Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    252627282912
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 1
'Ut&ala HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 462 3599 Opið laugardaga kl. 10-12 > 'Utsala Fóðurverksmiðjan Laxá hf.: Unnið í út- flutningsmalum Sala okkar innanlands er sam- kvæmt áætlun og jafnvel heldur meiri en ráð var fyrir gert. Útflutningshorfur eru óljós- ari á þessari stundu en ég sé enga ástæðu til að örvænta í þeim efnum. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að það er samdráttur í fóðursölu í ná- grannalöndunum og tímabundið óvissuástand í fiskeldi, sem auð- vitað hefur áhrif. En til lengri tíma litið eru horfurnar ágætar,“ sagði Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverk- smiðjunnar Laxár á Akureyri. Metár var í framleiðslu hjá Laxá á síðasta ári og fóru um tveir þriðju hlutar framleiðslunnar á er- lendan markað, mest til Noregs. Er nú unnið að kappi í útflutnings- málum en Guðmundur sagði of snemmt að fullyrða nokkuð í því sambandi. „Það er ljóst að sú gríð- arlega aukning sem verið hefur á síðustu tveimur árum er stopp í bili. En þannig einfaldlega gengur þessi markaður. Það er alltaf ein- hver tröppugangur í þessu og und- anfarið hefur gengið mjög vel. Menn reikna ekki með öðru en að þau samdráttaráhrif sem orðið hef- ur vart í Noregi séu tímabundin,“ sagði Guðmundur. Uppistaðan í fóðrinu hjá Laxá er fiskimjöl, lýsi og kolvetnafóður, en þar hefur Laxá notað hveiti. Vegna hækkandi verðs á flskimjöli og lýsi segir Guðmundur að menn hafi farið að nota sojamjöl og önn- ur plöntuprótein í auknum mæli í stað fiskimjöls og reiknað væri með að plöntuolía gæti komið í stað lýsis að einhverju leyti. Hann sagði ekki ólíklegt að sú þróun myndi einnig ná til Laxár. „Það er alltaf tvennt sem menn þurfa að huga að í þessu sambandi, þ.e. fóðurgæði og hráefniskostnaður. Eins og hráefniskostnaður hefur hækkað að undanfömu með hærra verði á lýsi og mjöli þá verða menn auðvitað að bregðast við með einhverjum hætti,“ sagði Guðmundur Stefánsson að lokum. HA Hreinn hf. á Dalvík: Færeyjamarkaður til alvarlegrar athugunar Rekstur hreinlætisvöruverk- smiðjunnar Hreins hf. á Dalvík hefur gengið mjög vel þann tíma sem verksmiðjan hef- ur starfað á Dalvík en hún var keypt frá Reykjavík á sl. ári. Að sögn Gunnars Smára Björg- vinssonar, framleiðslustjóra, hefur verið stígandi í innanlandssölunni og segir Gunnar Smári að veruleg breyting og aukning hafi orðið á sölu framleiðsluvara fyrirtækisins eftir að BÚR, sölusamtök kaupfé- laganna og Samlands tók til starfa, við það hafi sölunetið teygst um land allt. Rætt hefur verið um að kanna möguleika á að fara inn á Fær- eyjamarkað en til þessa hefur mál- ið aðeins verið á umræðustigi. Til þess að sala á Færeyjamarkað geti orðið raunhæfur kostur þarf m.a. að auka framleiðsluna allnokkuð þar sem megnið af henni í dag selst á innanlandsmarkaði. I dag eru starfsmenn Hreins hf. alls fjór- ir en þeim þarf að fjölga ef sölu- svæðið víkkar út fyrir landstein- ana. Gunnar Smári segir Færeyja- markað að mörgu leyti girnilegri en annan erlendan markað því þangað væri hægt að selja vöruna með sömu merkingu og hérlendis, þ.e. á íslensku. GG Ástralskt útgáfufyrirtæki: Gefur út bók eftir tvo Akureyringa á Internetinu Ut er komin bók eftir tvo Ak- ureyringa, Björn Kristjáns- son, vélstjóra, og Albert Sölva Karlsson, kennara í VMA. f bókinni, sem er skáldsaga, er Iýst sögu írskrar fjölskyldu sem flytur til Ástralíu og henni síðan fylgt eftir í ijórar kynslóðir. Þetta gæti verið byrjun á hefð- bundinni bókarkynningu í jóla- bókaflóðinu. En lengra nær hins vegar samlíkingin ekki við hefð- bundnar íslenskar bækur. í fyrsta lagi er bókin á ensku, hún er í öðru lagi gefin út af ástr- ölsku útgáfyfyrirtæki og í þriðja lagi er hún ekki gefin út í prent- uðu formi eins og algengast hefur verið með bækur, heldur er hún gefin út á Internetinu og þar getur fólk keypt hana í gegn um tölvu- póst Albert er lærður í Bandaríkjun- um, með BA-próf í ensku og cand. mag. í sögu og hefur því fengist talsvert við bækur. Þetta er hins vegar frumraun Björns í bókaskrifum. Albert segir þá hafa unnið þetta verk sem einn maður. „Við vildum reyna fyrir okkur með þetta og enduðum á útgáfu- fyrirtæki í Ástralíu sem heitir Strictly Literary. Málin þróuðust þannig að þeir keyptu bókina og við höfum gert tveggja ára samn- ing um útgáfuna. Innan skamms eigum við að fá fréttir um hvernig fólk hefur tekið þessu þannig að við bíðum spenntir," sagði Albert. Fjölskyldan sem bókin fjallar um tekur í raun þátt í uppbygg- ingu Ástralíu. Fyrsti fjölskyldu- faðirinn er jámsmiður með mikinn áhuga á vélum, en gufuvélin var þá að ryðja sér til rúms. Saga fjöl- skyldunnar er rakin allt til ársins 1990 og eins og verða vill skiptast á skin og skúrir á þessu tímabili Að sögn Alberts eru þeir félag- ar með aðra bók í smíðum og hef- ur sami útgefandi lýst yfir áhuga á að kaupa hana einnig. HA Róleg helgi Akureyringar sem og aðrir Norðlendingar höguðu sér vel um helgina og að sögn lög- reglu víðsvegar um svæðið var helgin mjög róleg og góð. Nokkrar rúður voru þó brotnar á Akureyri bæði í símklefanum í göngugötunni og í tveimur bið- skýlum. Að sögn lögreglu á Akureyri hefur ekki verið mikið um það undanfarið að rúður séu brotnar í biðskýlum. Símklefinn hefur fengið að vera í friði síðustu mán- uði þangað til nú um helgina og frekar að sé átt við símann en að rúður séu brotnar. AI Eiginfjárhlutfall Sæplasts hf. á Dalvík 73% í árslok 1995: Rekstrarhagnaður 35.9 milljónir króna á sl. ári > ■ Sæplast hf. á Dalvík var rek- ið með 35,9 milljón króna hagnaði á árinu 1995 þegar tekið hafði verið tillit til óreglulegra tekna og skatta. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 24,4 milljónum króna, eða 6,4% af tekjum. Heildartekjur námu 380,5 milljónum króna, sem er 5,4% aukning frá árinu 1994. Bókfært verð heildareigna fé- lagsins í árslok 1995 nam 398,2 milljónum króha, heildarskuldir voru 106,9 milljónir króna, var 141,5 milljón króna í ársbyrjun, og eigið fé því 291,3 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í árslok var 73%, var 64% í ársbyrjun. Útflutningur skapaði 52% tekn- anna eða 196 milljónir króna, 27% heildarsölunnar voru fisk- ker innanlands, fiskker erlendis 44%; trollkúlur innanlands 9%. trollkúlur erlendis 7% og rot- þrær, tankar og plaströr 13%. Útflutningsverðmæti jókst um 12% mitli ára, og voru fram- leiðsluvörur Sæplasts hf. fluttar til 29 landa í öllum heimsálfum, en alls hafa þær farið til 50 landa. Undir lok sl. árs setti Sæ- plast hf. á markað endurvinnan- leg ker, sem er afrakstur nokk- urra ára þróunarvinnu er unnin hefur verið í samstafi við er- lenda hráefnisframleiðendur. Á árinu voru gerðir sölusamningar á endurvinnanlegum kerum til Ðanmerkur og Hollands. Sala innanlands var mjög svipuð milli ára en vægi vöruflokka nokkuð breytt. Þannig jókst sala á plast- rörum um 30% en sala á troll- kúlum minnkaði um 13%. Á þessu ári er gert ráð fyrir nokkurri veltuaukningu frá árinu 1995. Rekstrartekjur aukist um 10% og að sá árangur sem náðst hefur í rekstri muni skila sér í auknum hagnaði. Með endur- vinnanlegum kerum munu skap- ast möguleikar til sölu inn á markaði, sem áður hafa verið lokaðir fyrir framleiðsluafurðir fyrirtækisins. Aðalfundur Sæplasts hf. verð- ur haldin á Dalvík nk. laugardag. Stjóm mun leggja til að greiddur verði 10% arður á hlutabréf. Hluthafar voru í árslok 433 og ráða 15 þeir stærstu yfir 62,7% hlutafjár en heildarhlutafé er nú 92,6 milljónir króna. GG Sæplast hf. mun hefja á þessu vori stækkun á verksmiðjuhúsi fyrirtækis- ins á svæðinu á myndinni og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ijúki á komandi hausti. Gert er ráð fyrir að Jaðar, sem er tii vinstri á myndinni, verði fjarlægður, en Dalvíkurbær hcfur keypt húsið fyrir 8 miiljónir króna. Núverandi verksmiðjuhús er til hægri. Viðbyggingin verður um 1.600 fermetrar, eða jafnstór núverandi húsnæði, en auk þess á fyrirtæk- ið húsnæði við Ránarbraut. Mynd: GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (12.03.1996)
https://timarit.is/issue/209891

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (12.03.1996)

Aðgerðir: