Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 22

Fréttablaðið - 16.09.2020, Page 22
Forstjóri og lykilstjórn- endur eiga samanlagt um 3,5 milljónir hluta í félag- inu. Ekki er heimilt samkvæmt lögum að upplýsa hvort stjórn­armenn og lykilstjórnendur Icelandair Group hyggist taka þátt í hlutafjárútboði félagsins sem hefst í dag. Þetta kemur fram í svari Icelandair Group við fyrirspurn Markaðarins. „Í ljósi þess að lög og reglur gera ráð fyrir að birta þurfi slíkar upp­ lýsingar á markaði, svo allir hafi aðgang að þeim samtímis, þá er ekki hægt að svara spurningum um viðskipti æðstu stjórnenda að svo stöddu. Þau viðskipti verða birt á markaði þegar úthlutun liggur fyrir,“ segir í svari félagsins. Hið sama gildir um stjórnarmenn. Úlfar Steindórsson, stjórnarfor­ maður Icelandair Group, er eini stjórnarmaðurinn sem á hlut í félag­ inu. Samkvæmt ársreikningi þess fyrir árið 2019 átti Úlfar rúmlega 12 milljónir hluta, en hann keypti þá á einu bretti haustið 2018. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice­ landair Group á tæpar 1,8 milljónir hluta og samanlagður eignarhlutur annarra lykilstjórnenda nemur tæplega 1,7 milljónum hluta. Icelandair Group gerir ráð fyrir að selja nýja hluti á genginu 1 króna á hlut fyrir alls 20 milljarða. Komi til umframeftirspurnar, mun stjórn hafa heimild til að auka hlutafé enn frekar um allt að 3 milljörðum, þannig að stærð útboðsins yrði að hámarki 23 milljarðar króna. Útgefið hlutafé Icelandair mun þynnast niður í um 19 til 21 prósent gangi útboðið eftir eins og áformað er, en ef nýir fjárfestar félagsins nýta sér þau áskriftarréttindi sem fylgja með bréfunum, sem hægt verður að gera í einu lagi eða skrefum til allt að tveggja ára, þynnist eignarhlutur hluthafa niður í allt að 16 prósent. – þfh Ekki hægt að upplýsa um þátttöku stjórnenda í útboði Icelandair Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðsk ipt aráðuney ti Bandaríkjanna mun leggja á bilinu 28 til 48 prósenta innflutn­ingstolla á íslenskan kísilmálm, að því er kemur fram í opinberum upp­ lýsingum frá þar til bærum banda­ rískum yfirvöldum. Rannsókn á innflutningi kísilmálms frá fjórum löndum og hugsanlegri undirverð­ lagningu á Bandaríkjamarkaði, lauk í síðasta mánuði en gögn málsins voru nýlega birt. Um er að ræða kísilmálm frá Íslandi, Kasakstan, Bosníu­Herse­ góvínu og Malasíu. Innf lutnings­ tollar á kísilmálm frá Bosníu og Malasíu munu vera á bilinu 12 til ríflega 21 prósent. Innflutningstollar á íslenska málminn eru hins vegar hærri, eða á bilinu 28 til 48 prósent. Í sumar óskuðu tveir stærstu f r a m leiðendu r k ísi l má l ms í Bandaríkjunum eftir því við við­ skiptaráðuneyti Bandaríkjanna að innf lutningstollar yrðu lagðir á kísilmálm frá Íslandi, Malasíu, Kasakstan og Bosníu. Að sögn Ferroglobe og Mississ­ ippi Silicon, sem samanlagt stýra meira en helmingi allrar kísilmálm­ framleiðslu í Bandaríkjunum, njóta framleiðendur landanna fjögurra ósanngjarns samkeppnisforskots. Því er náð fram með því að selja kísilmálm á niðursettu verði í krafti niðurgreiðslna við framleiðslu (e. dumping). Var því haldið fram að innflutningsverð á málmi frá lönd­ unum fjórum væri á bilinu 54­85 prósentum lægra en eðlilegt gæti talist. Fram kemur í skýrslu um málið að PCC, sem er sagt að baki öllum innflutningi kísilmálms frá Íslandi til Bandaríkjanna, haf i skilað skriflegum svörum til rannsóknar­ nefndar sem hafði málið til umfjöll­ unar. Deilan snerist að miklu leyti um hvort sú vara sem PCC hefði f lutt til Bandaríkjanna væri sam­ bærileg þeirri sem bandarísku framleiðendurnir seldu. Banda­ rísku framleiðendurnir héldu því fram að eiginleikar þess kísilmálms sem PCC framleiðir væru með þeim hætti að söluverð ætti að vera miklu hærra en raun ber vitni, en því mót­ mælti PCC. Rannsóknarnefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að vara PCC væri fullkomlega útskiptanleg við bandaríska málminn og því væru umkvartanir bandarísku framleiðendanna réttlætanlegar. Fram kemur að innflutningur á kísilmálmi frá Íslandi til Banda­ ríkjanna hafi verið um það bil 8.900 tonn á árunum 2017 til 2019, en gengið er út frá því að það hafi nánast allt komið frá PCC á Bakka. Árleg afkastageta verksmiðjunnar er 32 þúsund tonn, en full af köst verksmiðjunnar náðust hins vegar ekki fyrr en í október á síðasta ári. Heildarframleiðsla PCC frá upphafi er raunar ríflega 32 þúsund tonn, en ríflega fjórðungur framleiðslunnar fór til Bandaríkjanna. Ekki er ljóst hvaða áhrif bandarískir innflutn­ ingstollar á íslenskan kísilmálm hafa á rekstrargrundvöll PCC á Bakka. Ekki náðist í Rúnar Sigur­ pálsson, framkvæmdastjóra PCC á Bakka. Bæði Ferroglobe og Mississippi Silicon, einkum hið fyrrnefnda, eiga í töluverðum rekstrarvanda um þessar mundir. Fyrr í sumar var lánshæfiseinkunn Ferroglobe færð úr B­ í CCC+, en slík láns­ hæfiseinkunn er djúpt í svoköll­ uðum ruslflokki. Versnandi horfur á heimsmarkaði kísilmálms eru meginástæða lækkandi lánshæfis­ einkunnar Ferroglobe. Verð á kísilmálmi í Bandaríkj­ unum hefur lækkað jafnt og þétt síðastliðin tvö ár. Samkvæmt gögnum frá US Geological Survey, sem skráir meðal annars mánaðar­ lega meðalverð á ýmsum málmum, hefur verðið lækkað úr tæplega 1,4 dölum á pundið um mitt ár 2018, í um 0,95 dali um mitt þetta ár. Um er að ræða ríflega þriðjungslækkun, en um sama leyti var tilkynnt um rannsókn yfirvalda í Bandaríkj­ unum á innfluttum kísilmálmi. Allt að 48 prósenta refsitollar lagðir á íslenskan kísilmálm Í skýrslu rannsóknarnefndar bandaríska viðskiptaráðuneytisins, um undirverðlagningu á innfluttum kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði, eru lagðir til háir tollar á kísilmálm framleiddan á Íslandi. Bandarískir framleiðendur kísilmálms áttu í rekstrarvanda fyrr á árinu þegar óskað var eftir aðgerðum stjórnvalda. Fram kemur í ákvörðun rannsóknarnefndar að 9.000 tonn af kísilmálmi hafi verið flutt til Bandaríkjanna frá Íslandi 2017 til 2019. MYND/GAUKUR HJARTARSON Að sögn Ferroglobe og Mississippi Silicon [...] njóta framleiðendur landanna fjögurra ósanngjarns samkeppnisforskots. Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Fjárfestingafélagið Increment­um, sem var stofnað af Kviku banka og viðskiptafélögunum Baldvini Valtýssyni, Ívari Guðjóns­ syni og Smára Rúnari Þorvaldssyni vorið 2019, tapaði rúmlega 146 millj­ ónum króna í fyrra. Félagið, sem var sett á fót með rúmlega einn milljarð króna í hlutafé, fjárfesti í verðbréfum fyrir um 3.240 milljónir króna á síðasta ári, en seldi á móti fyrir liðlega 2.270 milljónir króna. Á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem Incre­ mentum fjárfesti í voru Reitir, Kvika banki, Síminn og Marel. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi nam hlutabréfaeign félagsins um 1.020 milljónum króna í árslok 2019 og var eigið fé tæplega 870 milljónir. Hlutabréfaeign Incrementum á þeim tíma samanstóð fyrst og fremst af eignarhlut í Reitum, samtals um 10,5 milljónum hluta að nafnverði, sem var metinn á 766 milljónir króna, en frá áramótum hefur hlutabréfaverð fasteignafélagsins lækkað um nærri 40 prósent. Þá átti félagið auk þess lítinn hlut í Marel og Origo. Fram kemur í skýringum með ársreikningi félagsins að það sé mat stjórnar að kórónaveirufaraldurinn muni hafa veruleg áhrif á rekstur Incrementum á árinu 2020. Það sé hins vegar mat stjórnenda að efnahagurinn sé sterkur og áfram­ haldandi rekstur tryggður. Brugðist hafi verið áhrifum verðsveif lna á mörkuðum með því að selja eignir og lækka skuldir til að bregðast við áhættu. Í lok síðasta árs námu skuld­ ir við lánastofnanir 187 milljónum og skuldir vegna afleiðusamninga um 178 milljónum. Félagið Kirkjustígur, sem er í eigu Baldvins, er stærsti hluthafi Incre­ mentum með nærri 20 prósenta hlut. Þá nemur eignarhlutur Kviku banka og félags í eigu Róberts Wessman hvor um sig tæplega 15 prósentum. Aðrir helstu hluthafar Incrementum eru meðal annars Ari Guðmundsson, eigandi þvottaþjónustunnar Fannar, Ólafur Björnsson, eigandi heildsöl­ unnar Innness, og Kristján Grétars­ son, einn hluthafa Kea­hótela. – hae Incrementum tapaði um 150 milljónum Kvika á 15 prósent í félaginu. 1.020 milljónum króna nam hluta- bréfaeign Incrementum í árslok 2019. 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.