Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.09.2020, Qupperneq 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð kemur fram að meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn er alltaf að hækka. Árið 1973 var meðalaldur 24 ára en árið 2016 var hann kominn upp í 29 ára. Árið 2017 fæddust 60 börn í Svíþjóð þar sem móðirin var 49 ára eða eldri. Kenny Rodriguez-Wallberg, dós- ent og yfirlæknir við Karólínska háskólasjúkrahúsið, segir marg- víslegar ástæður fyrir því að konur seinki barneignum. Bent er á að læknisfræðileg aðstoð hafi batnað mikið á síðustu árum auk þess sem hegðunarmynstur kvenna hafi breyst. „Í dag leggja konur mikinn metnað í að mennta sig og hafa síður tíma til að stofna fjölskyldu,“ segir Kenny. Þá hafi læknisfræði- legum valkostum fjölgað við getnað þótt glasafrjóvgun sé þeirra algengust. Þess má til gamans geta að fyrsta glasabarnið í heiminum, Louise Brown, fæddist í júlí árið 1978 en síðan hafa yfir milljón börn orðið til við glasafrjóvgun í heiminum. Minni frjósemi Aldursmörk fyrir glasafrjóvgun hefur verið 40-45 ár. Konur hafa beðið um endurskoðun á þessum mörkum þar sem konur á aldr- inum 45-50 ára séu yfirleitt heil- brigðar og vel á sig komnar. Konur eru unglegri og heilsuhraustari í dag en jafnöldrur þeirra fyrir 10-20 árum. Það er þó erfiðara fyrir konu yfir fertugt að verða barnshafandi heldur en yngri konu. Frjósemin gæti verið meira en 50% minni hjá þeim sem komnar eru yfir fertugt. Besti aldurinn til að verða barns- hafandi er í kringum 25 ár. Þá eru keisaraskurðir oftar gerðir hjá eldri konum. Hjá körlum minnkar líka frjósemin með árunum svo það á við um bæði kynin. Meiri áhætta Það fylgir því áhætta að verða barnshafandi eftir fertugt. Hættan er meiri á litningagalla hjá fóstrinu þótt líkurnar séu ekki miklar. Með Ófrísk á fimmtugsaldri Aldur kvenna við fyrstu meðgöngu hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Konur eru jafnvel að eiga börn um og eftir fimmtugt. Frjósemin fer þó mjög minnkandi hjá konum eftir 35 ára. Konum sem bíða með barneignir þar til þær eru komnar yfir fertugt fjölgar mikið. MYND/GETTY Nicole Kidman og Keith Urban eignuðust fyrsta barn sitt árið 2008. Þá var Nicole 41 árs. Geri Halliwell Horner var 44 ára þegar hún eignaðist sitt annað barn. legvatnsástungu og fylgjusýni er hægt að greina truflun á litningum á meðgöngu. Foreldrar geta staðið frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörð- un, ef í ljós kemur litningagalli, að halda áfram meðgöngu eða ljúka henni. Sykursýki á meðgöngu og hár blóðþrýstingur eru algengari kvillar hjá konum yfir fertugt en þeim sem yngri eru. Þá eru eldri konur í meiri hættu á að fá með- göngueitrun og að barnið fæðist fyrir tímann. Ef konur ætla sér að eignast barn eftir fertugt ættu þær að huga vel að heilsunni. Þær ættu ekki að vera of þungar því það eykur mikið hættu á vandamálum á meðgöngu. Gott er að taka inn vítamín sem innihalda fólínsýru og sleppa alfarið reykingum og áfengisneyslu. Þótt konur yfir fertugt geti verið í meiri hættu á ýmsum fylgikvill- um má líka horfa á björtu hlið- arnar. Konur á þessum aldri eru þroskaðri og raunsærri en tvítugar stúlkur og jafnvel betur undir það búnar að ala upp barn, enda lík- lega búnar að þrá það lengi. Það er ekki bara í Svíþjóð sem aldur kvenna á meðgöngu hefur hækkað. Þetta gildir um öll Norðurlöndin. Barneignum hefur þar fyrir utan fækkað mikið í öllum þessum löndum miðað við fæðingatíðni fyrri ára og er það áhyggjuefni víða. Stjörnur fresta barneignum Margar þekktar konur hafa eignast börn eftir fertugt. Geri Halliwell Horner, sem var þekkt sem Ginger Spice úr Spice girls, eignaðist son árið 2017, þá 44 ára. Fyrir átti hún tíu ára dóttur og stjúpdóttur. Hollywood-leikkonan Nicole Kidman var 41 árs þegar hún fæddi dóttur sína og Keith Urban árið 2008. Þremur árum seinna eignað- ist hún aðra dóttur en þá með hjálp staðgöngumóður. Nicole og Tom Cruise ættleiddu tvö börn. Ofur- fyrirsætan Iman eignaðist dóttur um tvítugt en hún var 45 ára þegar hún eignaðist dóttur með David Bowie. Hún kallaði barnið krafta- verk. Madonna eignaðist soninn Rocco með Guy Ritchie þegar hún var 42 ára. Áður átti hún dóttur með þjálfara sínum, Carlos Leon. Hún hefur auk þess ættleitt fjögur börn. Janet Jackson fékk fyrsta barnið sitt, soninn Eissa, þegar hún var fimmtug árið 2016. Leikkonan Halle Berry var 46 ára þegar hún tilkynnti að hún ætti von á sínu fyrsta barni með Oliver Martinez. Hún átti áður dóttur. Eva Mendes var fertug árið 2014 þegar hún sagði frá því að hún og Ryan Gosling ættu von á dóttur. Tveimur árum síðar varð hún aftur ófrísk. Það má því segja að stjörnurnar hafi margar beðið með barneignir. Konur á þessum aldri eru þroskaðri og raunsærri en tvítugar stúlkur og jafnvel betur undir það búnar að ala upp barn enda líklega búnar að þrá það lengi. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RFYRSTU ÁRIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.