Fréttablaðið - 16.09.2020, Blaðsíða 16
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
HÁGÆÐA
NÁTTÚRULEG
VÍTAMÍN FYRIR
ALMENNA VELLÍÐAN
Solaray er hágæða vítamín-
og bætiefnalína sem unnin
er úr jurtum. Á hverjum degi
vinnum við með náttúruleg
hráefni sem geislar
sólarinnar hafa skapað og
fyllt orku. Þannig tryggjum
við þér hrein vítamín og
bætiefni með mikla virkni.
Það er samt engin þörf á að stökkva beint í íslensku kjöt-súpuna og láta þar við sitja.
Það er vel hægt að halda í litadýrð
sumarsins og stíga á sama tíma
fáein skref inn í litríkt haustið.
Borscht er afar vinsæl og gómsæt,
sæt og súr súpa sem kemur upp-
runalega frá Austur-Evrópu og
Norður-Asíu. Í daglegu tali er þó
oftast átt við úkraínsku útgáfuna
sem gerð er úr rauðrófum er gefa
súpunni sinn einkennandi og
sterka rauða, næstum dökkbleika
lit. Í Póllandi má einnig finna hefð-
bundna rauðrófusúpu sem kölluð
er á frummálinu barszcz czysty
czerwony. Súpan er oftast úr fiski-
soðsgrunni og er borðuð á Wigila
eða á aðfangadagskvöld þann 24.
desember. Þá eru borin fram með
súpunni svokölluð uszka sem
merkir eyru, en um er að ræða deig-
þynnur með sveppafyllingu sem
minna á tortellini-pasta.
Rauðrófa eða rauðbeða (lat. beta
vulgaris) er afar næringarrík og
gómsæt rót sem er náskyld sykur-
rófu og beðju. Neysla á rauðrófum
er frábær leið til þess að auka trefjar
í mataræðinu en um 2 dl innihalda
um 3 gr af trefjum. Þeirra má neyta
ýmist ofnbakaðra, soðinna, niður-
soðinna, hrárra eða í safaformi.
Rauðrófur innihalda litarefnið
betanin en rautt litarefni E-162 er
unnið úr þeim. Þessi litsterka rót á
það til að lita allt í skvettufæri við
skurðborðið og því nota margir
einnota hanska þegar þeir með-
höndla þetta litfagra grænmeti.
Einnig er æskilegt að skera/rífa
niður rauðrófur á bretti sem er í lagi
að komi smá litur í. Fallega gegn-
heila hnotuskurðarbrettið er því
líklega ekki besti kosturinn þegar
kemur að meðhöndlun rauðrófa.
Rauðrófusúpa
á methraða
Meðaleldunartími hefðbundinnar
ungverskrar borscht rauðrófusúpu
er um 3-6 klst. En það má þó stytta
sér leið að gómsætri rauðrófusúpu
með því að nota tilbúið kjöt- eða
grænmetissoð eða soðteninga, for-
soðnar rauðrófur og sleppa kjötinu.
1 pakki rauðrófur forsoðnar/
3-4 ferskar rauðrófur skrældar:
Rífa niður með rifjárni
1 stór hvítur laukur saxaður
3 meðalstórar gulrætur rifnar
með rifjárni
3-4 hvítlauksrif
1 dós tómatar saxaðir
1 líter nautasoð/grænmetissoð/
sveppasoð/misosoð
Heitt vatn (allt að ½ lítra)
Salt og pipar
Sítrónusafi
Worcestershire- eða soyasósa
(val)
Ofan á:
Saxað dill eða steinselja
Sýrður rjómi
Með kjöti
Hægt er að gera súpuna matar-
meiri með því að setja svínakjöt út
í hana. Þá má byrja á því að steikja
svínahakk í súpupottinum með
salti, pipar og þurrkuðum krydd-
jurtum að eigin vali og setja í skál
til hliðar. Einnig má steikja á sama
hátt hrátt pylsukjöt (flettið kjötinu
úr pylsuhúðinni og brjótið niður)
sem fæst til dæmis hjá Pylsu-
meistaranum á Hrísateig. Kjötið
fer aftur út í súpuna og hitað í gegn
þegar hún er fullsoðin.
Rífðu niður gulrætur og rauð-
rófur. Ef þú ert að nota ferskar
rauðrófur er hægt að geyma gul-
rætur og rófur saman í skál.
Næst skaltu steikja laukinn í
súpupotti á miðlungs/háum hita
með olíu að eigin vali uns hann
verður glær. Kremdu hvítlaukinn
eða fínsaxaðu ofan í pottinn með
lauknum og steiktu smá. Settu
rifnu gulræturnar út í (og rauðróf-
urnar ef ferskar) og steiktu uns þær
eru byrjaðar að mýkjast. (Ef þú
ert að nota soðnar rauðrófur má
setja þær út í pottinn núna.) Næst
hellirðu tómötunum úr dósinn út í
pottinn ásamt soðinu. Þá er súpan
látin sjóða uns allt grænmeti er
soðið í gegn. Hér má ákveða hvort
það eigi að bera súpuna fram með
heilum bitum eða að blanda hana
með töfrasprota eða í matvinnslu-
vél. Loks er súpan smökkuð til með
salti, pipar, sítrónukreistu og heitu
vatni. Hér mábæta við um teskeið
af Worcestershire- og/eða sojasósu
út í til að bragðbæta.
Súpan er vanalega borin fram
með smá slettu af sýrðum rjóma og
söxuðu dilli eða steinselju.
Litfögur súpa fyrir haustið
Skammdegið fer að skella á og kaldari vindar blása. Þá er tilvalið að taka vel á móti haustinu með
flöktandi kertaljósum og heitum og notalegum súpum sem fleyta manni inn í haustlægðirnar.
Þeir sem vilja hafa meira bit í súpunni geta skorið rauðrófurnar og gul-
ræturnar niður í teninga í stað þess að rífa þær niður á rifjárni.
Misjafnt er hvaða hreyfing hentar fólki. Þeir sem eru undir álagi ættu að horfa
til jóga-íþróttarinnar. Jóga dregur
úr streitu og fólk sem stundar það
sefur betur. Auk þess getur jóga
stuðlað að aukinni sjálfsstyrkingu
og dregið úr kvíða. Þá eru ótalin
atriði eins og góð líkamsstaða, rétt
öndun og hugleiðsla. Allt fylgir
þetta þeim sem stunda jóga reglu-
lega. Þeir sem finna fyrir stressi
ættu að huga að þessari líkams-
rækt frekar en annarri því það
gæti aukið framleiðni í hinu dag-
lega lífi. Jóga er þar utan gott fyrir
núvitund og einbeitingu.
Hér eru nokkrar leiðir sem draga
úr streitu með jóga:
1. Þú neyðist til að vera til staðar
í núinu.
2. Þú færð sterkari tengsl við
líkama og sál.
3. Þú lærir að anda rétt sem getur
hjálpað mikið þegar fólk er
stressað.
4. Margar jógastellingar hjálpa
líkamanum að slaka á og vöðvar
fá ákveðna hvíld.
5. Jógaæfingar er hægt að gera
heima, í vinnu, á f lugi og hvar
sem maður er staddur.
Það eru til nokkrar tegundir af
jóga. Mörgum finnst gott að fara í
heitt jóga á meðan aðrir velja rope-
jóga eða annars konar tíma. Þegar
fólk byrjar fyrst í jóga ætti það að
velja byrjendanámskeið í grunn-
jóga. Síðan er hægt að þróa með
sér ýmsa tækni og prófa nýjungar.
Jóga hefur verið iðkað í þúsundir
ára til að gefa fólki andlegan og
líkamlegan styrk. Sömuleiðis getur
jóga losað um spennu í kjálka,
hálsi, herðum og mjöðmum.
Ekki þarf að stunda jóga á
hverjum degi til að ná árangri.
Þegar fólk fer að stunda jóga reglu-
lega breytir það um leið venjulegu
fasi, til dæmis dregur fólk djúpt
andann hvar sem það er statt sem
er mjög hollt og gott. Hugleiðsla
er hluti af jóga sem fólk fer að gera
óaðvitandi og losar þar með um
líkamlega spennu og róar hugann.
Jóga gegn streitu og álagi
Jóga er góð leið til að losa um streitu og álag. MYND/GETTY
Sömuleiðis getur
jóga losað um
spennu í kjálka, hálsi,
herðum og mjöðmum.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R