Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 22
Forstjóri og lykilstjórn-
endur eiga samanlagt um
3,5 milljónir hluta í félag-
inu.
Ekki er heimilt samkvæmt lögum að upplýsa hvort stjórnarmenn og lykilstjórnendur
Icelandair Group hyggist taka þátt
í hlutafjárútboði félagsins sem
hefst í dag. Þetta kemur fram í svari
Icelandair Group við fyrirspurn
Markaðarins.
„Í ljósi þess að lög og reglur gera
ráð fyrir að birta þurfi slíkar upp
lýsingar á markaði, svo allir hafi
aðgang að þeim samtímis, þá er
ekki hægt að svara spurningum
um viðskipti æðstu stjórnenda að
svo stöddu. Þau viðskipti verða birt
á markaði þegar úthlutun liggur
fyrir,“ segir í svari félagsins. Hið
sama gildir um stjórnarmenn.
Úlfar Steindórsson, stjórnarfor
maður Icelandair Group, er eini
stjórnarmaðurinn sem á hlut í félag
inu. Samkvæmt ársreikningi þess
fyrir árið 2019 átti Úlfar rúmlega
12 milljónir hluta, en hann keypti
þá á einu bretti haustið 2018.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice
landair Group á tæpar 1,8 milljónir
hluta og samanlagður eignarhlutur
annarra lykilstjórnenda nemur
tæplega 1,7 milljónum hluta.
Icelandair Group gerir ráð fyrir
að selja nýja hluti á genginu 1 króna
á hlut fyrir alls 20 milljarða. Komi
til umframeftirspurnar, mun stjórn
hafa heimild til að auka hlutafé
enn frekar um allt að 3 milljörðum,
þannig að stærð útboðsins yrði að
hámarki 23 milljarðar króna.
Útgefið hlutafé Icelandair mun
þynnast niður í um 19 til 21 prósent
gangi útboðið eftir eins og áformað
er, en ef nýir fjárfestar félagsins nýta
sér þau áskriftarréttindi sem fylgja
með bréfunum, sem hægt verður að
gera í einu lagi eða skrefum til allt
að tveggja ára, þynnist eignarhlutur
hluthafa niður í allt að 16 prósent.
– þfh
Ekki hægt að upplýsa um þátttöku stjórnenda í útboði Icelandair
Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Viðsk ipt aráðuney ti Bandaríkjanna mun leggja á bilinu 28 til 48 prósenta innflutningstolla á íslenskan kísilmálm, að því
er kemur fram í opinberum upp
lýsingum frá þar til bærum banda
rískum yfirvöldum. Rannsókn á
innflutningi kísilmálms frá fjórum
löndum og hugsanlegri undirverð
lagningu á Bandaríkjamarkaði, lauk
í síðasta mánuði en gögn málsins
voru nýlega birt.
Um er að ræða kísilmálm frá
Íslandi, Kasakstan, BosníuHerse
góvínu og Malasíu. Innf lutnings
tollar á kísilmálm frá Bosníu og
Malasíu munu vera á bilinu 12 til
ríflega 21 prósent. Innflutningstollar
á íslenska málminn eru hins vegar
hærri, eða á bilinu 28 til 48 prósent.
Í sumar óskuðu tveir stærstu
f r a m leiðendu r k ísi l má l ms í
Bandaríkjunum eftir því við við
skiptaráðuneyti Bandaríkjanna
að innf lutningstollar yrðu lagðir
á kísilmálm frá Íslandi, Malasíu,
Kasakstan og Bosníu.
Að sögn Ferroglobe og Mississ
ippi Silicon, sem samanlagt stýra
meira en helmingi allrar kísilmálm
framleiðslu í Bandaríkjunum, njóta
framleiðendur landanna fjögurra
ósanngjarns samkeppnisforskots.
Því er náð fram með því að selja
kísilmálm á niðursettu verði í krafti
niðurgreiðslna við framleiðslu (e.
dumping). Var því haldið fram að
innflutningsverð á málmi frá lönd
unum fjórum væri á bilinu 5485
prósentum lægra en eðlilegt gæti
talist.
Fram kemur í skýrslu um málið
að PCC, sem er sagt að baki öllum
innflutningi kísilmálms frá Íslandi
til Bandaríkjanna, haf i skilað
skriflegum svörum til rannsóknar
nefndar sem hafði málið til umfjöll
unar. Deilan snerist að miklu leyti
um hvort sú vara sem PCC hefði
f lutt til Bandaríkjanna væri sam
bærileg þeirri sem bandarísku
framleiðendurnir seldu. Banda
rísku framleiðendurnir héldu því
fram að eiginleikar þess kísilmálms
sem PCC framleiðir væru með þeim
hætti að söluverð ætti að vera miklu
hærra en raun ber vitni, en því mót
mælti PCC.
Rannsóknarnefndin komst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að vara
PCC væri fullkomlega útskiptanleg
við bandaríska málminn og því
væru umkvartanir bandarísku
framleiðendanna réttlætanlegar.
Fram kemur að innflutningur á
kísilmálmi frá Íslandi til Banda
ríkjanna hafi verið um það bil
8.900 tonn á árunum 2017 til 2019,
en gengið er út frá því að það hafi
nánast allt komið frá PCC á Bakka.
Árleg afkastageta verksmiðjunnar
er 32 þúsund tonn, en full af köst
verksmiðjunnar náðust hins vegar
ekki fyrr en í október á síðasta ári.
Heildarframleiðsla PCC frá upphafi
er raunar ríflega 32 þúsund tonn, en
ríflega fjórðungur framleiðslunnar
fór til Bandaríkjanna. Ekki er ljóst
hvaða áhrif bandarískir innflutn
ingstollar á íslenskan kísilmálm
hafa á rekstrargrundvöll PCC á
Bakka. Ekki náðist í Rúnar Sigur
pálsson, framkvæmdastjóra PCC
á Bakka.
Bæði Ferroglobe og Mississippi
Silicon, einkum hið fyrrnefnda,
eiga í töluverðum rekstrarvanda
um þessar mundir. Fyrr í sumar
var lánshæfiseinkunn Ferroglobe
færð úr B í CCC+, en slík láns
hæfiseinkunn er djúpt í svoköll
uðum ruslflokki. Versnandi horfur
á heimsmarkaði kísilmálms eru
meginástæða lækkandi lánshæfis
einkunnar Ferroglobe.
Verð á kísilmálmi í Bandaríkj
unum hefur lækkað jafnt og þétt
síðastliðin tvö ár. Samkvæmt
gögnum frá US Geological Survey,
sem skráir meðal annars mánaðar
lega meðalverð á ýmsum málmum,
hefur verðið lækkað úr tæplega 1,4
dölum á pundið um mitt ár 2018, í
um 0,95 dali um mitt þetta ár. Um
er að ræða ríflega þriðjungslækkun,
en um sama leyti var tilkynnt um
rannsókn yfirvalda í Bandaríkj
unum á innfluttum kísilmálmi.
Allt að 48 prósenta refsitollar
lagðir á íslenskan kísilmálm
Í skýrslu rannsóknarnefndar bandaríska viðskiptaráðuneytisins, um undirverðlagningu á innfluttum
kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði, eru lagðir til háir tollar á kísilmálm framleiddan á Íslandi. Bandarískir
framleiðendur kísilmálms áttu í rekstrarvanda fyrr á árinu þegar óskað var eftir aðgerðum stjórnvalda.
Fram kemur í ákvörðun rannsóknarnefndar að 9.000 tonn af kísilmálmi hafi verið flutt til Bandaríkjanna frá Íslandi 2017 til 2019. MYND/GAUKUR HJARTARSON
Að sögn Ferroglobe og
Mississippi Silicon [...] njóta
framleiðendur landanna
fjögurra ósanngjarns
samkeppnisforskots.
Þórður
Gunnarsson
thg@frettabladid.is
Fjárfestingafélagið Incrementum, sem var stofnað af Kviku banka og viðskiptafélögunum
Baldvini Valtýssyni, Ívari Guðjóns
syni og Smára Rúnari Þorvaldssyni
vorið 2019, tapaði rúmlega 146 millj
ónum króna í fyrra.
Félagið, sem var sett á fót með
rúmlega einn milljarð króna í
hlutafé, fjárfesti í verðbréfum fyrir
um 3.240 milljónir króna á síðasta
ári, en seldi á móti fyrir liðlega 2.270
milljónir króna. Á meðal þeirra
fyrirtækja í Kauphöllinni sem Incre
mentum fjárfesti í voru Reitir, Kvika
banki, Síminn og Marel.
Samkvæmt nýbirtum ársreikningi
nam hlutabréfaeign félagsins um
1.020 milljónum króna í árslok 2019
og var eigið fé tæplega 870 milljónir.
Hlutabréfaeign Incrementum á þeim
tíma samanstóð fyrst og fremst af
eignarhlut í Reitum, samtals um 10,5
milljónum hluta að nafnverði, sem
var metinn á 766 milljónir króna, en
frá áramótum hefur hlutabréfaverð
fasteignafélagsins lækkað um nærri
40 prósent. Þá átti félagið auk þess
lítinn hlut í Marel og Origo.
Fram kemur í skýringum með
ársreikningi félagsins að það sé mat
stjórnar að kórónaveirufaraldurinn
muni hafa veruleg áhrif á rekstur
Incrementum á árinu 2020. Það
sé hins vegar mat stjórnenda að
efnahagurinn sé sterkur og áfram
haldandi rekstur tryggður. Brugðist
hafi verið áhrifum verðsveif lna á
mörkuðum með því að selja eignir
og lækka skuldir til að bregðast við
áhættu. Í lok síðasta árs námu skuld
ir við lánastofnanir 187 milljónum og
skuldir vegna afleiðusamninga um
178 milljónum.
Félagið Kirkjustígur, sem er í eigu
Baldvins, er stærsti hluthafi Incre
mentum með nærri 20 prósenta hlut.
Þá nemur eignarhlutur Kviku banka
og félags í eigu Róberts Wessman
hvor um sig tæplega 15 prósentum.
Aðrir helstu hluthafar Incrementum
eru meðal annars Ari Guðmundsson,
eigandi þvottaþjónustunnar Fannar,
Ólafur Björnsson, eigandi heildsöl
unnar Innness, og Kristján Grétars
son, einn hluthafa Keahótela. – hae
Incrementum
tapaði um
150 milljónum
Kvika á 15 prósent í félaginu.
1.020
milljónum króna nam hluta-
bréfaeign Incrementum í
árslok 2019.
1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN