Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1950, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐ TÍMANS 1950 é*M*£*É*é*M*A * É*&*É* 49 * é* é>* é*&*&* m -K ** * <2§g -K «* -K <2: -K -K -K «# -K -K -K *é -K <93 -K *# KNÚTUR ÞORSTEINSSON, frá Úlfsstcðum J 0 L Það ríkti nótt, svo dauðadimm og hljóð um dapran mar og löndin fölvablcik; en gegnum myrkrið dýrðarbirtu bar og- blíður ómur fyllti hjörtun veik. Þvi heimi send var heilög náðargjöf, pú himinssonur, Kristur, lifsins prá. Sem hingað komst að hefja mannsins synd á herðar pér og dauðans skugga má. Þin guðleg feeðing sárri sektarjörð var sigurljós, er öllu frelsi gaf. Við lága jötu hólpin kynslóð kraup, hvert klökkvafljót var teemt i gleðihaf. Það rikir ennpá rökkur vítt um heim og^rúnum böls vor mannlifssaga cr skráð. Ó, Kristur Drottinn, kom pú enn sem fyrr, með keerleiksfrið og helga jólanáð. * * DE> * m * Ðd * #** * * * * * Gfc> * m * m * Þegar Landsýn Gunnfríðar var afhjúpuð Höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur Er frú Gunnfríður Jónsdóttir kom heim 1929 eftir margra ára dvöl í ýmsum þjóð- löndum, vakti það athygli hennar, hversu mörgum varð tíðrætt um Strandarkirkjn, en þó var sem fæstir vissu hvar hún væri á landinu. Henni fannst einnig mjög til um hina fögru þjóðsögu, sem tengd er við hana, og hvarflaði þá að henni, a.ð gaman væri að staðsetja kirkjuna glöggar í hug og hjarta þjóðarinnar. En árin liðu og ekkl varð úr framkvæmd- um, enda átti listakonan við ýmsa örðugleika að etja og gat litt sinnt því, sem stóð hjarta næst. En svo var það eina hrollkalda nótt í sept- ember 1937, að hana dreymdi draum, sem henni þótti líklegt að gæti boðað feigð Ein- ars Benediktssonar. Hann var þá kominn til Herdísarvíkur og farinn að heilsu, en þau Gunnfríður og skáldið höfðu lengi verið vin- ir góðir. Vildi nú Gunnfríður gjarna sjá vin sinn áður en hann dæi. Brá hún nú skjótt við, enda ekki hennar háttur að vera að tvínóna við hluti þá, sem hún ætlar að gera. Hélt hún þegar næsta dag eftir draumnóttina austur yfir Hellisheiði að Hrauni i Ölfusi, en þaðan gekk hún i norðanstormi og kalsaveðri að Hlíðarenda í Ölfusi og gisti þar um nóttina. Morguninn eftir lagði hún af stað og Helga húsfreyja Jónsdóttir á Hlíðarenda með henni. Er þær komu á Selvogsheiði, blasti Strand- arkirkja í fyrsta sinni við augum frú Gunn- fríðar og varð hún stórhrifin, er hún leit kirkjuna eina í auðninni bera við hafið, og varð henni þá þetta Ijóð á munni: Við Atlantshafsins stoltu strönd þú stendur frjáls Og þekkt um lönd, og helgrar trúar bindur bönd þeim bát er siglir hjá. Eftir þessa ferð byrjar svo frú Gunnfríður á verkinu, lýkur því og lætur það á sýningu 1944. Myndin vakti mikla eftirtekt og lista- konunni bárust þegar fjölda margar pantanir af litlu frummyndinni, og varð henni sá stuðningur að þessu, að með frábærum dugn- aði og hagsý*ii gat hún haldið áfram að stunda höggmyndalistina. Svo gerist það, að 1947 kaupa Selvogsbúar myndina í samrgfði við biskup og mennta- málaráðherra. Síðan fer Gunnfríður með myndina til Noregs til að fá hana höggna í ljóst granít. Hafði hún þá átt í stöðugu stíma- braki í þrjú ár við það að fá gjaldeyri til þess að myndin yrði höggvin i þetta sterka og fagra efni, og er þetta fyrsta graníthöggmynd- in, sem ísland eignaðist. (Granítið er frá Stören, skammt frá Niðarósi.) Frú Gunnfríður gerði einnig stöpulinn, og er hann úr sama efni, en tröppurnar, sem liggja upp að höggmyndinni, eru teiknaðar af Sigurði Guðmundssyni arkitekt; eru þær úr steinsteypu, en brimsorfnar hellur úr fjörunni framan við kirkjuna greyptar í steypuna. En ekki var þar með öllu lokið, þótt búið væri að höggva myndina í granít og hún kom- ■ t Vá hejip., (L,á hún nokkra mánuði i pakkhús- Gunnfríður Jónsdóttir um Eimskipafélagsins, að mestu sökum þess, að myndhöggvaranum og manni þeim, sem 'átti að setja myndina upp, bar á milii um hvar myndin ætti að standa. Vildi Gunnfríð- ur velja fegursta staðinn undir hana, þann sem hún nú stendur á, en hann sléttuna hjá kirkjunni. Lauk þessu þófi með þvi, að Sel- vogsbúar sóttu myndina til Reykjavíkur í okt. 1949 og fór Gunnfríöur með þeim, réði staðn- um og stjórnaði verkinu við uppsetninguna. Er Gunnfríður Selvogsmönnum mjög þakk- lát fyrir samvinnuna. Myndin var afhjúpuð á 2. Hvítasunnudag 1950 að viðstöddum biskupi landsins, herra Sigurgeir Sigurðssyni, mörgum af beztu listamönnum vorum og ýmsu öðru stórmenni. Vakti myndin fögnuð og hrifning allra, er hjúpnum var svipt af henni og hún blasti við í sinni mildu fegurð, látleysi og þrótti. Var það allra manna mál, að fullkomið samræmi væri milli myndar og kirkju og mætti hvor- ug án annarar vera. Einum, sem myndina heíir litlð, varð þetta ljóð á munni: Hér skoðum við styttuna, stórfagra verkið, stara til hafsins með heilagt krossmerkið. Merkið, sem þjóðirnar mega sízt gleyma. Merkið sem blessun og frið kann að geyma. . Athöfnin fór mjög hátíðlega fram og var veður hið fegursta, blæjalogn og sól skein í heiði. Fagrar ræður voru fluttar af herra biskupnum og sóknarprestinum, séra Helga Fr^,mh. á 47. síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.