Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950 29 forkur. Þá er konan ekki síður áhugasöm og dugleg. Hún gekk að heyvinu með þrem dætr- um sínum, daginn sem ég var um kyrrt á Nauteyri, en það var mánudaginn 17. júlí. Gjarna hefði ég viljað heimsækja fleiri kunningja þarna í Nauteyrarhreppnum, svo sem Jón Fjalldal, en ég gat talað við hann í síma. Þá hefði mig langað til að koma að Laugabóli og Múla, en þess var ekki kostur, því Sigurður Dahlmann kom með bílinn sinn á Djúpbátnum þann 18., eins og áætlað var. Eftir að ég hafði borðað miðdegisverð hjá þeim hjónum á Arngerðareyri, kvaddi ég þau ásamt þeim Nauteyrarfeðgum, er höfðu flutt mið þangað, og lagði af stað með Dahlmann og hans ágæta bílstjóra. Jeppinn var í ágætu lagi og bar okkur fljótt yfir upp Langadalinn og yfir Þorska- fjarðarheiðina, að Bjarkarlundi Þar fengum við okkur hressingu. Héldum við svo sem leið liggur yfir hina FRIÐRIK HANSEN: Norðarlega undir Tindastóli austanverðum er vík ein, er heitir Glerhailavík. Dregur hún nafn af fágætum, fallegum steinum, er þar rekur úr liafi. Ofan við víkina eru miirg örnefni og eru ])jóðsögur um þau. I>ar er „Oskatjörn" uppi í fjallinu. Og ]>ar gerðist sagan um óskasteininn. Höfundur styðst að nokkru við þjóðsögur í neðangreindu kvæð% Söngfuglinn þegir. Sefur gróinn bær. Sólin á tindana kvöldbjarma slær. Sunnangolan andar á sef við Óskatjörn. Sofa þar í brekkunni lítil álfabörn. Sauðkindin liggur í laufgum hreiðurmó, lambinu værðir við hlið sína bjó. Litbrigði skreyta björg og bláan fjörð. Blikinn út við eyjar og sker heldur vörð. Hún situr undir Hamrinum hin sviphreina mær. Sólgleði og fegurð í augunum hlær. Óskasteininn hlaut hún álfunum frá. Enginn má þó vita hvað hún kaus^ér að fá. — Hún kemur alltaf síðan er sól á fegurst völd og situr undir Hamrinum á Jónsmessukvöld. Glerhallinn fagra hún geymir þá (í mund) — sem gaf henni heilaga óskastund. Hún elskaði eins og guðir og óskaði svo heitt, að allt það, sem hún þráði, var samstundis veitt. Sveitin og landið og sjórinn urðu eitt, sál hennar og draumur, og þó var engu breytt. -----Svo dó hún — inn í fjallið — og hún tívelur þar enn og demanta óskanna skapar fyrir menn. Hún dreifir þeim með ströndinni, en báran björt og rik á brjósti sínu flytur þá í Glerhallarvík. Gangirðu þangað skólaus, er rökkva slær á rein, réttir óséð hendi þér hvítan óskastein. En enginn skilur vorið og óskanna þrótt, sem ekki hefir vakað á Jónsmessunótt. fögru Reykhólasveit og Geiradal, en komum aðeins að Króksíjaröarnesi til Jóns Ólafsson- ar, fyrrum kaupfélagsstjóra, og drukkum þar kaffi. Síðan héldum við áfram inn með Gilsfirði, að Brekku og norður Steinadalsheiði, og þar með var sólskinið búið, en það hafði verið ó- siitið sólskin allan tímann, sem ég dvaldí á Vestfjörðum. Við ókum fram hjá Ljúfustöðum í Kolla- firði. Þar bjó eitt sinn frændi minn, Guðjón Guðlaugsson, fyrrum alþingismaður. Þegar ég fór fram hjá Felli, runnu upp fyrir mér gamlar minningar frá barnsárum mín- um þar. Ég fór þaðan sjö ára. Ég kannaðist vel við Klakkinn, Klakksbreiðarnar, Stekkjar- eyrina, Húsadalinn og fleiri örnefni þar. Líka man ég eftir, þegar okkur krökkunum sólina á veturna. Hún sést svo miklu fyrr þar en heima, þar sem gamli bærinn var. Gjarna hefði ég viljað koma að Stóra Fjarðarhorni og heilsa upp á gamla kunn- ingja, Sigurð Þórðarson og Kristínu Krist- jánsdóttur, var lofað niður á eyrarnar, til þess að sjá Þá fer maður fram hjá Stórbýlinu Brodda- nesi. Þangað er staðarlegt heim að lita, stór túnbreiða og mörg íbúðarhús. Þá er Broddadalsá. Þar er og margbýli og hlunnindi mikil á þessum jörðum báðum. Þá var farið yfir Bitruhálsinn, og er þaðan víðsýni mikið norður um Strandir, Húnaflóa, Skaga, Vatnsnes og víðar. Skriðnisenni er fyrsti bær, sem komið er að Bitrufjarðarmegin við hálsinn. Þar hefir búið sami ættleggurinn langan aldur. Þá var haldið inn með Bitrufirðinum, um Þambárvelli, yfir Stikuháls, að Guðlaugsvik. Þar borðuðum við kvöldverð, eins og ferða- menn yfirleitt gera, þegar svo stendur á. Þá voru aðeins eftir tuttugu km. að Ljót- unnarstöðum. Sigurður Dahlmann gerði það ekki endasleppt við mig. Hann skilaði mér heim í hlað, hressum og glöðum yfir því að vera kominn heim úr þessari löngu og á- nægjulegu ferð. Þarmeð kvadi ég minn góða velgerða- marin og hans ágæta bílstjóra og þakkaði þeim góða skemmtun á leiðinni að vestan. Að endingu kveð ég alla þessa vestfirzku vini mína og þakka ógleymanlegar móttök- ur og mikla velvild í minn garð. Hamingjan fylgi ykkur öllum. Ljótunnarstöðum, 1. ágúst 1950. Guðjón Guðmundsson. Gleðileg |óI! KRISTJÁN HJALTASON: Vetrarbylur Það var í janúar 1906; ég var 7 ára. Foreldrar mínir bjuggu á afskekktum bæ við lítinn fjörð inn milli hárra fjalla norðan á Snæfellsnesi. Ekki var fleira fólk á bæn- um. Dalurinn var hulinn snjó og fjörðurinn ísi. Hvergi sá dökkan díl, nema klettabeltin í fjöllunum, sem virtust jafnvel ennþá hærri i þessum stórfenglega vetrarbúningi. Veður var lygnt þennan morgun, nokkurt frost og himininn hulinn dökkri bliku, og sá hvergi til lofts frekar en jarðar. Allt var kyrrt og þögult, jafnvel fossarnir fram í dalnum þögðu. Frostið hafði lagt þá í læðing. . Pabbi hafði ákveðið að leita jarprar hryssu, er vantaöi og vænta mátti langt út með firð- inum eða jafnvel vestan við næsta fjall; það var 5—8 km. vegur. Er hann hafði sinnt skepnunum og borðað, bjó hann sig til ferð- ar og hélt af stað. Bar nú ei til tíðinda til rökkurs. En þá brast á hríðin. Rokið æddi um dal- inn og þyrlaði lausamjöllinni og kafaldinu milli fjallanna. Það var líkast því sem storm- urinn væri í ráðaleysi við að koma snjónum út úr dalnum áður en hann yrði allt of full- ur af fönm Þegar dimmt var orðið sagði mamma mér, að nú yrði hún að fara út til að hirða kind- urnar og hestana, en ég yrði að vera kyrr inni þangað til hún kæmi aftur, jafnvel þótt hún yrði lengi. Eg skyldi stytta mér stundir við að lesa í bók, því ég var orðinn stautandi. Svo fór mamma út i hríðina. Ljósið sem ég hafði var oliutýra, sem köll- uð var. Það var lítið glas með steinolíu í. Bómullarvafningur var dreginn í gegnum mjóa pipu, því stungið niður í glasið og svo kveikt á. Ljósið var álíka stórt og ljós á litlu jólakerti og nú blakti það á ýmsa vegu fyrir súgnum, sem óboðinn leitaði inn í litla bæ- inn. Það var því heldur skuggsýnt í litlu bað- stoíunni, sem var 6 álnir á lengd og 4 á breidd. Úti hamaðist hríöin og skók bæinn og óð- um hlóðst snjórinn fyrir gluggann. Eg fór að leita mér að bók, og var þó tölu- vert til af þeim, eftir því sem þá gerðist á sveitabæjum. Jæja, ég fann Sálmabókina, það voru ljóðmæli og þau falleg, þótt áreiðanlega þekkti ég ekki bókmenntagildi þeirra. Hve mikið ég hefi lesið, veit ég ekki, en mér dvald- ist lengst við sálminn nr. 487: Hvað boðar nýárs blessuð sól? Og ég lærði versið: Hann heyrir stormsins hörpuslátt. Hann heyrir barnsins andardrátt. Hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. Eg las og hugsaði á minn barnslega hátt, áreiðanlega ekki skáldlega eða af háfleygri andagift, en ég var rólegur og brosandi hafði ég sagt, þegar mamma kom inn: „Mér líður vel, mamma." Hún var ákaflega fannbarin og snjórinn nærri því fyllti göngin, þegar hún kom inn. Hún sagði, að veðrið væri svo vont, að tæp- lega gæti skeð, að pabbi kæmi í kvöld. Hann hlyti að gista á næsta bæ, þar sem vænst var hryssunnar. — Máske hefir hún þó frekar bú- ist við, að hann gisti hina köldu sæng vetrar- ins. Það var ömurlegt kvöld. Og þótt kveikt væri á lampanum, leiddist mér, en það þótti mér jafnan einn dýrðlegasti hiuti sólar- hringsins. Ekki veit ég hvað liðið var á kvöldið, þeg- ar dyrnar opnuðust og pabbi kom inn. — Það eru máske skáldin ein og aðrir slíkir andans menn, sem geta lýst þeirri gleði svo sæmandi sé, þegar faðirinn kemur heill og óskaddaður úr helj argreipum hamfara náttúrunnar, hvort sem er á sjó eða landi. En þeim er það Ijósast, sem lifáð hafa það sjálfir. Hann hafði farið frá síðasta bæ, eftir að hríðin skall á, og þó i fyllsta banni hjónanna, en heimþráin og hugsunin um konuna eina með barnið hafði knúið hann af stað. Af öll- um lífs og sálar kröftum hafði hann brotizt yfir fannirnar á móti oíviðrinu og haidið’ réttri stefnu, og taldi hann síðar, að erfiðast hefði sér verið að forðast ísinn, þvi í liann voru auðar vakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.