hólm- steinsson framkvæmdastjóri Strengjasteypunnar h/f á Akureyri, en það fyrirtæki er nú að vinna upp í samning sem fyrirtækið gerði við Reykjavík- urborg. Strengjasteypan bauð í verk sem fólgið er í því að steypa gólf- einingar í tvö ný skólahús, Grandaskóla og Selásskóla, sem verið er að byggja í Reykjavík. „Það verk sem við erum að vinna núna er upp á 2,4 milljónir og verður því lokið fyrir 18. apríl. Einnig höfum við góðar vonir um að fá annað samskonar verkefni sem á að vera lokið fyrir 20. maí,“ sagði Hólmsteinn. Hann sagði jafnframt að þetta verk væri góð búbót þegar minnst væri að gera hjá fyrirtækinu „en það er enginn uppgjafartónn í okkur, þetta er allt á uppleið.“ Alls framleiðir Strengjasteyp- an 96 stykki af gólfplötum sem kallaðar eru rifjaplötur, hver þeirra er 8,60 m að lengd og veg- ur framleiðslan 3oo tonn. Plöt- urnar eru síðan fluttar á bílum til Reykjavíkur. gej- Skagflrskir bílstjórar og starfsmenn Strengjasteypunnar hf. við lestaða bílana sem voru að leggja í’ann til „borgar Davíðs“. Mynd: gej-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.