Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 47
JOLABLAÐ TIMANS 1950
47
mig langar ekki svo mjög til að sjá gömul
fangelsi og aftökustaði. En Tower of London
er eitt af elztu og merkustu fornminjum Breta
og var í upphafi byggður af Vilhjálmi sigur-
vegara, í þeim tilgangi að verja og stjórna
London þaðan. Byggingar þar eru að nokkru
frá normanska tímabilinu eða 1066 eða 11.
öld. Þær eru margar turnlagaðar. Staður þessi
með byggingum og öllu tekur yfir 18 ekrur
lands. í fortíðinni var Tower of London bæði
virki og aðsetur konunga Bretaveldis, allt til
daga James' fyrsta. Síðar fangelsi meiri hátt-
ar fanga erlendra og innlendra. Rudolf Hess
var geymdur þar á stríðsárunum. Nafn sitt
hafði hann krotað í gluggakistuna í herberg-
inu, sem hann var í. Nú er þar ekki fanga-
geymsla lengur. Árið um kring er fullt ferða-
manna að skoða þennan merkilega stað, sem
vart mun eiga sinn líka í víðri veröld. Einn
turninn er mestur og er elzti partur hins
gamla virkis. Hann_ geymir nú safn gamalla
smærri hergagna. Ég geng þar í gegn með
lokuð augu, því hergögn áttu aldrei að verða
til. Þau bera þroskaleysi mannsins sárast
vitni. í einum turninum, sem talinn er traust-
asta bygging Englands, eru gimsteinar og aðr-
ir dýrgripir brezku krúnunnar geymdir. Löng
biðröð er þarna, svo ég geng frá og legg leið
mína til hinnar konunglegu St. Péturs kirkju,
sem einnig tilheyrir Tower of London. Hún er
mjög við aldur, en virðuleg þó, byggð í byrj-
un 12. aldar, endurbyggð eftir bruna 1512.
Kirkja þessi á sér sérstaka sögu sem og stað-
urinn allur. Leiðsögumaður talar og hrað-
fleygar svífa svipmyndir sögunnar fyrir sjón-
um mér, — ég finn hið aldna guðshús bifast
af tárum aldanna. Hvenær munu kirkjurnar
enduróma lofsönginn: Friður á jörðu?
V.
Indverskir hljómleikar.
(Tileinkað frú ^Lizzie Thorarinsson).
Indversk söngkona, sem verið hefir sessu-
nautur minn á þinginu í Amsterdam, býður-
mér á hljómleika, sem hún efnir til í London.
Ég er stödd í hljómleikasalnum nokkru áður
en hljómleikarnir hefjast. Allt ber þar austur-
lenzkan blæ. Áheyrendur eru flestir Indverj-
ar. Þeir eru fólk ólíkt Vesturlandabúum. Hör-
undsdökkir, dökk-brúneygir, blá-svarthærðir,
yfirleitt lágvaxnir, grannir og fagurlimaðir,
hreyfingar iéttar og framkoma öll mjög fág-
uð, fínleiki, sem virðist þeim runninn i merg
og blóð, djúpstætt menningaratriði. Konurn-
ar eru klæddar sínum undurfagra þjóðbún-
ingi, sem mér finnst að engar konur gætu bor-
ið sem þær. l
Mér finnst ég stödd á brú milli tveggja
heima. Vestrænni hljómlist hefi ég kynnst dá-
lítið. Þeirri austrænu aðeins af bókum og
sögusögn annarra. Ég veit, að á Indlandi er
Landsýn
Frh. af 2. síðu.
Sveinssyni. Eftir afhjúpunina voru sungin
tvö erindi eftir listakonuna, undir laginu við
nr. 173 í Sálmasöngsbókinni eftir Sigfús Ein-
arsson og Pál ísólfsson, og fara þau hér á
eftir:
í bæn þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við Ægis mátt,
en himinn rétti arm í átt,
þar ýtar sáu land.
Það skip úr dauðans djúpi rann,
þvi drottins engill lýsa vann,
svo bíður hann við boðann þann
og báti stýrir hjá.
í allt sumar og langt fram á haust hefir
fólkið streymt til þess að skoða Strandar-
kirkju og myndina fögru, og nú veit hvert
mannsbarn á íslandi, hvar Strandarkirkja
— kirkja sjómannanna — er.
Magdalena Thoresen
Frh. af 7. síðu.
sú hamingja, að þegar minn ágæti eiginmaður
kynntist honum, tók hann fullkominn þátt í
aðdáun minni. Og nú vil ég kveðja yður. Guð
gefi yður sól og frið á ævikvöldi yðar.
Með virðingarfyllstu og hjartanlegustu
kveðjum
yðar Magðalena Thoresen.“
tónstiginn annar en á Vesturlöndum; ég veit
einnig, að þar er að finna ýmsar einkenni-
legar hljómlistarreglur. Þar gilda einar regl-
ur fyrir söngva, sem syngja á um sólarupprás
og aðrar við hádegissöngva. Þriðju reglurnar
eru við ljóð þau, sem sungin eru við sólarlags-
bil og jafnvel fjórðu, er eiga við kyrrð lág-
nættisins. Hinir söngnæmu Austurálfumenn
vita, að náttúran felur í sér mismunandi
hljómaeðli, allt frá aftureldingu til sólarlags
og frá sólarlagi til aftureldingar, og að hin
smágerfu hljómbrigði geta komist í samræmi
við hljómaeðli náttúrunnar. Indversk tón-
skáld myndu ekki vera fáanleg til að leika
fyrir yður sólaruppkomuljóð um sólarlagsbil,
því þau segj a, að á engan hátt megi trufla hið
innra samræmi, sem sé á milli náttúrunnar og
mannssálnanna.
Hugur minn bíður, fullur eftirvæntingar, að
fá skygnzt inn í hinn líttþekkta heim. Þung-
lyndislögin, mjúkir tónar indverska þjóðlags-
ins líða um salinn, söngkonan hefir hafið upp
rödd sína, hún lætur dálítið annarlega í mín-
um vestrænu eyrum. En hvílík seiðandi mýkt
— minnir á lóukvak á heiðum. —
Ungur maður ljóst og létt klæddur situr
með krosslagða fætur uppi á dúkskrýddu borði
og leikur á fiðluna sína. Algjört vald hans yf-
ir öllu er auðfundið, fyllsta samræmi ríkir,
„yndi, sem ómögulegt er að lýsa, aðeins að
njóta“. Listamaðurinn virðist lifa það að tjá
sig á hinn fullkomnasta hátt. Ég minnist
fiðluleikara, sem ég þekkti í 'æsku minni.
Hann var einnig fæddur listamaður af guðs
náð, en fékk eigi notið sín og fór þess vegna
villur vegar. —
Söngkonan syngur vögguljóð, spilað er und-
ir á síthar og litla trumbu, sem slegin er með
fingrunum. Aftur ríkir hið fyllsta samræmi.
Við sitjum öll við vöggu og berumst með
mildum, hljóðum tónunum þangað, sem
fyrsta vagga mannkynsins mun hafa staðið,
til Indlands, þar sem himininn sýnist nær og
stjörnurnar stærri og fegurri. —
Síðustu tónar lágnættisljóðsins deyja út
sem í fjarska. Hvar hafði ég verið? Ég hafði
borist heim — heim í hina „nóttlausu vorald-
ar veröld", þar sem náttúran hvílir i faðmi al-
lífsins og tíminn er ekki til. — —
5. ágúst hefir aukið ógleymanlegum degi i
minn æviþátt.
VI.
7. ágúst. Stödd á sumarhóteli í Kent til hálfs
mánaðar dvalar. Ég hygg gott til hvíldar á
yndislegum stað, er þreytt eftir ferðalagið til
Hollands og fundarsetu þar, enda hefir verið
ákaflega heitt í veðri og langstæðir þurrkar,
mjög þjakandi þeim, sem vanastir eru sifelldri
vætu eins og við íslendingar.
Hótelinu veitir forstöðu Miss Estelle Stead,
dóttir blaðamannsins og spíritistans fræga,
William T. Stead, sem fórst með Titanic 1912.
Miss Stead er gáfuleg höfðingskona, krýnd
silfurhærum. Hljóðlát og virðuleg gengur hún
sjálf gestum sínum um beina. Hún tjáði mér,
að hún hefði kynnst aðeins einum íslending
áður, próf. Haraldi Níelssyni, sem væri sér
minnisstæður sakir prúðmennsku og glæsilegs
persónuleika.
Ég finn til nokkurrar ábyrgðar. Ég er eini
íslendingurinn, sem þarna hefir komið, er
mér sagt. Á þessu hóteli og baðstað dvelja að
jafnaði 75 manns víðsvegar að úr Englandi,
og alltaf voru einhverjir að fara og nýir að
koma. Allir virtust þeir frétta fljótt um ís-
lendinginn og hann varð að tala nokkuð um
land sitt og þjóð daglega. Um ótrúlega margt
var spurt og því ekki vandalaust að svara, án
þess að halla á hvorugt, sannleikann eða þjóð
sína. Þess minntist ég á þessum stað, og aldrei
eins fullkomlega erlendis, að hver sá íslend-
ingur, sem út fyrir landsteinana fer, er raun-
verulega fulltrúi íslands. Hann hefir það á
valdi sínu að stækka eða smækka veg þjóðar
sinnar með framkomu sinni. Mun það ekki
vera sanni næst, að sú ættjarðarást, sem lýsir
sér í þvi, að leitast við að koma þannig fram,
að eigi falli skuggi á land og þjóð, sé hin eina
sanna og óskaðlega ættjarðarást.
Þarna var stundum sitthvað til skemmtun-
ar gestunum. Kvöld eitt söng fyrir okkur söng-
konan Isabel Baily, ein frægasta og vinsæl-
asta söngkona Bretlands. Endurómurinn af
unaðslega mildum, seiðandi tónum Mendel-
sohns, „Á vængjum söngsins", berst inn til
mín í gegnum hljóðan, mánabjartan skóg-
inn og vaggar mér i værð.
Frá hótelinu er aðeins hálftíma ferð til
Kantaraborgar, sem er ein allra elzta borg
Englands. Hún er fornfræg og á sér mjög
merkilega sögu. Hún er því sem þrungin af
ilmi og dyn aldanna. Ferðamenn allra þjóða
gista hana árið um kring. Auk hinnar fögru,
frægu dómkirkju eru þar fjölmargar forn-
frægar byggingar, sem notaðar eru enn í dag.
Mest hreif mig, utan kirkjunnar, „Spítali
pílagrímanna", sem byggður var á 11. öld. í
honum er lítil kapella, sem messað er í enn.
Ég naut þess aö mega skrifa nafn mitt í gesta-
bókina þar.
Tvær vikur líða fljótt í góðu gengi. Mér end-
ist ekki timi né fé til að sjá bernskustöðvar
skáldsins Charles Dickens, sem þarna voru í
nágrenninu. Það vár nú reyndar ekki það
eina, sem eftir varð, því í landi sem England
er svo ótalmargt að sjá og skoða og undrast.
Það er eins og „sagan“ sé þar öll í lifandi
myndum skráð, mótsetning íslenzkra öræfa,
ósnortin í þúsund ár. En hvorttveggja á und-
arlegt, seioandi afl, afl, sem gefur lífinu
gildi, lyftir því upp í æðra veldi.
Sumarleyfi mitt er á enda, ég kveð England,
Londön. Að heimsborginni miklu hefir mér
aetizt betur en öðrum stórborgum, sem ég hef
kynnzt. Skýjasköfur á hún ekki á borð við
New York, hún er ekki hávaðasöm, hún lætur
litið yfir sér. Þó geymir hún bæði gull og grjót
öllum öðrum borgum fremur.
Seint um kvöld 24. ágúst lendir „Gullfaxi“
á Reykjavikurflugvelli. Stigið er niður úr
flugvélinni með þakklátum hug, þvi tvisvar
þurfti hún viðgerðar við á leiðinni, og við er-
um samt komin heim heilu og höldnu.
Kalsarigning og stormur næðir um vang-
ann, en hvað gerir það til? Ég er komin heim.
Hér er heimili mitt, líf og starf, ég fagna því.