Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 31

Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 31
JOLABLAÐ TIMANS 1950 31 STÆ T I S I G U R I. N N Jólasaga eftir Torfa Þorkel Grímur bóndi í Innri-Hlíð gekk áleiðis fram dalinn án þess að lita til hægri eða vinstri. Hann hafði látið fé sitt út í morgun, því að bloti var á jörð og sauðsnöp góð. Nú rölti hann í hægðum sínuifl til kindanna, stór maður vexti, dökkhærður og loðbrýndur, nokkuð lotinn í herðum og þreytulegur af manni á fertugsaldri að vera. Af svip hans mátti ráða, að hann var í þungum þönkum, en synd hefði verið að sesgja, að nokkur há- tíðabragur byggi yfir hugrenningum hans að þessu sinni, enda þótt nú væri kominn að- fangadagur og helgasta kvöld ársins færi í hönd. Hann var sem sé að brjóta heilann um það, hvernig hann gæti gert nágranna sínum, Snorra í Ytri-Hlíð, verulega eftirminnilegan grikk .... Allt frá því að Grímur flutti í sveitina síð- astliðið vor, höfðu þeir Hlíðarbændur eldað saman grátt silfur. Óvinátta þeirra hófst með deilum út af mótekju. Einn maímorgun, þeg- ar Grímur var kominn á kreik, sá hann hvar Snorri stóð á skyrtunni við móskurð í mýr- inni Innri-Hlíðarmegin við merkjalækinn. Þetta þótti Grími nokkuð mikil'ósvífni. Minna gat það varla kostað, en biðja um leyfi til iúótekjunnar. Hann skundaði til Snorra og reyndi ekki að draga úr háðinu, þegar hann sagði: „Góðan daginn, granni sæll. Dágóður mór að tarna.“ Snorri rétti sig upp og þerr- aði af sér svitann með skyrtuerminni. Hann var í meðallagi hár, bolþykkur og hnellinn í vexti. Rauðjarpt hárið lék laust um enni hans í golunni. Hann stóð rétt á þrítugu og bauð.af sér hinn bezta þokka. „Góðan dag. Já, mórinn er ágætur,“ anzaði hann og mældi nýja nágrannann með augunum. „Ja, það má segja, að þeir eru hjálpsamir bændurnir hérna,“ hélt Grímur áfram í sama hæðnis- tón. Gráblá augu Snorra skutu gneistum. „Hvað áttu við?“ „Það, sem ég sagði. Ekki voru karlarnir í minni sveit svo hugulsamir að stinga upp mó fyrir nágfanna sína, og ég leyfi mér hér með að þakka þér fyrir brjóst- gæðin í minn garð.“ Snorri leit snöggt upp. Drættirnir í kring um munninn urðu hörkulegir: „Þú getur sparað þér þakkirnar, því að þessi mór mun ekki brenna undir þínum kötlum.“ „Ber að skilja þetta þannig, að þú ætlir þér að hafa gagn af landnytjum mínum eins og einhverj- um almenningi? Sé svo, skal það verða þér dýrt spaug. Mótakið hérna er ekki til skipt- anna. Ég get sagt þér það strax, að þú færð ekki eina flögu úr mínu landi, þótt þú bæðir mig þess grátandi á hnjánum.“ Snorri kreppti höndina á gaffalskaftinu, svo að hnúarnir hvítnuðu og vöðvarnir á handleggjunum hlupu í harða hnykla. Ekki var þó að heyra á röddinni að hann væri reiður, er hann mælti: „Eins og þú veizt, er ekkert mótak til á minni jörð, en frá fornu fari hefur bóndanum í Ytri-Hlíð verið heim- il mótekja endurgjaldslaust í Innri-Hlíðar- landi.“ „Hefirðu nokkurt skriflegt skilríki fyrir því?“ „Nei. Þetta eru aldagamlir og hefðbundn- ir samningar, svo að hingað til hefur Ytri- Hlíðarbóndinn aldrei verið krafinn um nein skilríki fyrir þessum réttindum.“ „Grunaði mig ekki! Þú hefur sem sagt eng- in gögn í höndum, sem heimila þér móskurð í minni landareign, nema frekjuna, en það gagn er lítils virði, jafnvel þótt það kunni að vera aldagamalt og hefðbundið, enda virði ég það að engu. Ekki get ég gert að því, þótt mótak finnist ekki í þínu landi, það veröur þitt að ráða fram úr þeim vanda, en ekki mitt. Hef ég talað nógu skýrt?“ Þegjandi sneri Snorri sér við og tók að kasta hnausunum upp úr gröfinni. En Grím- ur spyrnti við þeim fæti, svo að þeir féllu jafnóðum niður með þungum dynkjum. Snorra var ekki vært lengur í mógröfinni, hann fleygði því skóflu.og gaffli upp á bakk- ann andspænis Grími og stökk sjálfur upp á eftir. — „Þú brosir gleitt núna, svíðingur,“ Torfi Þorkell. mælti hann ógnandi og áteytli hnefann í átt- ina til Gríms, „en óvíst er hver sigri hrósar að lokum.“ Að svo mæltu snerist hann á hæli og skundaði heimleiðis. En lengi á eftir glumdu hlátrasköll í eyru honum .... Þannig voru þá þeirra fyrstu kynni; þau spáðu ekki góðu um sambúð þeirra i fram- tíðinni, enda varð annað þessu líkt. Greiðvikinn bóndi í sveitinni léði Snorra mótak, svo að hann • skorti ekki eldsneyti þetta árið, en miklu var sá mór lélegri og langsóttari en Ytri-Hlíðarmórinn. — Misklíðarefni Hlíðarbændanna virtist ó- þrjótandi. Þannig hagaði til, að tún þeirra lágu saman og ekki var meira en sneinsnar milli bæjanna. Um sumarið tók heimalning- ur, er Snorri átti, aö gerast tíður gestur í túni Gríms. Eitt kvöld fann Helga, móðir Gríms, Snorra að máli og ympraði á því eins vingjarnlega og henni var unnt, hvort Snorri gæti ekki haldið heimalningnum á sinni landareign. Hún óttaðist að annars kynni að fara illa. Svo rétti hún Snorra samanböggl- aðan bréfmiða. Á honum stóð: „Hirtu gems- ann þinn, ef þú vilt ekki hafa verra af. — G.“ Helga bar Grími annan miða til baka: „Ekki er það mín sök, þótt túnið þitt sé illa girt. — S.“ Þegar Snorri gekk út að gá til veðurs næsta morgun, fann hann heimalninginn dauðan fyrir utan dyrnar. Eftir þetta sat Grímur um hvert tækifæri til að koma fram hefndum. En sumarið leið og haustið líka, án þess að hann fengi nokk- uð náð sér niðri á nágrannanum. Það var loks nú um miðja jólaföstuna að tækifærið kom. Grímur hafði gengið á rjúpnaveiðar og með honum var hundur hans, svartur að lit, er Skuggi hét. Skuggi var afbragðs vitur hundur og hændur mjög að húsbónda sín- um, enda mat hann Skugga að verðleikum. í sama bili og Grímur kom bak við hól einn, sá hann hvar maður lædaist að stórum rjúpnahópi um 100 faðma í burtu. Það leyndi sér ekki, að þetta var Snorri. Grímur hugði nú gott til glóðarinnar, fleygði sér niður og benti Skugga með hendinni. Skot reið af. Hvellurinn bergmálaði í fjöllunum. Rjúpurn- ar flugu allar nema ein, sem lá eftir. Snorri bölvaði í hljóði, því að hann hafði gert sér vonir um að fá minnst fjórar í þessu skoti. Allt í einu þaut svartur hundur fram hjá honum eins og kólfi væri skotið, og stefndi á rjúpuna, hrifsaði hana í kjaftinn og ætlaði að stökkva með hana sömu leið til baka; en í sama bili kvað viö annað skot. Skuggi sner- ist í hring í loftinu, kastaðist til jarðar og hreyfðist ekki framar. Þannig lauk ævi hans. Grímur gnísti tönnum. Hvenær fengi hann jafnvitran hund? Aldrei. Hvaða hefnd var of grimm fyrir slíkan hund? Engin.-------Bara að honum dytti nú nógu snjallt ráð í hug til þess að ... ah ... æ .... í þessum svifum hrasaði hann um steinnibbu og féll á grúfu. Hann reis þó skjótt upp aftur og ætlaði að halda áfram, en fann þá, að hann gat ekki stigið í vinstri fótinn; hann hafði undizt svo illilega um Öklann. Hann settist í snjóinn og reyndi að jafna sig. Þetta hlaut að lagast. Líklega var gott að nudda öklann dálítið. Eft- ir nokkra stund gerði hann aðra tilraun til þess að ganga. En það fór á sömu leið og áð- ur. Fótinn var ekki hægt að nota. Hann seig niður í fönnina og nú varð hon- um ljóst, hve illa hann var staddur. Heim að Innri-Hlíð var allt að hálftíma gangur. Myndi hann endast til að skríða svo langa leið á fjórum fótum? Og kindurnar? Hvað yrði um þær? Grímur skimaði fram dalinn. Þær hefðu átt að sjást, væru þær fyrir heiman Hvarfið. Hann kom h^rgi auga á þær, en hann sá annað, sem hleypti hrolli í herðar hans. Bik- svartir kólgubakkar skutu kollunum upp yfir fjallsbrúnina, fylktu liði, stönzuðu andartak til að blása sig út, og geystust svo fram á him- inhvolfið. Það dimmdi í lofti. Ógnþrungið veðurhljóð kvað við úr skörðunum. Snjókorn tóku að falla — eitt og eitt. Það leyndi sér ekki, að stórhríð var í aðsigi. Þóra í Ytri-Hlíð stóð við baðstofugluggann og þíddi héluna á einni rúðunni með andar- drætti sínum unz hún gat séð út. En það var svo sem ekkert að sjá nema hríðarsortann. Það var ofsalegt óveður. Baðstofuþekjan hriktist til og nötraði fyrir átökum storms- ins. Úff! Það var óttalegt að hugsa til þess, að menn og skepnur skyldu vera úti í þessu veðri. Þvílíkt ólán að kindurnar voru látn- ar út í morgun. En hver gat búizt við slíkri veðrabreytingu? Hún þrýsti sér fastar að rúð- unni. Þarna brá einhverju fyrir, og hundgá heyrðist. Guði sé lof. Snorri var kominn. Hún flýtti sér fram í bæjargöngin. Útidyrahurðin var opnuð og köld snjóstroka þeyttist í and- lit hennar; jafnskjótt sentist hundur Snorra, er Tryggur hét, inn úr dyrunum og augna- bliki síðar smeygði Snorri sér inn um gætt- ina. Hann var hvítur af fönn frá hvirfli til ilja, augabrýrnar voru loðnar af hrími og klaki var í yfirvararskegginu. Þóra sveif í fang hans án þess að ge/a honum ráðrúm til að verka af sér snjóinn, og þrýsti löngum kossi á varir hans. „Þú verð- ur blaut,“ mælti hann og ýtti henni góðlát- lega frá sér, en erfitt var að hverfa frá heit- um munni hennar. „Hvernig gekk þér að finna féð?“ spurðf hún. „Ég hafði það allt að lokum, eða réttara sagt við,“ svaraði hann og kinkaði kolli til Tryggs. „Ég væri ókom- inn, ef hann hefði ekki verið með mér,“ bætti hann við um leið'og hann dró' hníf upp úr vasa sínum og fór að skafa af sér snjóinn. „Ó, Snorri, ég er svo fegin því, að þú skulir vera kominn heim; ég var svo hrædd um, að þú mundir villast í hríðinni. Ég varð eitthvað svo utan við mig eftir að bylurinn skall á, að ég fann ekki til þess, að jólin væru í nánd. En núna hlakka ég til kvöldsins eins og ó- þreyjufullt barn, því að nú er ekkert leng- ur því til fyrirstöðu, að við getum lifað gleöi- leg jól,“ sagði Þóra og dustaði snjóinn af breiðum herðum bónda síns. — „Að minnsta kosti verður jólamaturinn bærilegur eftir eldhúsilminum að dæma; maður fær bara vatn í munninn,“ sagði Snorri um leið og hann losaði snjóinn úr skóm sínum. „Hangiketið sýður í pottinum; það var ekki valið af verri endanum. Ég vona líka, að þér finnist notalegt í baðstofunni, þvi að ofninn hefur verið kynntur síðan í morgun." í sama taili og Þóra sleppti orðinu, var hurð- inni hrundið upp og snjóstrokan stóð inn bæjargöngin í annað sinn. Gömul, fannbar- in kona steig yfir þröskuldinn og flýtti sér að loka dyrunum. Þetta var Helga í Innri- Hlíð. Hún var smá vexti og lotin í herðum; andlitið var toginleitt og flóttalegt. Hárið rytjulegt og grátt gægðist undan skuplunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.