Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 8
Við erum á miklu meiri hraða en fortíðin og afleiðingin verður að öllum líkindum mjög alvarleg. Barbel Honisch jarðefnafræðingur Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Fermingarskraut í úrvali! ■ Myndaveggir ■ Nammibarir ■ Kortakassar ■ Servíettur ■ Borðrenningar ■ Blöðrur (fyrir loft/helíum) ■ Blöðrubogar/lengjur/hringir (fyrir loft) ■ Súkkulaðiegg í þemalitum veislunnar ■ Kerti ■ Og margt fleira ■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns, „Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar” Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar DANMÖRK Meðferð sem geðsjúkur maður var beittur á geðsjúkrahúsi í Danmörku árið 2013 braut gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem birt var í gær. Maðurinn var ólaður fastur við rúm í 23 klukkustundir samfellt en í niðurstöðu MDE segir að um allra lengsta tímabil slíkrar þvingunar sé að ræða sem komið hafi til kasta dómsins. Með vísan til sögu ofbeldisfullrar hegðunar sjúklingsins gerði dóm- stóllinn ekki athugasemd við að hann hefði verið ólaður niður, í því skyni að tryggja öryggi starfsfólks og annarra sjúklinga. Hins vegar hefðu innlendir dómstólar brugð- ist skyldu sinni til að meta önnur atriði eins og hvort nauðsynlegt hefði verið að beita þvinguninni svo lengi sem raunin varð, en fyrir liggur að maðurinn var orðinn rólegur mörgum klukkustundum áður en losað var um höftin. Var danska ríkið dæmt til að greiða kærandanum tíu þúsund evrur í bætur og fjögur þúsund evrur til viðbótar í málskostnað. – aá Ómannúðlegt að óla mann niður í 23 tíma UMHVERFISMÁL Ný rannsókn á vegum Columbia-háskóla í New York sýnir að koltvísýringslosun manna hefur langtum meiri áhrif á loftslagið en eldfjallavirkni gerði á miklu virkni skeiði fyrir um 55 milljónum ára. Rannsóknin var gerð með því að efnagreina skeljar smádýra í hafinu og bera saman við steingervinga. „Við viljum skilja hvernig kerfi jarðarinnar bregðast við mikilli losun koltvísýrings núna. Það tímabil sem við skoðuðum er ekki fullkomlega sambærilegt en það er það næsta sem við höfum í jarð- sögunni. Við sjáum að loftslagið breytist mun hraðar í dag,“ segir Laura Haynes, aðstoðarprófessor við Columbia. Tímabilið sem um ræðir er á mörkum paleósens og eósens. Þetta eru um 100 þúsund ár sem voru þau heitustu á nýlífsöld sem hófst fyrir 65 milljónum ára og stendur enn yfir. Í upphafi þessa tímabils hófu eldfjöll heimsins að spýja miklu magni kolefnis út í andrúmsloftið, sérstaklega á norðurhveli jarðar og í Ameríku. Meðalhitastig jarðar- innar hækkaði alls um 8 gráður á Celsíus. Hafa ber þó í huga að heitara var á jörðinni fyrir þessa hlýnun en nú er. Helstu áhrifin sem þessi eldfjalla- virkni hafði var útdauði fjölda dýra og jurtategunda, sérstaklega í haf- inu. En eins dauði er annars brauð og ýmsar aðrar lífverur styrktust og þeim fjölgaði í kjölfarið. Til dæmis svif og forfeður okkar, prímatarnir. Haynes og félagar notuðu skelj- aðar smálíf verur, sem kallast foraminfera, til þess að gera sam- anburð á tveimur tímabilum jarð- sögunnar. Lífverurnar voru ræktað- ar í sýrðum sjó og magn bórs mælt í skeljunum. Þetta var svo borið saman við steingerða foraminfera sem hafa legið á botni Kyrrahafs og Atlantshafs í 55 milljónir ára. Komust vísindamennirnir að því að á umræddu tímabili hefði koltvísýringur aukist um 60 pró- sent í hafinu, að mestu leyti vegna eldgosanna. Höfin súrnuðu og voru mjög súr um árþúsund. Að öllum líkindum hafa f lestar djúpsjávar- lífverur drepist. Þetta gerðist hins vegar mjög hægt. Í dag súrnar hafið hins vegar mun hraðar en á þessu mikla virkni- tímabili. Það tók mannkynið aðeins nokkra áratugi að auka kol- tvísýring í hafinu jafn mikið og tók eldfjöllin árþúsund að gera. Barbel Honisch, jarðefnafræð- ingur hjá Columbia, bendir á að lífverur geta aðlagast breytingum gerist þær nógu hægt en hraðinn sé áhyggjuefni. „Við erum á miklu meiri hraða en fortíðin og af leið- ingin verður að öllum líkindum mjög alvarleg,“ segir hún. kristinnhaukur@frettabladid.is Hafið súrnar á methraða Mannkynið losar langtum meiri koltvísýring en eldfjöll norðurhvels jarðar gerðu á miklu virknitímabili í jarðsögunni fyrir 55 milljónum ára. Ný rannsókn á skeljum smádýra sýnir að hafið súrnar nú hratt. Lyftu höndum gegn kynbundnu ofbeldi Femínískir aktívistar héldu áfram mótmælum sínum á mannréttindaskrifstofu Mexíkó í Mexíkóborg í gær. Lyftu þær höndum til að skora á stjórn- völd að beita sér gegn kynbundnu of beldi í landinu. Beindu þær sjónum sérstaklega að málum kvenna sem hafa horfið og kvenna sem hafa látið lífið af völdum heimilisof beldis. Rúmt ár er liðið frá því að femíníska hreyfingin í Mexíkó skaust fram á sjónarsviðið í landinu. MYND/EPA RÚSSLAND Rússneski stjórnarand- stæðingurinn Alexei Navalní gat í gær andað allan daginn án aðstoðar öndunarvélar. Birti hann mynd af sér á sjúkrahúsinu í Berlín í Þýska- landi á Instagram. „Ég andaði alveg sjálfur, ekki einu sinni með slöngu í hálsinum. Það var mjög þægilegt. Það er merkilegt að geta andað, mæli með því,“ sagði hann og sló á létta strengi. Navalní veiktist alvarlega í síð- asta mánuði um borð í f lugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok, er um að ræða sérstaka útgáfu af eitrinu og hafa spjótin helst beinst að Vlad- ímír Pútín Rússlandsforseta. Hafa Þjóðverjar kallað eftir skýringum. Pútín hefur staðfastlega neitað að standa að baki eitrun, hafi raun- verulega verið um eitrun að ræða. Athygli vekur að Pútín hefur aldr- ei á neinum tímapunkti sagt nafn Navalnís upphátt. Segja Rússar að þeir eigi ekkert Novichok, í gær gaf Sergei Naryshkin í skyn við fjölmiðla að kalla ætti frekar eftir skýringum frá Þjóðverjum. Læknar í Rússlandi sögðu að engin merki væru um að eitrað hefði verið fyrir Navalní, stjórnvöld gáfu leyfi til að flytja hann til Þýska- lands. Þar var eitrunin staðfest. Navalní hyggst snúa aftur til Rúss- lands þegar hann er heill heilsu. – ab Navalní andar sjálfur án aðstoðar Alexei Navalny birti þessa mynd á Instagram í gær. Í S R A E L S a mei nuðu a r abí sk u furstadæmin, Ísrael og Barein undirrituðu samkomulag um að koma á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna. Samkomulagið var undirritað í Washington í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseta viðstöddum. Eru nú fjögur Arabaríki með stjórnmálasamband við Ísrael, bætast löndin í hóp Egyptalands og Jórdaníu. Hefur nú verið opnað á viðskipti milli þjóðanna. Stjórn- völd í Palestínu hafa mótmælt sam- komulaginu harðlega. Trump gaf til kynna að f leiri ríki hefðu áhuga á sams konar samkomulagi. Með þessu er talið að Bandaríkin hafi styrkt stöðu sína gegn Íran. – ab Undirrituðu samkomulag Fulltrúar landanna við Hvíta húsið í Washington í gær. MYND/AFP 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.