Bæjarins besta - 20.05.1992, Blaðsíða 1
ÓHÁÐ
FRÉITABLAÐ
/
A
VESIÍJÖRÐIM
DREŒT ÁN ENDURGJALDS
AÐU AÐ SAMTÖKUM
BTJAR- OG HÉRAÐSFRÉITABLAÐA
MIÐVIKUDAGUR
20. MAÍ 1992
20. TBL. • 9. ÁRG.
• Eins og sjá má er bif-
reiðin mikið skemmd eftir
brunann.
ísafjörður:
Eldur í
bifreið
ELDUR kom upp í
BMW bifreið í bfl-
skúr við Suðurtanga síð-
degis á mánudag. Aðdrag-
andi óhappsins var sá að
maður hafði unnið við við-
gerð á bifreiðinni og hafði
nýiokið verki sínu er hann
setti hana í gang.
Við gangsetninguna
gaus upp mikill eldur í vél-
arrúmi bifreiðarinnar og
sýndi maðurinn mikið
snarræði þegar hann ýtti
bifreiðinni út úr skúrnum
og frá húsinu. Kallað var á
slökkvilið en erfiðlega
gekk að komast að elds-
uPptökunum og urðu
slökkviliðsmenn að rífa
vélarhlífina frá með stór-
virkum verkfærum.
Er ljóst að með snarræði
sínu hafi manninum tekist
að afstýra því að eldurinn
kæmist í húsið en í því eru
m-a. þrjár íbúðir. Bifreið-
■n ermikiðskemmd.
-s.
Landsbanki Islands Réttu megin við strikið,
ísafirði S 3022 með Reglubundnum sparnaði
ísafjarðardjúp:
Nýferjubryggja
verður byggð
á Nauteyri
MEIRIHLUTI hrepps-
nefndar Nauteyrar-
hrepps í Isafjarðardjúpi
samþykkti á fundi sínum á
mánudagskvöld að ný ferju-
bryggja sem þjóna á áætlun-
arsiglingum Djúpbátsins
Fagraness verði byggð á
Nauteyri.
Ágreiningur var uppi um
staðsetningu bryggjunnar og
vildi hluti Djúpmanna að
bryggjan yrði staðsett á
Melgraseyri. Á fundi
hreppsnefndar var hins veg-
ar samþykkt með fjórum at-
kvæðum gegn einu að verða
við ósk samgönguráðuneyt-
isins um að byggjan yrði
staðsett á Nauteyri og er því
ekkert til fyrirstöðu að haf-
ist verði handa við verkið.
Hf. Djúpbáturinn á ísa-
firði sem rekur m/s Fagra-
nes hefur fest kaup á tré-
bryggju sem áður þjónaði
Akraborginni í Reykjavík
og er sú bryggja komin til
ísafjarðar. Gert er ráð fyrir
að hún verði söguð í tvennt,
annar helmingurinn verði
settur upp á Nauteyri og
hinn á ísafirði. Áður en það
verður gert eiga ríki og bær
HSSSSBSBSHHBB
með 2 buxum kr. 3.990,-
R
RAFSJÁ
HÓLASTÍG 6
S 7326
• Hf. Djúpbáturinn á ísafirði hefur fest kaup á bryggju þeirri sem Akraborgin notaði í
Reykjavík. Hún kom til ísafjarðar á laugardag og verður sett upp á ísafirði og á Nauteyri
þ.e.a.s. eftir að hún hefur verið söguð í tvennt.
eftir að steypa upp stöpla
fyrir bryggjurnar á báðum
stöðunum og er nú beðið
eftir að hafist verði handa
við þær framkvæmdir.
Nýja Fagranesið er nú
leigusiglingum milli eyja í
Færeyjum en von er á skip-
inu í lok næsta mánaðar. Á
meðan sinnir gamla Fagar-
nesið siglingum félagsins.
-s.
Vestfirðir:
— samkvæmt könnun Pressunnar um skuldsetningu
umfram tekjur. Þingeyri er best setta sveitarfélagið
á Vestf jörðum samkvæmt könnuninni
ylKUBLAÐIÐ Pressan birti í síðustu viku lista vfir sveitarfélög á landinu og flokkar
þau niður eftir skuldsetningum umfram tekjur. I blaðinu segir m.a. að á sama tíma og
mörg sveitarfélög landsins séu skuldsett langt yfir opinber viðmiðunarmörk séu önnur í
góðri aðstöðu til að leggja út í nýjar lántökur til framkvæmda og fjárfestingar. Þá segir að
nú á tímum vaxandi atvinnuleysis og versnandi rekstrarstöðu margra sjávarútvegsfyrir-
tækja sé mikill þrýstingur á sveitarfélög að koma með einum eða öðrum hætti fyrirtækjum
til hjálpar en þess hefur þegar gætt á Vestfjörðum.
Samkvæmt viömiðun fé-
lagsmálaráðuneytisins og
Byggðastofnunar er talið
óæskilegt að nettóskuldir
sveitarfélaga fari yfir 50% af
árlegum tekjum þeirra og
að hættumörkum sé náð
þegar hlutfallið er komið
upp í 80-90%. Aðeins níu
sveitarfélög eru vel undir
þessum mörkum þ.e.a.s.
undir 25% skuldsett en á
þeim lista er eitt sveitarfélag
af Vestfjörðum, Þingeyri
5% umfram árlegar tekjur.
í næsta flokk „Hin þokka-
lega stöddu" sem eru sveitar-
félög með 25-50% skulda-
hlutfall eru fimmtán sveit-
arfélög, ekkert frá Vest-
fjörðum en í þeim næsta
sem kallaður er „Hin illa
stöddu“ eru ellefu sveitarfé-
lög, þar af tvö frá Vestfjörð-
• Suðureyri við Súgandafjöró er skuldsettasta sveitarfélag
landsins samkvæmt lista Pressunnar með 290% skuldahlut-
fall.
um, Bolungarvík með 55% I með 57% skuldahlutfall. í
skuldahlutfall og Hólmavík I flokk „hinna hættulega
stöddu" eru sett sjö sveitar-
félög og er ísafjörður þar á
meðal með 80% skuldahlut-
fall en um þessi sveitarfélög
segir m.a. í umsögn
Pressunnar: „Þessi sveitar-
félög eru við hættumörkin.
Þau geta ekki leyft sér að
taka ný lán, nema þá skuld-
breytingalán".
I síðasta flokknum „hin
langverst stöddu“ eru 13
sveitarfélög þar af 4 frá
Vestfjörðum. Þetta eru
Tálknafjörður með 101%
skuldahlutfall, Flateyri með
115%, Bíldudalur með
192% og Suðureyri með
290% skuldahlutfall sem er
það versta á listanum. Um
þennan flokk segir m.a.:
„Þessi sveitarfélög eiga ekki
að koma nálægt lánveitinga-
mönnum nema til að semja
við þá um vanskil og skuld-
breytingar. Þetta eru þau
sveitarfélög sem geta ekki
undir nokkrum kringum-
stæðum tekið lán til að efla
atvinnu.“
-s.
• Júlíus Geirmundsson.
■mtCT.TTTil
MOKVEIÐI hefur
verið hjá frystitogar-
anum Júlíusi Geirmunds-
syni IS-270 undanfarnar
þrjár vikur.
Á mánudag er togarinn
hafði verið á veiðum í 19
daga var hann kominn
með um 240 tonn af fryst-
um fiski, mest megnis grá-
lúðu og úthafskarfa. Skip-
ið sem tekur mest um 300
tonn af frystum fiski er
væntanlegt til ísafjarðar á
laugardag.
-j.
RITSTJÓRN S 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560