Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 40
Spurningar og ólík sjón armið eru eitur í beinum hinna „réttlátu“ sem hafa höndlað sannleikann í eitt skipti fyrir öll.  Óli Björn Kára- son, formaður efnahags- og viðskipta- nefnda Alþingi 10.09.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 16. september 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Er æskilegt að lífið sé laust við allt mótlæti? Þjóðfélagsum-ræða um sum lagafrumvörp er nokkuð yfirborðskennd. Rætt er um tæknileg atriði og hin ýmsu hagrænu áhrif sem breytingunum fylgja en minna fer fyrir umræðu um gildin og samfélagssýnina sem búa að baki. Þetta á sérstaklega við hlutdeildarlán félagsmálaráðherra sem hafa nýlega hlotið brautar- gengi á Alþingi. Ekki misskilja mig sem svo að hagrænu áhrifin skipti engu máli. Varasamt er að auðvelda lántöku á sama tíma og vextir eru í sögulegu lágmarki. Það er ekki að ástæðu- lausu að Seðlabankinn minnti á gömlu 90 prósenta lánin og afleiðingar þeirra í umsögn sinni um frumvarpið. Hlutdeildarlánin munu án efa skapa meiri spennu á húsnæðismarkaði. En í þessum efnum þarf að huga að fleiru. Séreignarsamfélagið, þar sem millistétt og tekjulægri njóta búsetuöryggis og eignamyndunar, er eftirsóknarvert af ýmsum ástæð- um. Ein er sú að slíkt samfélag gerir manneskjunni kleift að uppfylla hina aldagömlu þrá eftir því að eiga fremur en að leigja. Önnur ástæða er að séreignarsamfélagið elur af sér tvær mikilvægar dyggðir: eljusemi og sparsemi. Það er reisn yfir því að kaupa fasteign eftir að hafa lagt hart að sér í vinnu og neitað sjálfum sér um efnisleg gæði. Hlutdeildarlán virka þannig að ríkið veitir 20 prósenta lán á hag- stæðum kjörum á móti einungis fimm prósenta eiginfjárframlagi lántaka. Þetta frumvarp afhjúpar lítil- fenglega sýn á mannlegt samfélag. Skilaboðin eru þessi: Ef þú uppfyllir vesældarskilyrði ráðuneytisins þá þarftu ekki að vinna bug á aðstæðum þínum með eljusemi og sparsemi. Þú þarft ekki að þróa með þér öfundsverð persónuein- kenni til þess að ná háleitu mark- miði. Farðu auðveldu leiðina og skráðu þig í ríkisprógrammið. Hlutdeildarlánin svala þorsta samtímans í að fá allt sem allra fyrst. Þau eru uppskrift að þrótt- litlu og veikburða samfélagi. Ekki er þar með sagt að ríkið hafi engu hlutverki að gegna. Sannar- lega geta skapast aðstæður, bæði í þjóðlífi og atvinnulífi, sem krefjast inngripa af hálfu ríkisins. Vandinn er sá að margir stjórnmálamenn starfa eftir sömu lögmálum og gilda um straum. Þeir leita leiðar hins minnsta viðnáms. Þegar hagsmunahópar búa til vanda úr engu hafa ráðherrar mála- flokksins ekki í sér að andmæla. Og ef vandinn er vissulega til staðar hafa þeir ekki kjark til þess að ráðast á rótina. Framboðsskortur á húsnæðismarkaði leiðir til frum- varps um sérstök ríkislán. Umsvif Ríkisútvarpsins leiða til þess að einkareknir fjölmiðlar eru gerðir að bótaþegum. Og svo framvegis. Lítilfengleg sýn á samfélag SÉRHÖNNUM OG SÉRMERKJUM STARFSMANNAGJAFIR MEÐ UPPLIFUN AÐ ÞÍNU VALI Hafðu samband og við útbúum persónulega starfsmannagjöf með kveðju frá fyrirtækinu, í þeim verðflokki sem þú óskar. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is GEFÐU STARFSFÓLKI UPPLIFUN Í ÖSKJU Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, tapaði 689 milljónum króna árið 2019. Árið áður hagnaðist félagið um 288 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi. Eigið fé fjárfestingafélagsins var 2,3 milljarðar króna við árslok og eignir þess voru um fjórir milljarðar króna. Skuldir við tengda aðila námu 1,5 milljörðum króna. Tap Eyju í fyrra má annars vegar rekja til að áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga drógu afkomuna niður um 334 milljónir króna. Sá liður var jákvæður um 582 millj- ónir árið áður. Hins vegar til þess að niðurfærðar kröfur námu um 286 milljónum króna. Sá liður var neikvæður um 150 milljónir árið áður. Verðmætasta eign Eyju er félag sem áður hélt utan um eignarhlut hans í Domino’s á Íslandi. Dótturfélagið, Eyja fjárfestingafélag II, er bókfært á 1,4 milljarða króna í ársreikningnum. Eyja á meðal annars í Snaps, Joe and the Juice á Íslandi, Gló og Brauð og co. Í fyrra átti félag- ið helmingshlut í Jómfrúnni, en seldi hlut sinn í sumar til Jakobs Einars Jakobssonar sem á nú veitinga- staðinn að fullu. – hvj Eyja tapaði 689 milljónum króna Birgir Þór Bieltvedt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.