Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 21
JÓLABLAÐ TÍMANS 1950
21
Dalsmynni stendur undir ljósri hlíðinni
austanmegin dalsins, er gengur inn í fjall-
garðinn í suðri.
Það var kyrrð um allt. Vatnsþung ský lágu í
fjallgarðinum og loftið var hrátt og þrungið
eins og undan mikilli rigningu.
Niður á gamla smiðjuhólnum stendur nýja
húsið í Dalsmynni. Á bæjarhólnum litlu ofar
eru rústir gamallar torfhúsaþyrpingar, bljúg-
ar og hljóðlátar í niðurlægingu sinni. í þeim
gamla bæ var grátið og hlegið í þúsund ár,
þar var fæðingarstaður mikillar ættar, sem
nú er dreifð niður um alla sveit og út um allt
land. Fæðingarstaður þeirrar ættar, sem kom-
in er af fjórtán konungum að langfeðgatali.
Nú eru þessar tóftir kærkomnar hagamúsum
og hundum i tíkasnatti.
Við athugun sést, hvar grænir blettir eru
hér og þar innar í dalnum. Sé spurt er svar-
að, að þetta séu tóftarbrot gamalla bæja, er
lagst hafa í eyði.
Sú spurning vaknar í hug áhorfandans,
hvort hér hafi geysað styrjöld, hvort hér hafi
menn verið drepnir af jörðum sínum og svar-
ið er: Hér hefir engin styrjöld geysað, engir
menn verið drepnir, aðeins nokkrir hrokkið
fyrir ætternisstapa vegna kulda og fátæktar.
Það er hógværlega kvatt dyra í þessum frið-
sæla, næstum auða dal, að kvöldi liðinnar
styrjaldar og morgni nýrrar. Það er ungur
maður, hann á ekkert erindi annað en sjá
dalinn; þó finnst honum hann verði að
kveðja dyra fyrst hann er kominn.
Ung stúlka kemur fram og maðurinn býður
gott kvöld. Hún tekur hljóðlega undir og hann
spyr eftir húsráðanda. Stúlkan segir hann
ekki heima.
— En gjörið þér svo vel og komið inn, bæt-
ir hún við og víkur til hliöar, svo gesturinn
eigi greiðan gang.
Þau halda í bæinn, gesturinn á undan,
stúlkan á eftir. Hann heilsar fólkinu með
handabandi. Það er ekki margt, aðeins tvær
konur, önnur háöldruð, hin um fimmtugt.
Gamla konan situr á rúmbálki og japlar á
tannleysi og rær í gráðið.. Hún er ekki ánægð
yfir þessari hljóðu kveðju mannsins og kveð-
ur upp úr með það, er raunar allir vilja Ijúka
af sem fyrst:
— Hvað heitir gesturinn?
Gesturinn segir tii nafns og augu stúlkunn-
ar dökkna, er hún heyrir það, miðaldra kon-
unni fallast hendur eitt andartak við verk
sitt og gamla konan hættir japlinu og segir
um leið og hún horfir hvasst á gestinn:
— Þó ekki skáldið?
Gesturinn hikar við, honum finnst ábyrgð-
arhluti að segja þessari gömlu konu að hann
sé skáld.
— Ég veit ekki hvað skal kalla það, svarar
hann. Stundum hljóta menn þessa tilnefn-
ingu óverðugir.
— O, já, stundum er það nú, en þú ert víst
sæmilegur,'greyið, ekki svo afleitlega lýginn,
segir gamla konan.
— Amma! hrópar stúlkan upp yfir sig.
— Amma, þvi segirðu þetta við gestinn, við
hann, hann .... Svo þagnar stúlkan, því
amman er farin að róa fram í gráðið og japla
á tannleysinu á ný.
— Takið ekki mark á henni, bað stúlkan,
hún er orðin gömul og ....
Gesturinn brosir og svarar:
— Því ekki taka mark á henni? Hún hefir
tifalda reynslu á við mig og gott ef ég er að
nokkru vitrari.
— Hún hefir alltaf búið hérna í dalnum,
segir stúlkan í þeim tilgangi að véfengja lífs-
reynslu hennar og vit.
— Já, og einmitt þessvegna, því þessi dalur
er brennipunktur heimsins. Elckert er til ut-
an hans, sem ekki er í honum sjálfum, en það
kostar ef til vill mannsaldur áð lesa hann.
— Nei, ekki svo afleitlega lýginn, tautar
* amman í gráðinu.
— Vill maðurinn ekki gista í nótt? Þessi
hó^væru orð eru töluð af miðaldra konunni.
Gesturinn þakkar fyrir og honum hlýnar
við þetta vinarboð. 1
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON
Indriði G. Þorsteinsson.
Það er auðséð, að amman vill halda uppi
viðræðum við gestinn; hún er að gefa honum
hornauga og hættir japlinu milli þess er hún
rær. Þau sitja þarna þrjú og ekkert heyrist
utan ýlfur í vindskeið útifyrir.
— Þeir berjast trúi ég suður á Kólerunni,
segir amman.
— Kóreu, flýtir gesturinn sér að leiðrétta.
— Æ, ég held það sé sama, ég hefi aldrei
verið frækin við þessi útlendu nöfn, enda
þjóðin svo menntuð, að ekki bráðnar gull, þó
að afdalakerling kunni ekkert í erlendu nema
faðirvorið.
— Þú meinar, að þjóðin forheimskist ekki
þó að þín missi við, amma, segir stúlkan og
brosir.
— Þá stæði á tæpu, segir amman og nú
finnur gesturinn, hve rödd hennar er þreytt
og gömul.
— Já, segir hann, eins og innskotið um fað-
irvorið hafi ekki snert hann. — Heimurinn
stendur í báli yfir æti.
— Já, svei, segir amman og tinar höfðinu,
reisir sig síðan hægt á fætur og tifar ellilún-
um fótum fram úr stofunni.
Eftir að gesturinn og stúlkan hafa setið í
þögn um stund kemur miðaldra konan inn
og segir:
— Þér getið gengið til hvílu þegar þér vilj-
ið, og bendir honum í herbergið tii hliðar við
stoíuna.
Rekkjuvoðirnar eru svalar og það marrar i
þurrum við rúmsins, er hann hreyfir sig. Það
er þetta heita, þurra brak, er heyrist í rúm-
bálkum, þegar maður hreyfir sig, þegar mað-
ur og kona hreyfa sig. Honum liður vel og
loftið er hreint og svalt í herberginu og held-
ur honum vakandi. Eftir langan tíma, þrung-
inn þögn og andvöku, heyrist honum komið
undurmjúkt við hurðina. Var það ofskynj-
un? Nei, þarna h«^Tist það aftur. Svo er hvísl-
að lágum, holum rómi:
— Ertu vakandi?
— Já, svarar hann. Komdu inn.
Hún kemur inn og lokar hurðinni og sezt
á stól við rúmið. Hann snýr sér fram og brak-
ið í rúminu vekur hjá honum geðfellda end-
urminningu.
Stúlkan er snotur. Hún er þéttvaxin og
breið um mjaðmir, með smágert andlit og
hýrt yfirbragð. Brúnabogarnir eru framstæð-
ir og allar hreyfingar hennar þokkafullar.
Það andar frá henni djúpri kyrrð og hlýju og
traust hennar er augljóst hverjum þeim, er
trausts leitar, og hann finnur leggj a frá henni
ljúfa, ilmsæta angan. óskylda þefjunarolíu.
Það er angan hennar eigin holds.
— Finnst þér þetta frekt? spyr stúlkan og
það er bæn í augurn hennar.
Nei, það finnst honum ekki.
— Mig langar svo mikið að tala við þig,
þig, sem ert kominn þaðan að utan, þaðan
sem fjöldinn er. Er það ekki dásamlegt líf?
Og andlit hennar glitrar í spurn eftir þessu
dásamlega lífi.
Augu gestsins dökkna og náttleysan fyrir
utan gluggann og stúlkan í ljósbleikum svefn-
serknum speglast i þeim.
— Allt það, er þú kallar fyrir utan, er móðu-
kennt og vekur forvitni, en ætti ekki að kail-
ast líf. Til þess er það of bundið, of hrátt, of
snautt af inntaki.
— En hér er svo einmanalegt, andmælir
stúlkan.
Gesturinn er hljóður um stund og segir síð-
an:
— Einmanaleikinn er þjáning, mikil þján-
ing. Lækning þeirrar þjáningar er ekki fólg-
in í að verða eitt höfuð hins þúsundhöfðaða
fjölda. Einmanaleikinn er fylgifiskur þess, er
engan á í sjálfum sér. Þig vantar pilt.
— Ó, ekki segja, ekki, biður stúlkan.
— Þetta er satt, segir gesturinn stutt, og
þinn piltur kemur. En láttu hann ekki taka
þig frá dalnum, því þessum dal ertu vígð.
— Því horfir þú svona á mig? segir stúlkan
og er rjóð i framan.
Gesturinn deplar augunum og vætir var-
irnar.
— Þú ert sönn, ég hefi komið um langan
veg til að sjá þig og þú hefir ekki brugðizt
vonum mínum.
— Til geta verið sannari konur en ég, seg-
ir stúlkan, því hún vill ekki sýnast drjúg yf-
ir áliti skáldsins.
— Það skiptir ekki máli. Þú ert sönn í mín-
um augum, eða öllu heldur imynd mins sann-
leika, því það er þessi dalur í augum þínum
og þessi blái himinn yfir enni þínu og nátt-
leysan fyrir utan í blóði þínu og þinn piltur
mun koma og þú munt vígja hann þessum
dal.
— En hvað þú talar fallega, segir stúlkan
og horfir agndofa á hann.
— Það er fyrir hvað þú komst fallega til
mín, svarar hatnn opinskátt.
— Eru allir flstamenn eins og þú?
— Ég er ekki listamaður, svarar gesturinn,
ég hefi gaman af bláum, fjöllum á vorin, það
er allt og sumt.
— En hverjir eru Iistamenn? spyr stúlkan.
— Það eru þeir, sem þjóðin gefur hornauga
sem gallagripum, menn sem hún álítur að
komnir séu úr tengslum við sitt daglega brauð.
Og listin, barnsgleði þeirra og einlæg hug-
sjón er þeir halda óskertri í gegnum mold-
viðri daganna, hlýtur ekki mat sitt, fyrr en
hún hefir legið langan tíma á dimmum,
saggafullum söfnum sem forngripur.
— En því þá þessi elja lifandi manna fyr-
ir svo dauðri list? spyr stúlkan og horfir á
gestinn opnum munni.
— Listin er ekki háð elju nema hið ytra,
kjarninn kemur innan frá og krefst sköpun-
ar, hvort sem sú sköpun hlýtur viðurkenn-
ingu í dag eða á morgun.
— Er þá allt haldið þessum vonbrigðum?
Er ekkert bjart og glaðvært? Er allt fjötrað,
þrúgað. í viðjum hlutbundinna kenninga?
segir stúlkan og er undrandi yfir mælsku
sinni.
— Því miður, segir gesturinn. En þið eruð
hólpin hér í dalnum. Hér þarf ekkert að
skyggja á falslausa gleði. Hinn raki ilmur af
nýbærunni, hin gróskukennda þefjan af
gamalræktuðum túnum eftir stuttan skúr og
hið ólgandi blóð stóðhestsins, allt er þetta
falslaus gleði og þið eigið hana.
— En mig langar samt að fara, mig langar
að sjá fólk og tala við fólk, mikið af fólki,
segir stúlkan af innibyrgðum ákafa.
— Þarna kemur hún aftur þessi þrá eftir
einhverju, er þú hefir ekki, þessi þrá, sem er
eins og hungur sendinnar moldar eftir regni.
Þig vantar pilt.
— Vilt þú verða minn piltur? segir stúlkan
og hann sér hún roðnar og leggur hökuna
niður á bringu.
— Mér þykir þaö leitt, segir gesturinn, en
það þarf sterkar hendur í þennan dal, ekki
mínar, þær eru hendur örorkumannsins,
• mannsins, sem hugsar.
Stúlkan reisir höfuðið og horfir út í bjarta
nóttina fyrir utan. Þaö slær rjóðri slikju á