Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 33

Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 33
33 Hún stóð í sömu sporum og neri bláar hénd- urnar vandræðalega. „Komdu hérna inn í eldtíusið, Helga mín; mér sýnist þér ekki veita af hlýjunni," sagði Þóra. „Nei . . . Ég ætlaði ekki að stanza neitt. . . Ég . . . ég ætlaði að vita, hvort það væri nokk- ur leið . . . Nei, annars . . . Það er allt of mik- ið . . . ég finn það . . Iienni vafðist tunga um tönn. Illur grunur greip Þóru. Hún leit á Snorra; hann hélt áfram að skafa af sér snjóinn, en þó grunaði hann víst það sama, ef hún þekkti svipbrigði hans rétt. Þóra þoldi ekki þessa óvissu lengur; hún gekk til Helgu, lagöi hand- legginn um herðar hennar og sagði: „Hvað hefur komið fyrir?“ „Hann Grimur minn var að lcoma heim áð- an með stokkbólginn öklann og nær dauða en lífi af kulda og þreytu. Buxurnar voru sundurslitnar á hnjánum, því að hann varð víst' að skríða mest alla leiðina. Hann sagði, að það gerði nú ekkert til með sig, en það væri verra með kindurnar; þær eru allar úti ennþá.“ Þóra dró handlegginn ósjálfrátt að sér og hrökklaðist nokkur skref aftur á bak, um leið og hún stundi upp: „Þið ætlizt þó ekki til að Snorri . . . .“ Einhver kökkur í hálsinum mein- aði henni að ljúka setningunni. „Ég sé enga aðra leið. Ef við missum kind- urnár, liggur ekkert fyrir okkur nema sveitin,“ mælti Helga og skotraði augunum biðjandi til Snorra. En þegar hún sá, að hann hélt áfram að verka af sér fönnina í hægðum sínum, hélt hún áfram: „Ég veit, að við eigum þetta ekki skílið. Grírhur niinn héfur gért Svo margt ykkur til óþurftar. Hann veit heldur ekkert ium, að ég fór hingað; hefði aldrei gefið mér leyfi til þess. Hann finnur víst til þess, ekki síður.en ég, að við eigum helzt til lítið inni, til þess að fara fram á slíka hjálp.“ „Þetta er meira en hjálp, Helga, nær væri að segja fórn. Maöurinn minn er nýkominn utan úr hríðinni og er sjálfur hvildar þurfi. Þú sérð þaö sjálf, hvílik tvísýna þetta væri. Hlustaðu á, hvernig þýtur í storminum. Þú heyrir veðurgnýinn og finnur hvernig hríð- in bylur á þekjunni. Og bráðum dettur nátt- myrkrið á. Eru líkurnar fyrir því, að féð finn- ist í þessu óveðri, ekki of litlar, til þess að for- svaranlegt sé að stofna mannslífi í hættu, og það undir sjálfa jólahelgina?“ Rödd Þóru titraði af geðshræringu, er hún greip í hahd- legg Snorra og bætti við: „Því segirðu ekkert, Snorri? Hvað ætlarðu að gera?“ Snorri strauk snjóinn af hnífsblaðinú og leit á konurnar til skiptis. Báðar elskuðu þær innilega, önnur mann sinn, hin son. Báðar höfðu spilað út sínum trompum og biðu nú í ofvæni eftir ákvörðun hans . . . Honum hefði fundizt það í meira lagi hjákátlegt, ef ein- hver hefði sagt honum, t. d. í morgun, að hann ætti eftir að leggja líf sitt í hættu fyrir Grím, og það á sjálfum jólunum; svo mikla fjarstæðu var varla hægt að hugsa sér. Núna var barátta þeirra einmitt að ná hámarki. Hann hafði strengt þess heit með sjálfum sér að sigra í þessari baráttu, hvað sem það kost- aði. Og nú komu örlögin honum til hjálpar. Sigurinn var þegar unninn, ef hann aðeins kaus heldur baðstofuhlýjuna en bylinn. Og þó . . . .? Gæti hann í raun og veru hrósað nokkrum sigri? Gat hann haldið að sér hönd- um með góðri samvizku, meðan granni hans var að missa lífsbjörg sína? Nei — og aftur nei. Það var illt að þurfa að fara út í þetta manndrápsveður, en að heita ómenni var þó helmingi verra. — Hann lokaði hnífnum, leit á konu sína og mælti rólega: „Áttu nokkra hressingu handa okkur?“ Hún þrýsti glóhærðu höfðinu að hálsi hans. „Þú ætlar þá aftur út í hríðina?“ „Já, Þóra. Það sama hefði Grímur gert í mínum sporum. Okkur er ekki alls varnað, þótt illir séum,“ svaraði hann og brosti við bláum augum hennar, sem nú voru rök og kvíðablandin. „Óttastu ekki um mig, Þóra mín. Ég er þaulkunnugur á dalnum, eins og þú veizt, og Tryggur er mér betri en enginn. Ef allt gengur vel, getum við verið komnir aftur á sjöunda tímanum,“ bætti hann við. Hún sefaðist og mælti: „Þú ert svo góður, Snorri, að maður hlýtur að hrífast með þér. Þín vegna skal ég reyna að vera hugrökk." Þau héldu inn i eldhúsið öll þrjú. Kaffið beið funheitt á könnunni. Snorri drakk tvo bolla í flýti og týgjaði sig því næst til ferðar. JÓLÁBLAÐ TÍMANS 1950 Þóra fylgdi honum fram í bæjardyr. „Guð veri með þér,“ hvíslaði hún um leið og varir þeirra mættust í djúpum kveðjukossi. Augna- blik.i síðar var hann horfinn út í hríðina. Hún sneri frá dyrunum eins og í leiðslu. Helga sat enn við eldhúsborðið; augu hennar flóðu í tárum. Þóra gekk til gömlu konunnar og strauk henni blíðlega um herðarnar. „Nú sé ég fyrst, hvað það var í raun og veru mikið, sem ég bað um,“ mælti Helga skjálfrödduð. „Það er satt, að þú baðst um mikið, en ég lái þér það ekki; ég er sjálf eigingjörn í ást minni. En nú þykir mér betra, að Snorri lét ekki að mínum vilja. Göfuglyndi hans sigr- aði, og með guðs hjálp mun öllu reiða vel af.“ Hún þagnaði og starði út í fjarskann. „En nú skal ég koma með þér yfir og hjálpa til að búa um fótinn á Grími,“ sagði hún og bjó sig til feröar með Helgu. Snorri hafði hríðina í fangið og sóttist,því ferðin seint. Frostið var nístandi biturt og veðurofsinn svo mikill, að hann varð að snúa sér undan í verstu byljunum, til þess að ná andanum. Svo var kófið þykkt, að ekki sást nema 3—4 faðma framundan, og færðin þyngdist óðum. En áfram þokaði honum þó fram dalinn hægt og hægt. Tryggur skokkaði ýmist við hlið hans, eða tók smáspretti fram fyrir hann og hvarf sýnum litla stund, en kom svo óðara til húsbónda síns aftuf. Eftir um það bil klukkustundargöngu sá Snorri grisja í háan klett gegn um hríðina. Hann var þá kominn að Hvarfinu. Hér þrengd- ist dalurinn og beygði til austurs. Snorri fleygði sér í snjóinn í skjóli viö klettinn og kastaði mæðinni. Tryggur settist við hliðina á honum og leit á hann spurnaraugum. Það var eins og hann væri að reyna að lesa af svip húsbónda síns, hvort halda skyldi áfram eða snúa til baka. Snorri var sjálfur í vafa um, hvað gera skyldi. Var það ekki óðs manns æði að fara lengra? Náttmyrkrið datt óðum á og líkurnar minnkuðu sífellt fyrir því, að fénu mætti bjarga. Og var hann ekki bú- inn að gera skyldu sína? Var hægt að krefja hann um meira? Þetta var vilji örlaganna og ekki var hann þess umkominn að breyta rás þeirra. Grímur hlaut að taka út þann dóm, sem hann verðskuldaði. Eða var þetta próf- steinn á manndóm hans sjálfs? Hann beitti öllu viljaþreki sínu, reis á fæt- ur og byrjaði aftur barninginn móti hríðinni. Hér við Hvarfið náði veðurofsinn hámarki. Snjór og loft hrærðist saman í eitt og mynd- aði óslitna, rjúkandi röst. Hvað eftir annað tók hann andköf og hraktist aftur á bak, og stundum varð hann að skríða á fjórum fót- um, til þess að veðrið fleygði honum ekki flöt- um. Verst var að halda augunum opnum, því að snjórinn lamdist svo fast framan í hann, þar sem lambhúshettan hlífði ekki. Hann fann hvernig krafturinn þvarr smátt og smátt og óttinn við að verða úti byrjaði að læðast að honum. „Snúðu við heimskingi, áður en þú gefst upp,“ hvíslaði einhver ísmeygileg rödd að honum. „Heima bíður þín yndisleg kona með óþreyju, — uppljómuð baðstofa af jólaljós- um og notalegur hiti frá rauðkynntum ofni, bráðfeitt hangikjöt og rúsínuvellingur, — friðsælt jólakvöld. — Hvað varðar þig svo um fleira? Þú ert búinn að leggja meira en nóg á þig fyrir Grím, þótt þú gangir ekki í opinn dauðann fyrir hann. Það verður hver að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig, ef hann á að geta hjálpað öðrum.“ Og aftur söng í eyru honum: „Snúðu við, snúðu við, snúðu við.“ „Þú ert ódrengur og ragmenni, ef þú held- ur ekki áfram — áfram — áfram,“ hvíslaði önnur rödd, en hún var miklu veikari. Honum varð sífellt erfiðara um sporið. Það var eins og fæturnir neituðu að flytja sig hver fram fyrir annan. Þeir hægðu meir og meir á sér, og að lokum stóðu þeir alveg kyrrir í sömu sporum. Það var tilgangslaust að þrjózkast lengur. Hann kallaði á Trygg, en fékk ekkert svar. Hann kallaði aftur, hærra en áður, og beið nokkra stund, það fór á sömu leið, — eng- inn anzaði honum nema ömurlegur veður- gnýr stórhríðarinnar. Grímur í Innri-Hlíð reis upp í rúminu og nuddaði augun. það var orðið koldimmt í baðstofunni. Hann hafði vist legið i einhverju móki. Allt í einu tók hann viðbragð. Var hann orðinn vitlaus, að flatmaga í bælinu eins og fábjáni, og kindurnar allar frammi á dal? Hann fleýgði sænginni út í horn og spratt fram á gólf. í sama bili kenndi hann stingandi verkjar í öklanum, sem vafinn var í reiíar, og þá mundi hann allt. Hann skreið upp í rúmið aftur og dró sængina upp undir höku. Honum var víst nauðugur einn kost- ur að liggia, úr því að ómögulegt var að nota löppina. Aidrei hafði hann verið jafn um- komulaus og vanmegnugur, allt frá því að hann lá hvítvoðúngur í vöggu. Aumari jól mundi hann aidrei lifa. — Ennþá var sami ö úiubylurinn eftir veðurhljóðinu að dæma, og svona gat hann hríðað áfram dögum sam- an. Það var ekki beinlínis skemmtilegt verk, sem beið hans, þcgar upp stytti og fóturinn yrði jafngóður. Hann sá sjálfan sig í huganum rölta tií og frá um dalinn, kanna skaflana með langri stöng og grafa hvern rolluskrokk- inn upp af öðrum. Þyngri raun varð ekki lögð á neinn bónda. Kindurnar voru mesta yndi hans í lífinu. Allt frá því að hann var barn, beið hann sauðburðarins með mikilli óþreyju á hverju vori, því að skemmtilegri verur en lítil lömb var ekki hægt að hugsa sér. Hann þekkti allar sínar kindur með nafni, 85 að tölu. Hver einasta þeirra hafði alizt upp und- ir handarjaðri hans og árvökru eftirliti. Þær voru nátengdar honum, hluti af honum sjálf- um, líf af hans lífi. Og nú voru þær allar farnar. Aldrei mundi Freyja koma hlaupandi með fagnaöarjarmi á móti honum, eins og hún var vön að gera, þegar hann kom i fjár- húsið til að gefa á garðann. Aldrei gæti hann þuklað framar um bakiö á Brynju og fund- ið þennan svellgróna og fágæta spjaldhrygg í greipinni, og aldrei mundi Dúfa þiggja óft- ar deig úr hendi hans og kitla hann í lóf- ann með snoppunni. Hann hafði haft sér- staka ánægju af að hygla henni vel; það brást sjaldan, að hún skilaði vænstu tvílemb- ingunum af fjalli. Já, þær voru allar farnar með tölu og bjargræðisvonirnar urðu þeim samferða. Bara að hann sjálfur hefði fengið að fara með þeim, þá hefði hann að minnsta kosti losnað við að verða stimplaður sveitarómagi. Sveltarómagi. Ljótara orð var ekki til í mál- inu. Æ . . . Bara að hann hefði nú ekki asnast til að láta út í morgun. Og þó . . . Það hefði ekki orðið að sök, hefði hann tekið eftir stein- skrattanum, sem varð honum að fótaskorti. Hann hafði víst haft hugann við eitthvað annað en götuna, sem hann gekk. Bíðum við. Um hvað hafði hann eiginlega verið að hugsa? Jú, nú mundi hann það. Hann hafði verið svona niðursokkinn í að brugga ná- granna sinum vélráð. Ófagrar hugsmíðar á aðfangadegi, enda höfðu þær komið honum í koll. Var þetta annars ekki einhver bending frá æðri máttarvöldum um það, að hann ætti að láta staðar numið á þeim vegi, sem hann hafði lengst af gengið hingað til? Hvað sá vegur var kallaður og hvert hann lá, vissi hann lítið um, en það mátti kalla hann veg hefnigirni og mannvonzku og hann lá áreið- anlega eitthvað langt niður í myrkradjúpin, þar sem veldi hins illa var allsráðandi. Var þetta ekki bending um, að hann ætti að leita að annarri leið, — leið, sem lægi upp á við í áttina til ljóssins, leið trúmennskunnar og kærleikans. Það birti allt í einu í gömlu baðstofunni. Móðir hans kom inn sparibúin með tvö stór kerti í höndunum. „Gleðileg jól,“ mælti hún og festi kertin á borðið milli rúmanna. Svo beygði hún sig niður að syni sínum og kyssti hann á ennið. „Gleðileg jól, mamma. Er klukkan orðin 6?“ „Já, þú hefur sofið á fjórða tíma. Hvern- ig líður þér í fætinum?" „Ég finn lítiö til í honum, þegar ég ligg, en ekki þoli ég að stíga í hann ennþá.“ „Þú verður bara að taka þessu rólega, þetta batnar von bráöar,“ mælti hún og skóf hél- una af einni rúðunni á stafnglugganum. Hann svaraði ekki, en leit á móður sína með undrunarsvip. Hvernig gat nokkur maður verið rólegur í hans kringumstæðum? Það var hægara sagt en gjört. Hann skildi ekk- ert í þvi, hvað móðir hans gat tekið hlutun- um léttilega. Það var engu likara en hún ætti einhvern óvæntan fögnúð í vændum, eftir andlitsbragði hennar að dæma. Við flöktandi birtu kertaljóssins sá hann, hvernig hún þíddi héluna smám saman af rúðunni, hall- aði sér áfram yfir borðið og horfði út i hríð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.