Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 34
Re k s t r a r k o s t n a ð u r sjálf bærra bygginga er allt að 10 prósentum lægri á ársgrundvelli og meirihluti fjárfesta telur verðmæti slíkra
bygginga vera á bilinu 3 til 10 pró-
sentum hærra, að því er fram kemur
í alþjóðlegri könnun sem verkfræði-
stofan Mannvit átti aðild að. Lægri
rekstrarkostnaður birtist meðal
annars í skilvirkari orkunotkun og
aukið verðmæti fasteignanna stafar
meðal annars af meiri eftirspurn
leigutaka eftir sjálf bærnivottuðu
húsnæði.
Rannsóknin sem um ræðir var
samstarfsverkefni Mannvits og
dönsku verkfræðistofunnar Ram-
bøll. Könnunin var send út til aðila
á byggingarmarkaði á Norðurlönd-
unum og í Bretlandi. „Við fengum
svör frá 18 lykilaðilum í byggingar-
iðnaðinum á Íslandi í þessari könn-
un, sem er ágætt hlutfall miðað við
þann fjölda sem er á markaðnum í
raun og veru. Á tæpu ári sem er liðið
síðan við gerðum könnunina hefur
viðhorfið hins vegar breyst hratt,“
segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir,
sjálfbærniverkfræðingur hjá Mann-
viti.
„Þegar ég byrjaði að ræða þessi
mál við viðskiptavini árin 2016 og
2017 var bara skellt á mig. Að flestra
mati áttu sjónarmið um sjálf bærni
bygginga ekki við á Íslandi og var
þar gjarnan vísað í hversu ódýrt og
hreint rafmagnið er á Íslandi. Hins
vegar er fleira undir en orkunotkun,
til að mynda hvernig farið er með
úrgang, bæði við framkvæmdir og
síðan við rekstur byggingar, orku-
notkun, viðbyggingu, efnisval,
til dæmis hversu mikið kolefni er
bundið í byggingarefnum og svo
framvegis. Svo koma þarna líka inn
sjónarmið um vistgæði, innivist
og vellíðan þeirra sem nota bygg-
inguna,“ segir Sandra.
„Fyrst og fremst nýtast vottunar-
kerfin sem gæðakerfi fyrir bygg-
ingariðnaðinn. Erlendis erum við að
sjá að verðmæti sjálf bærnivottaðra
bygginga er meira en annarra, ein-
faldlega vegna þess að mörg fyrir-
tæki gera þá kröfu að húsnæði sem
er notað undir starfsemi þeirra sé
sjálf bærnivottað.“
Sjálf bærnivottun fyrir nýjar
byggingar felur í sér ákveðinn
kostnað í upphafi, en Sandra segir
að stofnkostnaður bygginga geti
verið um einu til þremur prósentum
hærri að meðaltali ef gæta á fyllstu
sjálf bærnisjónarmiða, samkvæmt
erlendum rannsóknum. Hún bendir
hins vegar á að meira virði fast-
eigna, hærri leigutekjur og lægri
rekstrarkostnaður bæti það upp á
skömmum tíma.
Rannsóknin leiddi í ljós að sjálf-
bærni er að verða hið nýja viðmið í
byggingariðnaðinum hjá nágranna-
þjóðum okkar, þar sem rúmlega
57% aðspurðra töldu að meira
en helmingur framtíðarverkefna
yrðu tengd sjálf bærni. Sandra segir
að Ísland sé aðeins á eftir öðrum
Norðurlöndum og Bretlandi í þess-
um efnum: „Í öðrum löndum sjáum
við að eftirspurn sjálfbærnivottaðs
húsnæðis er einfaldlega að stuðla að
hærra leiguverði. Það hefur síðan
sýnt sig að slíkt skilar sér í meira
verðmæti fasteignanna. Ég myndi
segja að við séum svona fimm til
tíu árum á eftir Norðurlöndunum
í þessum efnum. Kosturinn er hins
vegar sá að við getum hreyft okkur
miklu hraðar. Orkan er til að mynda
þegar hrein hér á Íslandi.“
Séu svör þátttakenda í könnun-
inni á Íslandi og í öðrum löndum
borin saman, sést að afstaðan hér á
landi sker sig úr. Íslenskir svarendur
svöruðu þannig miklu frekar að
hærri fjárfestingakostnaður, skort-
ur á pólitískri hvatningu og skortur
á eftirspurn sjálf bærra fasteigna,
kæmi í veg fyrir að sjálf bærnimál
væru tekin til gagngerrar hugleið-
ingar við hönnun, framkvæmd og
rekstur fasteigna.
Sandra nefnir að sjálf bærnivott-
un bygginga hafi þau áhrif gagn-
vart eigendum þeirra að hægt er að
gefa út græn skuldabréf með veði í
byggingunum. Sífellt f leiri fjárfest-
ingasjóðir hafa sett sér markmið
um ákveðið hlutfall grænna fjár-
festinga í sínum eignasöfnum og því
eru þessi svokölluðu grænu skulda-
bréf að seljast á betri kjörum fyrir
lántakendur, vegna aukinnar eftir-
spurnar í slíka fjármálagjörninga.
„Reykjavíkurborg er að vinna í
því að votta allar sínar byggingar í
samræmi við sína umhverfisstefnu
og sama má segja um framkvæmda-
sýsluna. Smáralindin var einnig
vottuð nýlega, en það gerir eiganda
fasteignarinnar kleift að gefa út
grænt skuldabréf á móti henni. Fjár-
festar eru stöðugt að horfa til þess
að hafa sín eignasöfn með grænni
vottun af einhverju tagi, meðal ann-
ars vegna þess að þær eru öruggari
fjárfestingar til frambúðar. Olíu-
vinnsla er þannig miklu áhættu-
samari fjárfesting en orkuvinnsla
úr endurnýjanlegum orkugjöfum,
meðal annars með tilliti til slysa-
tíðni og loftslagsbreytinga,“ segir
Sandra.
Sjálfbærnivottun bygginga
getur aukið verðmæti þeirra
Rekstrarkostnaður bygginga sem hlotið hafa sjálfbærnivottun er lægri. Eftirspurn eftir slíku húsnæði
getur jafnframt aukið verðmæti þess, að því er kemur fram í nýrri rannsókn. Fyrirtæki á Norðurlöndum
og Bretlandi setja sér nú mörg reglur um að nota einungis húsnæði sem hlotið hefur sjálfbærnivottun.
Þórður
Gunnarsson
thg@frettabladid.is
Smáralindin fékk nýlega sjálfbærnivottun, en Reginn er eigandi fasteignarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Eftirspurn grænna skuldabréfa eykst
Fyrst tók að kræla á grænum
skuldabréfum árið 2008 þegar
Alþjóðabankinn gaf út skulda-
bréfaflokk að jafnvirði 1,3
milljarða dollara. Afrakstur út-
boðsins var svo nýttur í verkefni
sem sögð voru umhverfis- og
samfélagslega ábyrg. Síðan þá
hefur þessi sami skuldabréfa-
flokkur vaxið mjög og stendur
nú í 12,6 milljörðum dollara,
en að sögn Alþjóðabankans
hefur ávallt verið umframeftir-
spurn eftir við hverja útgáfu.
Meðal þeirra sem fjárfest hafa í
grænum skuldabréfum Alþjóða-
bankans eru lífeyrissjóðir og
eignastýringafyrirtæki.
Í kjölfar samþykktar Parísar-
sáttmálans árið 2015 kom síðan
aukinn kraftur í útgáfu grænna
skuldabréfa, einkum og sér í lagi
í Evrópu. Samkvæmt skýrslu frá
sænska bankanum SEB var heild-
arvirði útistandandi grænna
skuldabréfa yfir 800 milljarðar
dollara undir lok síðasta árs.
Spáði bankinn því að þess væri
ekki lengi að bíða að heildarvirði
grænna skuldbréfa á heimsvísu
myndi skríða yfir 1.000 milljarða
dollara markið.
Ég myndi segja að
við séum svona
fimm til tíu árum á eftir
Norðurlönd-
unum í
þessum
efnum.
Sandra Rán Ás-
grímsdóttir
Arnarla x, stærsta la xeldi landsins, tapaði 30 milljón-um norskra króna, jafnvirði
um 449 milljóna króna, á öðrum
fjórðungi, fyrir skatta og f jár-
magnsliði (EBIT). Til samanburðar
hagnaðist laxeldið um 26 milljónir
norskar, á sama mælikvarða á sama
tíma fyrir ári. Þetta kemur fram í
uppgjöri norska laxeldisins SalMar
sem á meirihluta í Arnarlaxi.
Á fyrri helmingi ársins tapaði
Arnarlax níu milljónum norskra
króna, jafnvirði 135 milljóna
króna, samanborið við 51 milljónar
norskra króna hagnað, jafnvirði 766
milljóna króna, á sama tíma fyrir
ári.
Kjartan Ólafsson, stjórnarfor-
maður Arnarlax, segir að afkoman
á fyrri hluta ársins litist af miklum
kostnaði sem rekja megi til affalla
á seiðum sem sleppt var árið 2018,
en talsverð afföll urðu í byrjun árs
af völdum vetrarsára. Jafnframt hafi
vinnslan legið niðri í júní á meðan
unnið var að aukinni afkastagetu á
Bíldudal.
„Við bindum miklar vonir við
uppskeru sem hefst á næstu vikum,“
segir hann en þeim seiðum var
sleppt í fyrra.
Fram kemur í uppgjörinu að 90
prósent af sölunni í apríl og maí hafi
verið þegar verð á eldislaxi var lágt.
„Söluverð afurða var heldur lágt en
ástandið á helstu mörkuðum er við-
kvæmt og dreifileiðir mun snúnari
en áður var. COVID-19 hefur gert
það að verkum að f lugsamgöngur
eru skertar og stopular,“ segir
Kjartan.
Hann segir að heimsfaraldurinn
hafi sömuleiðis áhrif á sölu á eldis-
laxi, því hótel og veitingahús víða
um heim „eru í öldudal eins og
þekkt er þessi misserin“.
Kjartan segir að eftirspurn
eftir eldislaxi sé mikil í smásölu.
„Hágæðamatvæli eins og ferskur
lax aðlagast aðstæðum og finna
sér smám saman nýjar leiðir að
neytandanum. Þessi misserin
einbeitum við okkur að því að ná
betur utan um rekstur og kostnað,“
segir hann. – hvj
Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður
Arnarlax. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hagnaður Snaps jókst í 17,2 milljónir króna árið 2019. Árið áður tapaði veitinga-
staðurinn 344 þúsund krónum.
Fram hefur komið í fjölmiðlum
að það ár hafi af koman litast tals-
vert af því að ábyrgð á leigu hjá
Cafe Paris hafi verið gjaldfærð
hjá Snaps fyrir 28 milljónir króna.
Velta Snaps dróst saman um
átta prósent á milli ára og nam
558 milljónum króna árið 2019.
Launakostnaður nam 54 pró-
sentum af tekjum en var 46 pró-
sent árið áður. Laun og launatengd
gjöld jukust um sjö prósent á
milli ára og námu 300 milljónum.
Starfsmannafjöldi var óbreyttur
á milli ára og var 60, samkvæmt
ársreikningi 2019.
Arðsemi eiginfjár var 30 pró-
sent á árinu 2019. Eigið fé var 66,1
milljón við lok árs og eiginfjár-
hlutfallið var 42 prósent.
Snaps er í eigu félags á vegum
hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og
Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur.
Fram kemur í ársreikningnum
að velta veitingastaðarins hafi
dregist saman um 35 prósent á
fyrstu sjö mánuðum ársins 2020
vegna tímabundinnar lokunar
á veitingastöðum, samkomu-
takmarkana og tveggja metra
reg lu nnar. St jór nendu r haf i
brugðist við þessum aðstæðum
meðal annars með því að nýta
sér úrræði stjórnvalda, eins og
hægt sé og með hliðsjón af þeim,
ágætri stöðu félagsins í árslok
2019 og hagræðingaraðgerðum
telja stjórn og stjórnendur að
félagið muni verða rekstrarhæft
um fyrirsjáanlega framtíð, segir í
ársreikningi. – hvj
Hagnaður hjá
Snaps jókst í 17
milljónir króna
Snaps hefur ekki farið varhluta af
COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
54%
var launakostnaður sem
hlutfall af tekjum Snaps árið
2019. Hlutfallið fór vaxandi
en það var 46 prósent árið
áður. Starfsmannafjöldi var
óbreyttur en launakostn-
aður jókst um sjö prósent.
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN