Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 uppskera! Ný íslensk ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Fjöldi manns kom saman á samstöðufundi á Austurvelli í gær til að mótmæla brottvísun sex manna egypskrar fjölskyldu. Kærunefnd útlendingamála hafnaði í gær frestun brottvísunar- innar og er því útlit fyrir að fjölskyldan fari af landi brott í dag. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu. Kærunefnd telur hins vegar að fjölskyldan geti ekki talist f lótta- menn. Ráðherrar hafa hafnað að beita sér í málinu. Mikill hiti var í fólki á Austurvelli og heyrðist hrópað að loka ætti Reykjanesbrautinni til að stöðva brottvísunina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI S TÓ R I ÐJA Viðsk ipt aráðuney ti Bandaríkjanna mun leggja á bilinu 28 til 48 prósenta innf lutnings- tolla á íslenskan kísilmálm, að því er kemur fram í opinberum upp- lýsingum frá bandarískum yfir- völdum. Ekki er ljóst hvaða áhrif bandarískir innf lutningstollar á íslenskan kísilmálm hafa á rekstrar- grundvöll verksmiðju PCC á Bakka. Fram kemur að innflutningur á kísilmálmi frá Íslandi til Banda- ríkjanna hafi verið um það bil 8.900 tonn á árunum 2017 til 2019, en gengið er út frá því að það hafi nán- ast allt komið frá verksmiðju PCC á Bakka. Árleg af kastageta verk- smiðjunnar er 32 þúsund tonn, en full afköst verksmiðjunnar náðust hins vegar ekki fyrr en í október á síðasta ári. – þg / sjá Markaðinn Þungir refsitollar á kísilmálminn VIÐSKIPTI Mikil óvissa er um mögu- lega aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair Group, sem hefst í dag, en þátttaka þeirra mun ráða úrslitum um hvort félag- inu takist að sækja sér nýtt hlutafé að fjárhæð 20 milljarðar króna. Fjórir stærstu lífeyrissjóðir lands- ins – Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE), LSR, Gildi og Birta – halda spilunum afar þétt að sér og hafa enn ekki gefið upp hvort, og þá að hversu miklu marki, þeir muni fjár- festa í útboði f lugfélagsins. Stjórnir sjóðanna, sem eru samanlagt með eignir upp á meira en þrjú þúsund milljarða, hafa boðað til fundar síðar í dag og snemma á morgun þar sem endanleg ákvörðun verður þá tekin um þátttöku í útboðinu. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins er mest óvissa um afstöðu LIVE og Gildis. Stjórn LIVE kemur saman til fundar eftir hádegi í dag en talsverð gjá er á milli fulltrúa atvinnurekenda annars vegar og fulltrúa VR hins vegar í stjórninni um hvort lífeyrissjóðurinn eigi að koma að útboðinu. Sjóðurinn er í dag næststærsti hluthafi Icelandair með um 11,8 prósenta hlut. Verði tveir af stærstu lífeyrissjóð- unum, sem ætla að draga það fram á síðustu stundu að taka ákvörðun um fjárfestingu, ekki með gæti það sett verulegt strik í reikninginn með þátttöku annarra og minni sjóða og þá um leið um hvort útboðið klárist. Leitað hefur verið til stórra einkafjárfesta og forsvarsmanna fjárfestingafélaga um að skuld- binda sig fyrir myndarlegum hlut í útboðinu og í kjölfarið sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair. Markmiðið hefur einkum verið að fá hóp einka- fjárfesta, sem hver um sig myndi fjárfesta fyrir hundruð milljóna, til að taka að sér leiðandi hlutverk í útboðinu og þannig auka líkur á góðri þátttöku. Sú vinna hafði hins vegar enn ekki borið árangur síðla dags í gær. – hae / sjá Markaðinn Óvissa með aðkomu sjóðanna Stóru lífeyrissjóðirnir hafa ekki tekið ákvörðun um þátttöku í útboði Icelandair. Mesta óvissan hjá LIVE og Gildi. Tilraunir til að fá einkafjárfesta til að taka að sér leiðandi hlutverk hafa ekki enn borið árangur. 6 milljarðar er sú fjárhæð sem Landsbankinn og Íslands- banki hafa samþykkt að sölutryggja í útboðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.