Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950 15 Lorelei-höfðinn í Rín. um“. Þegar fljótaskipið nálgaðist staðinn þar sem Lorelei átti að hafa setið á klettinum og greitt sitt gulna hár, var uppi fótur og fit á skipinu. Allir köÁnuðust við söguna og vildu sjá þennan stað. Ég varð fyrir vonbrigð- um, bjóst við að sjá þarna klett í fljótinu eins og segir í þjóðsögunni, en þar var að- eins höfði, sem gengur fram í fljótið og heit- ir hann Lorelei-höfði. Þar var ekkert minnis- merki, aðeins einn fáni, sem blakti þar á stöng. III. Köln er höfuðborg Rínarlanda. Fyrir stríð hafði hún yfir 1 millj. íbúa. Borgin á yfir 2.000 ára gamla sögu að baki sér. Hún var byggð á blómatímum rómversku keisaranna, þá náði Rómaveldi alla leið að Rín. Bygging- ar borgarinnar bera þess líka ljósan vott, að hún er byggð á krossgötum, þar sem rómversk og germönsk menning og list hafa mætzt. Meginhluti borgarinnar liggur á vesturbakka fljótsins, en að austanverðu er nýrri hlut- inn. Fjórar stórbrýr voru yfir fljótið. Allar voru þær sprengdar í loft upp af nazistum á undanhaldinu í síðasta stríði. Tvær af þeim er þegar búið að byggja upp aftur og er lengd þeirra um 400—500 metrar. Önnur brúin er járnbrautarbrú, þar sem tvær lestir geta farið framhjá hvor annari. Auk þess er breið bílabraut og gangbraut. Þessar nýju brýr eru steyptar og ná hvergi glæsileik þeirra gömlu, sem voru stálbrýr með miklu útflúri og há- um grindverkum í fögrum bogum. Köln varð fyrir mestri eyðileggingu af öllum þýzkum borgum. Talið er, að um 80% af henni sé í rúst eftir stríðið. En einu húsi hlífðu Bandamenn í miðri borginni, það var Dómkirkjan fræga, sem er ein fegursta og stærsta kirkja í heimi. Hún er byggð í got- neskum stíl. Byggingin var hafin árið 1248 og stóð til ársins 1322. Eftir það var unnið að breytingum og fegrun hennar allt til ársins 1880, og er þá talið, að kirkjubyggingunni sé að fullu lokið, eða eftir rúm 600 ár. Mikill ferðamannastraumur liggur til Köln Tiimar Dómkirkjunnar í Kiiln, rústir sjást jyrir framan. árlega til að skoða kirkjuna. Þúsundir eru þar á sveimi í kirkjunni daglega. Bak við há- altarið er gullskrín eitt mikið, helgað vitr- ingunum úr Austurlöndum. í kirkjunni er mikið af líkneskjum og myndum úr sögu kristninnar. Ef gefa ætti tæmandi lýsingu af Dómkirkjunni í Köln, væri það efni í sérstaka blaðagrein. Þess skal getið, að hæð kirkjuturnanna er 156 m. Eins og áður er sagt slapp kirkjan við loft- árásir, og hún bjargaði einnig tveim stór- byggingum, sem standa rétt við hana, ann- að er stærsta hótel borgarinnar en hitt er járnbrautarstöðin. Það tekur hundruð ára að reisa Köln úr rústum, og aldrei nær hún sinni fornu fegurð hvað byggingarlist snertir. IV. Ruhrhéraðið liggur austan Rínar. Það hefir löngum verið kallað „púðurtunna Evrópu“. Það hefir um marga áratugi verið mesta iðn- aðarsvæði álfunnar, vegna sinna miklu kola- og járnnáma. Stríðsrekstur Þjóðverja í tveim síðustu heimsstyrjöldum byggðist að mjög miklu leyti á þungaiðnaði þessara héraða. Allt þetta iðnaðarsvæði má heita ein samanhang- andi stórborg, svo stutt er á milli þeirra. Stærst er Essen, með yfir 1 millj. íbúa. Þar voru hinar heimsfrægu Krupps verksmiðjur, sem nú hafa verið jafnaðar við jörðu. Aðrar stórborgir eru þar, svo sem Dússeldorf, Duis- burg, Bochum og Dortmund og margar fleiri. Þegar járnbrautarlestin brunar í gegnum þessi héruð, er það líkast og að ferðast gegn- um gisinn stórskóg. Allt í kring gnæfa við himin risavaxnir reykháfar verksmiðjanna, og kolareykurinn fyllir loftið. Þótt sól sé á lofti, sést hún aðeins í móðu. Kolabyngirnir eru um allt eins og gamlir eldgýgar. Hinir stóru stálofnar senda frá sér drunur og stóra eldblossa, þegar stálgrýtið bráðnar. í Ruhr er unnið — og unnið vel, — verkamennirnir voru svartir af kolum og reyk; þar voru margir vinnulúnir menn á öllum aldri. Líf þessara manna virðist þrotlaust strit fyrir tilverunni. Sprengjur Bandamanna virðast ekki hafa gleymt Ruhrhéraðinu. Allar þessar borgir voru hræðilega útleiknar. Það virðist næsta óskiljanlegt, hvar fólkið getur hafzt við í öll- um þessum rústum. í þessum borgum verða margar fjölskyldur að láta sér nægja eitt her- bergi, þótt mannmargar séu, og jafnvel mat- reiða þar líka. Hitt er þó algengast, að marg- ir eru saman um eitt eldhús, og geta menn gert sér í hugarlund, hverskonar ástand það er. Úr þessari ferð um Rínarlöndin mætti vit- anlega margt tína til, því margt bar þar fyr- ir augu, en einhversstaðar verða takmörkin að vera. En hver sá, sem ferðast til megin- landsins, ætti sízt að sleppa því að sjá hin fögru Rínarlönd. I RÍKISÚTVARPIÐ | I Útvarpsauglýsingar berast með hraða 1 | rafmagnsins og mætti hins lifandi § E 5 1 orðs til nálega allra landsmanna. I Afgreiðslutímar í Landssímahúsinu 4. I 1 hæð alla virka daga, nema laugar- | I daga, kl. 9—11 og 13.30—18. Á laugar- | i dögum kl. 9—11 og 16—18. Á sunnu- | 1 dögum og öðrum helgidögum kl. 10— 1 1 11 og 17—13. Sími 1095. Skrín vitringanna úr Austurlöndum, — heilögu konunganna þriggja, — við altari dómkirkjunnar í Köln. Vitringarnir voru löngum góðir til áheita í kaþólskum löndum og sér í lagi reyndust þeir ung- um stúlkum greiðviknir með að lofa þeim að sjá mannscfnið sitt í draumi, ef rétt var að þeim farið með þar til gerðu bænarmáli og viðeigandi þóknun. Oruggast var þó að borða sérstakar pönnukökur um kvöldið áður en gengið var til svefns og átti að hafa í þœr eina skeið af hveiti, eina af salti og eina af vatni. — Þetta skrín í Köln er gjört af skiru gulli. RÍKISÚTV ARPIÐ. iliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiniiiiiiiiiiitiiiiim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.