Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 5
JÓLABLÁÐ TIMAN 5 1950
5
á rökstólum og bollalögð stofnun alnorsks
leikhúss.
Frú Thoresen vann mikið fyrír betta leik-
hús. Hún bæði frumsamcU og þýddi leikrit,
sem voru sýnd þar, og hefir ef til vill á ann-
an hátt haft þar mikið að segja, því að bæði
Ibsen og Björnson, sem voru þar leikstjórar,
voru vinir hennar og heimagangar á heimili
hennar, og leikhúsmál voru því oft á dagskrá
þar heima.
Eins og svo margir aðrir kvenrithöfundar
á fyrri tímum lét frú Thoresen ekki nafns síns
getið sem höfundar lengi fram eftir árum.
Þegar fyrsta bók hennar kom út, var hún
nefnd Ljóðmæli eftir dömu, geíin út af Björn-
stjerne Björnson. Það var árið 1880; þá var
hún orðin ekkia og upp úr því sneri hún sér
fyrir alvöru að ritstörfunum, enda var þá
jafnframt lönguninni til að skrifa þörfin fyr-
ir að afla fjár sér og sínum t;l lífsuppeldis.
Henrik Ibsen hafði opin augu skáldsins fyrir
þeim ólgandi krafti, funa og fegurð, sem frú
Thoresen var gædd í svo ríkum mæli. Það er
fullyrt, að hún ha.fi verið fyrirmynd hans,
þegar hann samdi leikritið Fruen fra Havet,
og vafalaust hefir hún valcað fyrir honum oft-
ar. Ibsen kvæntist elztu stjúpdóttur hennar,
Súsönnu.
Fyrsta leikrit Björnsons, Mellem slagene,
var sýnt í Kristjaníu árið 1857. Kann hafði þá
tekið þá ákvörðun að snúa sér einhuga að
samningu tveggja samtíðarieikrita, er hann
hafði drög til, en stóðst þó ekki mjög ein-
dregnar óskir frá Bergen um að gerast leik-
stjóri við norska leikhúsið þar. Honum þótti
það snjallræði, þar eð hann sem leikritahöf-
undur mundi fá þar mikla reynzlu og æfingu.
Einnig hann varð heimagangur á Thoresen-
heimilinu og ákafur aðdáandi frúarinnar. Þau
drógust hvort að öðru eins og tvíburasálir,
elskendur, samherjar.
Björnson, sem þá var hálíþrítugur að aldri,
var í augum frú Thoresen ægifagur, sem guð-
inn Júpíter, fullur af lífskrafti, djörfung og
stórum sýnum. Björnson ætlaði sér engan
smáskerf af nægtaborði lífsins, enda varð
hlutur hans ríflegur. Hann lifði sjálfum sér
til dýrðar og föðurlandi sínu til frægðar.
Magðalena elskaði hann frá fyrstu kynnum
til æviloka á hverju sem gekk. Hún dáði hann
alitaf fyrir hugsjónir hans, gáíur, glæsileika
og kraft, en var þó engan veginn blind fyrir
göllum hans. Hún var þrjátíu og átta ára,
þegar þau kynntust, en þó að hann væri þrett-
án árum yngri en hún, kallaði hún hann samt
sinn andlega föður og enginn hafði meiri
áhrif á skáldskap hennar en hann.
Frú Thoresen missti mann sinn sumarið
1858. Hann var allmiklu eldri en hún og síð-
ustu árin höfðu orðið henni erfið; hann var
oft sjúkur og þurfti þá nákvæma aðhjúkrun
og umburðarlyndi. Þó að hún horfði til baka
til liðinna samverustunda með trega og ætti
margs góðs^að minnast, var það þó ekki eftir
hennar skapferli að setj ast í sekk og ösku sem
syrgjandi ekkja, hennar, sem alltaf beið elsk-
hugans i brúðarklæðum — hans, sem aldrei
kom.
Nú var hún frjáls, en sama ár kvæntist
Björnson ungu, bergensku leikkonunni, Karó-
línu Reimers. Einnig hún hafði verið heima-
•gangur hjá frú Thoresen, vinstúlka þeirra
stjúpdætra hennar, Súsönnu og Maríu. Það er
til saga um bónorð Björnsons og segir þar, að
hann hafi spurt Karólínu, hvort hún þyrði að
leggja í brekkuna með honum. Hún hafði eng-
an beyg af þeirri brekku. En almennt mun
hafa verið litið svo á, eins og hún var þá,
barnsleg og óhörðnuð, að hún hefði ekki mik-
ið að gera við að fylgja jafn brattgengum og
hraðfara manni og Björnson.
Frú Magðalena var bæði særð og undrandi,
henni fannst þessi kornunga stúlka alltof lít-
ilmótleg til þess að verða förunautur þessa
mikla manns — og vera tekin fram yfir hana,
sem ein skildi hann til fulls, kunni að meta
stórbrotna hæfileika hans, en vissi líka um
vankantana, sem þurfti að sverfa til.
Hún var frjáls og þó ekki frjáls. Hún átti
aldaðri móður fyrir að sjá, yngstu stjúpbörn
hennar voru enn unglingar í heimahúsum.
Sjálf hafði hún eignast fjögur börn í hjóna-
bandinu, þau hétu: Sara, Thomas, Dorothea
og Axel. Yngsta barnið hennar fékk sama
nafn og huldubarnið hennar, sem hún faldi
fyrir heiminum, en bar fram í bænum sínum
til guðs og elskaði með kvöl og angri. Hún var
ekki frjáls, heldur ef til vill enn bundnari en
áður. Meðan Thoresen lifði þurfti hún ekki
að hafa fjárhagsáhyggiur og hann veitti
henni svo mikið sem honum var framast unnt.
Þau fóru saman í utanlandsferð eins og hann
hafði hugsað sér, en hann loíaði henni líka
að fara einni og ferðast viða urn, þó að hann
vegna anna, sjúkleika eöa fjárskorts yrði að
sitja heima.
B:ún hafði stjórnað stóru heimili og fannst
sjálfsagt með réttu, að húsmóðurskyldurnar
væru henni hlekkur um fót og hindruöu and-
leg störf hennar, því að allan liðlangan dag-
inn yrði hún að vera reiðubúin að sinna hvers
manns kvabbi, líta eftir á heimiiinu, ráð-
leggja, jafna deilur, hrósa og ávíta. Hún seg-
ir, að á þeim árum hafi hún verið fúskari sem
rithöfundur, en henni hafi aldrei fundizt fyr-
ir neðan virðingu sína að stjórna heimili sínu.
En þrátt íyrir það hafi þó slefberar bæjarins
haft hana að bitbeini. Hún hafi verið sökuð
um það, að varpa heimilisumsjánni á stjúp-
dætur sínar, en sitja sjálf við að semja
„kóxnedíur“ og að öðru leyti hafi hún eytt
t'manum í að punta sig og daðra af hjartans
lyst.
Hvcrt sem nokkuð eða ekkert var hæft i
þessum orðasveimi, þá var nú þessum þætti
lífs hennar lokið, nú ætlaði hún ekki að fúska
lengur við ritstörfin.
Þremur árum eftir lát manns síns fluttist
írú Thoresen með börnin til Kaupmanna-
hafnar. Hún vænti sér góðs af rýmra og fjöl-
breyttara umhverfi, bjóst við að sér yrði þar
léttara að vinna sér nafn og eignast góða cg
málsmetandi vini. Hún var þarna í sinu föo-
urlandi og sennilega var hún dálítið farin að
þreytast á Bergen, þar sem hún hafði búið svo
lengi. í Kaupmannahöín miðaði henni vel
með að afla sér vina og lesenda. Eftir ársdvöl
þar kom fyrsta bók hennar út, það var smá-
sagnasafn, á næsta ári kom skáldsaga eftir
hana, að fimm árum liðnum þótti ástæða til
að hafa svo mikið við hana, að eitt af helztu
blöðunum í Kaupmannahöfn birti æviágrip
hennar, samið af sjálfum Georg Brandes.
En þó að svona byrlega blési fyrir henni
meðal landa sinna, tók hún samt þá furðulegu
og djörfu ákvörðun að flytjast aftur til Nor-
egs, og gekk þó ekki að því gruflandi, að þar
biði hennar barátta og margskyns erfiðleikar.
Hún var norskur ríkisborgari, nú ætlaði hún
að gerast norskur rithöfundur.
Framar öllu öðru þakkaði hún það norskri
náttúru og norsku þjóðlííi að hún varð skáld.
Löngunin til þess hafði að vísu búið með henni
frá barnsaldri, en hún hafði ekki vaknað til
fulls fyrr en hún settist að í Noregi. Það var
stórbrotin, villt náttúra landsins, saga og ör-
lög þjóðar og einstaklinga, sem leystu hana
úr viðjum, lögðu henni pennann i hönd og
vísuðu henni á yrkisefnin. Nú var hún aftur
sezt að í Noregi til þess að fæðast norsk í
verkum sínum. En Norðmenn voru beztir vin-
ir Dana, þegar hvorir tveggja voru heima hjá
sér, þeir gleymdu ekki, að Magðalena Thore-
sen var dönsk og 1 tíönskum bókmenntum
skyldi hún halda sig. Henni stóðu ekki dyr
opnar upp á gátt í norsku bókmenntalííi.
Hvað eftir annað sótti hún um styrki, sem
Norðmenn veittu rithöfundum sínum til rit-
starfa eða ferðalaga, en hlaut aldrei neina
hjálp frá hærri stöðum. Þó sótti hún yrkis-
efni sín í norskt þjóðlíf og fylgdi Norðmönn-
um að málum. Ung hafði hún gefizt Norð-
manni og gert sér að ljúfri skyldu að lifa eft-
ir orðunum: Þín þjóð er mín þjóð. Hún barð-
ist mjög í bökkum fjárhagslega, og jafn við-
kvæm og hún var, fann hún kuldann og tóm-
lætið í Kristjaníu nísta sig.
Þyngstu vonbrigðin urðu henni þó, hve
samband hennar við Björnson var örðugt.
Hún hafði treyst þvi, að þau mundu standa
saman sem vinir og samherjar og hún mundi
alltaf fá að njóta þess að hún, hvað mann-
kosti snerti, væri fullkomlega jafningi hans,
þó að hann sem skáld hefði mikla yfirburði.
Þegar hún í annað sinn settist að i Noregi og
valdi sér Kristjaníu fyrir heimkynni, var
Björnson leikhússtjóri þar. Hann haföi áreið-
anlega mörgu að sinna, þurfti víða að koma
við og hafði sjálfsagt ekki mikinn tíma aflögu
handa sinni gömlu og tryggu vinkonu frá
Bergen. Frú Thoresen var sár og hrygg yfir
tómlæti hans og kenjum, en himinglöö, þegar
hann leitaði nærveru hennar og sýndi henni
barnslegan trúnað; á slíkum trúnaðarstund-
um var hann ómótstæðilega indæll, þá elskaði
hún hann og dáði framar öllum öðrum og
minntist skáltígáfu hans með mikilli lotningu.
„Honurn er geíið ao klæða í orð allt, sem
hann hug:ar, cn beztu hugsanir minar deyja
moð mér,“ sagðf húir einhverju sinni.
Skuggahlíðarnar á stórbrotnum persónu-
leika Börnsons myrkvuðu henni marga
stund. Henni ægði sjálfsdýrkun hans svo
mjög, að hún sagði eitt sinn við hann, þar sem
hún var gestur við hans stóra borð: „Þarna
situr þú, Björnson, og ert hrærður yfir mikil-
ieik þinum og ágæti.“
Hún sagðist aldrei hafa tekið eins mikið út
við að siá mann sökkva sér niður í hégóma-
skap og fordild og hann.
„Hann vill vera tíáður, sama hver gerir það.
Hann vill upphefiast, ef hin hreina alda lyft-
ir honum ekki, 'þá skal hin óhreina gera það.
Slikt hata ég. Hann er í öllum hlutum henti-
stefnusinni, en ég læt staðfestan Aúlja minn
alltaf stjórna gjörðum minum. Hann hefir
kj ark til að æsa rnenn upp með áróöri, en þeg-
ar hann á sjálíur að taka afleiöingunum, flýr
hann, því að i rauninni er hann hugdeigur. í
skapgerð hans ’nefi ég séð það lægsta blandað
því æðsta og fullkomnasta, sem til er.“
Vel má vera, að Björnson, sem frá upphafi
laðaðist að Magðalenu vegna gáfna hennar og
heillandi persónuleika, hafi þótt lítið til skáld-
skapar hennar koma, en það er þó engan veg-
inn víst; það varð oft stutt í vinfengi hans
við önnur skáld, þó að þau á tímabili væru
aldavinir hans. Magðalena virðist hafa kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að honum væri ekki
sérlega mikið um það gefið að hafa önnur
skáld starfandi sér við hlið, og vildi vera einn
um að bera birtuna. sem stafaði af bókmennt-
um Noregs í hans tíð.
Ummæli Magðalenu Thoresen um þennan
vin sinn, sem hún hreifst af, en oíbauð þó í
aðra röndina, er vissulega skylt að taka með
varúð, en þö má telja líklegt, að Björnson hafi
ekki haft svo litiö til að bera af stórmennsku,
sjálfsdýrkun og sérgæðingshætti þess manns,
sam allsstaðar vill vera mestur, hafinn yfir
daglega tillitssemi til annarra manna, en
leitast við að leyna eigingirni sinni með utan-
viðsigheitum snillingsins, sem hvorki sér né
heyrir né man eftir þeim skyldum, sem um-
gengnismenning leggur mönnum á herðar.
Frú Thoresen sá í gegnum allar húnda-
kúnstir og látalæti Björnsons, slíka tilgerð
hataði hún og fannst hún sem saur á silki-
klæði. Hún fann til þess, að þrátt fyrir yfir-
borðsskoðanir sinar leit Björnson ekki á kon-
una, sein jafningja mannsins, kaus heldur að
hafa hana álengdar, krjúpandi fyrir alvizku
hans og almætti. Rétt konunnar til þess að
halda fram sannfæringu sinni gegn skoðun-
um mannsins viðurkenndi hann með vörum
en ekki hjarta, og kærði sig ekki um að veröa
sjálfur fyrir barðinu á þessháttar sjálfstæði.
Þrátt fyrir alla þessa kviku var þó oft kyrrt
á yfirborðinu, og alltaf var Magðalena reiðu-
búin til að gera allt sem hún gat fyrir Björn-
son. Þannig tók hún til dæmis við þýðingum
fyrir hann, sem hann hafði tekið að sér, en
vildi svo losna við, svo að hann hefði betri
tíma til að frumsemja. Fannst henni þó, að
þýðingar væru andlegur þrældómur og tíma-
eyðsla, sem hún mætti ekki við.
Vináttu Björnsons, sem oft hafði hangiö á
bláþræði, varð nóg boðið, þegar Magðalena
birti sögu, er hún nefndi: Saga ömmu minn-
ar. En þar áleit Björnson og reyndar fleiri, að
hún lýsti sambandi þeirra eins og það horfði
við frá byrjun, sambandi, sem Björnson nefn-
ir andlegt hjónaband, en Magðalenu var mik-
ið meira en það. Björnson fannst hún ganga
alltof langt í bersögli með þessari sögu og b^.r
lengi þykkju til hennar.
En hafi Björnson verið andlegur faðir
Magðalenu Thoresen eins og hún sjálf sagði,
þá he'fir hún einnig haft mikil áhrif á skáld-
skap hans og verið í huga hans, þegar hann
mótaði ýmsar af stórbrotnustu kvenhetjum
sínum. Þannig nefna bókmenntafræðingar
hana sem fyrirmynd að Maríu Stúart, Fisker-
jenten og Leonördu í samnefndum leikritum
og sögu, frú Bang í sögunni Magnhild og Ger-
trud í leikritinu Redaktören. Þó kunna áhrif
víðar að að hafa blandast þar.
Er líður að ævilokum lægir stormana og
hugurinn verður sáttfúsari. Þegar Magðalena
var orðin áttræð og Björnson nær sjötugu,
heimsótti hann hana og færði henni mynd af
sér. Á bakið á myndinni hafði hann skrifað
erindi, sem endar á þessum ljóðlínum: